Morgunblaðið - 10.06.2004, Page 27

Morgunblaðið - 10.06.2004, Page 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2004 27 Finnski karlakórinn Wasa Sångargille flytur tónverkið Jónas - frelsari gegn vilja sínum, eftir Kaj-Erik Gustafsson við texta Lars Huldén í Langholtskirkju í kvöld kl. 20.00 Stjórnandi Stefan Wikman ANDRÉS Önd varð sjötugur í gær. Vaka-Helgafell, útgefandi hans á Ís- landi, heldur af því tilefni afmæl- isveislu honum til heiðurs í Kringl- unni 12. og 13. júní. Bókasafn Kópavogs Þá verður haldið upp á afmælið í Bókasafni Kópavogs og Lindasafni alla vikuna. Þar er í gangi verð- launagetraun fyrir 8–12 ára börn og fyrir yngri börnin er litakeppni. Hægt er að rekja spor Andrésar um söfnin. Fram á föstudag verður þrjú- bíó í báðum söfnunum og þar sýndar Disneymyndir. Öll þátttaka í hátíða- höldunum er ókeypis. Sjá nánar á heimasíðu safnsins: www.bokasafnkopavogs.is. Afmælis- veisla Andrésar BORGFIRÐINGAHÁTÍÐ stendur nú fyrir dyrum og eru tónleikar fyrir opnunina orðnir fastur liður í sumardagská Borgarfjarðar. Að þessu sinni halda þær Eygló Dóra Davíðsdóttir fiðluleikari og Jónína Erna Arnardóttir, píanóleikari, tónleika í Borgarneskirkju kl. 21 í kvöld. Þær flytja m.a. verk eftir Bach, Mozart, Lalo og Brahms. Listrænn stjórnandi Borgfirð- ingahátíðar frá upphafi hefur verið Jónína Erna Arnardóttir, píanó- leikari í Borgarnesi. Jónína Erna Arnardóttir og Eygló Dóra Davíðsdóttir. Forleikur að Borgfirð- ingahátíð ♦♦♦ HRÓKUR alls fagnaðar stendur fyrir trúðanámskeiði dagana 21.–25. júní með hinum kunna trúði Julien Cottereau í Galleríi Skugga að Hverfisgötu 39. Julien Cottereau hefur meðal annars unnið sem höfuðtrúður Sól- arsirkussins (Cirque du Soleil). Hann starfar einnig með „Trúðum án landamæra“ sem fara sem sjálf- boðaliðar á svæði þar sem ríkir stríðsástand eða nýafstaðnar hörm- ungar. Markmiðið er að létta líf barna sem búa við erfiðar aðstæð- ur, hjálpa þeim að hlæja og gleyma um stund köldum veruleikanum. Julien er búsettur í París þar sem hann starfar sem leikari og trúður á sviði og í kvikmyndum. Hann lék meðal annars í kvikmyndinni Hertu upp hugann eftir Sólveigu Anspach. Á námskeiðinu fær nemandinn tækifæri til að kynnast sínu sérsviði og þroska það undir handleiðslu Julien. Fjöldi þátttakenda takmark- ast við 12 og fer kennsla fram fram á ensku. Upplýsingar gefur Mireya Samp- er, mireya@hrokurinn.is og Birg- itta Jónsdóttir, birgitta@hrokur- inn.is. Trúðanám- skeið í Skugga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.