Morgunblaðið - 10.06.2004, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 10.06.2004, Qupperneq 31
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2004 31 Borgartúni 28, símar 520 7901/520 7900 www.ef.is • Hagstætt verð FÁLKINN ER KOMINN AFTUR! Margar gerðir skúfhólka ásamt hálsmenum, ermahnöppum og bindisnælum. 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s Nú þegar sumarið er skollið á styttist í hiðárlega Reykjavíkurmaraþon, en þaðverður haldið hinn 21. ágúst næstkom- andi. Fyrir þá sem langar til þess að æfa fyrir maraþonið, en vantar e.t.v. aðhald og aðstoð, býðst nú að skrá sig í undirbúningshóp Reykja- víkurmaraþonsins, sem hefur göngu sína, eða öllu heldur hlaup sitt, í dag og mun æfa tvisvar í viku fram að maraþoninu fyrir 7 og 10 km hlaup. Skokkað verður á þriðjudögum og fimmtu- dögum frá kl. 17.30 undir handleiðslu Auðar Ebenesersdóttur íþróttakennara. Hjördís Guðmundsdóttir, íþróttastýra og kynningarfulltrúi Reykjavíkurmaraþonsins, seg- ist vonast eftir öflugri þátttöku í undirbúnings- hópnum, en hann er öllum opinn, bæði byrj- endum og vönum hlaupurum. „Markmiðið er að efla áhuga fólks á skokki og veita þeim sem æfa reglulega tækifæri til að fá sem mest út úr þjálf- uninni með stuðningi og leiðsögn fagfólks. Hlaupið verður frá Laugardalslaug og farnar skemmtilegar leiðir um Laugardalinn. Þar er einnig hægt um vik að stytta sér leið ef fólk treystir sér ekki 7 eða 10 kílómetrana.“ Þátttökugjaldi er haldið í lágmarki að sögn Hjördísar, en það nemur 3.000 krónum og inni- falið í því er þátttaka í hlaupaæfingunum fram að Reykjavíkurmaraþoni, auk þess sem þátttak- endur fá gagnlega hluti í kaupbæti, s.s. hlaupa- útvarp og Hlaupahandbókina 2004 eftir Gunnar Pál Jóakimsson, sem inniheldur leiðbeiningar um hlaupþjálfun. Mikilvægt að byrja rétt „Margir þekkja það að byrja að hlaupa af miklum krafti en missa svo niður dampinn. Ekki vantar metn- aðinn hjá fólki, en það er ákveðin kúnst að fylgja metn- aðinum eftir. Á kynningarfundi sem haldinn var í gærkvöldi um und- irbúningshópinn, var komið inn á ýmiss konar fróðleik um hlaupaþjálfun, t.d. hvern- ig best er að byrja, hvernig æfingar er gott að gera og hvaða hlaupaleiðir eru á höfuðborg- arsvæðinu. Þessar upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu okkar, nú eða með því að skella sér í undirbúnings- hópinn. Við gefum fólki síðan færi á að vera með þótt það komist ekki í hvern einasta tíma, t.d. getur það unnið sjálft að hluta til,“ segir Hjördís. Aðspurð segir hún að leiðsögn fag- fólks skipti miklu fyrir fólk sem hefur áhuga á að taka hlaupið alvarlega, því ekki nægi að hlaupa bara af stað, gæta þurfi að góð- um skóbúnaði og að fylgja áætlun sem hentar líkamsgerð og ástandi hvers og eins. Þá geti hlaup með öðrum ráðið úrslitum um hvort fólki tekst að komast yfir fyrsta hjallann og gera hlaupið að reglulegum þætti í dagsins önn. „Það gæti orðið skemmtileg reynsla fyrir fólk TENGLAR .......................... www.marathon.is www.hlaup.is heida@mbl.is að taka þátt í svona þjálf- unarferli og ljúka þessu síðan með Reykjavíkurmaraþon- inu,“ segir Hjördís. Fyrsta æfing undirbún- ingshópsins verður haldin