Morgunblaðið - 19.06.2004, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2004 33
in, standa við þau minni reynum.“ Og kvæðinu
lauk hann svo:
„Burt með holu hismisorðin,
hrokareiging, froðuspenning.
Burt með raga skríldóms skjallið!
Skiljum heimsins sönnu menning.“
Hannes Hafstein hafði, aðeins 18 ára gamall,
ort sína innilegu ástarjátningu til Íslands:
„Ef verð ég að manni, og veiti það sá,
sem vald hefur tíða og þjóða,
að eitthvað ég megni, sem lið má þér ljá,
þótt lítið ég hafi að bjóða,
þá legg ég, að föngum, mitt líf við þitt mál,
hvern ljóðstaf, hvern blóðdropa, hjarta og sál.“
Tómas Guðmundsson segir um þetta kvæði
hins unga manns. „Sjaldan hefur svo drengileg
rödd og þróttmikil kvatt sér hljóðs að upphafi
skáldferils, og enn sjaldnar hefur ungur fullhugi
leitað æskuheitorði sínu efnda af afdráttarlausari
trúnaði en Hannes Hafstein.“
Ég er ekki í nokkrum vafa um að þeir þing-
menn sem nú um stundir skipa Alþingi, hvar sem
þeir í fylking standa, taka af einlægum hug og
heilindum undir þá heitstrengingu, sem Hannes
Hafstein, fyrsti ráðherrann okkar, orðaði svo tær-
lega og gera hana að sinni. Geri þeir það, „Þá mun
sá guð, sem veitti frægð til forna, fósturjörð vora
reisa endurborna. Þá munu bætast harmasár
þess horfna, hugsjónir rætast. Þá mun aftur
morgna.“
Ég óska löndum mínum farsældar í framtíð og
þakka þeim þolinmæði og umburðarlyndi við mig,
er ég segi í fjórtánda sinn frá þessum stað: „Gleði-
lega hátíð, góðir Íslendingar.““
á þjóðhátíðardegi
meðal
höfn
Morgunblaðið/Júlíus
una á þjóðhátíð á Austurvelli 17. júní.
R
eykjavíkurborg virkj-
ar borgarana til þátt-
töku í stjórn borg-
arinnar á miklu
víðtækari hátt en
flesta ,,skoðanaleiðtoga“ í fjöl-
miðlum virðist gruna. Til dæmis
mátti heyra í útvarpsþættinum
,,Speglinum“ hefðbundna grunn-
færna umfjöllun í tilefni 10 ára af-
mælis Reykjavíkurlistans; af og til
koma fullyrðingar þess efnis að
,,grasrótin“ fái ekki að vera með.
Er það svo?
Hverfaráðin sanna
sig í verki
Hverfaráð borgarinnar voru
stofnuð fyrir tveimur árum með
sérstökum samþykktum til að
skapa vettvang fyrir ,,grasrót-
armálin“ í einstökum hverfum og
tengja við yfirstofnanir borg-
arinnar. Borgarfulltrúar sitja í
ráðunum og funda reglulega með
gestum, áheyrnarfulltrúum og öðr-
um sem mál varða. Ráðunum var
fjölgað fljótlega úr átta í tíu og
hafa nú fundað í 60 skipti og haldið
13 opna fundi íbúa um til dæmis
nýtt leiðakerfi Strætó, skipulags-
mál, samgöngumál, málefni ung-
linga, umferðarmál og forvarn-
armál. Í því ráði sem ég veiti
formennsku, hverfisráði Graf-
arvogs, sitja áheyrnarfulltrúar frá
íbúasamtökum, foreldraráðum,
eldri borgurum og fleirum hefur
reyndar verið boðið að vera með.
Stór og smá mál koma inn á borð
okkar og starfsmanna hverfisþjón-
ustumiðstöðvarinnar Miðgarðs.
