Morgunblaðið - 10.06.2004, Síða 41

Morgunblaðið - 10.06.2004, Síða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2004 41 möguleg málefni, þar sem hún átti það svo oft til að koma með aðra sýn á hlutina. Það lýsir henni vel í okkar síðustu samskiptum, þegar hún með miklum áhuga og jákvæðni var að hvetja mig áfram í nýjum viðfangs- efnum með mörgum góðum ráðum. Það er mikið ríkidæmi að hafa átt hana að í gegnum árin og mun ég aldrei geta fullþakkað það. Kæru Björn Davíð, Davíð Freyr, Fjóla, systkinin, makar og frænd- systkin. Ég og fjölskylda mín tileink- um ykkur okkar hlýjustu hugsanir og sendum okkar einlægustu samúð- arkveðjur. Það er von okkar og vissa að góðar minningar verði ykkur styrkur í þessari sorg. Megi hinar góðu minningar um Siggu Stínu lifa um ókomna tíð. Birna Björnsdóttir. Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar - Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (Sig. Kr. Pét.) Á erfiðustu stundu míns lífs stóð Sigríður, eða Sigga eins og hún var jafnan nefnd, við hlið mér á þann hátt sem ég mun aldrei gleyma. Ekki datt mér þá í hug að aðeins nokkrum ár- um síðar myndi ég þurfa að kveðja þennan trausta samkennara, þessa lífsglöðu móður og eiginkonu, svo langt um aldur fram. Að leiðarlokum minnist ég áratuga samstarfs sem aldrei bar skugga á, vináttu sem var best þegar mest á reyndi og glað- værðina og brosið sem einkenndi hana alla tíð. Sigga var sönn hetja sem gafst aldrei upp, lífsgleðin bar alla skugga ofurliði. Hún var brautryðjandi á sviði tón- listarkennslu fyrir fatlaða og það var stolt hennar að miðla þeirri dýrmætu gjöf til nemenda sinna. Ég kveð mína góðu vinkonu með þakklæti og votta ástvinum hennar mína dýpstu samúð. Guð styrki ykkur í sorginni. Þórunn Jónatansdóttir. Kveðja frá starfsfólki Fjölmenntar Það líf var okkar lán, en henni sómi. Hún leyndist nærri, og var þó stéttar prýði, og það sem mörgum sóttist seint í stríði, það sigraði’ hún með brosi og hlýjum rómi. (Þorsteinn Erl.) Þegar við kveðjum Siggu sam- starfskonu okkar hér hjá Fjölmennt, áður Fullorðinsfræðslu fatlaðra, er okkur efst í huga hve mikils virði hún var samstarfsfólki sínu. Sigga var fyrirmyndarstarfsmað- ur í öllu sem hún tók sér fyrir hendur hér á vinnustaðnum. Hún var frábær fagmaður og vann af óbilandi krafti við að móta og efla tónlistarstarf hjá Fjölmennt. Sigga og samstarfsfólk hennar í tónlistinni hefur á undan- förnum árum lyft grettistaki við að gefa fötluðu fólki tækifæri til að sinna tónslistariðkun og tónlistar- sköpun. Þessari uppbyggingu hefur Sigga sinnt af sannri hugsjón og aldrei hvikað frá þeirri sannfæringu sinni að fatlaðir gætu sinnt tónlist- arnámi og sköpun til jafns við aðra. Sigga var einnig mjög mikilvægur meðlimur starfshópsins af öðrum ástæðum. Það var mannbætandi að umgangast hana og fylgdi henni ferskur andblær hér á vinnustaðnum fram á síðustu stundu. Hún lyfti upp starfsandanum og smitaði okkur hin af glaðværð sinni, hlýju og krafti. Nemendur Siggu eru einnig harmi slegnir yfir því að þurfa að horfa á eftir henni. Þeir hafa misst mikið og þau sterku tengsl sem Sigga mynd- aði við nemendur sína munu seint gleymast. Við, starfsfólk Fjölmenntar, vilj- um að lokum votta Birni, Davíð og öðrum aðstandendum Siggu okkar dýpstu samúð og sendum þeim hlýj- ar kveðjur á þessum erfiðu tímum.  Fleiri minningargreinar um Sig- ríði Kristínu Halldórsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Það er sárt að hugsa til þess að Jón Þorvald- ur sé látinn, ungur maður í blóma lífsins. Jón höfum við þekkt frá fæðingu hans, fylgst með uppvexti hans og þroska. Munum litla glókollinn þar sem hann sat við hliðina á dóttur okk- ur í barnagrindinni. Séð hann þrosk- ast í ljúfan og góðan dreng. Ófáar voru stundirnar sem við fjöl- skyldurnar tvær áttum saman hér áður fyrr og margt var sér til gamans gert. Minnisstæðar eru heimsóknir til okkar erlendis, skíðaferð á Lang- jökul og gisting í Húsafelli. Eins eru ljúfar minningar tengdar heimilum okkar beggja. Það var gaman að hitta Jón á heim- ili foreldra hans og ræða við hann