Morgunblaðið - 19.06.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.06.2004, Blaðsíða 11
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2004 11 ● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Ís- lands fór í fyrsta sinn yfir 2.900 stig innan dags í gær, en lokagildi hennar var 2.894,7 stig, sem er 1,3% hækk- un frá fyrra degi. Tilkynning barst frá Bakkavör um að Geest hefði verið gert að hlutdeildarfélagi Bakkavarar. Viðbrögð markaðarins voru þau að Bakkavör hækkaði um 5,3%, eða mest allra félaga í Kauphöllinni. Hlutabréf hækkuðu í verði í flest- um helstu kauphöllum í Evrópu og Bandaríkjunum í gær. Sænska kaup- höllin er ein af undantekningunum, en þar lækkuðu hlutabréf lítillega. Hlutabréf lækkuðu í flestum kaup- höllum Asíu. Úrvalsvísitalan yfir 2.900 stig innan dags ! "# $    !   "    "  #$%& ' ()  *+, -.%              / / / / / VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● BANDARÍSKA öldungadeildin hefur staðfest til- nefningu Bush forseta um Alan Greenspan sem bankasjóra seðla- banka Bandaríkj- anna. Þetta er í fimmta sinn sem Greenspan er val- inn seðlabankastjóri, hann tók fyrst við árið 1987 í tíð Ronalds Reagans og leysti þá af hólmi Paul Volcker. Greenspan, sem er 78 ára, mun sitja til ársins 2006 en ekki er hægt að endurskipa hann að þeim tíma liðnum. Öldungadeildin stað- festir Greenspan Alan Greenspan ● STJÓRN Kauphallar Íslands hef- ur samþykkt aðild Deutsche Bank AG London að Kaup- höllinni. Umsókn bankans kom í kjöl- far þátttöku hans í útgáfu nýrra íbúða- lána sem Íbúðalána- sjóður mun gefa út frá 1. júlí næstkomandi í stað hús- og húsnæðisbréfa. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá Kaup- höllinni. Aðilar að Kauphöllinni eru 20 og þar af tveir erlendir, Nordea Bank Danmark og nú Deutsche Bank. Fram kemur í tilkynningu Kaup- hallarinnar að Deutsche Bank AG sé nú þegar aðili að hinum NOREX- kauphöllunum, þ.e. að kauphöll- unum í Helsinki, Kaupmannahöfn, Ósló og Stokkhólmi. Þá segir að viðskipti bankans og samskipti vegna aðildar muni fara í gegnum útibú bankans í London enda hafi bankinn aðgang að SAXESS- viðskiptakerfinu þar. Haft er eftir Þórði Friðjónssyni, forstjóra Kauphallarinnar, í tilkynn- ingu hennar, að þetta sé mikils- verður áfangi fyrir íslenska mark- aðinn. ,,Með aðild Deutsche Bank hefur skapast greiðari aðgangur að íslenska markaðnum og við vænt- um þess að þetta leiði til enn frek- ari viðskipta erlendra aðila með ís- lensk bréf og efli þannig seljan- leika á markaðnum. Við bjóðum bankann velkominn til Kauphall- arinnar,“ segir Þórður. Deutsche Bank aðili að Kauphöll Íslands BAKKAVÖR Group hf. mun á næst- unni efna til skuldabréfaútboðs að upphæð um 2,5 milljarðar króna, og verða bréfin seld í lokuðu útboði. Kemur þetta fram í tilkynningu sem fyrir- tækið sendi Kauphöll Ís- lands í gær. Í tilkynning- unni segir að tilgangur útboðsins sé að afla fjár- muna til frekari uppbygg- ingar á kjarnamörkuðum Bakkavarar og styðja þannig við vöxt félagsins. Bakkavör hefur undan- farnar vikur keypt hlutafé í breska matvælaframleið- andanum Geest plc að upphæð rúmlega 11 millj- arðar