Morgunblaðið - 19.06.2004, Side 50
DAGBÓK
50 LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík.
SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222,
auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569
1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald
2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. ein-
takið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Á
morgun eru farþega-
skipin Hanseatic og
Volmeborg væntanleg.
Hafnarfjarðarhöfn: Á
morgun kemur far-
þegaskipið Volmeborg.
Mannamót
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Kl. 9–12
pútt á Ásvöllum.
Gerðuberg, fé-
lagsstarf. Lokað vegna
sumarleyfa frá mánu-
deginum 5. júlí. Opnað
aftur þriðjudaginn 17.
ágúst.
Gönguklúbbur Hana-
nú. Morgunganga kl.
10 laugardagsmorgna
frá Gjábakka.
Krummakaffi kl. 9.
Sunnuhlíð Kópavogi.
Söngur með sínu nefi á
laugardögum kl. 15.30.
Íbúar, aðstandendur
og gestir velkomnir.
FEBK. Púttað á Lista-
túni kl. 10.30 á laug-
ardögum. Mætum öll
og reynum með okkur.
Gigtarfélagið. Leik-
fimi alla daga vikunnar.
Létt leikfimi, bakleik-
fimi karla, vefjagigt-
arhópar, jóga, vatns-
þjálfun. Einn ókeypis
prufutími fyrir þá sem
vilja. Uppl. á skrifstofu
GÍ, s. 530 3600.
GA-Samtök spilafíkla,
Fundarskrá:
Þriðjud: Kl.18.15, Sel-
tjarnarneskirkja, Sel-
tjarnarnes. Miðvikud:
Kl. 18, Digranesvegur
12, Kópavogur og Eg-
ilsstaðakirkja, Egils-
stöðum. Fimmtud: Kl.
20.30, Síðumúla 3–5,
Reykjavík. Föstud:
Kl.20, Víðistaðakirkja,
Hafnarfjörður. Laug-
ard: Kl.10.30, Kirkja
Óháða safnaðarins,
Reykjavík og Gler-
árkirkja, Akureyri.
Kl.19.15 Seljavegur 2,
Reykjavík. Neyð-
arsími: 698 3888
Samtök þolenda kyn-
ferðislegs ofbeldis,
fundir mánudaga kl. 20
á Sólvallagötu 12.
Stuðst er við 12 spora
kerfi AA-samtakanna.
Oa samtökin. Átröskun
/ Matarfíkn / Ofát.
Fundir alla daga. Upp-
lýsingar á www.oa.is og
síma 878 1178.
Ásatrúarfélagið,
Grandagarði 8. Opið
hús alla laugardaga frá
kl. 14.
Kattholt. Flóamark-
aður í Kattholti, Stang-
arhyl 2, er opinn
þriðjud. og fimmtud.
frá kl. 14–17. Leið 10
og 110 ganga að Katt-
holti.
Fífan Dalsmára 5 í
Kópavogi, tart-
anbrautir eru opnar al-
mennu göngufólki og
gönguhópum frá kl.10–
11.30 alla virka daga.
Blóðbankabílinn.
Ferðir blóðbankabíls-
ins: sjá www.blodbank-
inn.is.
Minningarkort
Minningarkort MS-
félags Íslands eru seld
á skrifstofu félagsins,
Sléttuvegi 5, 103 Rvk.
Skrifstofan er opin
mán.–fim. kl.10–15. S.
568 8620. Bréfs.
568 8621. Tölvupóstur
ms@msfelag.is.
FAAS, Félag aðstand-
enda alzheimer-
sjúklinga. Minning-
arkort eru afgreidd alla
daga í s. 533 1088 eða í
bréfs. 533 1086.
Heilavernd. Minning-
arkort fást á eft-
irtöldum stöðum: í s.
588 9220 (gíró) Holts-
apóteki, Vesturbæj-
arapóteki, Hafn-
arfjarðarapóteki,
Keflavíkurapóteki og
hjá Gunnhildi Elías-
dóttur, Ísafirði.
Minningarkort Park-
insonsamtakanna á Ís-
landi eru afgreidd
á skrifstofutíma í s.