Við höfum haldið þrjá opna borg-
arafundi um málefni Grafarvogs
sem hafa verið vel sóttir. Haustið
2002 var haldið íbúaþing um mál-
efni Grafarvogs. Þar bar hæst um-
ræðu um umferðarmál og leiddi
hún til þess að ráðið stofnaði um-
ferðaröryggishóp sem í eru fulltrú-
ar íbúasamtaka, lögreglu og hverf-
isráðs. Það starf leiðir til tillagna
um margvísleg mál sem snerta
umferðaröryggi í hverfinu. Er
þetta lýðræði í verki? Er þetta
,,grasrótarstarf“? Ef ekki, hvað er
það þá? Ráðin taka reyndar ekki
ákvarðanir sem skuldbinda æðra
vald borgarinnar, en þau eru ráð-
gefandi og geta tekið mál íbúa á
dagskrá til að ýta eftir fyrir hönd
fólks í hverfunum. Dæmi um slíkt
mál er deilan um áfengisveitingar í
Egilshöll, sem ég hef fjallað um
annars staðar og tel að megi draga
lærdóm af um það hvernig fólk
getur haft áhrif á næsta umhverfi
sitt. Þegar upp komu raddir um að
tiltekið útilistaverk væri sett upp í
óþökk íbúa beitti ég mér fyrir því
sem formaður ráðsins að kanna
hug fólks í hverfinu. Skoðanir og
áhrif hríslast eftir mörgum farveg-
um þótt ekki sé efnt til kosninga
um stórt og smátt.
Opnir fundir nefnda
Í þeim nefndum sem ég stýri
hefur verið innleidd sú nýjung að
halda opna nefndarfundi með al-
menningi. Nýlega var haldinn
fundur fræðsluráðs um meinta
veika stöðu pilta í grunnskólum,
sem þótti frábærlega heppnaður.
Það voru leiddir saman stefnumót-
endur borgarinnar, fræðimenn og
áhugasamir leikmenn í röðum
borgara. Grasrótarstarf? Eða hvað
með opinn fund menningarmála-
nefndar í samstarfi við Alþjóðahús
á dögunum um fjölmenning-
arstefnu þar sem mættu 60–70
manns? Í undirbúningi fundarins
var stofnuð sérstök menningar-
málanefnd Alþjóðahúss sem nú
hefur verið ákveðið að verði menn-
ingarmálanefnd borgarinnar til
ráðgjafar um málefni innflytjenda
og endurskoðun fjölmenning-
arstefnu borgarinnar. Menningar-
málanefnd hélt sérstakan opinn
fund um stefnu Listasafns Reykja-
víkur til að hlýða á flóru lista-
manna og leiða þá saman við
stefnumótendur borgarinnar.
Nefndin hélt í vetur sérstakan
samráðsfund með fulltrúum allra
helstu listgreina með for-
ystumönnum borgarinnar og er
það nýjung sem hér eftir verður
reglubundin. Sömuleiðis hef ég
sem formaður í nefndum beitt mér
fyrir því að fjölga gestum sem boð-
ið er á fundi til að ræða tiltekin
málefni sem efst eru á baugi
hverju sinni. Slíkir álitsgjafar hafa
oft sett hlutina í annað samhengi
en áður blasti við og hjálpað við
stefnumótun. Satt að segja furðar
mig nokkuð sem formaður í þess-
um nefndum hve þetta framtak
með opna fundi hefur vakið litla
athygli þeirra sem hafa áhyggjur
af lýðræði í verki. Kannski vegna
þess að þeir hafa engan áhuga á
,,grasrótinni“ í reynd? Mætti ekki
benda nefndum Alþingis á þessi
vinnubrögð?
Ég er þeirrar skoðunar að setja
eigi formlega í samþykktir nefnda
borgarinnar að þær skuli halda
opna fundi um valin málefni sem
þær fjalla um.
Flokkapólitík eða
fólkspólitík?
Þessi dæmi sanna að Reykjavík-
urlistinn starfar ekki bara inn í
flokkana sem að honum standa,
heldur miklu frekar út yfir þá og
til almennings í borginni. Með
réttu. Meirihluti Reykvíkinga er
ekki í stjórnmálaflokkum og hefur
rétt til að láta til sín taka án milli-
göngu flokkanna. Þetta sýna opnir
fundir borgarstjóra sem árlega eru
haldnir í öllum hverfum. Þar eru
ekki flokkshestar heldur fólk sem
hefur áhuga á málum borgarinnar.