um allt milli himins og jarðar. Áhugasvið hans var fjölbreytt og hann rökfastur og fylginn sér. Eftir því sem árin liðu, fækkaði samverustundum en við fylgdumst alltaf með honum og samglöddumst honum í mörgum áföngum, nú síðast doktorsvörninni sem fram fór með glæsibrag. Jón Þorvaldur valdi sér sálfræðina og náði langt á þeirri braut. Okkur fannst að þar hefði hann tekið rétta stefnu og vorum ánægð með val hans. Gurrý kom inn í líf hans og við hjónin eigum þá frábæru minningu að hafa verið á heimili foreldra hans daginn sem Ingjaldur Bogi fæddist, fyrsta barnabarn vina okkar. Eftir að þau Gurrý fluttu til Nor- egs brást ekki að til okkar kæmi kort með mynd af drengjunum þeirra á jólum og það var gott að fylgjast með velgengni Jóns og Gurrýjar í námi og JÓN ÞORVALDUR INGJALDSSON ✝ Jón ÞorvaldurIngjaldsson fæddist í Reykjavík 28. mars 1967. Hann lést í Bergen í Nor- egi 27. apríl og var útför hans gerð frá Akraneskirkju 7. maí. starfi og hvað fjölskyld- unni leið vel í Bergen. En skjótt skipast veður í lofti og nú ríkir sorg í fjölskyldu vina okkar Ingu Jónu og Ingjalds. Við biðjum góðan Guð að styrkja þau öll. Lífsgöngu Jóns nú lokið er. Lifir eftir minning kær. Hún yljar okkur, þér og mér, og sorg að sefa nær. Blessuð sé minning Jóns Þorvalds. Gunnhildur og Gunnar. Fyrir hönd samstarfsmanna, nem- enda og vina við sálfræðideild Há- skólans í Bergen langar mig að segja nokkur orð í minningu Jóns Þorvalds Ingjaldssonar. Jón kom til Háskólans í Bergen ásamt fjölskyldu sinni og hóf þar nám í klínískri sálfræði haustið 1994. Þar sem hann hafði numið sálfræði á Ís- landi gat hann lokið kandídatsprófi á styttri tíma en almennt gerist, eða aðeins þremur og hálfu ári í stað fimm ára, sem er venjulegur náms- tími. Jafnskjótt og hann lauk prófi var Jón ráðinn til starfa sem aðstoð- armaður við rannsóknir. Lýsandi er fyrir hæfileika hans er að aðeins nokkrum mánuðum síðar hlaut hann styrk til doktorsnáms undir hand- leiðslu prófessors Jons Christians Laberg. Rannsóknarmarkmið dokt- orsritgerðar hans var að skoða hvort dulvituð örvun hefði áhrif á ferli sem tengjast löngun og virkri athygli þeirra sem misnota áfengi. Jón lauk þessu starfi vel innan þeirra fjögurra ára sem ætluð voru til verksins og í janúar 2003 varði hann doktorsrit- gerð sína, sem var einkar frumleg og ítarlega studd gögnum. Að doktorsprófi loknu gegndi Jón stöðu sérfræðings hjá stjórnenda- stofnun norska hersins. Starfsstaður hans var þó áfram sálfræðideild Há- skólans í Bergen. Jón varði drjúgum hluta fullorðinsára sinna hjá okkur við deildina, fyrst sem nemandi og síðar sem ungur samstarfsmaður. Á þessu tíu ára tímabili átti hann glæsi- legan feril sem ungur vísindamaður. Hann hóf þann feril sem ötull náms- maður og lagði með kandídatsritgerð sinni grundvöllinn að rannsóknum sínum í doktorsnámi og öðru starfi að því loknu. Síðar jók hann við rann- sóknarsvið sitt sem sneri að áfeng- islöngun og -fíkn og beindi sjónum einnig að spilafíkn. Hann hafði nýver- ið hafið rannsóknir á stjórnun og her- sálfræði og átti bjarta framtíð fyrir höndum á því sviði. Þó svo að Jón væri miklum hæfi- leikum gæddur sem vísindamaður voru almennir mannkostir hans þó ekki síður mikilsverðir. Skrifstofa mín var á sömu hæð og skrifstofa Jóns í fjögur ár. Á þessum tíma kynntist ég honum sem vingjarnleg- um, samviskusömum, hlýjum og stundum feimnum manni sem heils- aði þó alltaf með bros á vör og einlæg- um áhuga og var ætíð reiðubúinn að bjóða fram hjálp sína og aðstoð. Hann færði okkur ekki aðeins rann- sóknarspurningar og vísindaumræð- ur heldur einnig heimabakaðar smá- kökur og hafði lúmska kímnigáfu sem lýsti upp tilveruna. Jón var ekki aðeins vel liðinn af samstarfsmönnum sínum heldur gegndi hann veigamiklu hlutverki á meðal sálfræðinema og yngri nem- enda í doktorsnámi. Hann hélt áfram að deila hugðarefnum sínum á sviði rannsókna með yngri nemendum í doktorsnámi og hvatti þá til dáða í rannsóknum sínum og veitti þannig mikinn stuðning á starfssviði sem einkennist oft af hörku og mikilli samkeppni. Hann var orðlagður