552 4440 frá kl. 11–15.
Kortin má einnig panta
á vefslóðinni:
http://www.park-
inson.is/sam_minning-
arkort.asp
Minningarkort Sam-
taka sykursjúkra fást
á skrifstofu samtak-
anna Tryggvagötu 26,
Reykjavík. Opið virka
daga frá kl. 9–13, s.
562 5605, bréfsími
562 5715.
Minningarkort
Krabbameinsfélags
Hafnarfjarðar (K.H.),
er hægt að fá í Bóka-
búð Böðvars, Reykja-
víkurvegi 64, 220 Hafn-
arfirði s. 565 1630.
Krabbameinsfélagið.
Minningarkort félags-
ins eru afgreidd í s.
540 1990 og á skrifstof-
unni í Skógarhlíð 8.
Hægt er að senda upp-
lýsingar í tölvupósti
(minning@krabb.is).
Minningarkort Sjálfs-
bjargar félags fatlaðra
á höfuðborgarsvæðinu
fást hjá Sjálfsbjörg fé-
lagi fatlaðra á höf-
uðborgarsvæðinu, Há-
túni 12, sími: 551 7868
Kortin er einnig hægt
að panta með tölvu-
pósti, rfelag@sjalfs-
bjorg.is Kortin eru inn-
heimt með gíróseðli.
Í dag er laugardagur 19. júní,
171. dagur ársins 2004. Orð dags-
ins: Varpa áhyggjum þínum á
Drottin, hann mun bera um-
hyggju fyrir þér, hann mun eigi
að eilífu láta réttlátan mann verða
valtan á fótum.
(Sl. 55, 23.)
Jón Steinsson, sem stund-ar doktorsnám í hag-
fræði við Harvard-háskóla
í Bandaríkjunum, skrifaði
grein í Morgunblaðið hinn
12. janúar
sl., þar
sem hann
benti á ein-
falda leið
til þess að
draga úr
hringa-
myndun. Í
grein sinni
sagði hinn ungi dokt-
orsnemi m.a.:
„Skattlagning arð-
greiðslna milli fyrirtækja
væri afskaplega einföld
leið til þess að draga veru-
lega úr hringamyndun í ís-
lenzku atvinnulífi. Hún
hefur þann mikilvæga kost
að hún íþyngir á engan
hátt fyrirtækjum, sem ein-
ungis stunda rekstur í því
augnamiði að hámarka
hagnað sinn. Hún íþyngir
eingöngu fyrirtækjum,
sem til hliðar við sinn eig-
inlega rekstur standa í því
að byggja upp fyrirtækja-
samsteypur. Hún hefur
einnig þann kost, að fyr-
irtækjasamsteypurnar
leysast upp af sjálfu sér í
stað þess, að Samkeppn-
isstofnun og lögreglan
þurfi að standa í stöðugum
rannsóknum og málaferl-
um til þess að leysa þær
upp með valdi.“
Hinn 1. júní sl. skrifaðiJón Steinsson að nýju
um þetta mál á vefritið
Deigluna. com, þar sem
hann segir frá því, að Bush
Bandaríkjaforseti hafi á
síðasta ári boðað afnám
þessarar skattlagningar.
Síðan segir Jón Steins-son á Deiglunni.com,
að í Bandaríkjunum hafi
menn áttað sig á mikilvægi
þessara skatta og bætti
við:
„Þeir vissu, að það
mundi draga úr sam-
keppni í mörgum geirum
bandaríska hagkerfisins,
hafa neikvæð áhrif á selj-
anleika bandarískra hluta-
bréfa, draga úr áhuga
smærri hluthafa á því að
eiga hlutabréf og þannig
hækka fjármögn-
unarkostnað nýrra fyr-
irtækja...“
Þessum ábendingumhafi verið komið á
framfæri við háttsetta
efnahagsráðgjafa Bush.