Þá eru auðvitað ótaldir reglu-
bundnir viðtalstímar borgarstjóra
og allra borgarfulltrúa, meiri- og
minnihluta og annars sem er hefð-
bundið og menn þekkja. Þá skal
telja margvíslegt samráð um
skipulagsmál sem sumt er bundið í
lög en annað af frumkvæði borg-
aryfirvalda: nýleg dæmi um
miðbæinn og skipulag á Norð-
lingaholti sýna það.
Stundum spretta umræður af
deilum. Best er þegar hægt er að
koma í veg fyrir deilur með sam-
ráði og samstarfi – en þá kallast
það víst ekki lýðræði og grasrót-
arstarf af þeim sem best þykjast
vita.
Lýðræði í reynd
Eftir Stefán Jón
Hafstein
Höfundur er borgarfulltrúi Reykjavík-
urlistans.
’Þessi dæmi sannaað Reykjavíkurlistinn
starfar ekki bara inn í
flokkana sem að hon-
um standa, heldur
miklu frekar út yfir
þá og til almennings í
borginni. Með réttu.‘
L
andsmenn hafa til
þessa talið sig búa við
allgott og öruggt vel-
ferðarkerfi og heil-
brigðisþjónustan talin
ein sú besta sem völ er á. Nú er
hins vegar jafnt og þétt að henni
vegið.
Framsóknarflokkurinn hefur
farið með heilbrigðismálin í rúm
tvö kjörtímabil og ber því höf-
uðábyrgð á auknum einkarekstri í
þessum mikilvæga þætti velferð-
arþjónustunnar. Fyrir síðustu
kosningar lofaði þessi sami flokkur
að standa vörð um velferðarþjón-
ustuna og þvertók fyrir að til stæði
að einkavæða heilbrigðisþjón-
ustuna. Hvernig hafa svo efndirnar
verið?
Undir merkjum sparnaðar í rík-
isrekstri hefur heilbrigðisþjón-
ustan látið á sjá á nær öllum svið-
um. Það hefur verið gengið lengra
en að halda í horfinu með óbreytta
starfsemi, sparnaðurinn er orðinn
að niðurskurði í þjónustu um leið og
þörfin fyrir aukna þjónustu blasir
við í hverju sveitafélagi, hvort sem
er innan heilbrigðis- eða fé-
lagsþjónustunnar.
Heilbrigðisstarfsmenn og sveit-
arstjórnarmenn tala fyrir lokuðum
eyrum um nýjungar eða aukna
þjónustu og margir heilbrigð-
isstarfsmenn eru orðnir lang-
þreyttir á því vinnuumhverfi sem
þeim og skjólstæðingum þeirra er
skapað. Það er komið að þolmörk-
um sparnaðar og hagræðingar,
frekari sparnaður kemur niður á
þjónustustigi og öryggi sjúklinga.
Þetta er staðreynd sem rík-
isstjórnin ber alla ábyrgð á.
Ekki einkavæðing,
bara einkarekstur
Fólki er talin trú um að ekki sé
verið að einkavæða þessa mik-
ilvægu samfélagsþjónustu, það sé
eingöngu verið að koma einstökum
þáttum hennar í einkarekstur í því
skyni að spara í ríkisrekstrinum.
Undir þeim formerkjum er heil-
brigðisstofnunum landsins og þá
sérstaklega Landspítala – háskóla-
sjúkrahúsi skammtað svo naumt af
fjárlögum að annaðhvort verða þær
að draga úr starfsemi eða koma
henni af sér til einkaaðila. Með
þessu er verið að mola niður þá
heilbrigðisþjónustu sem við höfum
byggt upp sem samfélagsþjónustu
fyrir alla.
Hvað gengur mönnum til? Eru
einhverjar ástæður fyrir því að
veikja þarf eitt öflugusta heilbrigð-
iskerfi í veröldinni? Jú, það er ein
mikilvæg ástæða fyrir þessari aðför
og hún er sú að ríkisstjórnin veit að
það er enginn hljómgrunnur hjá
þjóðinni fyrir einkavæðingu heil-
brigðisþjónustunnar og því þarf að
koma markaðshyggjunni að bak-
dyramegin. Það er erfitt að taka
pólitískt á móti smáskammtaað-
ferðinni, því að með henni er eitt
látið leiða af öðru eins og ekkert sé
fyrirfram ákveðið og fólk uggir
ekki að sér. Þegar til lengri tíma er
litið dugar því smáskammtaaðferð-
in vel til þess að þröngva einkavæð-
ingu heilbrigðisþjónustunnar upp á
þjóðina.