króna. Fyrir kaupin átti Bakkavör um átta milljarða króna í handbæru fé og því hefur fyrirtækið getað fjármagnað kaupin að stórum hluta úr eigin sjóðum, en gera verð- ur ráð fyrir að skuldabréfaútboðinu, sem nú hefur verið boðað, sé ætlað að afla þess fjár sem upp á vantar. Þegar Bakkavör tilkynnti þann 28. maí síðastliðinn um kaup á ríflega 10% hlut í Geest sögðu forsvars- menn fyrirtækisins að engin áform væru um yfirtöku á breska framleið- andanum. Samkvæmt breskum yfir- tökureglum mega fyrirtæki ekki gera yfirtökutilboð fyrr en sex mán- uðum eftir að hafa gefið slíka yfirlýs- ingu. Þar til sá frestur rennur út má Bakkavör ekki eiga stærri hlut í Geest en sem nemur þrjátíu hundr- aðshlutum. Aðspurður sagðist Lýður Guðmundsson, framkvæmdastjóri Bakkavarar, ekki geta svarað því hvort fyrirtækið hygðist taka Geest yfir í framtíðinni. Betri kaup í Geest? Einar Þorsteinsson, sérfræðingur hjá Grein- ingu Íslandsbanka, segir líklegt að Bakkavör muni láta til skarar skríða og láti reyna á sameiningu við Geest. „Við teljum að Bakkavör hafi áhuga á því að eignast Geest og sýnir hækkun á verði hlutabréfa í Bakkavör í dag að mark- aðurinn er bjartsýnn á að ytri vöxtur styrki afkomu félagsins,“ segir Einar. Gengi á hlutabréfum í Bakkavör hefur hækkað um 10,3% frá 28. maí og er nú í sínu hæsta dagslokagildi frá upphafi eða 25,8 kr. á hlut. Á sama tíma hefur gengi Geest lækkað um 1,75%. Hefur gengi beggja félaga þó hækkað mikið á árinu en mun meira hjá Bakkavör. Vegvísir grein- ingardeildar Landsbankans gerir gengi hlutabréfa í fyrirtækjunum að umtalsefni í nýjasta tölublaðinu, sem kom út í gær. Segir þar að athygl- isvert sé að markaðsvirði Bakkavar- ar og Geest er nánast hið sama, sér- staklega í ljósi þess að velta Geest er sex sinnum meiri en Bakkavarar og hagnaður Geest tvöfalt meiri en ís- lenska fyrirtækisins. „Ef fjárfestar trúa því á annað borð að félögin muni renna saman í eitt, ættu þeir því e.t.v. frekar að kaupa bréf í Geest en í Bakkavör,“ segir í Vegvísinum. Bakkavör Group með skuldabréfaútboð Yfirtaka Geest talin líkleg ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR óskar eftir því að eftirfarandi verði birt í ljósi umfjöllunar um íslenska þýðingu á tilkynningu Standard & Poor’s vegna lánshæfismats á Íbúðalána- sjóði og skuldabréfaútgáfu hans: „Morgunblaðið fjallar í viðskipta- blaði sínu þann 17. júní um þýðingar á umsögn Standard & Poor’s vegna lánshæfismats þessa þekkta láns- hæfismatsfyrirtækis á Íbúðalána- sjóði, en Íbúðalánasjóður fékk mjög gott lánshæfismat, það sama og ís- lenska ríkið. Íbúðalánasjóður vill taka fram að sjóðurinn hafði ekkert með innihald tilkynningar Standard & Poor’s að gera og breytti í engu þýðingu lög- gilts skjalaþýðanda sem fékk enskan frumtexta Standard & Poor’s í hend- ur til þýðingar. Morgunblaðið vísar í ónafngreinda sérfræðinga á fjármálamarkaði sem halda því fram að setningin: „Þar af leiðandi er afar lítil hætta á að sjóðurinn verði einkavæddur og að jafnframt verði dregið úr opinber- um stuðningi við hann í fyrirsjáan- legri framtíð“ sé ekki rétt þýðing á setningunni: „Accordingly, privatiza- tion risk, and the concomitant weak- ening of government support is highly unlikely in the foreseeable future.