Morgunblaðið - 10.06.2004, Síða 56

Morgunblaðið - 10.06.2004, Síða 56
ÍÞRÓTTIR 56 FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ 40 ára afmælismót Golfklúbbs Suðurnesja Skráning á www.golf.is og í síma 421 4103 Keppnisfyrirkomulag : Þrjár keppnir í einu móti. Keppendur geta valið um punktakeppni, höggleik með forgj. eða höggleik án forgj. Keppendur ákveða í hvaða keppni þeir spila áður en leikur hefst, en þeir geta spilað í meira en einni keppni í sama hringnum. Keppendur geta unnið til verðlaun í öllum flokkum. Verðlaun: 1. sæti í öllum flokkum. Flugfarseðill fyrir tvo með Icelandair til Evrópu. 2-3. sæti í öllum flokkum. Golfvörur Aukaverðlaun: Nándarverðlaun á öllum par 3. brautum. Nándarverðlaun á 9.braut í öðru höggi Lengsta teighögg á 18. braut. Alla keppendur fá teiggjafir. Keppnisgjald fyrir eina keppni kr. 2500- fyrir tvær kr. 3500- fyrir allar 4500- Ræst verður út frá kl. 8-15 Sunnudaginn 13. júní HEIMSMET Stacy Dragila, Banda- ríkjunum, sem hún taldi sig hafa sett á móti Ostrava í Tékklandi í fyrrakvöld verður ekki staðfest af Alþjóða frjálsíþróttasambandinu, IAAF. Dragila stökk 4,83 m og bætti met Svetlönu Feofanovu um einn sentimetra. Ástæðan er sú að á síðasta þingi IAAF var gerð sú breyting á reglum að samræmd voru met í innanhúss- og utanhúss- greinum, sem gerir að verkum að aðeins er skráð eitt heimsmet í hverri grein, burt séð frá því hvort þau eru sett innan- eða utanhúss. Þar sem heimsmetið í stangar- stökki kvenna innanhúss er betra en það sem Dragila setti verður ár- angur hennar aðeins skráður sem heimsins besti árangur í stang- arstökki kvenna utandyra. Þar með fær Dragila heldur ekki þá 50.000 dollara, um 3,8 millj. kr. sem IAAF hefur heitið hverjum þeim íþrótta- manni sem setur heimsmet. Jelena Isinbayeva, Rússlandi, á heimsmetið í stangarstökki, 4,86, en það setti hún á heimsmeist- aramótinu innanhúss í Búdapest í mars. Nýju reglurnar virðast hafa kom- ið mönnum í opna skjöldu því það var mikill fönguður þegar metið var kynnt á mótinu í Ostrava en þar féll einnig heimsmetið í 10.000 m hlaupi karla. Það met stendur. Heimsmet Dragilu ekki staðfest Þau fara til Aþenu ÞEIR sem keppa fyrir Íslands hönd á Ólympíumóti fatlaðra í Aþenu 18.– 28. september eru sundkonan Kristín Rós Há- konardóttir úr Fjölni, Jón Oddur Halldórsson úr Breiðabliki, sem keppir í frjálsíþróttum, og Nesmaðurinn Jóhann Rúnar Kristjánsson sem keppir í borðtennis. Með keppendum fara þrír þjálfarar, læknir og fararstjóri, þannig að í íslenska hópnum eru átta manns. Kristín Rós er að fara á sitt fimmta ólympíu- mót en þeir Jóhann Rúnar og Jón Oddur eru að fara í fyrsta sinn. Sveinn Áki Lúðvíksson, formaðurÍþróttasambands fatlaðra, sagði í gær þegar hópurinn var kynntur að ein meginástæðan fyrir því að svo fáir fara á leikana að þessu sinni væri að settar hefðu verið strangar lágmarks- kröfur til íþróttamannanna. „Við sett- um strangar kröfur um árangur íþróttafólksins og því miður náðu ekki fleiri lágmörkunum. Við höfum yfir- leitt gert kröfu um að okkar kepp- endur eigi raunhæfa möguleika á að komast á verðlaunapall. Nú um stundir virðumst við ekki eiga fleiri sem standa undir þeim væntingum, en framtíðin er björt hjá okkur. Það er líka gaman til þess að vita að nú eigum við keppanda í borðtennis í fyrsta sinn frá árinu 1992 og Jóhann Rúnar er einn af tuttugu bestu í sinni grein og er í erfiðasta keppnisflokkn- um í borðtennis,“ sagði Sveinn Áki. Tveir aðrir sundmenn náðu lág- markinu fyrir leikana, Bjarki Birgis- son og Gunnar Örn Ólafsson. Bjarki er meiddur og kemst því ekki á leik- ana en Gunnar Örn, sem er þroska- heftur, verður ekki með þar sem ný- lega var