kl. 17.30 í kvöld, og verður hlaupið frá anddyri Laug- ardalslaugarinnar. Nán- ari upplýsingar eru veitt- ar í síma 535 3705. Stuðningur fyrir þá sem vilja skokka  Á HLAUPUM | Undirbúningur fyrir Reykjavíkurmaraþonið er hafinn Hlaupþjálfun: Hjördís hvetur fólk til þátttöku í undirbúnings- hópnum. „MARKMIÐIÐ er að æfa börnin í að tjá sig í gegnum leiklist og aðrar listgreinar um lífið og upplifun þeirra af því, “ segir Margrét Áka- dóttir leiklistarmeðferð- arfræðingur og leikona en Dramasmiðjan ætlar í sum- ar í samvinnu við for- varnadeild Hafnarfjarð- arbæjar að standa fyrir leiklistarnámskeiðum fyrir 10 til 12 ára börn. Yfirskrift námskeiðanna er „Það er líka pláss fyrir mig!“ Nám- skeiðum þessum er einkum ætlað að auka félagslega hæfni barna og sporna gegn mismunun með vitsmunum. „Við vitum að þær tilfinn- ingar, sem fylgja því að vera barn, geta oft valdið miklu álagi. Við vitum líka að oft er einmitt erfitt að tjá þessar tilfinningar, ekki síst ef maður á erfitt með að nefna þær og skilja. Leiklist er ein leið til að finna og skilja tilfinningar.“ Taktfast ferli Að sögn Margrétar eru nám- skeiðin fyrir alla krakka, hressa jafnt sem óhressa. „Ég kem til með að nota aðferðir, sem ég hef lært um og þróað í gegnum mitt mast- ersnám, sem ég lauk frá University of Hertfordshire í Bretlandi á gam- alsaldri árið 2002. Mastersritgerðin mín fjallar að hluta til um áhrif takts til að örva minni, tal og tjáningu, en segja má að eineltisferlið sé líka sí- endurtekið taktfast ferli, sem mjög erfitt er að komast út úr nema með því að rjúfa taktinn. Leiklistin getur í fyrsta lagi hjálpað til við að þekkja ástand á borð við einelti. Þá er loks hægt að freista þess að finna leiðir til úrbóta svo að einstaklingurinn komist út úr þessu óæskilega ástandi.“ Sýning og samverustund Margrét verður aðalkennari á námskeiðunum ásamt Matthildi Matthíasdóttur, söngvara og söng- kennara, Sólveigu Þorbergsdóttur, myndlistarkonu og Lindu Hilmarsdóttur líkamsræktarfrömuði í Hress. Gestakennarar verða m.a. Edda Björg- vinsdóttir, Guðjón Sigmundsson eða Gaui litli, Guðrún Arnalds, Jón Páll Hallgrímsson, sálfræðingur hjá Regnbogabörnum, og Geir Bjarnason, for- varnafulltrúi Hafn- arfjarðar. Unnið verður utan dyra ef veður leyfir og gagngert tekist á við umhverfið. Hverju nám- skeiði lýkur svo með sýningu og sam- verustund, sem nem- endur vinna og þróa sjálfir. Haldin verða samtals átta nám- skeið og varir hvert þeirra í viku- tíma, frá klukkan 9–17 virka daga. Fyrsta námskeiðið hófst mánudag- inn 7. júní. Námskeiðin fara fram í Hvaleyrarvatnsskála og fer rúta frá húsnæði Regnbogabarna við Mjó- stræti í Hafnarfirði. Í námskeiðs- gjaldinu, sem nemur 15 þúsund kr., er innifalin máltíð í hádeginu og akstur til og frá Hvaleyrarvatns- skála.  NÁMSKEIÐ| Spornað gegn mismunun með vitsmunum Það er líka pláss fyrir mig TENGLAR ..................................................... www.dramasmidjan.is Morgunblaðið/Eggert Forvarnir: Með leiklist má finna og skilja tilfinningar, segir Margrét Ákadóttir leiklistarmeðferðarfræðingur, sem hér er ásamt valinkunnum hópi leiðbeinenda. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.