fyrir hæfileika sinn til að örva áhuga yngri nemenda á rannsóknum og hafði um- sjón með rannsóknarritgerðum þeirra og þjálfun með slíkum hætti að við getum öll tekið hann okkur til fyr- irmyndar. Stúdentaráð deildarinnar sendir því kveðju sína í minningu Jóns. Eldri samstarfsmenn Jóns minn- ast hans einnig sem vingjarnlegs og örláts ungs vísindamanns sem hafði alltaf áhuga á nýjum hugmyndum og var ætíð fús til að miðla af þekkingu sinni, hugmyndum og aðferðum. Fyrir hönd allra okkar sem kynnt- ust Jóni í Bergen vil ég koma á fram- færi samúðarkveðjum okkar og þeirri sorg og harmi sem við erum slegin. Í dag eru hugsanir okkar einkum og sér í lagi hjá ungum börn- um Jóns, konu hans og ættingjum. Odd E. Havik, rektor sálfræðideildar Háskólans í Bergen í Noregi. Þriðjudaginn 27. apríl barst mér til eyrna ein sú mesta harmafregn sem mér hefur borist í minni tíð. Jón Þor- valdur Ingjaldsson, minn æskuvinur og félagi alla tíð, var látinn. Mig setti hljóðan um tíð til að átta mig á stað- reyndum. Kynni mín af Jóni ná lengra en minni mitt rekur. Okkar vinskapur var traustur frá okkar fyrstu dögum og alla tíð síðar. Ég ætla ekka að rifja hér upp okkar prakkarastrik í æsku, ærsl og upp- finningar á unglingsárum eða aðrar minnisstæðar samverustundir þegar á fullorðinsárin var komið því það yrði of stórt rit. Ég vil því þakka Jóni fyrir einstæða vináttu, allt frá barn- æsku og alla tíð síðan. Ég votta að- standendum öllum mína dýpstu sam- úð. Bjarki Sigurbjörnsson. Mig langar til að skrifa nokkur orð til minningar um hann afa minn. Margar minningar rifjast upp og eru þær nú flestar tengdar bryggjunni og sjó- mennsku. Mikið var oft að gera niðri á bryggju og gaman að fylgj- ast þar með. Þá var líka oft skroppið í Búa og fengið eitthvað gott í gogginn. Alltaf hafði afi frá nógu að segja og sagði oft margar og skemmtilegar sögur, sem oftast voru tengdar sjómennskunni. Hann vildi líka vera alveg viss um að nógur saltfiskur væri til í frystikistunni hjá okkur. Afi hafði mjög gaman af börnum og var oft búið að telja tær og fingur. Ég eignaðist svo Særúnu STEFÁN STEFÁNSSON ✝ Stefán Stefáns-son fæddist að Miðgörðum á Greni- vík 14. október 1927. Hann lést á Dalbæ, heimili aldraðra á Dalvík, 15. maí síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Dal- víkurkirkju 28. maí. Elmu á 73 ára afmæl- isdaginn hans afa eða fyrir nærri fjórum ár- um. Það var mjög gaman að það skyldi hittast þannig á. Þau voru mjög góðir vinir og fannst henni alltaf jafngaman að hitta hann langafa, eins og hún kallaði hann. Svo fluttu afi og amma í raðhúsið á móti okkur og var mjög gott að hafa þau í nágrenn- inu. Særúnu fannst einnig gaman að geta rölt upp eftir og athugað inn um eldhúsgluggann hvort einhver væri heima. En það er erfitt að kveðja hann afa okkar og hefur margra spurn- inga verið spurt, sérstaklega hjá yngri kynslóðinni. Ein þeirra kom frá Bertu Maríu en hún var að spá í hvort hægt væri að veiða hákarla í himnaríki. Elsku afi, takk fyrir allar góðu minningarnar sem við eigum um þig. Halla Davíðsdóttir og fjölskylda. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is Ástkær eiginkona mín, dóttir, systir, mágkona og frænka, EMILÍA SIGURSTEINSDÓTTIR (Milla), Blikanesi 29, Garðabæ, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudag- inn 11. júní kl. 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á minningarsjóð Emilíu til styrktar heimilis- lausum hundum. Reikningur nr. 515-14-608600. Snorri Hallgrímsson, Ágústína Berg, Sigursteinn Jónsson, Heiðdís Sigursteinsdóttir, Vilhjálmur Þórðarson, Hafdís Sigursteinsdóttir, Theodór K. Ómarsson og frændsystkin. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, ÞORBJÖRNS PÉTURSSONAR, Gullsmára 9, Kópavogi. Fyrir hönd aðstandenda, Erla Svanhvít Guðmundsdóttir, Guðrún J. Þorbjörnsdóttir, Jón Vilhjálmsson, Guðmundur Þorbjörnsson, Ingibjörg Þorfinnsdóttir, Oddrún Þorbjörnsdóttir, Gunnar Jónasson, Svanþór Þorbjörnsson, Petrína Ólafsdóttir, Katrín M. Þorbjörnsdóttir, Stefán Daði Ingólfsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.