Morgunblaðið - 19.06.2004, Síða 48
48 LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Svínið mitt
© DARGAUD
Grettir
Smáfólk
Smáfólk
VIÐ MÝSNAR ERUM BÚNAR AÐ
KJÓSA UM ÞAÐ, OG ÞIÐ MEGIÐ BÚA
ÁFRAM Í HÚSINU
TAKK FYRIR.
ÆÐISLEGT!
ER ÞAÐ
EKKI?
HVAÐ ÞYKIST
ÞIÐ VERA?
ÉG BJÓ TIL
HEITT KAKÓ
HANDA
OKKUR
HVERNIG SMAKKAST? EF AÐ ÉG VÆRI F0ST FYRIRAFTAN VÍGLÍNU ÓVINARINS
OG ÞAÐ VÆRI ÞRJÁTÍU
GRÁÐU FROST, ÞÁ MYNDI ÉG
SEGJA AÐ ÞAÐ VÆRI GOTT...
ÉG GERI EKKI RÁÐ FYRIR ÞVÍ
AÐ ÞETTA HAFI VERIÐ HRÓS
HALLO,
SIGGI? ÉG
HEYRÐI LAG
Í ÚTVARPINU
SEM MINNTI
MIG SVO
MIKIÐ Á
ÞIG...
KANNSKI SEINNA, ÞEGAR VIÐ
ERUM GIFT, ÞÁ HRINGI ÉG Í
ÞIG Í VINNUNA OG SEGI ÞÉR
HVAÐ ÉG ER AÐ HUGSA
MIKIÐ UM ÞIG... VÆRI ÞAÐ
EKKI SKEMMTILEGT?
ÞAÐ ER ENGINN NOTANDI
MEÐ ÞETTA SÍMANÚMER...
VINSAMLEGAST LEGGIÐ Á OG
REYNIÐ EKKI AFTUR SÍÐAR!
ÆI!
GÓÐAN DAG
ELSA. EN VIÐ
BÁÐUM ÞIG EKKI
AÐ PASSA ÖDDU
Í DAG
ÉG VEIT.
HÚN HRINGDI
SJÁLF Í MIG
VEGNA ÞESS AÐ RÚNARI ER MÁL AÐ PISSA
EN EKKERT GENGUR
Í 4 DAGA?
JÁ, RÚNAR
HEFUR EKKI
FARIÐ Á
KLÓSETTIÐ Í 4
DAGA
ÉG SKIL
EKKI. HANN
BORÐAR
GÓÐAN MAT
FYRST ÞARF
MAÐUR AÐ SIGRAST
Á VEIKINDUNUM
MAÐUR ÞARF AÐ
HENDA ÖLLUM
PILLUM Í RUSLIÐ SVONA!
! RÚNAR KOMDU
HINGAÐ!
TAKTU
ÞETTA
DREKTU
SÍRÓPIÐ
HVERT ER HANN AÐ FARA
Á KLÓSETTIÐ
ÓTRÚLEGT!
ÞETTA VIRKAÐI
EINS OG SKOT.
HVAÐ VAR ÞETTA
PILLAN VAR
EKKERT ANNAÐ
EN BRAUÐMOLI,
EN SÍRÓPIÐ...
ER SÉRSTÖK
BLANDA FRÁ
HEIMALANDI MÍNU
FÆR MAÐUR ENDUR-
GREIÐSLU FRÁ
TRYGGINGUNUM
HÚN BJARGAÐI
RÚNARI!
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
FRAM UNDAN eru þrír stórvið-
burðir. Sextíu ára afmæli lýðveld-
isins, forsetakosningar og þjóðar-
atkvæðagreiðsla um fjölmiðla-
frumvarp. Ætla má að þjóð-
hátíðardagurinn geti orðið með
hefðbundnum hætti og hátíðlegur
að vanda. Forsetakosningar verða
í skugga þess að sitjandi forseti
ákvað að blanda sér í flokkapólitík
eftir að framboðsfrestur rann út.
Þetta veldur kjósendum vanda.
Kosning um fjölmiðlafrumvarpið
eykur enn á vanda kjósenda.
Kosningarnar eru nl. að frum-
kvæði forseta og hans ákvörðun,
en virðast á ábyrgð forsætisráð-
herra, þar eð forseti er ábyrgð-
arlaus af stjórnarathöfnum. Und-
irritaður hefur síðustu daga velt
fyrir sér hvaða möguleika hann
hefur til að taka málefnalega af-
stöðu til umdeilds lagafrumvarps.
