Morgunblaðið - 19.06.2004, Side 17

Morgunblaðið - 19.06.2004, Side 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2004 17 SAMTÖK forræðislausra feðra í Bretlandi efndu í gær til mikillar göngu í London til að leggja áherslu á þá kröfu sína, að um- gengnisréttur þeirra við börnin yrði aukinn. Hafa þeir farið nokkuð mikinn að undanförnu og má sem dæmi nefna, að í síðasta mánuði voru það menn úr þeirra hópi, sem köstuðu verju með fjólubláu hveiti að Tony Blair forsætisráðherra, er hann var í ræðustól í þinginu. Reuters Krefjast aukins umgengnisréttar TVEIR vísindamenn við tækniháskólann í Hong Kong, þeir Walid Daoud og John Xin, hafa nú fundið aðferð til að væta bómull í efnablöndu sem getur brotið niður lífræn efni þegar útfjólublátt sólarljós lendir á henni, að sögn breska tímaritsins Nature. Er fullyrt að sjálfhreinsandi fatnaður sé því skrefi nær en áður. Efnablandan nefnist títan- díoxíð. Örlitlar agnir af því setjast í efnið og sólarbirtan kemur af stað efnabreyting- unni sem brýtur niður kolefn- ismólekúlin í óhreinindum. Þau umbreytast í örlítið af loftteg- undinni koldíoxíði og vatn. Bómullinni er dýft í blönd- una í hálfa mínútu, síðan er bómullin þurrkuð og loks hituð í allt að 97 gráður á celsius í ofni. Hún er loks soðin í vatni í þrjár stundir til að dreifa efna- blöndunni jafnt um allt fata- efnið. Hrein föt að eilífu? TVEIR sænskir unglingar, sem voru sakaðir um að hafa ætlað að myrða fjölda manna í framhalds- skóla, sem þeir sóttu, voru sýkn- aðir í gær af þeirri ákæru fyrir dómstól í Stokkhólmi. Var niður- staða hans sú, að þeir hefðu ekki haft getu til að láta af morðunum verða. Drengirnir, Jacob Roya og Nik- las Ekberg, báðir 17 ára, voru handteknir snemma í maí en bekkj- arfélagar þeirra og kennarar sögðu, að þeir ætluðu að koma vopnaðir í skólann, myrða þar nem- endur og kennara og sprengja síð- an skólann upp. Í áliti dómarans segir, að dreng- irnir hafi ekki haft getu til að láta af þessu verða og enga almennilega áætlun heldur. Sagði hann, að Roya, sem var sagður skipuleggj- andinn, hefði aðeins átt einn veiði- riffil en engin skotfæri og bætti við, að vangavelturnar hefðu verið afleiðing vonbrigða í ástum. Ekki nóg sprengiefni Saksóknarar bentu á, að í fórum drengjanna hefði fundist efni til sprengjugerðar en dómarinn taldi, að það hefði ekki verið nóg til að sprengja upp skólann. Hann dæmdi þá hins vegar til nokkurra mánaða fangelsisvistar, skilorðsbundið, fyr- ir önnur afbrot, þar á meðal þjófn- aði og rán og ólöglega vopnaeign. Saksóknarar segja, að drengirnir hafi ætlað að láta til skarar skríða 20. apríl á næsta ári en þá verða liðin sex ár frá fjöldamorðunum í Columbine-skólanum í Bandaríkj- unum. Þá myrtu tveir ungir menn 12 nemendur og kennara og fyr- irfóru sér að því búnu. Sýknaðir af samsæri um fjölda- morð Tveir sænskir ung- lingar voru sagðir hafa ætlað að myrða skólafélaga sína og kennara Stokkhólmi. AP. KJELL Magne Bondevik, for- sætisráðherra Noregs, gerði í gær nokkrar breytingar á minnihluta- stjórn sinni. Dagfinn Høybråten tekur við nýju „ofurráðuneyti“ félags- og at- vinnumála. Ansgar Gabrielsen sem verið hefur viðskiptaráðherra tek- ur við heilbrigðisráðuneytinu en Børge Brende hverfur úr umhverf- isráðuneytinu og tekur við við- skiptaráðuneytinu. Morten Andr- eas Meyer fyrrverandi atvinnumálaráðherra verður ráð- herra nútímavæðingar. Þau Ingjerd Schou og Einar Steensnæs verða á ný óbreyttir þingmenn en þau hafa farið með ráðuneyti félagsmála og olíu- og orkumál. Mesta athygli vekur að hinn 31 árs gamli Knut Arild Haareide tek- ur við umhverfisráðuneytinu en hann er varaformaður Kristilega þjóðarflokksins, flokks Bondeviks forsætisráðherra. Thorhild Wild- vey, sem er 48 ára gömul, tekur við olíu- og orkuráðuneytinu. Hún kemur úr Hægriflokknum. Þörf á nýju blóði Margar breytinganna komu stjórnmálaskýrendum í opna skjöldu, að sögn norska dagblaðs- ins Aftenposten. Þannig hafði helst verið við því búist að Svein Ludvig- sen sjávarútvegsráðherra og Ans- gar Gabrielsen yrðu látnir víkja en báðir halda ráðherrastólum sínum, Ludvigsen situr áfram sem sjáv- arútvegsráðherra en Gabrielsen verður heilbrigðisráðherra. Bondevik sagðist í gær hafa talið nauðsynlegt að gera breytingar á stjórn sinni. Þörf hefði verið á nýju blóði en fylgi við stjórnina hefur farið ört minnkandi ef marka má skoðanakannanir. Bondevik hefur lýst yfir því að hann hyggist ekki bjóða sig fram til þings á ný en kosningar fara næst fram í Noregi í september á næsta ári. „Ég á hins vegar margt ógert sem forsætis- ráðherra,“ sagði Bondevik. Stjórn Bondeviks tók við haustið 2001 og er þetta fyrsta stóra breyt- ingin sem gerð er á henni að því frátöldu að Victor D. Norman sagði af sér embætti atvinnu- málaráðherra í vetur. Reynt að sporna við fylgistapi í könnunum Bondevik breytir ríkisstjórn sinni AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.