Morgunblaðið - 19.06.2004, Side 28

Morgunblaðið - 19.06.2004, Side 28
þeirrar blessunar að búa í húsi með sál og sögu, en hér höfum við verið undanfarin fimm ár. Við njótum þess ríkidæmis að hafa stóra og fallega lóð, sem við nýtum m.a. til mat- jurtaræktunar. Við ræktum allt okk- Ó hætt er að segja að ábúendurnir í Litlabæ, hjónin Sigurður Árni Þórðarson Nes- kirkjuprestur og Elín Sigrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Dóm- stólaráðs, séu miklir áhugamenn um mat og matargerð. Þau ganga samstiga í kokkeríið og gera til- raunir. Auk matartilbúnings nota þau eldhúsið sitt til samvista, tala saman og hlæja. Brauðbaksturinn er á ábyrgð húsmóðurinnar, en hús- bóndinn er algjör einvaldur í sósum og steikingum. Annað vinna þau jöfnum höndum. „Að rækta garðinn okkar í víðum skilningi er sameiginlegt áhugamál okkar. Við njótum þess að vera sam- an í eldhúsinu. Til marks um það unnum við að skemmtilegu verkefni fyrir tveimur árum. Vinir og kunn- ingjar voru oft að biðja okkur um uppskriftir svo við ákváðum í árs- byrjun 2002 að nota árið til að vinna matreiðslubók heimilis- ins, sem fékk nafnið „Líf og matur í Litlabæ“. Mat- reiðslubókin var gefin út í fimmtíu eintökum og gefin vinum og vandamönnum í jólagjöf það ár- ið. Bókin er myndskreytt og krydduð með borðbænum og sálmaversum,“ segir Elín. Matjurtagarður Hús þeirra hjóna heitir Litlibær og stendur á baklóð við Tóm- asarhagann. Litlibær er steinbær frá 1893 og var í eigu afa og ömmu Sigurðar Árna. Síðan hefur margoft verið bætt við húsið. „Við njótum ar salat, kryddjurtir og grænmeti yfir sumartímann og eigum nóg fyrir allar máltíðir frá miðjum júní og fram í október. Einhverjar rækt- unartilraunir eru gerðar á hverju vori. Nú er verið að rækta hvítlauk og rauðlauk í fyrsta sinn,“ segir Elín og bætir við að þau hjón hafi bæði verið alin upp við mikla grænmetis- og kartöflurækt, hún í Sandgerði og hann á Tómasarhaga þar sem mamma hans hafi ræktað dýrustu kartöflur Ís- lands, samkvæmt áliti Þjóðviljans sál- uga. Hjónin í Litlabæ hafa mest á borðum grænmeti, fisk, kjúk- ling og lambakjöt. Þau eru síður fyrir nauta- og svínakjöt. „Matreiðslu- bækur Jamie Olivers eru mikið notaðar hjá okkur ásamt Gestgjafanum og bók- um Nönnu Rögnvaldsdóttur Matarástarkonu. Svo spilum við af fingrum fram þegar þannig liggur á okkur. Matargerð okkar tekur mjög mið af árstíð og hvað er til í garðinum á hverjum tíma. Upp- skriftirnar, sem fylgja, eru dæmi- gerðar fyrir júnímánuð.“ Biblíumatur Sigurður Árni heldur úti heima- síðu þar sem kennir ýmissa grasa enda er þar að finna uppskriftir and- legra og líkamlegra krása. „Ég vil að heimasíðan mín líkist eldhúsborðinu heima. Ég ákvað því að setja líka nokkrar vel valdar mataruppskriftir inn á síðuna. Slóðin er: www.gudfraedi.is/ annall/sigurdurarni/matur. Neskirkjupresturinn áformar jafnframt að nýta sér mataráhugann í kirkjustarfinu þar sem nýtt safn- aðarheimili bjóði upp á marga skemmtilega möguleika. Til stendur að reka þar kaffihús svo fólk geti notið bæði andlegrar og lík- amlegrar næringar í kirkju og safn- aðarheimili. Sigurð Árna dreym- ir líka um veislur og námskeið í Biblíumat. Þegar Litlabæj- arhjónin voru beðin um að gefa uppskriftir í Matarkistuna ákváðu Litlubæjarhjónin að bjóða upp á júnísalat, fyllt brauð, kjúkling og rabarbarapæ. Júnísalat með ferskjum 400 g blandað salat, s.s. spínat, klettasalat, miz- una, grænkál, salatblöð, lollo rosso, 2 ferskjur skornar í báta, Fersk mynta og graslaukur eftir smekk, 2 msk. graskersfræ, ristuð á þurri pönnu þar til þau brúnast. Nokkrar sneiðar af parmesanosti, skornar með ostaskera Salatolía 2 tsk. Dijon-hunangssinnep 1 tsk. límónubörkur, fínrifinn 1 saxað hvítlauksrif 1 msk. límónusafi 4 msk. valhnetuolía Maldonsalt og mulinn svartur pipar eftir smekk Byrjið á salatolíunni. Gott er að setja hana í matvinnsluvél. Raðið salatinu á stóran disk, sneiðið ferskj- urnar í báta, saxið myntu og gras- lauk yfir. Osturinn er síðan skorinn í þunnar, langar sneiðar og graskers- fræinu dreift yfir. Salatolíunni hellt yfir í lokin. Elínarbrauð með fyllingu 2,5 dl ylvolgt vatn 2 tsk þurrger 1 tsk hunang 1 tsk salt 3 msk ólífuolía 400 g brauðhveiti Fylling 10 sneiðar parmaskinka 1 lúka af fersku basil Hálf krukka af sólþurkuðum tómötum 10 svartar, saxaðar ólífur 2 msk olífuolía Öllu blandað saman og látið mar- inerast í skál meðan deigið lyftist.  MATARKISTAN|Líf og matur í Litlabæ Elínarbrauð: Með fyllingu. Steiktar kjúklingabringur: Með salati og brauði. Hún: Elín Sigrún Jónsdóttir segir að matargerðin í Litlabæ taki mjög mik- ið mið af árstíðum. Hann: Sigurður Árni Þórðarson heldur m.a. úti heimasíðu með andlegum og líkamlegum krásum. Júnísalat og rabarbarapæ Rabarbarapæ: Með rjóma. DAGLEGT LÍF 28 LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ European Business School London EBS London is one of the UK’s largest and leading private business schools. Through our innovative programmes and corporate links, we consistently achieve a 100% employment rate amongst our graduates. BA (Hons) in International Business choice of six business majors, combined with 1 or 2 languages. Regents Business School London With a professional and practical focus our degree programmes are suitable for a range of entry qualifications. BA (Hons) degrees in: International Business International Finance & Accounting International Marketing International Business with Design Management British American College London Leading American University degree programmes delivered in Central London. 4 year BA degrees (GCSE entry): Management, Media Communications International Relations, Social Science, Psychology Study in London Situated in central London’s Regent’s Park, Regent’s College offers a unique education experience at one of 3 leading independent institutions. Apply now for August 2004 w w w .r e g e n ts .a c .u k Regent’s College, Regent’s Park, London NW1 4NS, UK T: 020 7487 7505 - F: 020 7487 7425 Smáralind • sími 553 6622 • www.hjortur.is Brúðkaup • Pökkun • Merking

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.