Morgunblaðið - 19.06.2004, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 19.06.2004, Qupperneq 49
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2004 49 JÓHANNA Björg Jóhannsdóttir hlaut titilinn Tívolí- meistari Hróksins og Húsdýragarðsins á hörkuspenn- andi úrslitamóti í Húsdýragarðinum 17. júní. Jóhanna hlaut sex vinninga af sjö mögulegum og hlaut hún að launum ferð í Tívolíið í Kaupmannahöfn. Næsta vetur verða tvær syrpur og fara þær þannig fram að fyrst verða fjögur stigamót og svo úrslitamót. Verðlaun á mótinu voru glæsileg og fjölmörg fyr- irtæki sem lögðu Hróknum og Húsdýragarðinum lið. Allir keppendur fengu medalíu frá Árna Höskuldssyni og viðurkenningarskjal frá Hróknum. Heimilistæki gaf ferðageislaspilara og vasaútvarp, JPV bókina Virgil litla, Edda útgáfa bók Madonnu, 12 Tónar geisladisk og Penningg gaf skáktölvu, skákklukku og skáksett. Úrslit: 1. sæti Jóhanna Björg með 6 vinninga. 2.–5. sæti Andri Steinn, Einar Ólafsson, Hörður Aron og Sigríður Björg með 5 vinninga. Verðlaunahafar sem fengu bikar frá Árna Höskulds- syni og árskort í Húsdýragarðinn fyrir frammistöðuna í vetur eru: Dagur Andri Friðgeirsson, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, Hrund Hauksdóttir og Hörður Aron Hauksson. Hlaðborð fyrir alla fjölskylduna fá: Júlía Guðmunds- dóttir, Aníta Jóhannesardóttir, Nikulás Óskarsson og Einar Ólafsson Dagpassar í garðinn og frír aðgangur: Mikael Luis Gunnlaugsson, Alfreð B. Valencia, Selma Ramdani og Júlía Rós Hafþórsdóttir. Jóhanna Björg Tívolímeistari Morgunblaðið/Ómar ÞJÓÐDANSAFÉLAG Reykjavíkur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að félagið harmar þá túlkun sem fram hefur komið í tengslum við myndatöku af þeldökkri konu í íslenskum hátíðarbúningi til birtingar í blaðinu Reykjavík Grape- vine. „Stjórn ÞR harmar þá túlkun sem fram hefur komið, að það sé stefna fé- lagsins að ekki skuli lána fólki af öðr- um litarhætti búninga úr búninga- leigu félagsins. Engar slíkar reglur eru til í lögum félagsins eða reglum búningaleigu. Félagið hefur margoft lánað búninga til fólks af öðrum lit- arhætti. Nýlegt dæmi um það eru tvær ungar konur í Félagi nýrra Ís- lendinga sem eru að fara á ráðstefnu erlendis og munu klæðast búningum frá ÞR. Fullyrðingar um kynþátta- fordóma félagsins eða félagsmanna ÞR eru rakalausar.“ Í tilkynningunni segir enn fremur að búningaleigan hafi í nokkrum til- vikum ákveðið að lána ekki búninga ef vafi léki á því að sýna ætti þeim fulla virðingu. Þessi stefna hafi í nokkrum tilvikum orkað tvímælis og hafi stjórn félagsins þá kannað málið nánar og fullvissað sig um að tilgang- ur leigutaka væri þess eðlis að um viðunandi meðferð á búningi væri að ræða. Sú venja hefði ekkert með lit- arhátt, uppruna eða kyn fólks að gera. Þótti hugsanlega vegið að heiðri búningsins Þegar starfsmenn Reykjavík Grapevine hafi lýst hugmyndum sínum um notkun búningsins fyrir umsjónarkonu búningaleigu hafi hún látið í ljós að sér þætti hugsanlega vegið að heiðri búningsins og notk- unin vart viðeigandi. Blaðið hugðist fá búninginn lánaðan gegn umfjöllun um Þjóðdansafélagið og hafi búninga- leigan vísað á formann félagsins sem taldi möguleika á slíkum samningi. Samskiptum við starfsmenn blaðsins hafi lokið með þeim hætti að þeir ætl- uðu að hafa samband aftur til að finna endanlegan flöt á málinu. Ekki hafi heyrst aftur í þeim og stjórn félagsins hafi engar fréttir haft af málinu fyrr en það rataði í fjölmiðla. Yfirlýsing frá Þjóðdansafélaginu Harmar þá túlkun sem fram hefur komið GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is Messa í Viðey Lífsfagnaðarmessa með Dómkirkjupresti verður haldin í Viðey á morgun þar sem athyglinni verður beint að lífinu sjálfu, hvort sem það er mannfólkið, dýrin eða gróðurinn. Á þessum tíma iðar eyjan af fuglalífi og gróðurinn er í miklum blóma. Messan hefst kl 14.00 en kl 13.00 og 13.30 verða ferðir á milli með Viðeyjar-ferjunni og nokkrar ferðir til baka aftur um miðjan dag- inn. Leitin að þjóðarblóminu og dansk- ur drengjakór Sunnudaginn 20. júní verður mikið um að vera í Árbæj- arsafni en dagurinn er tileinkaður ís- lenskri flóru. Klukkan 14 verður kynnt veggspjald og bæklingur með tillögum að þjóðarblómi Íslands, en íslensk stjórnvöld ákváðu í vor að kanna hvort tilefni gæti verið til að eitt tiltekið íslenskt blóm bæri sæmdarheitið ,,þjóðarblóm Íslands“. Kynninguna annast Tryggvi Fel- ixson framkvæmdastjóri Land- verndar og grasafræðingarnir Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Eyþór Ein- arsson. Alls eru „frambjóðendur“ til þjóðarblóms 20 talsins. Í Árbænum verður boðið upp á fjallagrasamjólk og fjallagrasaflatkökur með ný- strokkuðu smjöri. Aðilar sem vinna vörur úr íslenskum jurtum verða á safninu og kynna afurðir sínar. Klukkan 16 heimsækir Danmarks Drengekor safnið og syngur fyrir gesti. Safnið verður opið kl. 10-18 á sunnu- daginn en formleg dagskrá hefst kl. 13. Fyrir börnin verður einnig mikið um að vera, teymt verður undir börn- um við Árbæinn kl. 13-15, krakkar geta spreytt sig á að húlla, ganga á stultum og leika með leggi og skeljar. Kaffisala er í Dillonshúsi og mun Karl Jónatansson spila fyrir gesti á harmóníku. Skógræktarferð Íslensk-japanska félagsins Hin árlega Jónsmessuferð Íslensk-japanska félagsins í skóg- ræktarreitinn Mirai no Mori verður farin sunnudaginn 20. júní kl. 14.00. Félagar munu að vanda hittast við bílastæði kirkjugarða Hafnarfjarðar og aka saman að skógrækt- arreitnum. Félagið mun bjóða upp á hressingu í lok vinnudags. Á MORGUN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.