Morgunblaðið - 19.06.2004, Page 24

Morgunblaðið - 19.06.2004, Page 24
AKUREYRI 24 LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ 26. júní 2004 liggur frammi til sýnis á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar á Syðra-Laugalandi frá og með miðvikudeginum 16. júní til og með föstudeginum 25. júní 2004 á venjulegum opnunartíma skrifstofunnar. Sveitarstjóri. Kjörskrá vegna kjörs forseta Íslands ALLS voru 144 stúdentar brautskráðir frá Menntaskólanum á Akureyri á þjóðhátíðardaginn, 17. júní. Skólanum var nú slitið í 124. sinn og brautskráði Jón Már Héðinsson skólameistari stúd- enta nú í fyrsta sinn, en hann tók við störfum af Tryggva Gíslasyni á liðnu sumri. Nemendur í MA voru 649 á nýliðnu skólaári, 190 á fyrsta ári og hlaut Anna Harðardóttir hæstu einkunn, 9,3, í öðr- um bekk voru 175 nemendur og hlaut Sólveig Sigurðardóttir hæstu einkunn 9,7 og í þriðja bekk voru 140 nem- endur og hlaut Helga Valborg Stein- arsdóttir hæstu einkunn, 9,9. Ásgeir Alexandersson hlaut hæstu einkunn á stúdentsprófi, 9,6, og varð hann einnig Dux Scholae með einkunnina 9,58, en þar er um að ræða meðaleinkunn allra fjögurra áranna. Fram kom í máli skólameistara að aðsókn að skólanum nú í vor er með því mesta sem verið hefur, 230 umsóknir bárust, „og nú ræðst það meðal annars af heimild menntamálaráðu- neytisins hversu marga nemendur við inn- ritum,“ sagði Jón Már. Svoleiðis er ekki gert Hann gerði samræmd próf m.a. að umtals- efni í ræðu sinni og hvort þörf væri á slíkum prófum. „Ég skil vel að menntamálaráðherra sé hugsi yfir því að taka þau upp í framhalds- skólum. Háskólarnir sýna enga tilburði til að gera neitt með þau, nemendur hafna þeim og sjá lítinn tilgang með þeim og ekki heldur kennarar þeirra. Nemendur velja sér fram- haldsskóla eftir sérstöðu þeirra og skólarnir keppa á grundvelli sérstöðu sinnar en ekki á því að vera allir eins. Það eiga þeir heldur ekki að vera. Reynslan er sú úr grunnskólum að allt snýst um samræmdu prófin og annað verður útundan. Það er líklegt að eins fari í fram- haldsskólunum. Þetta er líkt því að hafa ein- ungis æfingar í 100 metra hlaupi í frjáls- íþróttafélagi, þar sem líka er keppt í köstum og stökkum. Svoleiðis er ekki gert,“ sagði Jón Már. Hvaðan kemur frjó og skapandi hugsun? Hann benti á að frumkvæði í menntun ætti að koma frá skólunum sjálfum og þeir sem þar starfa ættu að spyrja sig hvort svo væri. „Hvaðan kemur frjó og skapandi hugsun um námsmat, um lengd skólans, um kennslu og kennsluhætti? Höfum við í skólanum þar frum- kvæði? Ef við stjórnendur framhaldsskólanna sýnum ekki nægjanlegt frumkvæði lendum við í þeirri stöðu að vera að bregðast og jafnvel að bíða eftir til- mælum úr menntamálaráðuneytinu í stað þess að vera leiðandi og axla þá ábyrgð sem frumkvæðinu fylgir. Skól- arnir þurfa að vinna meira saman til þess að efla traust og skilning. Við eig- um að nýta okkur kosti fámennisins, ekki forðast samræðuna og skýla okk- ur á bak við ópersónulegt skrifræði eins og við værum milljónaþjóð.“ Öflugir nemendur geti lokið stúdentsprófi á þremur árum Annað stórmál varðandi framhalds- skóla sagði Jón Már vera stytting náms til stúdentsprófs. Hann greindi frá því að forsvarsmenn MA hefðu kynnt ráðuneyti menntamála hugmyndir um að öflugir og áhugasamir nemendur geti lokið stúdentsprófi á þremur árum og yrði málið til umræðu á næsta skólaári. Vonandi yrði svo hægt að bjóða nemendum upp á slíkt nám að ári. „Við höfum blöndu af bekkja- og áfanga- kerfi og getum nýtt kosti hvors tveggja, við ráðum yfir upplýsingatækni og getum beitt að- ferðum dreifináms, við höfum öflugt starfslið og góðan tækjakost. Við viljum að nemendur eigi kost á að velja um þriggja eða fjögurra ára nám eftir áhuga og getu. Við viljum líka gefa kost á heils árs námi því skóli snýst ekki bara um nám heldur nemendur og velferð þeirra. Hér er allt sem þarf til að gera nám til stúdentsprófs sveigjanlegt og árangursríkt,“ sagði skólameistari. „Við viljum að stúdentar okkar verði framvegis jafngóðir eða betri en verið hefur. „Því náum við ekki með því að tálga utan af því stúdentsprófi sem nú er.