Morgunblaðið - 10.06.2004, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 10.06.2004, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2004 55 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake TVÍBURAR Afmælisbörn dagsins: Þú ert vel gefin/n, afkasta- mikil/l og óhrædd/ur við að taka áhættu og lifir því yf- irleitt áhugaverðu lífi. Leggðu hart að þér á þessu ári því þú munt uppskera á árunum 2005 og 2006. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Farðu varlega í öllum samn- ingaviðræðum í dag. Það er mikil hætta á að þú lofir meiru en þú getur staðið við. Segðu heldur minna en meira. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú stendur í kostn- aðarsömum framkvæmdum í vinnunni í dag. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú ert jákvæð/ur og bjart- sýn/n á framtíðina. Þú ert tilbúin/n til að gera lang- tímaáætlanir en ættir að bíða aðeins átekta þar til þú hefur allar upplýsingar í hönd- unum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú ert á andlegu nótunum í dag. Þú sérð að við erum öll samherjar og að hagur ein- staklingsins er því hagur heildarinnar. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Farðu varlega í að ganga frá samningum við yfirmann þinn eða aðra áhrifamikla einstaklinga í dag. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Gakktu úr skugga um að þú hafir allar nauðsynlegar upp- lýsingar áður en þú gengur frá samningum eða hefur framkvæmdir við eitthvað. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Ef þú gerir of miklar vænt- ingar til einhvers er nokkuð öruggt að þú verður fyrir vonbrigðum. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Ef þú þarft að deila einhverju með einhverjum í dag skaltu leggja höfuðáherslu á að gæta þinna eigin hagsmuna. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Samskiptaplánetan merkúr er skáhallt á móti júpiter. Þetta hefur mikil áhrif á þig og gerir þig jákvæða/n og óvenju opinskáa/n. Gættu þess bara að fara ekki yfir strikið. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Eitthvað í vinnunni virðist lofa góðu. Þú þarft eftir sem áður að gæta þess að láta ekki mikilvæg smáatriði framhjá þér fara. Þér hættir til fljótfærni í dag. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú ert í skapi til að leggja drög að spennandi ferðaáætl- unum. Þú vilt hafa gaman af lífinu og því höfða daður og alls konar leikir sérstaklega sterkt til þín. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Einhver í fjölskyldunni mun sennilega koma þér á óvart í dag. Reyndu að sýna þínum nánustu skilning og stuðning. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. HVÍTAR KINDUR Lagðprúðar ær með hrokkinn sveip í hnakka í halarófu þræða slóð til fjalla. Lausar við smalans rekistefnu og rakka, þær rása dátt. – Þær heyra vorið kalla. Þær stika glaðar út í opinn daginn, og eins og vín þær sloka heiðablæinn. Löng var sú bið í hljóðum húsum inni, er húm og fannir byrgðu lítinn glugga. Lyngt var þar úrgu auga mörgu sinni, án afláts þvæld og jórtruð sérhver tugga. Nú titrar loft af léttum, hvellum jarmi, eitt lausnaróp frá sólskinsþyrstum barmi. Ilmbylgju sterka vindur ber að vitum frá vetrarlauksins safaríka kólfi. Öræfahöllin ljómar öll í litum, – á leik þær bregða á hinu stóra gólfi. Um klaufir lykur gljúpur gamburmosi, nú ganga þær á heimsins mýksta flosi. Jóhannes úr Kötlum LJÓÐABROT 80 ÁRA afmæli. UnnurBenediktsdóttir, húsmóðir, Hvassaleiti 58, Reykjavík, er áttræð í dag, fimmtudaginn 10. júní. Í til- efni dagsins tekur Unnur ásamt eiginmanni sínum, Magnúsi E. Baldvinssyni, úrsmið, á móti gestum, vin- um og vandamönnum, í Oddfellowhúsinu, Von- arstræti 10 (við Tjörnina) í Reykjavík á afmælisdaginn milli kl. 17–19. Þeir sem vilja gleðja Unni á þessum tímamótum eru velkomnir. HVER er besta spila- mennskan í sex tíglum suð- urs? Norður ♠ÁKD62 ♥765 ♦7642 ♣G Suður ♠10 ♥ÁK84 ♦ÁKG10 ♣Á852 AV hafa ekkert lagt til málanna