Jón Steinsson segir:
„Sem betur fer áttuðu
þeir sig fljótt á því, að
þarna hafði þeim yfirsést
mikilvægt atriði ... Mik-
ilvægi skatta á arð-
greiðslur milli fyrirtækja
fyrir öfluga samkeppni og
virka fjármálamarkaði var
hins vegar svo mikið og
augljóst að meira að segja
ríkisstjórn Bush, sem ekki
er þekkt fyrir að vera
feimin við að lækka skatta
ákvað að hrófla ekki við
þeim.“
Í umræðum hér hefurverið bryddað á því að
þeir sem vildu takmarka
umsvif viðskiptasam-
steypna væru einhvers
konar sósíalistar. Ætli það
verði sagt um Bush?!
STAKSTEINAR
Bush og viðskipta-
samsteypur
Jón Steinsson
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI hyggst klæðastbleiku í dag til að halda upp á
að þennan dag, 19. júní, fyrir 89
árum fengu konur á Íslandi kosn-
ingarétt. Ætlar hann að láta sig
hafa það þrátt fyrir að honum
finnist bleikur einstaklega ljótur
litur og hafi aldrei fundið sig í
þannig litum fötum. Reyndar er
Víkverji afar sérvitur þegar kemur
að því að velja hvernig litum fötum
hann á að klæðast við mismunandi
tilefni. Þannig hefur hann aldrei
viljað vera í rauðum fötum í próf-
um heldur verður hann þá að
klæðast grænu. Daginn eftir mik-
inn gleðskap ganga rauð föt ekki,
heldur, líður honum þá best í hvít-
um fötum. Ef hann fer í starfs-
viðtal, vill hann vera í bláum eða
gráum fötum. Ef til vill eru til ein-
hvers konar fræði um þetta en
Víkverji er ekki svo fróður að
þekkja til þeirra.
x x x
Víkverji fór eins og margir aðrirniður í bæ 17. júní og skemmti
sér konunglega. Mikill mannfjöldi
var í miðborginni enda sól og
blíða, og gott að vera í skjólinu á
Austurvelli þar sem Víkverji lét
fara vel um sig á útikaffihúsi.
Finnst honum alltaf jafn stór-
undarlegt þegar hver spekingurinn
á fætur öðrum kemur fram og seg-
ir að þjóðin hafi alltof marga frí-
daga. Þeim eigi að fækka því frí-
dagar séu slæmir fyrir atvinnulífið
og minnki framleiðni. Verður Vík-
verji að játa að þetta finnst honum
endemis bull, honum gæti ekki
verið meira sama þótt framleiðni
minnki af því að hann er í fríi. Tel-
ur hann að sama megi segja um
nánast allt vinnandi fólk sem nýtur
þess virkilega að eiga einn og einn
frídag inn á milli. Lífið snýst nefni-
lega um meira en framleiðni.
x x x
Víkverji vann fyrir nokkrum ár-um í ríki Spánarkonungs og
líkaði vel. Á vinnustað hans í höf-
uðborg landsins var sá háttur
hafður á að ef frídag bar upp á
fimmtudag, eins og mjög oft vill
verða hér á landi, var einnig gefið
frí á föstudeginum til að helgin
lengdist. Þetta kunni Víkverji vel
að meta og vill að sama regla verði
innleidd hér á landi.
x x x
Fréttir bárust af því í vor aðreisa ætti Bríeti Bjarnhéð-
insdóttur kvenréttindafrömuði
minnisvarða við Alþingishúsið árið
2006. Víkverji fagnar þessu fram-
taki enda svo sannarlega kominn
tími til að þessari stórmerkilegu
og kjörkuðu konu yrði sómi sýnd-
ur. Hún er ein af þeim merk-
ismanneskjum sem ber að þakka
fyrir allt sem þær gerðu fyrir ís-
lenskt samfélag á sínum tíma. Vill
Víkverji nota tækifærið og óska Ís-
lendingum, konum jafnt sem körl-
um, til hamingju með daginn.
Morgunblaðið/Júlíus
17. júní var sólríkur í ár.
LÁRÉTT
1 öreiga, 8 guð, 9 kaðall-
inn, 10 kraftur, 11 dreg-
ur með erfiðismunum,
13 hagnaður, 15 fjöturs,
18 lygi, 21 verkur, 22
glæta, 23 kærleikurinn,
24 húsdýrinu.