“ 144 stúdentar brautskráðir frá Menntaskólanum á Akureyri Framhaldsskólar keppa á grundvelli sérstöðu – ekki um að vera allir eins Stillt upp í Stefánslundi: Jón Már Héðinsson, skólameistari MA, útskrifaði stúdenta í fyrsta skipti og er hér í þeirra hópi við myndatöku í Stefánslundi eftir brautskráninguna. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Staðarhnjúkur og Baugasel | Ferða- félagið Hörgur efnir til sólstöðugöngu á Staðarhnjúk ofan við Möðruvelli í Hörgárdal næstkomandi mánudagskvöld, 21. júní, og verður lagt af stað frá Möðruvöllum III klukkan 20.30. Þetta er um þriggja tíma ganga og eru all- ir velkomnir en göngumönnum er bent á að hafa með sér nestisbita.    DALSBRAUT var formlega opnuð fyrir umferð í gær, Kristján Þór Júl- íusson bæjarstjóri klippti á borða sunnarlega í brautinni og ók síðan sem leið lá fremstur í flokki á eð- alvagni eftir hinni nýju leið að Borg- arbraut. Borgarbrautin opnar nýja leið milli bæjarhluta, frá efri brekku og að Oddeyri eða Glerárhverfi um Borgarbraut og er því mikil sam- göngubót fyrir ökumenn í innanbæj- arakstri. Kostnaður við lagningu þessa hluta Dalsbrautar er um 60 milljónir króna. Til skoðunar er innan bæj- arkerfisins að leggja Dalsbrautina áfram til suðurs, allt að Miðhúsa- braut í Naustahverfi, en með slíkri framkvæmd myndi mjög létta á um- ferð um Þórunnarstræti. Dalsbraut opnuð umferð Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Bæjarstjóri ók fyrsta bílnum „norður og niður“ götuna, forláta fornbíl, og á eftir honum komu fleiri bílar sem Bílaklúbbur Akureyrar útvegaði. Samgöngubót: Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri klipp- ir á borða við suðurenda Dalsbrautar sem tekin var í notkun í gær. Hjá honum er Guðmundur Guðlaugsson, deildarstjóri framkvæmdadeildar bæjarins, og lengst til vinstri Jakob Björnsson, formaður bæjarráðs. Afhjúpa skilti | Jafnréttis- og fjölskyldu- nefnd Akureyrar stendur fyrir dagskrá á úti- vistarsvæðinu að Hömrum í dag, laugardag, 19. júní og hefst hann kl. 13. Formaður nefndarinnar, Gerður Jónsdóttir, flytur ávarp og börn afhjúpa skilti til minn- ingar um Vilhelmínu Lever (1802–1879) at- hafnakonu á Akureyri sem var fyrst kvenna til þess að kjósa í sveitarstjórnarkosningum hér á landi og það 19 árum áður en konur fengu kosningarétt til sveitarstjórna. Vilhelmína var einnig fyrsti kjósandinn á Akureyri til þess að fá nafn sitt skráð í kjörbók Akureyrar. Skiltið er hannað af Hallgrími Ingólfssyni og skartar tilgátuteikningu af Vilhelmínu eftir Kristin G. Jóhannsson myndlistarmann. Að lokinni afhjúpun skiltisins verður gróð- ursett í lundi tileinkuðum Vilhelmínu.    Á Nonnaslóð | Gengið verður um slóðir Nonna, jesúítaprestsins Jóns Sveinssonar, í innbænum á Akureyri í dag, laugardag, 19. júní kl. 14. Lagt verður af stað frá Nonnahúsi, gengið upp stíginn sem liggur upp á Nausta- höfðann og m.a. skoðaðir ýmsir staðir sem tengjast lífi og sögum Nonna. Gangan tekur rúma klukkustund. Með í för verða leið- sögumenn frá Nonnahúsi og Minjasafninu á Akureyri. Þátttökugjald er 400 kr. en innifalið er aðgangur að báðum söfnunum. LISTASUMAR á Akureyri hefst í dag í 12. sinn. Um er að ræða 10 vikna listahátíð sem hefur skipað sér veg- legan sess í lífi bæjarbúa, setur á bæj- arbraginn hátíðlegan svip. Á Lista- sumri er boðið upp á fjölda viðburða af öllu tagi, t.d. leiklist, tónlist, mynd- list, bókmenntir, nánast alla daga þar til Listasumri lýkur á afmælisdegi Akureyrarbæjar, 29. ágúst. Sigrún Björk Jakobsdóttir, for- maður menningarmálanefndar, setur Listasumar við athöfn í Ketilhúsinu en samtímis verður opnuð sýning þriggja listakvenna, Auðar Vésteins- dóttur, Bjargar Þorsteinsdóttur og Sigríðar Ágústsdóttur. Sýningin ber yfirskriftina: Nítjándi júní – vefur, vatnslitur og leir. Hún stendur til 4. júlí næstkomandi. Listasumar í tólfta sinn Jónsmessuvaka | Hörgur efnir einnig til ár- legrar Jónsmessuvöku í Baugaseli í Barkárdal á miðvikudagskvöld, 23. júní. Lagt verður af stað frá Bugi kl. 20.30 og safnast menn saman í jeppa. Dvalist verður í Baugaseli fram undir miðnætti við leik og söng.   

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.