Morgunblaðið - 08.07.2004, Qupperneq 21
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2004 21
BOSTON 26”
21 gíra Shimano. Hátt stýri,
breiður hnakkur með dempara.
Bretti, bögglaberi og standari
Tilboð kr. 23.700
Herrada
gar
Rincon 26”
Létt „oversize“ álstell, 24 gíra Shimano
Alivio og stillanlegur demparagaffall.
Tilboð kr. 35.900
Með diskabremsum.
Tilboð kr. 38.900
GSR AluxX F/S 26”
Létt ál fjallahjól 21 gíra með demparagaffli. Shimano gírar.
Frábær kaup. Tilboð kr. 25.900
H
ön
nu
n:
G
un
na
r
S
te
in
þ
ór
ss
on
/
M
ar
ki
ð
/
07
. 2
00
4
Apollo 26”
21 gíra Shimano/GripShift.
Verð áður kr. 24.900
Tilboð kr. 18.600
GSR F/S 26”
Alvöru herra
demparahjól 21 gíra.
Tilboð kr. 21.900
15-25 %
afsláttu
r
af
herrahjó
lum
Hjólin eru afhent tilbúin til notkunar, samsett
og stillt á fullkomnu reiðhjólaverkstæði.
Ábyrgð og upphersla.
VIÐ MENNIRNIR köllum okkur
„hinn vitiborna mann“, en sumir
draga í efa, að það sé réttnefni. Mikl-
ar framfarir hafa vissulega orðið í
margvíslegri tækni, en hafa vits-
munir okkar og siðferði þróast með
sama hætti? – Fregnir berast öðru
hverju af banaslysum í
umferðinni, og fjöl-
margir verða fyrir al-
varlegum meiðslum og
bíða þess aldrei bætur.
Sumir foreldrar sjá á
eftir börnum sínum,
sem vonirnar voru
bundnar við. Þetta er
mjög dapurlegt, enda
er slíkur missir einhver
þyngsta raun, sem
menn geta orðið fyrir.
Hér er spurt: Hver er
hér kostnaður þjóð-
félagsins, hverjar eru
helstu orsakir alvarlegra umferð-
arslysa, og hvar og hvenær verða
slysin einkum? Hverjir eru hér í
mestri hættu, og hvað væri hægt að
gera til að stuðla að úrbótum?
20 milljarðar króna
Umferðarslys eru með dýrustu mála-
flokkum þjóðfélagsins, og talið er, að
kostnaður þess vegna umferðarslysa
sé allt að 20 milljarðar króna á ári
hverju (Rannsóknarnefnd umferð-
arslysa: Banaslys í umferðinni 2002.
Maí 2003, 16. bls.). Unnt væri að
spara verulegar fjárhæðir með bættri
umferðarmenningu. Og þó er hinn
mikli kostnaður ekki kjarni málsins,
enda er ekki er unnt að meta til fjár
raunir þess fólks, sem hér á um sárt
að binda. En við getum sjálf einsett
okkur að gera betur í framtíðinni og
leitast við að fækka alvarlegum um-
ferðarslysum.
Helstu orsakir umferðarslysa
Að jafnaði farast 26 menn á ári í um-
ferðarslysum á Íslandi (sbr. Morg-
unblaðið, 3. jan. 2004, 64. bls.) og
miklu fleiri slasast. RNU (Rannsókn-
arnefnd umferðarslysa) hefur rann-
sakað 112 banaslys (133 dauðsföll) á
árunum 1998–2002. Þar kemur fram,
að flest slysin verða við bestu að-
stæður, um miðjan dag, þegar bjart
er úti og færðin er góð. Flest bana-
slysin verða um helgar að sumarlagi,
og þau verða einkum á vegum, þar
sem hámarkshraði er 90 km/klst.
Helstu orsakir banaslysa á þessum
árum eru: 1) hraður akstur 2) bílbelti
ekki notað, 3) ölvunarakstur, 4) svefn
og þreyta. – Einnig
kemur fram hjá rann-
sóknarnefndinni, hverj-
ir lenda oftast í umferð-
arslysum, en það eru
ungir karlmenn. Hlutur
kvenna í umferð-
arslysum fer þó vaxandi
samfara auknum akstri
þeirra (sama heimild,
30.–33. og 38. bls.).