Ljóst er að meirihluti alþingis-
manna telur að takmarka beri rétt,
markaðsráðandi fyrirtækja, að
eignast flest eða öll skoðanamynd-
andi fyrirtæki í landinu. Það sem
ég hef séð og heyrt frá samein-
uðum og einhuga minnihluta
þingsins virðist lítið hafa með efn-
isatriði að gera. Einhver hljóta þó
efnisrök minnihlutans að vera,
þótt almenningi, sem hefur fréttir
frá fjölmiðlamönnum, virðist öll
þeirra ræða vera til þess gerð að
sanna mannvonsku og skítlegt eðli
forsætisráðherrans, ábyrgðar-
manns forseta. Því eru það tilmæli
mín til Forseta Alþingis að hann
láti valinkunna heiðursmenn gera
samantekt úr efnisatriðum máls-
ins, læsileg almenningi. Þarna yrði
tekin saman úrdráttur, þeirra sem
gáfu allsherjarnefnd álit sem og
efnislegur úrdráttur málflutnings
þingmanna. Þó eingöngu það sem
skiptir máli við ákvarðanatöku al-
mennings um frumvarpið. Stóryrð-
um, langlokum og orðklámi yrði
auðvitað sleppt, enda málinu óvið-
komandi. Það er nefnilega afar
mikilvægt að kosningarnar snúist
um málið sjálft og ekkert annað og
alls ekki geðslag alþingismanna,
ráðherra eða forseta Íslands.
Bollaleggingar þar um getur þjóð-
in áfram skemmt sér við í skamm-
deginu. Já, skammdegið er góður
tími til rifrildis og annarra
skemmtana, svo sem leikþátta-
gerðar, málfundaæfinga og jafnvel
kosninga. En hvers vegna setur
forseti minn mig í þessa vinnu um
hásumarið í blessaðri blíðunni?
Hvers vegna treystir hann bara
ekki þjóðkjörnum alþingismönnum
fyrir verkinu eins og ég geri? Get-
um við ekki treyst því að fá aftur
að kjósa til Alþingis eftir u.þ.b. 30
mánuði? Hvaða verklagsreglur
ætlar forsetinn að hafa í framtíð-
inni við mat samþykkis eða synj-
unar laga frá Alþingi? Þarf ekki
stóraukið starfslið á skrifstofu
Forseta Íslands að sortera, hvað
forsetanum kunni að hugnast frá
þinginu og hvað ekki? Þessu verða
þó allir forsetaframbjóðendur að
svara. Líka sá sem býr á Bessa-
stöðum.
HALLDÓR BEN
HALLDÓRSSON,
Laugavegi 61–63,
101 Reykjavík.
Frá grasrótinni
Frá Halldóri Ben Halldórssyni:
HERRA forseti, Ólafur Ragnar
Grímsson.
Í rökstuðningi yðar fyrir að
synja fjölmiðlafrumvarpinu svo
nefnda staðfestingar talið þér um
að fjölmiðlar séu mun drýgri við
að móta skoðanir almennings en
stjórnvöld landsins. Með hliðsjón
af þessu hlýtur yður að vera ljóst
að skoðanakönnun sem gerð er um
efni sem fjallað er um með mjög
einhæfum hætti í fjölmiðlum á
sama tíma og könnun er gerð er
lítt marktæk. Ég tel því einsýnt að
þér séuð ekki ósammála fjölmiðla-
frumvarpinu efnislega en viljið að
þjóðin sjálf ákveði hvort hún er
sammála þeirri skoðun meirihluta
alþingismanna að óæskilegt sé að
auðmenn eða auðhringir, hvort
sem er innlendir eða erlendir,
leggi undir sig fjölmiðla landsins
og noti þá síðan til að sveigja hug
almennings undir skoðanir sem
eru þeim sjálfum þóknanlegar. Nú
er efni þessa bréfs að spyrja yður
einnar spurningar:
Er ofanrituð skoðun einnig yðar
skilningur á efnislegu innihaldi til-
færðra ummæla yðar?
Spurningin er sett fram á
grundvelli þeirra orða yðar á
blaðamannafundi fyrir skemmstu
að þér mynduð síðar svara efnis-
legum spurningum um rökstuðn-
ing yðar. Það skal tekið fram að
undirritaður er hvorki fréttamaður
né annar starfsmaður eða eigandi
fjölmiðils, aðeins einn af „fjöldan-
um handan gjár“ sem þarf að taka
afstöðu til umræddra laga í kom-
andi kosningu um þau. Ég mun
taka þögn af yðar hálfu sem já-
kvætt svar við ofanritaðri spurn-
ingu.
Í annan stað vil ég skora á yður
að synja væntanlegu frumvarpi um
þjóðaratkvæðagreiðslu staðfest-
ingar. Þau lög verða engu ómerk-
ari um framvindu þróunar lýðræð-
is á Íslandi en fjölmiðlalögin.
Greiða mætti atkvæði um hvora
tveggja lagasetninguna samtímis.
Ef þér takið ekki mark á óund-
irrituðum tölvupósti bið ég yður
vinsamlegast að láta mig vita svo
að ég geti sent yður þetta bréf
með undirskrift minni.
Virðingarfyllst.
SIGURBJÖRN
GUÐMUNDSSON,
Laugarnesvegi 87,
105 Reykjavík.
Opið bréf til
forseta Íslands
Frá Sigurbirni Guðmundssyni: