Morgunblaðið - 19.06.2004, Síða 22
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
22 LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Tvílyft 489 fm atvinnuhúsnæði m.
jafnri skiptingu milli hæða. Neðri
hæðin er verslunarpláss með góð-
um gluggum, ca 244 fm. Efri hæðin
er að mestu leyti skrifstofur eða að
2/3 hlutum og 1/3 hluti lager bakatil
með aðkomu Ártúnsbrekkumegin.
Nýjar vörudyr, nýtt þak á húsinu og allt annað ástand mjög gott.
Næg bílastæði og góð aðkoma. Getur verið laust fljótlega. Til
leigu eða sölu. VERÐTILBOÐ.
Upplýsingar gefur Ólafur B. Blöndal í s. 690 0811.
Bíldshöfði – Leiga – Sala
SÍMI 5 900 800
Hafnarfjörður | Hellisgerði og
Lækjarskóli í Hafnarfirði munu
iða af lífi næstu mánuði, þar sem
stofnuð hefur verið listasmiðja
barna sem starfrækt verður í allt
sumar. Yfirskrift námskeiða lista-
smiðjunnar er „Komdu og láttu
ljós þitt skína“ en það eru þau Jón
Ingi Hákonarson og Laufey Brá
Jónsdóttir sem standa að smiðj-
unni. Þau eru bæði menntaðir leik-
arar og hafa starfað hjá Leikfélagi
Akureyrar og víðar ásamt því að
halda leiklistarnámskeið fyrir börn
og unglinga. „Námskeiðin eru fyr-
ir börn og unglinga á aldrinum 5
til 15 ára, og tekið verður fyrir
ákveðið þema á hverju námskeiði.
Námskeiðið fyrir 5 og 6 ára börn
hefst núna á mánudaginn 21. júní
og stendur skráning enn yfir.
Fyrst verður það Dýrin í Hálsa-
skógi, í júlí er það Ronja Ræn-
ingjadóttir og þriðja þemað er
Hrói höttur,“ segir Jón Ingi í sam-
tali við Morgunblaðið.
Aukin fjölbreytni fyrir for-
eldra og börn
Hellisgerði er að sögn Jóns Inga
tilvalinn staður til leiks og tján-
ingar, „og öll verkin sem við tök-
um fyrir gerast í skógi, þannig að
umhverfið er kjörið,“ bætir hann
við. „Tilgangur námskeiðanna er
að börn og unglingar fái nasasjón
af leiklist og kynnist því hve öflugt
tæki leiklistin er, bæði til að vinna
með sjálfan sig og með öðru fólki.
Þau fá æfingu í að koma fram og
segja skoðanir sínar,“ útskýrir Jón
Ingi, og segir námskeiðin annan
valkost fyrir foreldra og börn
þeirra í úrvali sumarnámskeiða.
„Þetta er kærkomið fyrir krakka
að kynnast þessum geira.“
Námskeiðin eru skipulögð af
þeim Jóni Inga og Laufeyju Brá í
samstarfi við æskulýðs- og tóm-
stundaráð Hafnarfjarðar. „Okkar
draumur er að halda þessum sum-
arnámskeiðum áfram á komandi
árum, og halda starfsemi lista-
smiðjunnar sömuleiðis áfram yfir
vetrarmánuðina fyrir þá krakka
sem vilja. Með þeim hætti gætum
við annað þeirri þörf sem er fyrir
hendi að kynna leiklistina fyrir
börnum og unglingum,“ segir Jón
Ingi. Verður afrakstur sumarnám-
skeiðanna sýndur vinum og vanda-
mönnum á sýningu í Hellisgerði á
góðum dögum í sumar. „Það eru
allir velkomnir í Hellisgerði á góð-
viðrisdegi til að njóta umhverfisins
og sjá æsku Hafnarfjarðar sprella
og syngja,“ segir Jón Ingi að lok-
um.
Láta ljós sitt
skína í
Hellisgerði
Morgunblaðið/ÞÖK
Dýrin í Hálsaskógi: Krakkarnir komnir í ýmis gervi.