Raunalegt er, að ung-
mennin skuli vera í
mestri hættu í þessum
hildarleik.
Hraðakstur er ósæmilegur
Hraðakstur er ein algengasta orsök
banaslysa. Mikilvægt er, að menn
geri sér þetta ljóst, og breyta þarf
viðhorfunum til þessarar hættulegu
hegðunar. – Stundum er t.a.m. vikið
að hraðakstri með nokkurri léttúð í
vinsælum dægurlögum. Menn ættu
að íhuga ábyrgð sína í þessum efnum.
Ekki man ég eftir dægurlögum um
ölvunarakstur, og líklega telst slíkt
ekki við hæfi. – En margir menn átta
sig ekki á hættum hraðans. Sumir
segja jafnvel frá því brosandi, að þeir
hafi ekið allt of hratt og löggæslu-
menn hafi svo „gómað“ þá. Þetta þyk-
ir ekki mikið mál. En engan mann hef
ég heyrt segja frá ölvunarakstri með
sama hætti. Hann þykir skamm-
arlegur, sem vissulega er rétt, en hið
sama á við um hraðakstur. – Ég vil
hér þakka sérstaklega löggæslu-
mönnum í dreifbýli og þéttbýli fyrir
gott starf við eftirlit með hraðakstri.
Aðalorsök umferðarslysa
Hraðakstur er oft aðalorsök umferð-
arslysa og meðorsök í fjölda slysa.
Það hefur komið fram í rannsóknum
á hraðakstri, að áhættan af honum og
ölvunarakstri getur verið með sama
hætti. Margar rannsóknir eru til um
tengsl hraða og mismunandi gerða
slysa, og þær gefa allar svipaðar nið-
urstöður um hættur hraðaksturs.
Okkur myndi takast að fækka látnum
og alvarlega slösuðum um 15–20%, ef
við lækkuðum meðalhraða um 5%
(Rögnvaldur Jónsson: Minnka þarf
umferðarhraða og bæta vegina.
Morgunblaðið 17. febr. 2003, 14. bls.).
Brýnt er, að viðurlög við hrað-
akstri verði hert og þau höfð í sam-
ræmi við þá hættu, sem skapast af
þessari háttsemi. Slíkir ökumenn
setja ekki bara sjálfa sig í stórhættu,
heldur einnig aðra menn, sem þar eru
á ferð. Í þessum efnum þurfa við-
urlög að vera í samræmi við eðli
brots.
Að óbreyttu getum við búist við
því, að 26 menn deyi árlega í umferð-
inni og miklu fleiri verði örkumla-
menn. Rögnvaldur Jónsson verk-
fræðingur, formaður RNU, segir, að
ef ekki verði gerðar stórfelldar end-
urbætur á núverandi vegakerfi og
ráðstafanir til að draga umtalsvert úr
umferðarhraða, þá „munum við á
næstu árum sjá svipaðan fjölda af
banaslysum og alvarlegum slysum“
(sama heimild). Þetta eru athygl-
isverð orð.
Lokaorð
Erum við „hinn vitiborni maður“?
Það skal játað, að stundum efast ég
um það. Tilgangslaus og ótímabær
dauðsföll í umferðinni valda mér
nokkrum efasemdum í þessum efn-
um. Og þegar ég sé í náttúrunni,
hvernig þrestirnir annast afkvæmi
sín og verja þau gegn ýmiss konar
hættu, þá verður mér það ljóst, að við
mennirnir getum ýmislegt af þeim
lært. – Að hættunum í umferðinni
verður vikið nánar í næstu grein.
„Hinn vitiborni maður“
– á vegum úti
Ólafur Oddsson
fjallar um umferð ’Tilgangslaus og ótíma-bær dauðsföll í umferð-
inni valda mér nokkrum
efasemdum í þessum
efnum.‘
Ólafur Oddsson
Höfundur er kennari.
FRÁ því að ég man eftir mér hefur
líf mitt tengst íþróttum og heilsurækt
með einum eða öðrum hætti. Ég ólst
upp í Vogahverfinu og kynntist
Þrótti, litlu en afar jákvæðu og fjöl-
skylduvænu íþrótta-
félagi hverfisins, sem
mér þykir alltaf vænt
um síðan.
