Morgunblaðið - 10.06.2004, Qupperneq 47
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2004 47
FRÉTTASKRIF eru viðkvæmt
verkefni, og gæði prentmiðla mark-
ast af því með hvaða hætti upplýs-
ingar eru settar fram.
Þar skipta ekki ein-
göngu máli orð og
upplýsingar, heldur
ekki síður það sam-
hengi sem verður á
milli þeirra. Frásögn-
in felst ekki aðeins í
því sem er sagt, held-
ur einnig því sem
kann að vera gefið í
skyn.
Þegar best lætur er
texti í fréttagreinum
dagblaða skýr, segir
skilmerkilega frá við-
fangsefninu og skilar
lesendum óvéfengj-
anlegum fréttum.
Þegar verst lætur er
texti samsettur þann-
ig að óskyld efnis-
atriði eru talin upp og
þar með tengd saman;
þá er eðlilegt að les-
andinn dragi eigin
ályktanir, oft á grunni
takmarkaðra upplýs-
inga.
Sunnudaginn 6. júní birti Morg-
unblaðið litla frétt af síðara taginu,
sem verður að gera athugasemdir
við. Þar hefur blaðamaður kosið að
nota frétt af vefútgáfu dagblaðs í
Ástralíu til að gefa ýmislegt í skyn
um sama málaflokk hér á landi. Yf-
irskrift fréttarinnar var: „Ástralsk-
ir barnalæknar greindu börn rang-
lega sem einhverf“.
Greinin öll er aðeins 30 dálk-
sentimetrar (að meðtalinni töflu,
sem henni fylgir). Það tekur aðeins
um fimmtung þess rýmis að segja
fréttina frá Ástralíu. Afgangurinn
af greininni fer í annað, og um leið
byrjar blaðamaðurinn að gefa ým-
islegt í skyn.
Þar skal fyrst telja bollalegg-
ingar blaðamanns um staðfesta
fjölgun greininga einhverfu hér á
landi, m.a. með framslætti eins og
að „(fjölgunina) má að miklu leyti
skýra með auknum rannsókn-
um … og breyttum aðferðum við
greiningu“, „nú eru fleiri einkenni
talin til einhverfu en áður …“ og
„greiningin fer fram á svokölluðu
einhverfurófi í stað þess að fólk sé
greint sem annaðhvort einhverft
eða ekki“ o.s.frv.
Síðan fjallar blaða-
maðurinn um greining-
arferlið hér á landi (án
þess þó að nefna t.d.
langa biðlista, sem þar
eru til staðar), og teng-
ir það bótagreiðslum
(?). Loks bítur hann
höfuðið af skömminni
með því að rekja upp-
hæðir umönnunarbóta
og segja að auk þeirra
standi fjölskyldum ein-
hverfra barna „til boða
ýmis úrræði hjá svæð-
isþjónustunni.“
Hér segir blaðamað-
ur stutta frétt úr fjar-
lægu landi, og notar
hana síðan til að tengja
saman upplýsingar
sem gefa óhjákvæmi-
lega í skyn að fjöl-
skyldur geti haft fjár-
hagslegan hag af því að
eignast einhverf börn.
Í blaðamennsku telst
slík framsetning sóðaskapur af
versta tagi, og ég minnist þess ekki
að hafa séð annað eins í ómerktri
fréttagrein í Morgunblaðinu.
Ég þekki t.d. enga foreldra ein-
hverfra barna, sem ekki myndu
fegnir skipta á umönnunarbótum –
sem eru nýttar til að kosta aukna
gæslu, aukið öryggi á heimilum,
markvissa þjálfun og umönnun, sér-
stakan kennslubúnað o.s.frv.,
o.s.frv., – og heilbrigðu barni. Að
gefa annað í skyn er móðgun við
hundruð aðstandenda einstaklinga
á einhverfurófinu.
Það væri að æra óstöðugan að
reyna að fara efnislega í öll atriði
þessarar litlu greinar og færa til
raunveruleika einhverfra á Íslandi.
En maður hlýtur að spyrja: Hvað
er næst? Fréttir af trygg-
ingasvikum í sjónmælingum í
Moldavíu – og til frekari áréttingar
upplýsingar um greiðslur Trygg-
ingastofnunar til blindra og sjón-
skertra á Íslandi? Fréttir af föls-
uðum geðheilsuvottorðum í
bandaríska hernum – ásamt með
upplýsingum um kostnað íslenskra
heilbrigðiskerfisins af geðheilbrigð-
ismálum?