“ Morgunblaðið vísar til fyrr- greindra, ónafngreindra sérfræðinga sem telja réttari þýðingu vera eftir- farandi: „Þar af leiðandi er afar lítil áhætta tengd einkavæðingu og að dregið verði úr stuðningi hins opinbera í fyr- irsjáanlegri framtíð.“ Íbúðalánasjóður treystir lesend- um Morgunblaðsins til að taka af- stöðu til þess hvort íslenska þýðingin er ónákvæm eða ekki, en bendir á að mismunandi túlkun á fyrrgreindri setningu breytir í engu undirstöðuat- riðum umsagnar Standard & Poor’s. Þá vill Íbúðalánasjóður að gefnu tilefni undirstrika að Morgunblaðið staðfestir í frétt sinni að setningin: „Íbúðalánasjóður nýtur mikils póli- tísks stuðnings allra málsmetandi pólitískra afla og því er ólíklegt að umtalsverðar breytingar verði gerð- ar á lagalegu umhverfi hans“ er rétt þýdd.“ Lesendum treyst til að taka afstöðu til þýðingar KB BANKI hefur verið tekinn inn í vísi- töluna Attract 40 á O- lista sænsku kaup- hallarinnar. Í sænsku kauphöllinni eru A- og O-listi og er KB banki skráður á O-listann. Meiri kröfur eru gerðar til fyrirtækja á A- listanum en O-listanum, meðal ann- ars um fjölda hluthafa og markaðs- verðmæti. Þá eru almennt meiri við- skipti með bréf fyrirtækja á A-lista en O-lista. Báðum listunum er skipt í tvo hluta eftir því hversu mikil viðskipti eru með bréfin og eftir markaðs- verðmæti fyrirtækjanna. Þau fyrir- tæki sem mest viðskipti eru með á O- listanum eru valin í Attract 40 vísi- töluna. Í vísitölunni eru 48 fyrirtæki og að þessu sinni koma 13 ný fyr- irtæki inn í hana. Skuldabréfaútgáfa vegna FIH KB banki hefur gengið frá er- lendri fjármögnun með skuldabréfa- útgáfu í evrum. Upphæðin var 39 milljarðar króna, að því er fram kemur í tilkynningu bankans. Útgáfan verður meðal annars nýtt til að fjármagna kaup KB banka á danska bankanum FIH KB banki í sænska hlutabréfavísitölu ÍSLENSK skip eru nú að síldveiðum innan Svalbarðasvæðiðsins, án af- skipta norsku strandgæslunnar, en Norðmann hafa heimilað þar veiðar á 80 þúsund tonnum af síld fram til 15 október. Norðmenn hafa undanfarin ár bannað síldveiðar á Svalbarðasvæð- inu með reglugerð sem íslensk stjórnvöld hafa mótmælt, enda sé reglugerðin byggð á norskum lögum en ekki ákvæðum Svalbarðasáttmál- ans. Norðmenn hafa því heimilað þeim veiðar innan svæðisins sem hafa átt aðild að samningi um veiðar á norsk-íslensku síldinni. Svo er eins nú, jafnvel þótt ekki liggi fyrir samn- ingur um veiðar úr stofninum. Í því felst að skip frá Íslandi, Evr- ópusambandinu og Færeyjum geta veitt síldina í Svalbarðalögsögunni án afskipta norsku strandgæslunnar og héldu fyrstu íslensku skipin inn í Svalbarðalögsöguna fyrr í vikunni. Reyndar hafa Norðmenn sett ákvæði um 80 þúsund tonna afla- mark á svæðinu fram til 15 október. Ekki er í gildi samkomulag um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofn- inum en Íslendingar hafa sett sér einhliða 128 þúsund tonna kvóta úr stofinum. Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum fiskvinnslustöðva hafa íslensk skip nú þegar landað tæpum 15 þúsund tonnum af síld á vertíðinni. Þrjú íslensk skip voru að veiðum á svæðinu í gær og fleiri voru á leiðinni ýmist norður til veiða eða á leið til löndunar. Súlan EA var nyrst skipanna, á 75. gráðu norðlægrar breiddar og 10. gráðu vestlægrar, um 120 sjómílur fyrir sunnan Sval- barða. Eftirgjöf hjá Norðmönnum Í Morgunkorni Íslandsbanka í vik- unni kom fram að líta mætti á að- gerðir Norðmanna sem eftirgjöf í deilunum um yfirráð Svalbarða- svæðisðins. Í norska sjávarútvegs- blaðinu Fiskeribladet er haft eftir starfsmanni í norska sjávarútvegs- ráðuneytinu að Svalbarðasvæðið hafi nú verið opnað fyrir veiðum af líf- fræðilegum ástæðum. Síldin sé væn og lítið af smásíld í aflanum. Þar kemur einnig fram að Audun Maråk, formaður samtaka norskra útgerð- armanna, gerir ekki athugasemdir við opnun Svalbarðasvæðiðsins, enda hafi lengi legið fyrir að veið- arnar yrðu leyfðar til að forðast deil- ur um yfirráðarétt Norðmanna yfir svæðinu. Hann gagnrýnir hins vegar hversu mikið magn verður heimilað að veiða á svæðinu, segir að erlend- um skipið hefði dugað að veiða helm- ingi minna. Veiðar úr norsk-íslenska síldar- stofninum hafa verið í uppnámi frá árinu 2002 þegar Norðmenn settu fram kröfur um aukna hlutdeild í veiðunum. Samkvæmt samkomulag- inu frá árinu 1996 skiptist árlegur kvóti í norsk-íslensku síldinni þannig á milli ríkjanna að Norðmenn fá 57%, Ísland 15,54%, Rússland 13,62%, Evrópusambandið 8,38% og Færeyjar 5,46%. Norðmenn hafa sl. tvö ár gert kröfu um það að hlutur þeirra hækki úr 57% í 70%, en hlutur annarra ríkja minnki. Kröfðust Norðmenn þess að 8,66% kvótans kæmu í hlut Íslendinga, 13,62% í hlut Rússa, 4,67% í hlut Evrópusam- bandsins og 3,04% í hlut Færeyja. Morgunblaðið/HMÁ Nokkur íslensk skip eru á síldveið- um á Svalbarðasvæðinu. Svalbarðasvæðið opnað fyrir síldveiðum VEIÐAR úr norsk-íslenska síld- arstofninum hafa gengið vel und- anfarinn áratug en norskir fiski- fræðingar segja að horfurnar séu jafnvel ennþá betri fyrir næsta ára- tug. Árgangurinn frá 2002 sé mjög stór og útbreiðsla hans meiri. Í norska sjávarútvegsblaðinu Fiskeribladet kemur fram að veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum virðast ná hámarki á 10 ára fresti. Eftir hrun stofnsins á 7. og 8. ára- tugnum hafi árgangurinn frá árinu 1983 verið fyrsti stóri árgangurinn, árgangurinn frá 1992 hafi einnig verið mjög stór og nú stefni í að 2002 árgangurinn verði jafnvel ennþá stærri. Er honum líkt við ár- ganginn frá árinu 1950 og telja fiskifræðingar að þessir tveir ár- gangar vaxi bæði í Noregshafinu og Barentshafi en ungsíld með- alárganga heldur sig jafnan bara í Barentshafinu á uppvaxtarárunum. Komi ungsíld 2002 árgangsins í Noregshafið þýðir það að hún stækkar hraðar og þar af leiðandi verður hægt að veiða lengur úr ár- gangnum að mati fiskifræðinga. Telja þeir jafnvel líkur á að hægt verði að veiða úr árganginum strax næsta vetur en annars komi hann af fullum krafti inn í veiðina árið 2006 og að þá gæti heildarkvóti úr stofn- inum orðið um ein milljón tonna á ári næstu árin. Útlit fyrir aukna síldveiði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.