Sem barn dvaldi ég á
sumrin með fjölskyldu
minni að Laugarvatni í
næsta nágrenni við
Íþróttakennaraskóla Ís-
lands. Leit ég mjög upp
til nemendanna þar og
væntanlegs ævistarfs
þeirra og var þá þegar
enginn efi í mínum huga
að ég ætlaði í þann skóla
líka. Ég lauk skólanum
1980 og æ síðan hefur líf mitt snúist
um að leiðbeina fólki varðandi hreyf-
ingu, mataræði og fæðubótaefni.
Eigin reynsla
Ég kynntist Rauðu Eðalginsengi
fyrst fyrir um 16 árum þegar við fé-
lagarnir vorum að byggja upp starf-
semina í Veggsporti ásamt fullri
vinnu og þurftum því á öllu okkar að
halda og meiru til. Reynsla mín var
að ginsengið jók úthaldið og starfs-
þrek án þess að ganga á líkamann
eins og mörg örvandi efni gera. Þvert
á móti virtist það endurnýja lífskraft
og því meir sem maður notaði það
lengur.
Ég þekki fjölda afreksmanna í
íþróttum sem notað hafa ginseng um
lengri eða skemmri tíma og er
reynsla þeirra nokkuð einstaklings-
bundin. Áhrifin virðast þó vera meiri
hjá þeim sem eru komnir vel á seinni
hluta ferils síns og margir hafa haldið
því fram að ginsengið hafi gert þeim
kleift að halda áfram
mun lengur en ella.
Allt þetta varð til
þess að ég ákvað að
kynna mér þessa
merkilegu jurt betur,
bæði fyrir sjálfan mig
og eins til að geta leið-
beint öðrum.
Er ginseng gott
fyrir líkamsrækt?
Ég tek það fram að ég
trúi alls ekki á neinar
töfralausnir, sem af og
til er reynt að markaðs-
setja, s.s. megrun án aðhalds eða lík-
amsrækt án áreynslu.
Það breytir ekki því að skyn-
samlegt fæðuval ásamt réttri notkun
fæðubótaefna getur ráðið úrslitum og
er í öllu falli til góðs. Margt íþrótta-
fólk notar ginseng til að auka þrek,
úthald og einbeitingu með misjöfnum
árangri vegna ónógrar þekkingar á
eðli vörunnar. Vitað er að ginseng-
notkun flýtir fyrir útskoli mjólkur-
sýru og annarra eiturefna úr lík-
amanum og dregur þannig úr
þreytutilfinningu. Ennfremur stuðlar
hún að auknum fjölda rauðra blóð-
korna og bætir þannig súrefnisupp-
töku. Þetta þýðir aukið þol en það
gerist ekki á augnabliki, eins og sum-
ir virðast halda, heldur þarf neysla að
hafa staðið yfir í að minnsta kosti 3-4
vikur, ef góður árangur á að nást og
þá helst samhliða æfingum. Aftur á
móti mæli ég alls ekki með að fólk
taki inn ginseng innan við klukku-
stund fyrir keppni, t.d. spretthlaup,
vegna þess að fyrst eftir inntöku
lækkar blóðsykur en jafnast síðan.
Er allt ginseng eins?
Því fer fjarri. Frægast er svokallað
Panax Ginseng sem er upprunnið frá
miðhálendi Kóreu og fjallagörðum
Mansjúríu. Því eldri og þykkari sem
rótin er því betri er hún að gæðum og
samsetningu virkra efna. Jurtin
mergsýgur jarðveginn sem þarf að
vera afar steinefnaríkur og því er
æskilegt að hvíla akrana helst í mörg
ár milli uppskera til að tryggja við-
unandi gæði. Rautt ginseng frá Kór-
eu inniheldur flest virk efni og jafn-
framt inniheldur það mest magn
svokallaðra andoxunarefna.
Því mætti ætla að neysla þess
bætti árum við lífið en öruggt má
telja að það bæti lífi í árin.
Ginseng og íþróttir
Hafsteinn Daníelsson skrifar
um heilsurækt ’Því eldri og þykkarisem rótin er því betri er
hún að gæðum og sam-
setningu virkra efna.‘
Hafsteinn Daníelsson
Höfundur er íþróttakennari og
eigandi líkamsræktarstöðvar í
Reykjavík.