Morgunblaðið - 10.06.2004, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 10.06.2004, Blaðsíða 57
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2004 57 MARGIR þekktir kylfingar frá Evr- ópu, Bandaríkjunum og víðar féllu úr keppni á úrtökumóti fyrir Opna bandaríska meistaramótið sem fram fer í næstu viku á Shinnecock Hills í New York. Luka Donald frá Englandi og Jesper Parnevik frá Svíþjóð verða ekki með, en þeir tóku báðir þátt á úrtökumóti sem fram fór í Columbus í Ohio og var Parnevik einu höggi frá því að komast áfram en Donald var tveim- ur höggum frá markmiði sínu. Alls komust 33 kylfingar frá þessu úr- tökumóti inn á stórmótið og má þar nefn Alex Cejka frá Þýskalandi og Svíann Daniel Chopra, en alls tóku 184 keppendur þátt. Bandaríkja- mennirnir Tom Lehman og Mark O’Meare komust ekki í gegnum úr- tökumótið. Lehman sigraði á Opna breska meistaramótinu árið 1996. Tim Clark frá S-Afríku sigraði á úrtökumótinu en hann lék á 67 og 62 höggum. Duffy Waldorf, Chris Smith, Jeff Maggert, Aaron Baddeley, Mark Calcavecchia, Rory Sabbitini og Bill Haas komust í gegnum úrtökumótið. Nick Faldo, frá Englandi þurfti einnig að taka þátt í úrtökumóti í fyrsta sinn í rúman aldarfjórðung. Faldo fékk fugl á síðustu holunni á Lake Nona í Flórída og tryggði sér þar með rétt til að keppa á Opna bandaríska mótinu. Þekktir kylfingar féllu úr leik á úrtökumóti SIGURVEGARARNIR í Meist-aradeild Evrópu í knattspyrnu árið 2004, Porto frá Portúgal, fengu ekki úthlutað hæstu peninga- upphæðinni hjá knattspyrnu- sambandi Evrópu er 32 lið skiptu á milli sín rúmlega 36 milljörðum ísl. kr. Chelsea, sem féll úr leik í undan- úrslitum keppninnar, fær mest í sinn hlut eða tæpa 2,5 milljarða. Ensku deildarmeistararnir Arsenal sem féllu úr leik í átta liða úrslitum gegn Chelsea fengu 2,4 milljarða, og Manchester United fékk út- hlutað 2,36 milljörðum kr. Mónakó sem sló Chelsea út í und- anúrslitum og tapaði í úrslitum gegn Porto fær rúmlega 2,2 millj- arða og Porto er fimmta í röðinni með tæplega 1,7 milljarða kr. Chelsea fékk hæstu peningaupphæðina Þótt leikmenn Chelsea hafi ekki náð að vinna Meistaradeild Evrópu í vor vann ekkert félag, sem þátt tók í keppninni, sér inn meiri tekjur af þátttöku en Chelsea. Reuters  ÁRNI Sigtryggsson, unglinga- landsliðsmaður í handknattleik og einn Evrópumeistaranna frá því í fyrra, og króatíski hornamaðurinn Goran Gusic hafa báðir gert nýja samninga við handknattleikslið Þórs á Akureyri. Báðir hafa þeir verið lykilmenn í liði Þórs og jafnan með markahæstu mönnum liðsins. Nokk- ur félög höfðu sýnt Árna áhuga en hann kaus að vera áfram í herbúðum Þórs.  ENSKA knattspyrnuliðið Chelsea er sagt hafa hækkað tilboð sitt í framherjann Didier Drogba, leik- mann franska liðsins Marseille en upphaflegu tilboði, sem hljóðaði upp á 17 milljónir punda, var hafnað í síð- asta mánuði. Franska íþróttablaðið L’Equipe hefur eftir Christophe Bouchet, þjálfara Marseille, að Drogba sé ekki til sölu.  ROMAN Abramovítsh, eigandi Chelsea, er sagður vilja fá Drogba í liðið eftir að Úkraínumaðurinn Andrei Shevtsjenko, hafnaði tilboði frá liðinu og framlengdi samning sinn við AC Milan.  