Morgunblaðið - 10.06.2004, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 10.06.2004, Qupperneq 45
greiðslan teljist gild er ekki fullnægt, þá er hugsanlegt að líta á úrslitin á tvo vegu; ég tel fyrri kostinn raunar næstum sjálfgefinn, en treysti mér þó ekki alveg til að útloka hinn: (1) Skil- yrði fyrir samþykkt laganna var ekki fullnægt; þar með teljast þau ekki samþykkt og falla því úr gildi, án til- lits til þess hvort meirihluti þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni var fylgjandi lögunum eða ekki. (2) Atkvæðagreiðslan telst ekki gild, því að hún fullnægir ekki settu skilyrði; hins vegar útheimtir stjórnarskráin skýrlega gilda atkvæðagreiðslu, og því verður að endurtaka atkvæða- greiðsluna aftur og aftur þar til 70 prósent atkvæðisbærra manna taka þátt í henni. Þetta gæti endurtekið sig margoft, eins og atkvæðagreiðsla um nýjan páfa í Róm, og engin leið að segja fyrir um hvenær það gæti tekið enda. Eftir nokkrar slíkar kosningar gæti alþingi að vísu, ef þar skyldu vera einhverjir skynsamir menn, endurskoðað lögin og fellt 70 pró- senta ákvæðið aftur niður. En skyn- samt alþingi hefði svo sem aldrei sett ákvæðið í lög til að byrja með. Til að svara spurningu í fyrirsögn: Ef 100% þátttöku er krafizt í at- kvæðagreiðslunni, þá er 100% vissa fyrir að lögin falli úr gildi. Öll skilyrði sem sett eru á at- kvæðagreiðsluna minnka sjálfkrafa líkur á samþykkt laganna. Það skyldi nú ekki vera að einhverjir þeirra sem vilja setja slík skilyrði hafi alls ekki hugsað út í þetta? Höfundur kennir stærðfræði við Háskóla Íslands. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2004 45 isins settur í slæma stöðu. Hann hafði um tvo kosti að velja og hvor- ugan góðan. Forsetinn valdi að skjóta málinu til þjóðarinnar, og setti þannig þjóðina í vonda stöðu með að taka afstöðu til máls sem er orðið svo margþvælt og snúið að erfitt gæti orðið fyrir mann að mynda sér sanngjarna skoðun á því. Eflaust er það tilgangur forsetans með málskoti þessu að þegnar þessa lands segi til um hvort þeim finnist málið nógu vel unnið frá háttvirtu alþingi, og hvort senda eigi það til baka til þingsins með skilaboðum um að vinna eigi það betur. Ekki sé ég neitt ósanngjarnt í því. það er því með ólíkindum að í stað þess að fylgja leikreglum lýð- ræðisins og láta fara fram kosningu um þetta einfalda mál, þá velja stjórnarherranir að móðgast og telja nú að svo sé vegið að þingræð- inu í landinu að endurskoða beri ákvæðið um synjunar/málskotsrétt forseta hið snarasta, og rétt sé að undirstrika að forsetaembættið sé algerlega þýðingarlaust embætti! Þvílíkur valdhroki. Fyrir mér liggur alls ekki lengur ljóst um hvað ég á að fara að kjósa. Er það málsmeðferðin á þingi, lögin, tjáningarfrelsi, skoðanafrelsi eða málskotsréttur forsetans? ’Fyrir mér liggur allsekki lengur ljóst um hvað ég á að fara að kjósa. Er það máls- meðferðin á þingi, lögin, tjáningarfrelsi, skoð- anafrelsi, eða málskots- réttur forsetans?