Morgunblaðið - 19.06.2004, Side 52

Morgunblaðið - 19.06.2004, Side 52
ÍÞRÓTTIR 52 LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Golfsamtök fatlaðra gangast fyrir námskeiði, bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Sérstök kennsla er fyrir ein- staklinga sem misst hafa hönd eða fót, einnig verður reynt að kenna sitjandi golf. Námskeiðið fer fram á æf- ingasvæði Golfklúbbsins Odds, Urriðavatnsdölum, alla miðvikudaga kl. 17-19 í sumar. Kennarar eru Magnús Birgisson, PGA kennari, og Jakob Magnússon, kylfu- smiður og leiðbeinandi, báðir með margra ára reynslu. Nánari upplýsingar gefur Magnús í síma 898 7250. NÝTT GOLFNÁMSKEIÐ FATLAÐRA ÉG hef lengi verið á þeirri skoð- un og sagt frá henni áður, að það sé kominn tími til að myndavélar skeri úr um vafaatriði á knatt- spyrnuvellinum. Það er ekki hægt að ætlast til þess af einum manni, dómara leiks, að hann sjái ná- kvæmlega hvað gerist á vellinum í öllum tilvikum. En það er þó hægt að gera þá kröfu til dómara og aðstoðarmanna hans, að þeir geti staðið skammlaust við af- drifaríkar ákvarðanir eins og að dæma mark eða ekki mark, víta- spyrnu eða ekki vítaspyrnu, og að reka leikmenn af velli. Það getur enginn, hvaða nafni sem hann nefnist og í hvaða stöðu sem hann er, leyft sér að kveða upp úrskurð nema hann sé viss í sinni sök. Það hefur oft verið sorglegt að verða vitni að dómgreindarleysi manna í hinum ýmsu stöðum, og það var grátlegt að horfa upp á norska dómarann Terje Hauge er hann vísaði rússneska markverðinum Sergei Ovchinniko af leikvelli, vegna þess að hann taldi að hann hafði handleikið knöttinn viljandi fyrir utan vítateig. Það gerði hann ekki, en hann kom á snilld- arlegan hátt í veg fyrir að leik- maður Portúgals næði að komast á auðan sjó og skora. Fyrir snilld- arleg tilþrif var Ovchinniko refs- að. Það getur vel verið að það sé hægt að segja að dómarinn hafi verið illa staðsettur til að sjá at- vikið. En þegar dómarar eru illa staðsettir, þá geta þeir hreinlega ekki lagt rétt mat á atburða- rásina. Þeir hafa þá ekki leyfi til að refsa leikmönnum, nema þeir séu vissir í sinni sök. Norski dóm- arinn hreinlega skemmdi leik Portúgals og Rússlands – og hann gerði út um draum Rússa um að komast áfram. Ef mynda- vélar hefðu fengið að ráða ferð- inni í þessu umdeilda atviki, hefðu ekki orðið lengri tafir á leiknum en urðu við að vísa Ovch- inniko af leikvelli og bíða eftir skiptingum, þannig að varamark- vörður kom inn á. Það tók þrjár mínútur, en tafirnar hefðu ekki orðið nema ein mínúta ef leitað hefði verið eftir aðstoð mynd- bandsupptöku. Markvörðurinn hefði þá fengið að njóta snilld- artilþrifa sinna í stað þess að Dómarar verða að fá aðstoð  ALEX Nyarko, leikmaður Ever- ton, hefur spilað sinn síðasta leik fyr- ir félagið þar sem atvinnuleyfi hans er útrunnið og fékkst það ekki end- urnýjað. Nyarko, sem er þrítugur landsliðsmaður Ghana, kom til fé- lagsins frá Lens árið 2000 fyrir 4,5 milljónir punda en náði ekki að festa sig í sessi hjá liðinu fyrr en á síðasta tímabili og var í láni hjá frönskum liðum tvö tímabil.  FIFA dæmdi í dag landsliðsmann Úrúgvæ og RCD Mallorca, Fern- ando Correa, í eins árs keppnisbann eftir að leifar af kókaíni fundust í lík- ama hans. Correa, sem er 30 ára, fór í lyfjapróf eftir leik Úrúgvæ og Venesúela 31. mars síðastliðinn og reyndist sýnið vera jákvætt. Bannið tók gildi 13. maí síðastliðinn en hann hefur tækifæri á að áfrýja dómnum.  ÍTALSKA liðið Parma hefur mik- inn áhuga á að fá franska leikmann- inn Pascal Cygan til sín frá Arsenal. Þá hefur franska liðið St. Etienne óskað eftir því við Arsenal að fá hinn 30 ára miðvörð lánaðan næsta keppnistímabil. Cygan hefur ekki náð að tryggja sér sæti í liði Arsenal, þar sem hann er að keppa um stöður við Sol Campbell og Kolo Toure.  