MARSEILLE keypti Drogba á síð- asta ári og gerði við hann samning til ársins 2009. Drogba, sem er frá Fíla- beinsströndinni, skoraði 19 af 47 mörkum liðsins í frönsku úrvals- deildinni á síðasta ári og 11 af 18 mörkum liðsins á leið þess til úr- slitanna í Evrópubikarkeppninni.  MJÖG óvænt úrslit urðu á sterku atvinnumannamóti í tennis í Lund- únum í gær. Ástralinn Mark Phil- ippoussis beið lægri hlut fyrir óþekktum Walesverja, Ian Flanagan en hann er 849 sætum neðar en Ástr- alinn á stigalista atvinnutennisleik- ara. Flanagan var að leika sinn fyrsta leik á atvinnumótaröðinni.  ASTON Villa hefur boðið Juan Pablo Angel nýjan fjögur ára samn- ing. Ef Angel samþykkir samning- inn verður hann einn launahæsti leikmaður í sögu Aston Villa en Ang- el er samningsbundinn liðinu til árs- ins 2005.  ÞÝSKI landsliðsmaðurinn í knatt- spyrnu Christian Ziege skrifaði í gær undir tveggja ára samning við Borussia Moenchengladbach. Ziege, sem er 32 ára gamall, var í herbúðum Tottenham á síðustu leik- tíð.  BARCELONA hefur gert nýjan samning við Brasilíumanninn Ron- aldinho. Hinn 24 ára brasilíski landsliðsmaður í knattspyrnu fær mun hærri laun eftir að hafa skrifað undir nýja samninginn. Barcelona vonar að með þessu minnki áhugi annarra liða á kappanum.  FRAMHERJINN Michael Bridges hefur skrifað undir eins árs samning við enska úrvalsdeildarliðið Bolton en hann hefur verið samningsbund- inn Leeds United síðan 1999. Bridg- es er 25 ára gamall og hefur glímt við erfið meiðsli síðustu ár. FÓLK Lakers var sterkari aðilinnframan af og í hálfleik var lið- ið með átta stiga forystu. Gestirnir frá Detroit spiluðu mjög vel í þriðja leikhluta og þegar fjórði leikhluti hófst var forysta Lakers aðeins tvö stig. Í fjórða leikhluta virtist Detroit ætla að tryggja sér sigurinn en liðið hafði sex stiga forystu þegar aðeins 37 sekúndur voru eftir af leiknum. Detroit gat tryggt sér sigurinn þegar 16 sek- úndur voru til leiksloka en þá mis- notaði Chauncey Billups skot úr ágætu færi. Þetta varð til þess að Lakers fékk boltann og Kobe Bryant sá til þess að leikurinn yrði framlengdur. Eftir það var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi enda en Lakers skoraði tíu stig gegn tveimur í framlenging- unni. „Þriggja stiga karfan undir lok- in er líklega mikilvægasta karfa sem ég hef skorað á ferlinum. Ég hlakka til að fara til Detroit og spila þar næstu þrjá leiki. Það verður erfitt en við verðum til- búnir,“ sagði Bryant eftir leikinn. Phil Jackson, þjálfari Lakers, sagði að hann hefur alltaf trú á að Bryant geti hitt úr mjög erfiðum og mikilvægum skotum. „Við hjá Lakers trúum því að Kobe geti alltaf hitt úr ótrúlegum skotum og þriggja stiga karfan hans undir lokin var frábær,“ sagði Jackson. „Þetta er ástæðan fyrir því að Kobe er svona frábær leikmaður. Hann er ótrúlega hæfileikaríkur ungur maður,“ sagði Larry Brown þjálfari Detroit Pistons þegar hann var spurður um þriggja stiga körfu Bryants. Kobe Bryant var stigahæsti leikmaður vallarinns en hann skor- aði 33 stig. Shaquille O’Neal skor- aði 29 stig og Karl Malone gerði 9 stig. Chauncey Billups var at- kvæðamestur í liði Detroit með 27 stig en Richard Hamilton gerði stigi minna. Ben Wallace kom næstur með 12 stig en hann tók einnig 14 fráköst. Næsti leikur lið- anna fer fram í nótt á heimavelli Detroit Pistons en næstu þrír leik- ir fara fram í