‘ Höfundur er innanhússarkitekt FHI. ÞINGMENN stjórnarflokkanna og stuðningsmenn þeirra segja nú hver á eftir öðrum að forseti hafi snúist gegn þingræði með því að skjóta fjöl- miðlalögum til þjóð- arinnar. Það er eins og þeir líti á málskotsrétt forseta sem neit- unarvald því það hent- ar þeim að láta líta svo út. Ef forseti hefði synjunarvald væri úr- skurði hans ekki skotið til þjóð- arinnar því að lögin myndu falla úr gildi ef hann synjaði að staðfesta þau. Frumvarpið væri þá dautt eða gengi aftur til þingsins. Með slíkri að- gerð hefði forseti snúist gegn þingræði, en slíkt gerist ekki eftir okkar stjórnarskrá þar sem forseti hefur málskots- rétt. En þar sem forseti hefur ekki neitunarvald halda lögin gildi þótt hann skrifi ekki undir þau. Málskotsrétturinn brýtur í engu gegn þingræðinu þar sem ríkisstjórn nýtur stuðnings meiri- hluta þings og ber ábyrgð gerða gagnvart því. Í honum felst ekki að ríkisstjórn eigi að fara frá né að nýj- an meirihluta eigi að mynda á þingi. Hann getur verið sá sami og var áður en máli var skotið til þjóðar. Þetta er réttur forseta til að spyrja almenning sem bæði kaus forseta og þing hvort þingið starfi að vilja almennings. Forseti færir valdið til þjóðarinnar þaðan sem hann fékk það. Hljóta ekki allir lýðræðissinnar að fagna því? Almenningur kýs þingmenn í al- mennum kosningum og fær þingið þannig umboð frá þjóðinni til að setja lög. Í kosningabaráttunni 1996 nefndi Ólafur Ragnar Grímsson það að eitt skilyrða hans fyrir að beita málskots- rétti væri ,,að gjá hafi myndast milli þings og þjóðar“ um mál. Nú hefur sú gjá myndast að hans mati. Ef rík- isstjórn er á öndverðum meiði ætti hún sérstaklega að fagna fyrirhug- uðum kosningum sem myndu leiða í ljós að forseti hefði rangt fyrir sér. Hafa stjórnarflokkarnir sem nú sitja ekki sagt löngum að þeir væru lýð- ræðisflokkarnir? Slíkir flokkar hlusta á raddir almennings, átta sig best á að þeir sækja fylgi sitt til fólksins og engir ættu að fagna meira fyrirhug- aðri atkvæðagreiðslu en þeir. Fer forseti gegn þingræði? Haukur Sigurðsson skrifar um synjun forseta ’Þetta er rétturforseta til að spyrja almenning.‘ Haukur Sigurðsson Höfundur er sagnfræðingur. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni Allra ve›ra von Vi›arvörn er ekki fla› sama og vi›arvörn. Kjörvari er sérstaklega flróa›ur fyrir íslenska ve›ráttu flar sem mikilvægt er a› gæ›in séu í lagi. Nota›u vi›arvörn sem flolir íslenskt ve›urfar Ná›u flér í n‡ja Kjörvara litakorti› Trygg›u vi›num bestu fáanlegu vörn. Á Íslandi er allra ve›ra von. Útsölusta›ir Málningar: Byko Kópavogi • Byko Hringbraut • Har›vi›arval Krókhálsi • Litaver Grensásvegi • Byko Hafnarfir›i Málningarbú›in Akranesi • Byko Akranesi • Axel fiórarinsson, málarameistari, Borgarnesi • Verslunin Hamrar, Grundarfir›i Litabú›in Ólafsvík • Núpur byggingavöruverslun Ísafir›i • Vilhelm Gu›bjartsson, málarameistari, Hvammstanga Verslunin Eyri, Sau›árkróki • Byko Akureyri • Verslunin Valberg, Ólafsfir›i • Byko Rey›arfir›i • Verslunin Vík, Neskaupsta› Byko Selfossi • Mi›stö›in Vestmannaeyjum • Byko Keflavík • Rúnar Sig. Sigurjónsson, málarameistari, Grindavík
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.