Morgunblaðið - 19.06.2004, Side 6

Morgunblaðið - 19.06.2004, Side 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ um humri sem svarar til um fjögurra tonna af skottum. Þá var sjöundi humarbáturinn, Kristbjörg, að hefja veiðar og átti hún að fara út í gær. „Þrír aðrir bátar voru líka að landa hjá okkur í morgun, Jón Vídalín er með 300 kör af bolfiski og Drangavík 100 kör og Sighvatur Bjarnason er að landa 500 tonnum af norsk-íslensku síldinni og 1000 tonnum af kol- munna,“ sagði Stefán Friðriksson, aðstoðarframkvæmdastjóri Vinnslu- stöðvarinnar, í samtali við Morg- unblaðið. Stefán sagði að mestu umsvifin hjá þeim á sumrin væru í humrinum. „Aflaheimildir okkar í humri eru 90 tonn af skottum en sjómennirnir koma með hann heilan að landi. Er humrinum pakkað heilum og hann frystur, en ef hann er eitthvað brot- inn eru skottin slitin af og þau fryst. Í dag er allt á fullu, sjöundi báturinn að byrja og 70 til 80 manns að vinna við pökkun og frystingu,“ sagði Stefán. Vinnslustöðin hefur bætt við sig aflaheimildum í humri undanfarið og segir Stefán að hann passi vel við aðra starfsemi. „Eftir netavertíð tek- MIKIÐ var um að vera í höfninni í Vestmannaeyjum í gær. Landað var á öllum bryggjum um leið og afurðum var skipað út í eitt af skipum Sam- skipa. Mest gekk á hjá Vinnslustöðinni þar sem sex humarbátar voru að landa, einnig tvö skip með bolfisk og eitt skip með síld og kolmunna, alls níu skip. Þá voru tvö skip á leiðinni með síld. Humarinn kemur sér vel fyrir skólafólk en um 50 framhalds- skólanemar starfa í Vinnslustöðinni í humarvinnslu. Humarbátarnir eru Gandí, Brynj- ólfur, Glófaxi, María Péturs, Gunnvör og Gæfa, með samtals 84 kör af heil- ur humarinn við fram að þjóðhátíð sem er í byrjun ágúst. Svo byrjum við aftur í september og erum að þangað til síldin byrjar. Humarinn er mjög mannfrekur og þess njóta krakkarnir í Framhaldsskóla Vestmannaeyja; eru hátt í 50 þeirra í humrinum hjá okkur allt sumarfríið og fá fínan pen- ing fyrir.“ Stefán sagði að það væri heldur ekki alveg dautt í bræðslunni þar sem búið er að taka á móti hátt í 20.000 tonnum af síld og kolmunna það sem af er sumri. Er það óvenju góð byrj- un. „Bergur landaði fullfermi af kol- munna hjá okkur á miðvikudaginn, Gullberg er væntanlegt á morgun, laugardag, með 1200 tonn af norsk- íslensku síldinni og Ísleifur kemur á sunnudaginn með 1100 tonn. Er þetta fullfermi hjá báðum. Þetta er ansi löng sigling hjá þeim, 1000 sjómílur og eru þeir um þrjá og hálfan sólar- hring á leiðinni hingað af síldarmið- unum.“ Að lokum sagði Stefán að Ísleifur færi næst í loðnuleit á vegum Haf- rannsóknastofnunar og hélt hann að Gullberg færi líka. Vertíðarstemning hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum Níu skip að landa og tvö á leiðinni með fullfermi Morgunblaðið/Sigurgeir Sigurrós, Guðlaug, Tinna, Natalía og Rakel kunna vel við sig í humrinum. Vestmannaeyjar. Morgunblaðið. GULLPENINGUR frá árinu 1714 fannst nýlega við uppgröft sem stendur yfir í Skálholti á vegum Fornleifastofnunar Íslands. Pen- ingurinn fannst í leifum byggingar sem nefnd er sjúkrastofa á korti frá 18. öld. Samkvæmt upplýsingum frá Fornleifastofnun er einstakt að finna önnur eins verðmæti við upp- gröft þar sem