Morgunblaðið - 08.07.2004, Síða 16

Morgunblaðið - 08.07.2004, Síða 16
MINNSTAÐUR 16 FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Álfkonuhvarf 63-67 - Sérinngangur af svölum - Frábært útsýni - Frábær staðsetning með óbyggðu svæði í nánd við blokkina. - Náttúrukyrrð - Glæsilegar íbúðir með vönduðum innréttingum. - Traustur byggingaraðili = Vandaðar íbúðir Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 www.borgir.is LANDIÐ Vestmannaeyjar | Vestmanna- eyingar og gestir minntust þess um helgina að hinn 3. júlí var 31 ár frá því gosi lauk á Heimaey. Þó Heimaeyjargosið hafi raskað miklu, eyðileggingin verið óskapleg hafa Eyjamenn fyrir margt að þakka. Bærinn reis úr öskunni og mannlíf komst aftur í eðlilegt horf þó marg- ir sakni gömlu góðu daganna fyrir Heimaeyjargosið sem enn er notað sem tímamælir í Eyjum þegar Eyjamenn tala um fyrir og eftir gos. Að þessu sinni viðraði þokkalega til hátíðarhalda. Dagskrá var fjöl- breytt fyrir aldursflokka, frá því á föstudag. Segja má að hátíðin hafi náð hápunkti á laugardagskvöldið þegar fólk stormaði í Skvísusund. Eymannafélagið, Lalli og co., Árni Johnsen og félagar og Harm- onikkufélagið skemmtu fólki. Þarna var saman kominn mikill fjöldi fólks og var komið fram á morgun þegar látum linnti. Þarna sannaðist að fáir standa Eyjamönnum á sporði þegar kemur að því að skemmta sér og öðrum. Skvísu- sundið með sínar gamalgrónu krær eða veiðarfærahús, skapa skemmt- uninni góða umgjörð og gerir það svo skemmtilegt að sýna sig og sjá aðra. Morgunblaðið/Sigurgeir Skemmtu sér fram á morgun í Skvísusundi AKUREYRI VINNA stendur nú yfir við gerð tveggja hring- torga á Hlíðarbrautinni, fjölfarinni götu sem tengir Brekkuna og Glerárhverfi og liggur meðfram Gleránni. Framkvæmdir hófust fyrir skömmu og lýkur í sumar. Annað torgið verður rétt austan við efstu Glerárbrúna. Þar er um að ræða gatnamót Hlíðarbrautar og Hlíðarfjallsvegar; fólk þekkir þau sem gatnamótin þar sem beygt hefur verið úr bænum áleiðis upp að skíðasvæðinu í Hlíð- arfjalli, eins og nafnið bendir með sér, en einn- ig m.a. að Gúmmívinnslunni, Norðurorku, end- urvinnslunni og upp í hesthúsahverfið þar fyrir ofan og upp að Lögmannshlíðarkirkju. Myndin er einmitt af þeim gatnamótum, tekin úr hús- næði Norðurorku að Rangárvöllum. Þess má geta að í fyrr og hittifyrra var að- koma að skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli endurbætt og mestur hluti Hlíðarfjallsvegar endur- byggður og lagður bundnu slitlagi. Hitt hringtorgið er nokkru austar, á gatna- mótum Hlíðarbrautar og Merkigils en sú gata er aðalleiðin inn í Giljahverfið. Skv. upplýsingum Vegagerðarinnar fara 8 til 9 þúsund bílar á sólarhring um Hlíðarbraut og sú tala framreiknuð er talin geta orðið 12.000 bílar á sólarhring árið 2020, háð öðrum aðgerð- um í gatnakerfinu. Áætluð umferð um Merkigil árið 2020 verður um 5.000 bílar á sólarhring og um Hlíðarfjallsveg um 4.000 bílar á sólarhring. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Tvö hringtorg gerð á Hlíðarbraut NÍTJÁN ára stúlka hefur í Héraðsdómi Norðurlands verið dæmd í eins mánaðar fangelsi fyrir að stela íþróttafatnaði og matvælum úr tveimur verslunum á Ak- ureyri. Fyrra brotið var framið í desember 2002 og janúar 2003 en þá losaði stúlkan þjófavarnarmerki úr verslun með tæki sem hún hafði stolið. Alls hafði hún á brott þrennar íþróttabuxur, tvennar íþróttapeys- ur, íþróttatopp, vindjakka og tvenna skíða- hanska. Seinna brotið var framið í nóvember sl. en þá stal stúlkan einum lítra af gosdrykk, ís, snakkpakka og einum lítra af mjólk úr matvöruverslun. Stúlkan var dæmd til að borga íþróttavöruversluninni tæpar 44 þús- und krónur í bætur auk alls sakarkostn- aðar. Fullnustu fangelsisrefsingar hennar var frestað um þrjú ár og haldi hún skil- orðið fellur refsingin niður eftir þrjú ár. Stal fötum og mat- vælum úr verslunum TVÍTUGUR maður hefur verið dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyr- ir að slá mann í andlitið á skemmtistað á Akureyri í október. Tvær tennur brotnuðu. Maðurinn var auk þess dæmdur til að borga þeim sem fyrir at- lögu hans varð tæpar 519 þúsund kr.auk vaxta og 109 þúsund í lögmannskostnað hans. Þá var hann dæmdur til að borga allan sakarkostn- að, þar með talin 90 þús. kr. málsvarn- arlaun skipaðs verjanda síns. Hnefa- höggið kostaði ákærða því a.m.k. 718 þúsund krónur auk vaxta og ótil- greinds sakarkostnaðar. Hann krafð- ist sýknu. Fullnustu refsingar hans var frestað um þrjú ár og fellur hún niður að þeim tíma haldi hann skilorðið. Tveggja mánaða fangelsi fyrir högg í andlit ÍSLENDINGAR eru duglegir að taka á í líkamsræktinni, að sögn, ekki síst eftir jólin en í góða veðr- inu á sumrin er alltaf mun rólegra á heilsuræktarstöðvunum. Sér- staklega þegar veðrið er gott eins og á Akureyri í vikunni. Heilsu- ræktin Átak stendur við Strand- götuna og þar var verið að dytta að og snurfusa utandyra þegar ljós- myndarann bar að. Meðal annars að mála og hreinsa merkingar ut- an á húsinu. Engin hætta er þó á að Akureyringar leggi heilsurækt sínar niður – þótt merkingin hafi verið lögð niður tímabundið. Heilsu- rækt lögð niður? Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Myndlist | Sýning verður opnuð í Ket- ilhúsinu í dag kl. 17. Þar sýna Jón Hlíf Halldórsdóttir, Baldvin Ringsted, Ville- Veikko Viikilä og Anne Törmä frá Lathi, vinabæ Akureyrar í Finnlandi. Útilistaverk | Verk eftir Aðalstein Þórs- son myndlistarmann verður afhjúpað kl. 17.30 milli Ketilhúss og Listasafnsins á Akureyri. Kristján Pétur Sigurðsson og félagar flytja nokkur lög Tom Waits við athöfnina. Djass | Heitur fimmtudagur í Deiglunni í kvöld kl. 21.30. Kvintett Guðlaugar Ólafsdóttur söngkonu. Með henni eru Ás- geir Ásgeirsson á gítar, Vignir Þór Stef- ánsson á píanó, Róbert Þórhallsson á kontrabassa og Jóhann Hjörleifsson á trommur.    Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Myndlist: Fjórmenningarnir sem opna sýningu í Ketilhúsinu í Listagilinu í dag. Listasumar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.