í sögnum og útspil vesturs er lauftía – gosi, drottning og ás. Spilið er frá landsliðsæf- ingu á laugardaginn og þar deildu menn um tvær meg- inleiðir. Sumir vildu reyna að stinga sem flest lauf í borði, en aðrir töldu best að fara strax í trompið og fría svo spaðann. Skoðum báðar leiðir og gerum ráð fyrir því að trompið liggi 3-2. (1) Stunguleiðin. Lauf er trompað í öðrum slag, farið heim á trompás og lauf aftur trompað. Síðan er hjarta spilað heim og síðasta laufið stungið. Fylgi báðir lit er björninn nokkurn veginn unninn ef trompið er 3-2. Þá er hjarta spilað heim til að leggja niður tígulkóng og síðan er hjörtum hent í háspaða. Í grófum dráttum leiðir þetta oftast til vinn- ings þegar laufið er 4-4, en einnig þegar sami mótherji á þrílit í laufi og trompi. (2) Leið spaðans. Þá er hugmyndin að taka strax ÁK í trompi og skilja drottninguna eftir hang- andi. Fara svo í spaðann, taka þrjá efstu og trompa spaða. Ef liturinn er 4-3 (62%) er spilið í húsi. Í þess- ari leið leynist athygl- isverður aukamöguleiki. Ef trompdrottningin kemur niður önnur, má láta spað- ann lönd og leið og stinga tvö lauf í borði. Norður ♠ÁKD62 ♥765 ♦7642 ♣G Vestur Austur ♠95 ♠G8743 ♥G1093 ♥D2 ♦985 ♦D3 ♣10963 ♣KD74 Suður ♠10 ♥ÁK84 ♦ÁKG10 ♣ÁD52 Svona var allt spilið, svo í reynd skipti ekki máli hvor leiðin var valin – allt lá til vinnings. Þeir sem tóku ÁK í trompi strax, gátu skipt um áætlun þegar drottn- ingin kom og stungið tvö lauf. Það dugði í tólf slagi. Það gæti verið dokt- orsverkefni fyrir stærð- fræðing að reikna út hvor leiðin er betri, en tilfinning bridsmanna er sú að báðar séu nokkurn veginn jafn lík- legar til árangurs. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson Þessir þrír duglegu strákar héldu tombólu nýlega til styrktar börnum í Úganda. Þeir söfnuðu kr. 2.820 og gáfu peningana til ABC-hjálparstarfs. Þeir heita Þorvar Bjarmi Harðarson, Birnir Sigurðarson og Dagur Sigurðarson. ÁRNAÐ HEILLA               1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rf3 Rf6 4. g3 dxc4 5. Bg2 Bb4+ 6. Bd2 Be7 7. O-O O-O 8. Dc2 a6 9. Dxc4 b5 10. Dc2 Bb7 11. Hc1 Bd6 12. Bg5 Rbd7 13. Rbd2 c5 14. Bxf6 Dxf6 Staðan kom upp á heimsmeistaramóti kvenna sem fram fór fyrir skömmu í Elista, höf- uðborg forseta FIDE, Kirsan Iljumshinov. Ekaterina Polovnikova (2406) hafði hvítt gegn Nino Khurtsidze (2387). 15. Re5! Rxe5 16. Bxb7! Sterkara en 16. dxe5 Bxe5 17. Bxb7 Hab8. 16... cxd4 17. Re4 De7 18. Bxa8 Hxa8 19. Dc8+ Df8 20. Rxd6 og svartur gafst upp enda fátt um fína drætti. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. HLUTAVELTA Laugavegi 20b • Sími 552 2515 • OPIÐ kl. 11-18 og Auðbrekku 1 • Sími 544 4480 • OPIÐ kl. 13-18. Hvítur handmálaður skápur Verð áður kr. 7.900 Tilboð kr 3.900.- Handmáluð innskotsborð í þremur litum Verð áður kr 19.500 Tilboð frá kr 7.950.- VIKUTILBOÐ - SPRENGITILBOÐ 50 - 60% AFLSÁTTUR Opnunartími mán.-fös. kl. 11-18 lau. kl. 11-14 Hverafold 1-3 • Torgið Grafarvogi • Sími 577 4949 Skipagötu 5 • Akureyri • Sími 466 3939 Satíndragtir Sumarkjólar Fullar búðir af nýjum vörum Nú getur þú tryggt þér síðustu sætin í sólina í júní á hreint ótrúlegum kjörum og tryggt þér síðustu sætin til Benidorm, þessa vinsæla áfangastaðar. Þú bókar tvö sæti en greiðir bara fyrir eitt, og getur valið um úrval góðra gististaða á meðan á dvölinni stendur. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 19.990 Fargjald kr. 32.600/2 = 16.300. Flugvallarskattur kr. 3.690. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Verð kr. 2.490 Verð á mann hver nótt, m.v. 2 í íbúð, Trinisol III. Val um 1 eða 2 vikur. Munið Mastercard ferðaávísunina Síðustu 22 sætin 2 fyrir 1 til Benidorm 23. júní frá kr. 19.990 Úrvals gististaðir Fyrir flottar konur Bankastræti 11  sími 551 3930 Upplýsingar í síma 552 2028 og 552 2607 www.graennkostur.is Sendum grænmetisrétti til fyrirtækja í hádeginu • Magnafsláttur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.