LÓÐRÉTT
2 skoðunar, 3 kindurnar,
4 smáa, 5 kroppað, 6
pest, 7 pípur, 12 rödd,
14 stormur, 15 húsdýr, 16
ekki veik, 17 traðk, 18
ristu, 19 undirstaðan, 20
þekkt.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 trúss, 4 gæfur, 7 erfið, 8 rómum, 9 arg, 11
tært, 13 hráa, 14 elfur,
15 háll, 17 ólar, 20 hræ, 22 lofar, 23 fögur, 24 raust, 25
rangi.
Lóðrétt: 1 tregt, 2 úlfur, 3 siða, 4 garg, 5 fimar, 6
rimma, 10 rófur, 12 tel, 13 hró,
15 hólar, 16 lyftu, 18 lygin, 19 rýrði, 20 hret, 21 æfur.
Krossgáta
Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Munið eftir
plastpokunum
ÞAÐ er mikið af hundum
á Seltjarnarnesi. Eigendur
hundanna gleyma því oft
að hafa poka meðferðis.
Unglingarnir eru nú að
hreinsa göturnar og því
ætti fólk að hafa þetta
hugfast. Einn hundeigandi
sagði við mig að ef maður
tæki ekki með sér plast-
poka kæmi það óorði á
hundeigendur.
Seltirningur
Gjöld á ketti
Ég heyrði í fréttum út-
varps þann 8. júní sl. að
Suðurnesjamenn hefðu
sett gjöld á ketti. Það er
15 þúsund krónur á hvern
kött og 3400 krónur fyrir
merkingu. Í fréttinni var
einnig sagt að kettirnir
réðust á sunnudagssteik
húsmæðra og pissuðu út
um allt. Ég spyr hvort
þetta háa gjald hafi verið
sett á vegna þess. Ég bý
ekki á Suðurnesjum en
fólk hefur hringt í mig
þaðan í dag og það fólk
kannast ekki við neina
slíka áreitni katta. Ég ótt-
ast að þetta háa gjald á
köttum verði til þess að
þeim verði hent út á Guð
og gaddinn. Nóg er af
slíkri ómanneskjulegri
meðferð fyrir. Í vetur sá
ég í fréttum að gæludýr
bættu heilsa hjá sjúkling-
um og gamalmennum og
einmana fólki. Sums stað-
ar erlendis hefur verið far-
ið með dýrin á sjúkrahús
til eigenda sinna, þá batn-
ar líðan þeirra. Ég er ekki
á móti því að gjald verði
sett á ketti, en ekki svona
óskaplega hátt. Það mega
ekki verða forréttindi
hinna ríku að eiga gælu-
dýr. Þessir litlu elskulegu
vinir mannanna hafa þurft
að þola fordóma þeirra
sem ekki hafa kynnst þeim
og eru hræddir við þá.
Hrekjum dýrin ekki á
brott heldur leyfum börn-
unum að kynnast þeim og
það mun gefa þeim mikið.
Ég bið dýravini að hafa
samband við mig í síma
663 5207 vegna þess að
fyrirhuguð er stofnun fé-
lags dýravina.
Sigrún Reynisdóttir
Tapað/fundið
Fjallahjól tapaðist
MONGOOSE-fjallahjól;
gult, svart og hvítt, tap-
aðist í Samtúni fyrir
skömmu. Finnandi vin-
samlega hafi samband við
Elísabetu í síma 864 6314
eða 552 4014. Fundarlaun.
Olíubrúsi tapaðist
OLÍUBRÚSI var af vangá
skilinn eftir í áfyllingu við
olíudælu Atlantsolíu í
Hafnarfirði laugardaginn
5. júní sl. kl. 9.10. Þeir
sem hafa upplýsingar um
brúsann eru vinsamlega
beðnir að hringja í síma
821 4369 eða afgreiðslu
Atlantsolíu.
Dýrahald
Páfagaukur í óskilum
GRÆNN páfagaukur með
gulan haus er í óskilum á
Álfhólsvegi 46 í Kópavogi
síðan í byrjun júní. Upp-
lýsingar í síma 554 4858
eða 697 4576.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is