Detroit. Að mínu mati á að banna þessagerð af pútterum. Það er hluti af leiknum að glíma við útlimina undir miklu álagi. Það er alveg eins hægt að taka lyf til þess að koma í veg fyrir að vera taugaóstyrkur, en það er víst bannað,“ sagði Els við ESPN-fréttavefinn í upphafi vik- unnar. Það eru æ fleiri atvinnukylfingar sem hafa nýtt sér nýjar gerðir af löngum pútterum á undanförnum misserum. Bandaríkjamaðurinn Paul Azinger var sá fyrsti sem sigr- aði á atvinnumannamóti með slíkum pútter árið 1999. Sum sköftin ná upp að nafla á meðan önnur eru mun lengri og ná upp að höku kylfinga í mörgum til- fellum. Aðalkosturinn við þessa gerð púttera er að kylfingar geta fram- kallað nánast fullkomna pendúl- sveiflu með kylfuhausnum og úti- loka þar með ýmsar hreyfingar í olnboga-, axla og úlnliðum sem að öðrum kosti hafa áhrif á púttstroku kylfinga. Í hópi þeirra sem notast við slíka púttera má nefna Vijay Singh, Fred Couples, Stewart Cink, Steve Flesch, Rocco Mediate og Bernhard Langer. Sænski kylfingurinn Jesper Parnevik er í hópi þeirra sem styðja bann við löngum pútterum en hann var nálægt því að vera dæmdur úr leik á Players-meistaramótinu á þessu ári vegna svitabanda sem hann bar rétt ofan við úlnliði beggja handa. „Það kom dómari til mín og fékk að skoða svitaböndin, hann vildi að ég setti þau ofar á fram- handlegginn, þar sem að þau gætu verið túlkuð sem hlutir sem gætu bætt sveiflu mína. Og þar með væri ég úr leik í keppninni,“ sagði Parne- vik en hann hélt í fyrstu að dóm- aranum væri ekki alvara með til- mælunum. Hins vegar er ekki auðvelt fyrir þá aðila sem sjá um reglubreytingar í golfi að breyta reglunum um lengd púttera, með þeim hætti að öllum líki. Það eru golfsamband Banda- ríkjanna og R&A í Skotlandi sem funda tvívegis á ári um reglubreyt- ingar og hafa löngu pútterarnir ver- ið mikið til umfjöllunar á undanförn- um misserum á þeim fundum. Greinarhöfundur á ESPN segir að verði hámarkslengd skaftsins miðuð við 1 m, megi búast við því að þeir sem séu lágvaxnir geti samt sem áður notast við slíka púttera sem „langa“ gerð. Reuters Fijibúinn Vijay Singh mundar kylfuna. Kylfingurinn Ernie Els er í hópi þeirra sem vilja banna púttera með löngu skafti „Eru ekki hluti af leiknum“ KYLFINGURINN Ernie Els frá S-Afríku er í hópi þeirra sem telja að banna ætti púttera með löngu skafti, en slíkir pútterar hafa notið vinsælda hjá atvinnukylfingum á undanförnum misserum. Els telur að gerð pútteranna geri það að verkum að kylfingar sem þá nota geta útilokað óæskilegar hreyfingar í höndum, öxlum og úlnliðum. En að hans mati ættu slík vandamál að vera hluti af leiknum, líkt og í gamla daga. Kobe Bryant bjarg- vættur Lakers KOBE Bryant bjargaði Los Angeles Lakers frá því að lenda 0:2 undir gegn Detroit Pistons í úrslitarimmu liðanna um NBA-titilinn en liðin mættust öðru sinni í Los Angeles í fyrrinótt. Bryant knúði fram framlengingu þegar hann jafnaði leikinn með erfiðu þriggja stiga skoti þegar 2,1 sekúnda var eftir af venjulegum leiktíma. Í fram- lengingunni voru heimamenn miklu sterkari og sigruðu að lokum með átta stiga mun, 99:91. Staðan er 1:1 í einvígi liðanna en það lið sem vinnur fyrr fjóra leiki tryggir sér NBA meistaratitilinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.