Að kroppa þjónustuna af LSH
Fjárhagsvanda Landspítala – há-
skólasjúkrahúss ber hæst í rekstr-
arþrengingum heilbrigðisstofnana
og má telja að hann sé í réttu hlut-
falli við umfang og starfsemi
sjúkrahússins. Krafa um enn frek-
ari sparnað setur starfsemi sjúkra-
hússins í uppnám. Heilbrigð-
isstarfsmenn hafa ekki viljað vekja
ótta með því að gera opinbert að
þeir teldu að öryggi sjúklinga gæti
verið stefnt í hættu, en nú hefur
læknaráð LSH bent á að frekari
sparnaðaraðgerðir muni bitna á
sjúklingum og koma niður á þjón-
ustu og starfsanda.
Smám saman er verið er að
kroppa alla þá starfsemi af LSH
sem ekki getur flokkast undir
bráðaþjónustu og er það í höndum
heilbrigðisráðherra að finna nýja
rekstraraðila eða leggja starfsem-
ina niður. Þessari vinnu er haldið
áfram, þrátt fyrir að sérstakri
nefnd hafi verið falið að gera til-
lögur um framtíðarþjónustu LSH,
nefnd sem átti að skila áliti nú í vor
en hefur frestað því fram til hausts-
ins. Framsóknarráðherra heil-
brigðismála kemur þeirri þjónustu
sem LSH flokkar utan starfssviðs
sjúkrahússins í einkarekstur um
leið og starfsemi á þjónustudeildum
LSH er ógnað. Tillögur um að setja
þjónustueiningarnar undir opinber-
an rekstur á ný hafa ekki heyrst.
Óraunhæf sparnaðarkrafa gefur
hugmyndum um sjúklingaskatta
byr undir báða vængi og hefur
stjórn LSH lagt til að tekin verði
upp komugjöld sjúklinga sem
leggjast inn á sjúkrahúsið.
Þingflokkur VG hefur harðlega
mótmælt áframhaldandi aðför að
Landspítala – háskólasjúkrahúsi og
varar við því að frekari aðhalds-
aðgerðir valdi varanlegri eyðilegg-
ingu á áratuga uppbyggingarstarfi.
Í ályktuninni segir enn fremur:
„Þetta yrðu afleiðingar sveltistefnu
ríkisstjórnarinnar sem greinilega
er framfylgt til að knýja sjúkra-
húsið til að einkavæða starfsemi
sína. Þingflokkurinn hafnar alger-
lega öllum hugmyndum um frekari
komugjöld og sjúklingaskatta sem
komið hafa til umræðu í stjórn
sjúkrahússins. Í því sambandi má
vísa í varnaðarorð handhafa nor-
rænu Lýðheilsuverðlaunanna, Gör-
ans Dahlgrens, sem flutti fyr-
irlestur hér á landi nýlega, en hann
sagði það sannað mál að komugjöld
bitnuðu illa á tekjulitlu fólki og
öldruðum og leiddu til félagslegs
misréttis. Heilbrigðisþjónustan er
einn af mikilvægustu hornsteinum
velferðarþjóðfélagsins og hefur
fram undir þetta verið víðtæk sátt í
þjóðfélaginu um áframhaldandi
uppbyggingarstarf. Í þessu ljósi er
ástæða til að vara sérstaklega við
hugmyndum um að skerða tekjur
ríkissjóðs með stórfelldum skatta-
lækkunum.“
Smáskammtaaðferðin
Morgunblaðið/Sverrir
Eru einhverjar ástæður fyrir því að veikja eitt öflugasta heilbrigðiskerfi
í heimi? spyr greinarhöfundur. Myndin er frá hjartaþræðingu í LSH.
Eftir Þuríði
Backman
Höfundur er þingmaður VG.
’Undir merkjumsparnaðar í ríkis-
rekstri hefur heil-
brigðisþjónustan lát-
ið á sjá á nær öllum
sviðum.‘