tilkynnt að þroskaheftir yrðu ekki með á leikunum, nema í nokkr- um sýningargreinum. Hér á landi eru tveir háttsettir menn innan íþróttahreyfingar fatl- aðra, Phil Craven, forseti Alþjóða- ólympíuhreyfingar fatlaðra, IPC, og Bob Price, forseti Evrópudeildar IPC, EPC. Þeir eru hér meðal annars í tilefni af 25 ára afmæli Íþróttasam- bands fatlaðra. Það sem gerðist í Sydney má ekki endurtaka sig Þegar Craven var spurður að því á blaðamannafundi í gær hver skýring- in væri á að þroskaheftir yrðu ekki með á leikunum að þessu sinni minnti hann á það sem gerðist á leikunum í Sydney, þar sem þótti nokkuð ljóst að sumir þeirra sem kepptu í körfu- knattleik þroskaheftra, voru það alls ekki. „Það hefur verið bent á í nokkur ár að það verði að finna nýja leið til að skilgreina betur hvern þroskaheftan einstakling. Matskrefið sem hefur verið notað er gallað og það verður að breyta því og að því er unnið. Vonandi er það ekki til frambúðar að þroskaheftir verði ekki með á Ólympíumótinu, en það hefur engin ákvörðun verið tekin um það, hvorki af eða á. En það sem gerðist í Sydney má alls ekki endurtaka sig,“ sagði Craven á fundinum. Ákveðið var að hafa nokkrar grein- ar þroskaheftra sem sýningargreinar en of fáir skráðu sig til leiks þannig að hætt var við þær greinar. Í sundinu voru samt nægilega margir keppend- ur, en þegar ljóst varð að það átti bara að vera sýningargrein ákváðu mörg sambönd að senda ekki sitt besta fólk og því var hætt við sundið líka. Eftir stendur aðeins körfuknatt- leikur og það er ef til kaldhæðni ör- laganna að eina greinin sem þroska- heftir keppa í á leiknum að þessu sinni, er greinin sem olli öllu uppi- standinu á síðustu leikum og er í raun valdur að því að þroskaheftum er kippt út. Ólympíumótið verður samt jafn- fjölmennt og verið hefur, um 4.000 íþróttamenn munu keppa þar og koma þeir frá um 130 löndum, fleiri en nokkru sinni. Sú umræða var fyrir áratug eða svo að setja nokkrar vin- sælustu greinarnar hjá fötluðum inn á Ólympíuleikana en Craven segir þær hugmyndir ekki lengur uppi á borðinu. „Það verður ekki því ef vinsælustu greinar okkar færu á Ólympíuleikana þá myndu vinsældir okkar leika minnka og það viljum við ekki og Al- þjóðaólympíunefndin (IOC), sem við eigum góða samvinnu við, er sama sinnis.“ Tvær greinar fatlaðra verða sýn- ingargreinar á Ólympíuleikunum, 800 metra hjólastólahlaup kvenna og 1.500 metra hjá körlunum. Báðar greinarnar verða á kjörtíma, um svip- að leiti og úrslitin í 100 metra hlaupi karla verða. „Þetta sýnir okkur að greinarar eru vinsælar og að gott samstarf er á milli okkar og IOC,“ sagði Craven. Spurður um aðbúnaðinn í Aþenu sagði hann að trúlega yrði hann sá besti sem verið hefði. „Keppnisstaðir og ólympíuþopið verða með því besta sem verið hefur og svo höfum við ágætis „prufkeyrslu“ á öllu nokkrum vikum áður þegar Ólympíuleikarnir fara fram! Við vitum hins vegar að samgöngur verða erfiðar hjá okkur vegna þess að íbúar borgarinnar eru komnir til hennar á ný eftir Ólympíuleikana og lífið verður komið í eðlilegt horf,“ sagði forseti IPC. Morgunblaðið/Jim Smart Jóhann Rúnar Kristjánsson er hér við hlið Phil Cravens, forseta Alþjóðaólympíuhreyfingar fatl- aðra, og í aftari röðinni er frá vinstri Kristín Rós Hákonardóttir, Jón Oddur Halldórsson, Bob Price, forseti Evrópudeildar IPC, og Sveinn Áki Lúðvíksson, formaður Íþróttasambands fatlaðra. Aldrei eins fáir á Ólympíumót fatlaðra AÐEINS þrír íslenskir keppendur verða á Ólympíumóti fatlaðra sem fram fer í Aþenu 18. til 28. september. Íslendingar hafa aldrei sent svo fáa keppendur á þetta mót, sem nú er haldið í tólfta sinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.