Morgunblaðið - 10.06.2004, Page 29

Morgunblaðið - 10.06.2004, Page 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2004 29 FIMMTUDAGS- TILBOÐ Suðurlandsbraut Sími 533 3109 Opið mán.-fös. kl. 12-18 laugardaga kl. 10-16 HERRASANDALAR Litur: Svartur Stærðir: 40-46 VERÐ ÁÐUR 4.995 VERÐ NÚ 2.995 ELLEFU gjörólík tónskáld á sama matseðli ættu að veita gull- tryggingu fyrir fjölbreytni. Því voru fámennu heimturnar að bráð- skemmtilegu tónleikum rúmensk- húsvíska píanóleikarans Aladárs Rácz í Salnum í hrópandi ósam- ræmi við væntingar. Annars er maður löngu hættur að taka mark á aðsókn sem gæðamælakvarða per se. Til þess hafa góðir tónleikar of oft verið sniðgengnir – og öfugt. Aladár Racz (f. 1967) er þegar bæði sjóaður og sigldur konsert- píanisti og á einnig nokkra geisla- diska að baki. M.ö.o. ekki afleitt dæmi um þá vel menntuðu atgerv- isnýbúa á tónlistarsviði sem margir hafa kosið að setjast hér að á síðari árum, m.a. til ágóða fyrir tónlistar- kennslu á landsbyggðinni; í hans tilfelli sem kennari á Húsavík síðan 1999. Og hvað sem manni kynni annars að finnast um meðferð hans á fjölskrúðugu verkefnavali, þá var það ýmist með eða á móti. Ekkert miðjumoð. Hér fór skapmikill pían- isti sem var greinilega eðlislægt að koma á óvart – án tillærðra tikt- úrna. Enda reyndist gjörsamlega útilokað að láta sér leiðast. Það átti jafnvel við um Bach, sem hér þurfti eina ferðina enn að sæta upphitunarhlutverki hjá lista- manni er auðheyrilega var meira gefinn fyrir eldheita rómantík. Eins og oft kom fram í 3. Ensku svítunni í g-moll, er mótaðist af fullreikulli rúbatóvökurð fyrir minn smekk, þó að sumt næði að heilla, þökk sé einkum glimrandri fingra- tækni og fallega syngjandi tóni. Einfaldur Menúett Mozarts í G K315G slapp fyrir horn, og ball- ettleg Eccosaise Beethovens í Es sömuleiðis, þótt bunuð væri fram á hálfgerðum formúluhraða. Hins vegar glitti fyrst í alvörutöfra píanóljónsins hjá ljóðskáldi slag- hörpunnar, Chopin. Mazúrkinn í f Op. 68,4 var furðuviðkvæmur og „Hetju“-pólónesan alkunna ridd- araliðsárásargjörn við hæfi, en Mínútuvalsinn í Des bar þó af fyrir reiprennandi uppmælingafingralip- urð. Það gleymdist að vísu að taka tímann – mér vitandi hefur valsinn aldrei verið rúbbaður af á sléttri mínútu – en fróður maður í hléi benti hins vegar á að „Valse min- ute“ þýddi aðeins „Lítill vals“, og má það vel vera. Eftir hlé var skipt frá Steinway- inum yfir á Bösendorferinn – „ung- píuflygilinn“ eins og Árni Krist- jánsson heitinn ku hafa dubbað hljóðfæramerkið í gamni – jafnvel þótt sum atgangshörðustu verkin væru eftir. Harla óvenjulegt á ein- um og sömu píanótónleikum. Blóð- glettin þótt ekki alveg örðulaus út- tekt Aladárs á sígaunamúsík Liszts í 2. Ungversku rapsódíunni hreif mann í botn, og eftir að vísu full- geystan Vikivaka Sveinbjörns Sveinbjörnssonar (í raun færeyskt þjóðlag) var tekizt á við eftirröð- unartækni færeyska tónskáldsins Sunleifs Rasmussen í Chaindance with Shadows (1997); fruntaerfiða framúrstefnu-regndropaprelúdíu er nýtti óspart sostenutofetilinn með diskant-staccato við bassastrengja- enduróm. Stravinskíj-stykkin Tango og Piano-Rag Music sýndu góða tækni en náðu ekki að dansa. Hins vegar bar af Rúmenskur dans Bartóks nr. 1 í kraftþrunginni en litríkri túlkun, og stuttu tvö síðustu verkin, eftir A. Benjamin (Jamaic- an Rumba) og Dave Brubeck (Bossa Nova), opinberuðu óvenju- mikla aukabreidd hjá klassískum píanista, jafnvel þótt djasssveiflan næði sem von var ekki fullkomnu „laid back“ flæði. Húsvíkingurinn frá Rúmeníu TÓNLIST Salurinn Verk eftir J.S. Bach, Mozart, Beethoven, Chopin, Liszt, Sveinbjörn Sveinbjörns- son, Sunleif Rasmussen, Stravinskíj, Bartók, Benjamin og Brubeck. Aladár Racz píanó. Fimmtudaginn 3. júní kl. 20. PÍANÓTÓNLEIKAR Morgunblaðið/Eggert „Úttekt Aladárs á sígaunamúsík Liszts í 2. Ungversku rapsódíunni hreif mann í botn,“ segir Ríkarður Ö. Pálsson m.a. í umsögninni. Ríkarður Ö. Pálsson AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.