LIVERPOOL er komið í hóp þeirra liða sem vilja fá franska lands- liðsmanninn Sylvain Wiltord til sín, en hann er laus frá Arsenal. Önnur lið sem hafa sýnt honum áhuga eru Werder Bremen, Tottenham, Val- encia og Barcelona. Rafael Benítez, nýi knattspyrnustjóri Livepool, vildi fá Wiltord til Valencia, er hann var þjálfari liðsins.  EVERTON ætlar að bjóða Wayne Rooney nýjan samning eftir EM í Portúgal. Rooney á tvö ár eftir af samningi sínum við félagið en frammistaða hans í keppninni hefur vakið áhuga liða í Evrópu. David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, hefur ítrekað sagt að hann muni ekki selja Rooney en fari svo að hann verði seldur frá félaginu er talið að kaupverðið verði ekki undir 45 millj. punda og er Chelsea líklega eina lið- ið sem hefur efni á kappanum. FÓLK Guðmundur Karlsson landsliðs-þjálfari er fullur tilhlökkunar fyrir mótið. „Það er búinn að vera gríðarlegur undirbúningur og mikil eftirvænting hjá öllum sem að mótinu koma. Það er búið að kaupa ný tæki á völlinn, undirbúnings- nefnd búin að starfa frá því fyrir Evrópubikarinn í Árósum í fyrra. Nefndin fór þangað út og kynnti sér reksturinn á keppninni og það er auðvitað mikil eftirvænting í liðinu og allir búnir að undirbúa sig vel. Því miður voru ákveðin meiðsli sem komu upp á lokastundu annars hefðum við verið með toppundir- búning fyrir mótið. Björn Margeirs- son, Magnús Aron, Reynir Logi og Eygerður Inga eru til að mynda meidd þannig að það er skarð fyrir skildi,“ sagði Guðmundur. Spurður hverjar væntingarnar væru sagði Guðmundur að væntingar yrðu helst gerðar til yngra fólksins. „Það eru væntingar til yngra fólksins sem er að koma inn að það bæti sinn besta árangur í góðri keppni og að reynsluboltarnir okkar keppi við heimsklassafólkið og nái jafnvel verðlaunasætum. Þá er ég að tala um Þóreyju Eddu, Jón Arnar, Silju, Sunnu og svo framvegis og það myndi skila verðlaunasætum til okkar á heimavelli. Heimavöllurinn mun pottþétt hjálpa okkur og ég er bjartsýnn á að við fáum töluvert af áhorfendum þannig að það verður gaman að þessu,“ sagði Guðmund- ur. Það verður í nógu að snúast hjá íslensku frjálsíþróttafólki í sumar. Núna um helgina stendur yfir Norðurlandamót unglinga í fjöl- þrautum, landsmót og meistaramót eru framundan hér á landi og Ól- ympíuleikarnir í Aþenu um miðjan ágúst. En hvernig skyldi Guðmundi lítast á framtíðina í frjálsum íþrótt- um? „Það er mjög björt framtíð. Það eru ákveðin kynslóðaskipti að verða og þetta er gott fólk sem er að koma inn. Þegar ég hef verið að boða þau í landsliðið hef ég gert þeim grein fyrir því að þau gætu verið komin inn fyrir næstu 15 ár þess vegna. Ég er mjög bjartsýnn fyrir hönd frjálsra íþrótta á Íslandi í dag. Það er mjög góð grastrótar- starfsemi í gangi í stærstu félögun- um hér á landi sem eru að skila mörgum góðum frjálsíþróttamönn- um. Aðstaðan er einnig að batna og það verður stórglæsilegt þegar nýja innanhússaðstaðan kemur hérna í Laugardalnum og þá myndi maður vilja vera sextán ára ennþá. Að sjálfsögðu fylgja meiri væntingar í kjölfarið og vonandi meiri kynning á íþróttinni líka þegar við fáum ein- hver mót hérna innanhúss og svo framvegis og ég held að þetta vinni allt saman,“ sagði Guðmundur. Það verða margir gríðarlega sterkir keppendur á mótinu um helgina en athygli vekur að sterk- ustu menn Danmerkur og Eist- lands, Wilson Kipketer og Erki No- ol, verða ekki með á mótinu. Hefði ekki verið skemmtilegra að fá þá? „Jú, kannski pínu vonbrigði að fá ekki Virgilijus Alekna, sem er einn allra besti kringlukastari í heimi, og Erki Nool en það verður gríðarlega gaman að fá þessar rísandi stjörnur eins og Gerd Kanter og Joachim Ol- sen í kringlunni og svo fleiri verð- launahafa á stórmótum sem eru að koma hingað. Þetta er bara svona, það mæta ekki alltaf allir,“ sagði Guðmundur. Evrópubikarkeppnin í frjálsíþróttum, 