fólk reyni yfirleitt að halda í fjársjóði sína. Myntsérfræð- ingur mun skoða peninginn sem síðan fer í gegnum sama ferli og aðrir gripir. Ef um hreint gull er að ræða verður engin þörf á forvörslu Uppgraftarstjórinn, Gavin Lucas segir margt nýtt vera að koma í ljós við uppgröftinn sem veita mun upp- lýsingar um lífið í Skálholti fyrr á öldum. M.a. er verið er að grafa upp sýruklefa, sem er lítið herbergi með stóru keraldi sem fyllir nær allt herbergið. Keraldið hefur verið úr viði og undir því leirþekja. Undir viðarleifum kom í ljós fallega hellu- lagt gólf. Gullpeningur úr jörðu HÉRAÐSDÓMUR Reykjavík- ur hefur dæmt 19 ára pilt í 15 mánaða fangelsi fyrir þjófnað- arbrot framin fyrr á árinu, m.a. innbrot í apótek þar sem hann stal lyfjum fyrir tugi þúsunda króna. Frá refsingunni dregst 116 daga gæsluvarðhaldsvist. Með brotunum rauf ákærði hálfs árs skilorðsbundinn fang- elsisdóm frá í október fyrir hegningar-, fíkniefna- og um- ferðarlagabrot. Var sá dómur því dæmdur upp nú og ákærða gerð refsing í einu lagi. Hann braust m.a. inn í apó- tek í Reykjavík í lok mars sl. með því að brjóta rúðu og stal lyfjum fyrir 84 þúsund krónur. Tíu dögum seinna stal hann tösku sem innihélt verðmæti upp á kr. 170 þúsund kr. Þremur dögum seinna fór hann í heimildarleysi inn í íbúð- arhúsnæði að Lækjarhvammi í Hafnarfirði og stal fartölvu og fleira fyrir 50 þúsund krónur. Sama dag braust hann inn í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði og stal um 5 þúsund krónum í reiðufé. Málið dæmdi Pétur Guð- geirsson héraðsdómari. Verj- andi ákærða var Hilmar Ingi- mundarson hrl. og sækjandi Dagmar Arnardóttir, fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík. 15 mánaða fangelsi fyrir þjófnaði EKIÐ var á 81 árs konu á gang- braut á Dalvegi á móts við Smára- torg í gær klukkan 14.30. Hún slas- aðist á höfði og fæti og var flutt á slysadeild Landspítalans. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi, sem tekið hefur tildrög slyssins til rannsókn- ar, vildi svo heppilega til að læknir gaf sig fram á slysstað og aðstoðaði lögreglu á meðan beðið var sjúkra- bíls. Ekið á gangandi vegfaranda TVEIR erlendir menn sem beðið hafa um pólitískt hæli hérlendis, hafa afturkallað beiðni sína um hæli og hefur lögreglan á Keflavík verið beðin um að taka skýrslur af mönn- unum því til staðfestingar, skv. upp- lýsingum Ásgeirs Eiríkssonar sýslu- fulltrúa. Verið er að afla upplýsinga um hvort þeir hafi framvísað fölsuð- um skilríkjum við komuna til lands- ins. Lögreglan á Akureyri hóf rann- sókn á máli mannanna og óskaði eftir aðstoð lögreglunnar í Keflavík við að ljúka rannsókninni. Að sögn Útlend- ingastofnunar vilja mennirnir aftur- kalla beiðni sína um pólitískt hæli. Fram hefur komið í fréttum að þeir hafi haft í frammi líflátshótanir og hótanir um líkamsmeiðingar við starfsfólk félagsþjónustunnar í Reykjanesbæ, en að sögn Hjördísar Árnadóttur, forstöðumanns fé- lagsþjónustunnar, eru þær fréttir rangar. Ásgeir Eiríksson segir að engin kæra vegna slíks framferðis mannanna hafi borist. Afturkalla beiðni sína um pólitískt hæli FIMM ára börn í leikskólum Reykja- víkur fá þriggja tíma leikskólavistun frítt, samkvæmt tillögum starfshóps um aukna samþættingu leikskóla og