Þjóðarblómið kynnt | Veggspjald
og bæklingur með tillögum að ís-
lenska þjóðarblóminu verða kynnt á
Árbæjarsafni á morgun, sunnudag.
Alls eru 20 tillögur að þjóðarblómi,
og mun Tryggvi Felixson fram-
kvæmdastjóri Landverndar annast
kynninguna, sem hefst klukkan 14.
Ennfremur verður boðið upp á
fjallagrasamjólk og fjallagrasaflat-
kökur með nýstrokkuðu smjöri.
Danmarks Drengekor lítur inn í
heimsókn og syngur lög fyrir gesti
safnsins klukkan 16.
Ný sýning hefur sömuleiðis verið
opnuð í listmunahorni Árbæj-
arsafns. Þar sýnir Helga Birg-
isdóttir – Gegga – ljósamyndir úr
postulíni. Sýningin stendur til 23.
júní.
Reykjavík | Golfklúbbur Reykjavík-
ur (GR) fagnar sjötíu ára afmæli
sínu núna um helgina, og af því til-
efni býðst almenningi að nota nýtt
æfingasvæði á landi Golfklúbbsins í
Grafarholti, Bása, án greiðslu í dag,
laugardag, frá 10 til 15. Gestur Jóns-
son, formaður Golfklúbbs Reykja-
víkur, segir mjög gleðilegt að nýja
æfingasvæðið sé opnað í tilefni af-
mælisins. „Æfingasvæðið er full-
komlega samanburðarhæft við það
besta sem gerist í Evrópu, og gjör-
bylting í aðstöðu til æfinga í golfi,
bæði fyrir lengra komna og byrjend-
ur,“ segir Gestur.
Í tilefni afmælisins verður haldin
hátíð á svæði klúbbsins í Grafarholti
í dag, laugardag. Básar verða vígðir
formlega, og sem fyrr sagði gefst al-
menningi í framhaldinu kostur á að
prófa svæðið frítt fram eftir degi. Af-
mælismót GR verður haldið um
miðjan daginn og um kvöldið verður
haldið afmælishóf í klúbbhúsinu.
Glæsileg aðstaða til æfinga
Básar verða jafnt opnir félögum í
Golfklúbbi Reykjavíkur og þeim sem
koma á klúbbsvæðið og nota aðstöð-
una. Básar eru á tveimur hæðum,
auk þess sem þak hússins er nýtt
þannig að í raun er æfingaaðstaðan á
þremur hæðum. Básarnir eru 78, þar
af fimm lokaðir til afnota fyrir kenn-
ara klúbbsins og auk þess sem fjórir
básar eru með sjálf„tíandi“ mottum,
þannig að kúlan kemur sjálfkrafa á
„tíið“. Allir básar á jarðhæð eru með
innrauðum hitalömpum. Slíkir lamp-
ar halda góðum hita á kylfingnum,
jafnvel þó hiti sé undir frostmarki.
Golfklúbbur Reykjavíkur rekur
nú tvo átján holu golfvelli, í Graf-
arholti og við Korpúlfsstaði. Þar er
einnig níu holu byrjendavöllur. Enn-
fremur hefur klúbburinn gert samn-
inga við golfklúbbana í Keflavík og á
Hellu, og þar eiga félagsmenn GR
aðgang að átján holu völlum.
Margir vilja komast að í golfinu
Ásókn í golf hefur aukist mikið á
undanförnum árum, að sögn Gests.
„Það sem veldur okkur mestum
áhyggjum er, að yfir 500 manns eru
nú á biðlista eftir að gerast meðlimir
í GR, en í klúbbnum eru nú um tvö
þúsund manns,“ segir Gestur. Getur
verið allt að tveggja ára bið eftir inn-
göngu í klúbbinn. Hann segir GR
ekki geta boðið upp á aðstöðu fyrir
fleiri eins og málum sé nú háttað, og
því sé mjög brýnt að stækka at-
hafnasvæðið. „Það er því miður ekki
fyrirsjáanlegt að þetta ástand breyt-
ist í náinni framtíð, en von okkar er
sú, að fljótlega verði tekin ákvörðun
um stækkun Korpúlfsstaðavallar í
samræmi við gildandi skipulag,
þannig að við getum tekið við fleiri
félögum í klúbbinn,“ útskýrir Gest-
ur.