2. deild, á Laugardalsvelli Mikil eftirvænting EVRÓPUBIKARKEPPNI lands- liða í frjálsum íþróttum, 2. deild – A-riðill, fer fram á Laugardals- velli um helgina og er þetta stærsta frjálsíþróttamót sem haldið hefur verið hér á landi. Með Íslandi í karlaflokki keppa Kýpur, Danmörk, Eistland, Ír- land, Litháen, Luxemborg og sameiginlegt lið smáþjóða, en þjóðirnar í kvennaflokki eru Ís- land, Austurríki, Kýpur, Dan- mörk, Írland, Lítháen, Noregur og sameiginlegt lið smáþjóða. Morgunblaðið/RAX Þórey Edda Elísdóttir – nær hún að bæta Íslands- og Norðurlandamet sitt í stangarstökki? KR vann yfirburðasigur á FH, 11:2, í úrvalsdeild kvenna en leikur liðanna fór fram í Kaplakrika um hádegið á þjóðhátíðardaginn, 17. júní. KR-ingar voru í hátíðaskapi, sérstaklega Hólm- fríður Magnúsdóttir sem skoraði 4 markanna og kom við sögu í öðrum fimm. Guðlaug Jónsdóttir skoraði þrennu fyrir KR í fyrri hálfleiknum. Ekki var útlit fyrir svona stóran sig- ur framan af leik því FH jafnaði leikinn snemma, 1:1, og minnkaði síðan mun- inn í 3:2. Tvö lið náðu að skora ellefu mörk í fjórðu umferð deildarinnar því ÍBV lék sama leik gegn Stjörnunni fyrr í vik- unni og sigraði 11:0. Alls voru skoruð 29 mörk í fjórum leikjum í umferðinni. Ellefu mörk KR-inga LANDSLIÐSHÓPUR karla er þannig skipaður: Andri Karlsson keppir í 100 m hlaupi og 4x100 m boðhlaupi, Arnar Már Þórisson í spjótkasti, Bergur Ingi Pétursson í sleggjukasti, Bjarni Þór Traustason í 4x100 m og 4x400 m boðhlaupi, Björgvin Víkings- son í 400 m grindahlaupi og 4x400 m boðhlaupi, Ein- ar Karl Hjartarson í hástökki, Gauti Jóhannesson í 1500 m og 3000 m hlaupi, Halldór Lárusson í 4x100 m boðhlaupi, Jón Arnar Magnússon í 110 m grinda- hlaupi, langstökki, 4x100 m og 4x400 m boðhlaupi, Kári Steinn Karlsson í 5000 m hlaupi, Magnús Val- geir Gíslason í 4x100 m boðhlaupi, Óðinn Björn Þor- steinsson í kúluvarpi og kringlukasti, Ólafur Guð- mundsson í þrístökki, Ragnar Frosti Ragnarsson í 400 m hlaupi og 4x400 m boðhlaupi, Sigurkarl Gúst- avsson í 200 m hlaupi, 4x100 m og 4x400 m boð- hlaupi, Stefán Már Ágústsson í 800 m hlaupi, Sverr- ir Guðmundsson í stangarstökki og Sveinn Margeirsson í 3000 m hindrunarhlaupi. Landsliðshópur kvenna er eftirfarandi: Auður Aðalbjarnardóttir keppir í kúluvarpi, Ásdís Hjálms- dóttir í kringlukasti, Áslaug Jóhannsdóttir í 400 m hlaupi, 4x400 m boðhlaupi, Fríða Rún Þórðardóttir í 1500 m og 3000 m hlaupi, Herdís Helga Arnalds í 800 m hlaupi, Hildur Kristín Stefánsdóttir í 4x100 m boðhlaupi, Íris Anna Skúladóttir í 5000 m hlaupi, Jó- hanna Ingadóttir í þrístökki, Karólína Haraldsdóttir í hástökki, Kristín Birna Ólafsdóttir í 4x100 m boð- hlaupi og 4x400 m boðhlaupi, María Kristbjörg Lúð- víksdóttir í sleggjukasti, Sigurbjörg Ólafsdóttir í 4x100 m og 4x400 m boðhlaupi, Silja Úlfarsdóttir í 200 m hlaupi og 4x100 m og 4x400 m boðhlaupi, Sunna Gestsdóttir í 100 m hlaupi, langstökki og 4x100 m og 4x400m boðhlaupi, Vigdís Guðjónsdóttir í spjótkasti og Þórey Edda Elísdóttir í stang- arstökki. Landsliðshópar Íslands í frjálsíþrótt- um á EM á Laugardalsvellinum RUDI Völler, landsliðsþjálfari Þýska- lands, hefur engar áhyggjur fyrir leik Þjóðverja og Letta – þó að fyrirliði hans, Oliver Kahn, eigi ættir að rekja til Lettlands. Amma Kahns er Letti, en afi hans kynntist henni og giftist er hann var í þýska hernum – með bæki- stöðvar í Lettlandi í seinni heimsstyrj- öldinni. Pabbi Kahn fæddist í Lett- landi 1943, en fjölskyldan fluttist til Þýskalands áður en heimsstyrjöldinni lauk og settist að í Karlsruhe, þar sem Oliver Kahn fæddist 1969. „Jú, það er rétt að ég á ættir að rekja til Lettlands. Ég er Þjóðverji, þannig að ég mun ekki færa neinum gjafir á laugardaginn,“ sagði Kahn, markvörðurinn snjalli. Mætir ekki með gjafir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.