Mér finnst Morgunblaðið setja
verulega ofan með þessari vægast
sagt einkennilegu blaðamennsku.
Aukning greiningar einhverfu með-
al barna í heiminum síðustu áratugi
er staðreynd, líkt og aukning
krabbameins meðal barna, aukning
ofnæmis af öllu tagi og aukning
geðrænna vandamála barna og ung-
linga.
Og þótt aðeins sé bent á eitt at-
riði: auknar rannsóknir eru ekki or-
sakir þessara vandamála, heldur
eðlileg og sjálfsögð tilraun til að
takast á við þau.
Ég legg til að sá blaðamaður sem
skrifaði þessa „frétt“ verði sendur í
endurhæfingu, t.d. með því að
starfa um vikutíma á dagvist fyrir
einhverfa. Ef Morgunblaðið hefur
raunverulegan áhuga á málum ein-
hverfra – utan þess að gefa eitthvað
vafasamt í skyn á grundvelli frétta
úr fjarlægum heimshornum – má
hins vegar benda blaðinu á að
fimmtudaginn 10. júní nk. mun einn
fremsti sérfræðingur heims á þessu
sviði flytja fyrirlestur í húsi Ís-
lenskrar erfðagreiningar. Það fyr-
irtæki vinnur einmitt nú að einni
viðamestu rannsókn heims á sviði
einhverfu, þökk sé um 200 milljóna
króna styrk frá bandarískum aðila.
Þar er frétt sem vert væri að veita
meiri athygli.
Að skrifa frétt og
að gefa í skyn
Eiríkur Þorláksson fjallar um
skrif Morgunblaðsins
Eiríkur Þorláksson
’Mér finnstMorgunblaðið
setja verulega
ofan með þess-
ari vægast sagt
einkennilegu
blaðamennsku.‘
Höfundur er formaður Umsjón-
arfélags einhverfra.
A4
/
HG
M
GETUR það verið að æðstu
ráðamenn þjóðarinnar, ráðherrar
og þingmenn, viti ekki hvað þing-
ræði er? Þeir fleipra hver eftir
annan um „atlögu að þingræðinu“
og virðast telja að í orðinu felist að
þingið eigi alltaf síðasta orðið í öll-
um málum, vald þess sé algjört,
lengra verði ekki komist í full-
komnun lýðræðis.
Þetta er rugl. Orðabók Menn-
ingarsjóðs skilgreinir þingræði
sem það „stjórnarfyrirkomulag,
sem gerir ráðherra ábyrga fyrir
þjóðþingi; sú venja, að ríkisstjórn
styðjist við meirihluta þingmanna
og fari frá völdum þegar meiri-
hlutinn bregst“.
Þingræði þýðir m.ö.o. það eitt,
að þingið á að vera stjórninni
æðra, þangað á hún að sækja vald
sitt, í þess skjóli á hún að sitja, og
segja af sér ef hún glatar trausti
þingsins. (Annað mál er svo hvort
hlutirnir gerast í raunveruleikan-
um í þessari röð.)
En þingið hefur annan hús-
bónda: þjóðina. Það fer ekki á
neinn hátt í bága við þingræðið,
þótt þjóðin sé beint spurð álits á
einstaka máli. Það er engin „at-
laga að þingræðinu“ að vísa máli í
dóm þjóðarinnar. Þegar fram í
sækir er það líklegt til að styrkja
þingræðið gegn ásælni fram-
kvæmdavaldsins, að fulltrúi þjóð-
arviljans bendi á að einnig þinginu
eru valdmörk sett. Hér eftir geta
þingmenn krafist þess að sæmi-
lega sé frá málum gengið áður en
þeir taka við fyrirskipunum frá
hrokagikkjum framkvæmda-
valdsins um afgreiðslu mála, sem
eru bæði þingi og stjórnsýslu til
skammar.
Þjóðin er
þinginu æðri
Höfundur er blaðamaður.
Ólafur Hannibalsson
GAGNASAFN
MORGUNBLAÐSINS
mbl.is