Morgunblaðið - 10.06.2004, Síða 24

Morgunblaðið - 10.06.2004, Síða 24
AUSTURLAND 24 FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Seyðisfjörður | Fyrsta Ceilidh- hátíð á Íslandi hefst á Seyðisfirði í dag og stendur fram á sunnudag. Orðið Ceilidh, sem borið er fram keilí, er gelíska og þýðir heimsókn eða öllu heldur gleðskapur með þjóð- lagatónlist- og dansi, þar sem fólk á öllum aldri tekur þátt sem hlustendur eða með dansi, spilamennsku og söng á mjög óformlegan máta. Muff Worden, skipuleggjandi tón- listarhátíðarinnar, segir Smyril-Line hafa gefið farmiða með Norrænu til þess að Ceilidh-sveitir frá Norður- Skotlandi, Hjaltlandseyjum og Fær- eyjum geti siglt sér að kostn- aðarlausu til og frá Seyðisfirði og verður til endurgjalds spilað um borð. „Á Seyðisfirði hitta tónlistar- mennirnir Ceilidh-band Seyð- isfjarðar og Didda fiðlu, ásamt fleira tónlistarfólki og áhugamönnum og verða haldin námskeið um þjóðlaga- tónlist, dans, þjóðsögur og um hljóð- færaleik og tónlistarstíl þeirra landa sem þátttakendur koma frá“ segir Muff. „M.a. verður námskeið í því hvernig spila skal á gyðingahörpu. Námskeiðin verða öllum opin.“ Á meðan hátíðin stendur yfir spila Ceilidh-sveitirnar á öldur- og kaffi- húsum Seyðisfjarðar og sunnudaginn 13. júní kl. 14 verða svo haldnir sam- eiginlegir stórtónleikar í Herðubreið með þeim öllum til samans. Eftir kynnisferð um landið verður efnt til annarra stórtónleika á Seyðisfirði laugardagskvöldið 16. júní, kvöldið áður en Ceilidh-sveit- irnar láta úr höfn og sigla utan. Vilji menn skrá sig á námskeiðin er hægt að hafa samband við Muff Worden í s. 472-1775 eða með raf- pósti til www.geocities.com/ mworden.geo/. Aðrir meginstyrktaraðilar hátíð- arinnar eru RARIK, Menningarráð Austurlands og Seyðisfjarðarkaup- staður. Þjóðlagatónlistin tekur völdin með námskeiðum og tónleikahaldi upp um alla veggi Ceilidh- hátíð á Seyðisfirði Ljósmynd/Einar B. Bragason Ástríður og ærsl í tónum: Fulltrúar Íslands á Ceilidh-hátíðinni, Muff Worden lengst til vinstri. Egilsstaðir | Menntaskólinn á Egils- stöðum útskrifaði fimmtíu og níu stúdenta í ár og hafa þeir aldrei verið jafn margir. Lára Guðlaug Jónasdóttir skaraði fram úr í námsárangri og Andri Mar Jónsson hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í raungreinum frá Verkstjórafélagi Austurlands. Fimm nemendur luku stúdents- prófi á þremur árum og mæðg- urnar Margrét Urður Snorradóttir og Dagný Erla Ómarsdóttir útskrif- uðust samtímis. Sömuleiðis systk- inin Pétur Gíslason og Anna Guð- laug Gísladóttir. Það þótti táknrænt fyrir bjarta framtíð nýstúdenta að í fremur þungbúnu veðri útskriftardagsins brutu sólargeislarnir sér leið niður úr skýjaþykkninu og ferskir sum- arvindar blésu kólgubökkum á brott þegar gengið var til lokahá- tíðar. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Glæsilegur og vonglaður hópur: Aldrei hafa útskrifast jafnmargir frá Menntaskólanum á Egilsstöðum eins og í ár. Aldrei fleiri nýstúdentar brautskráðir frá ME Djúpivogur | Tónskóli Djúpavogs býður upp á æfingabúðir fyrir tón- listarnemendur á grunnskólaaldri í sumar. Svavar Sigurðsson, skóla- stjóri skólans, segir að hugmyndin sé sú að börnin komi á Djúpavog í nokkra daga og stundi fjölbreytt tónlistarnám. Þar verður m.a. boðið upp á kennslu í popp- og rokk- tónlist en einnig í klassískri tónlist. „Hér ættu öll börn sem stunda tón- listarnám að finna eitthvað við sitt hæfi. Æfingabúðirnar verða sniðn- ar eftir þörfum hvers og eins með áherslu á allskyns samspil,“ segir Svavar en auk þess verður boðið upp á ýmiskonar afþreyingu eins og gerist í „hefðbundnum“ sum- arbúðum. „Hér á Djúpavogi er frá- bær íþróttaaðstaða og ný sundlaug auk þess sem umhverfið býður upp á óteljandi möguleika á útiveru. Á sumrin kemur hingað fjöldinn allur af ferðamönnum sem við munum að sjálfsögðu nýta okkur sem áheyr- endur,“ sagði Svavar að lokum. Morgunblaðið/Sólný Pálsdóttir Telur í taktinn hjá Seyðfirðingum: Svavar Sigurðsson verður með músíkalskt námskeiðahald á Djúpa- vogi á næstunni. Rokkað og raulað á Djúpavogi Reyðarfjörður | Ferðafélag Fjarða- manna gekkst fyrir fjöruferð á dög- unum. Gengið var frá gamla bæn- um á Sómastöðum (1.875), niður að sjó og eftir fjörunni út að Hrauni en fararstjóri var Ína Gísladóttir og skiptust göngumenn á sögum af svæðinu. Þessar fjörur fara undir hafnarsvæði á næstu mánuðum vegna álversframkvæmda. Líflegt var við sjóinn, selur lá á kletti en synti síðan í fjöruborðinu og flygdist með gönguhópnum. Hreiður sjófugla eru víða og fylgd- ust þeir grannt með ferðalöng- unum. Við Mjóeyrina í landi Sóma- staða eru gamlar steinhleðslur frá búskapartíð Hans Beck bónda á Sómastöðum. Hans Beck (1838– 1920) bjó bæði á landi og sjó eins og sagt var í þá daga og fylgdist vel með nýjungum og tækni sem Norð- menn fluttu með sér til landsins. Talið er að Hans hafi verið fyrsti bóndinn á Íslandi sem keypti nóta- brúk og stundaði síldveiðar með því. Ef til vill var hann eini bóndinn sem kunni þessa veiðiaðferð til hlít- ar en hann og Eiríkur Björnsson á Karlsskála keyptu útgerð af manni sem Mickelson hét og hafði byggt sér hús við sjóinn fram og niður af Sómastöðum. Þessar land- nótaveiðar voru stundaðar lengi frá Sómastöðum. Fjöruganga Fjarðamanna Djúpivogur | Það var glatt á hjalla á Hótel Framtíð á Djúpavogi þegar útskriftarárgangur ’52 úr Kennara- skóla Íslands hittist og skemmti sér saman. Af rúmlega þrjátíu manns úr árganginum mættu tutt- ugu. Þau hafa hist nokkuð reglulega undanfarin ár, en þar sem tíminn er tekinn að sækja að þeim með vaxandi þunga mun ráðgert að hittast árlega framvegis. „Við tókum kennarapróf árið 1952 frá Kennaraskóla Íslands og vorum seinasti árgangurinn sem tók próf frá gamla Kennaraskólanum með því sniði,“ segir Vilborg Dagbjartsdóttir, kennari og rithöfundur, ein af þeim sem rifjuðu upp gömul kynni á Djúpavogi. „Já, við vorum í miklu ástfóstri hjá elskuðum skólastjóra okkar, Frey- steini Gunnarssyni. Fórum út í lífið til þess að verða kennarar og höfum öll, nema einn, verið í kennslu og margir starfað alla sína ævi.“ Aldursforseti hópsins er Hálfdán Haraldsson, en hann kenndi á Norðfirði í 43 ár og býr þar enn. Hann segist fæddist norður við Bakkaflóa, á Langanesströndum, en hafi byrjað og endað kennaraferil sinn á Norðfirði. Hópurinn mun að ári ætla að hittast á suðvesturhorn- inu. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Glatt yfir gömlum kennurum: Þau útskrifuðust ’52 úr Kennaraskólanum og hafa fylgst að gegnum tíðina. Þau útskrifuðust fimmtíu og tvö og láta ekki deigan síga Breiðdalur | Hreppsnefnd Breið- dalshrepps ályktaði á fundi sínum í maílok um slæmt ástand þjóðvegar 1 um Breiðdal, Breiðdalsheiði og Skriðdal til Egilsstaða: Hrepps- nefnd Breiðdalshrepps minnir á harðorðar ályktanir sínar frá síðast- liðnu ári og þessu ári vegna ástands þjóðvegar nr. 1 um Breiðdal, Breið- dalsheiði og Skriðdal til Egilsstaða. Þrátt fyrir áðurnefndar ályktanir og góð orð um úrbætur bólar enn ekk- ert á nauðsynlegum framkvæmdum við lagfæringar á veginum. Veg- urinn er afar grýttur, svo grýttur að bílar verða daglega fyrir skemmd- um, bæði á lakki og dekkjum við að fara þessa leið. Hreppsnefnd Breið- dalshrepps ítrekar enn og aftur áskoranir sínar um tafarlausar úr- bætur áður en aðalumferðartími árs- ins gengur í garð. „Það er búið að vinna efni í mal- arslitlag á þetta allt saman“ segir Einar Þorvarðarson, umdæmisstjóri hjá Vegagerðinni. „Það verður reynt að fara að keyra því út á næstu dög- um og þá ætti þessi leið öll að verða góð eftir það. Við yfirkeyrum allan kaflann frá Sandfelli í Skriðdal og niður fyrir Ásunnarstaði í Breiðdal.“ Einar reiknar með að þetta taki um hálfan mánuð og verði því búið áður en ferðamannastraumurinn hefst af fullum þunga um þessar slóðir. Grýtt er sú braut Egilsstaðir | Nú standa yfir lagfær- ingar á veginum um Fagradal, á milli Egilsstaða og Reyðarfjarðar, frá Mjóafjarðarvegamótum upp að Kofa. Vænta má að þessar fram- kvæmdir tefji fyrir umferð meðan þær standa yfir, eitthvað fram eftir þessum mánuði. „Þetta klárast í sum- ar“ segir Ein- ar Þorvarð- arson, umdæmisstjóri hjá Vegagerðarinni. „Vonandi í júlí. Það er verið að lagfæra veginn núna, laga skeringar og bæta í vegaxlir, en í júlí verður hann bikfestur frá Mjóafjarðarvegamótunum og upp að Kofa og klætt yfir aftur. Síðan er kafli á Reyðarfirði, frá Melshorninu og út undir ristarhlið sem verður tekinn líka og þá er búið að styrkja allan Fagradal. Þá verður að fullu lokið þriggja ára löngum end- urbótum á veginum um Fagradal.“ Aldrei gerst áður að Vega- gerðin fái ekki tilboð í verk Einar segir jafnframt að nú sé verið að gera hringtorg innan við Reyðarfjörð og nýjar tengingar inn í bæinn. „Þetta var boðið út um dag- inn og við fengum ekkert tilboð. Það mun vera í fyrsta sinn sem það ger- ist. Þetta er svolítið sérhæft verk og kannski ekki áhugavert fyrir þessa stóru jarðvinnuverktaka. Lítið magn og dútl við þetta þannig að við vinnum þetta þá sjálfir og semjum um einstaka verkþætti við verktak- ana. Svo er Arnarfell að byrja á veg- inum niður að nýju álhöfninni og síð- an verður haldið áfram með veginn í átt til Eskifjarðar frá Sómastöðum og út að Hólmum. Þeir fara að byrja á því á næstunni.“ Leiðin niður að álvershöfninni var færð frá upphaflegu skipulagi. Vega- mótin að höfninni verða rétt neðan við Framnes til að fá hallaminni veg. Einar segir ástand á vegum Aust- anlands annars mjög gott um þessar mundir. Þriggja ára endurbótum í Fagradal að ljúka

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.