„Það er enginn vafi á því að golfið
er sú íþrótt sem mætir best þörfum
fólks í dag fyrir útiveru, félagsskap
og hæfilega keppni. Það er engin til-
viljun að engin íþrótt er í samsvar-
andi vexti og golfið,“ segir Gestur.
Hann segir fjölda þeirra sem ganga í
golfklúbba landsins hafa vaxið um 10
til 15 prósent undanfarin ár, sem
þýði tvöföldun þátttakenda á fimm
til sjö árum. „Ég er enn fremur
sannfærður um það, að úti í þjóð-
félaginu eru þúsundir manna sem
dreymir um að komast af stað í golf-
íþróttinni,“ segir Gestur að lokum.
Golfklúbbur Reykjavíkur 70 ára
Glæsileg aðstaða
til golfæfinga vígð
Morgunblaðið/Þorkell
Gestur Jónsson, formaður Golfklúbbs Reykjavíkur, með Bása, nýja æf-
ingasvæðið, í baksýn.
Morgunblaðið/Þorkell
Margeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Reykjavíkur, prófar
nýja æfingasvæðið.
NÝTT æfingasvæði Golfklúbbs
Reykjavíkur, Básar, verður opið al-
menningi ókeypis í dag, laugardag,
milli 10 og 15. Básar eru fullkomið
æfingasvæði með aðstöðu fyrir 73
kylfinga til æfinga samtímis, en
svæðið sem slegið er út á er alls um
fimm hektarar. Kostnaður við gerð
mannvirkisins er um 110 milljónir
króna með öllum búnaði, og er það
fjármagnað til hálfs með styrk frá
Reykjavíkurborg og R&A í Skot-
landi. Þar til viðbótar er eigið fé
klúbbsins og lántaka, að sögn Gests
Jónssonar, formanns Golfklúbbs
Reykjavíkur.
Til hliðar við æfingabásana er
bæði púttvöllur og aðstaða til æf-
inga á stutta spilinu. Ætlunin er að
hafa svæðið opið jafnt sumar sem
vetur, þegar veður leyfir. Hvorki
kuldi né myrkur mun takmarka
notkun Básanna, en þeir verða upp-
hitaðir og svæðið flóðlýst.
Básar opnir almenningi
ókeypis í dag
Kvennahlaupið í dag | Hið ár-
lega kvennahlaup ÍSÍ verður haldið
í 15. sinn í dag, laugardag. Viðburð-
urinn hefur vaxið ár frá ári og verða
alls níutíu þátttökustaðir víða um
land að þessu sinni. Þar að auki er
hlaupið á 15 stöðum erlendis. Áætl-
að er að um 20 þúsund konur taki
þátt í hlaupinu, á öllum aldri og af
fjölbreyttu þjóðerni eins og vera
ber.
Á höfuðborgarsvæðinu verður
hlaupið í Garðabæ og í Mosfellsbæ.
Hlaupið verður ræst á íþróttavell-
inum í Mosfellsbæ klukkan 12, og í
Garðabæ á Garðatorgi klukkan 14.
Dagskrá hefst 45 mínútum fyrir
ræsingu. Í Mosfellsbænum verður
hægt að velja á milli 3, 5 og 7 km
leiðar, og í Garðabæ verður meðal
annars hlaupin 9 km leið.
Í tilefni 15 ára afmælis hlaupsins
er bolur hlaupsins fagurbleikur að
lit. Þátttökugjald er 1.000 krónur,
og munu 50 krónur af hverjum seld-
um bol renna til geðræktarmála.
♦♦♦