grunnskóla í Reykjavík. Hópurinn, sem hóf störf sín í júní 2002, kynnti tillögur sínar í gær og verða þær lagðar fyrir borgarráð á þriðjudag- inn. Þegar hefur fengist fjárveiting frá borgarráði fyrir breytingunni, sem kostar tæpar 100 milljónir á árs- grundvelli, og mun hún því koma til framkvæmda í haust en fram að ára- mótum verður kostnaður vegna breytingarinnar um 35 milljónir. Í tillögum starfshópsins er einnig lagt til að leikskólar geri afmarkaða námsskrá fyrir fimm ára börn og mun hver leikskóli vinna sína náms- skrá sjálfstætt. Með tilkomu náms- skrárinnar er meðal annars ætlað að draga úr því stökki að fara úr leik- skólaumhverfi yfir í grunnskóla. Þor- lákur Björnsson, formaður leikskóla- ráðs, segir að tillögur um upptöku sérstakrar námsskrár fyrir hvern leikskóla séu ekki hugsaðar til að setja krakkana ári fyrr inn í skóla- stofu. Námið eigi að vera fjölbreytt nám í leikskólaumhverfi. „Þetta er lærdómur á forsendum leikskólans,“ segir Þorlákur. Hann segir að tillögur nefndarinn- ar miði að því að festa leikskólann í sessi sem fyrsta skólastigið. Hingað til hafi margir litið svo á að leikskól- inn sé millistig milli þess að vera geymsla fyrir börnin og fyrsta skóla- stig en tillögur hópsins eigi að bæta þar úr. Viðurkenna í verki að leikskól- inn sé fyrsta skólastigið Sigrún Elsa Smáradóttir, formað- ur starfshópsins, segir að með því að bjóða fimm ára börnum upp á gjald- frjálst leikskólanám að hluta sé verið að viðurkenna í verki að leikskólinn sé fyrsta skólastigið. „Þótt leikskólinn hafi verið skil- greindur sem fyrsta skólastigið hefur þjónustan ekki verið gjaldfrjáls og það hefur því verið ákveðin hindrun. Við viljum tryggja að öll börn geti notið leikskólagöngu að nokkru leyti því við teljum þetta vera mikilvægan þátt í menntun hvers einstaklings.“ Sigrún segir að starfshópurinn hafi einnig lagt áherslu á að auka samstarf milli leikskóla og grunn- skóla, þannig að þjónustan verði markvissari og heildstæðari. Í tillögum hópsins er einnig er lagt til að allir leikskólar skuli, með sam- þykki foreldra, koma upplýsingum í samræmdu formi til grunnskóla í upphafi skólagöngu. Sigrún segir að upplýsingaflæði milli leikskóla og grunnskóla sé vel þekkt í dag en til- lögur hópsins muni vonandi leiða til aukinnar samræmingar á því sviði. Hópurinn leggur jafnframt til að leikskólar og grunnskólar hafi með sér formlegt og skipulagt samstarf á hverfagrundvelli og geri samstarfs- áætlun á hverju vori, líkt og gert hef- ur verið í Árbæjar- og Seljahverfi. Auk þess leggur hópurinn áherslu á aukið samstarf leikskólaráðs og fræðsluráðs, með það að markmiði að samþætta starfsemi Fræðslumið- stöðvarinnar og Leikskóla Reykja- víkur. Starfshópur um leikskóla í Reykjavík leggur til breytingar á gjaldskrá Gjaldfrí leikskólavistun hluta úr degi fyrir fimm ára gömul börn Vilja aukið sam- starf milli leik- skóla og grunn- skóla í borginni Morgunblaðið/Ásdís Tillögur starfshóps um leikskóla fela í sér að fimm ára börn eiga rétt á gjaldfrjálsri leikskólavistun þrjá tíma á dag. Á myndinni má sjá nokkra duglega krakka á leikskólanum Sólbakka að leik í skólanum.                                                ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.