Morgunblaðið - 08.07.2004, Qupperneq 35
MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2004 35
Frítt á völlinn
fyrir 16 ára og yngri
Viðskiptavinir Landsbankans 16 ára og yngri fá frítt á leiki
í Landsbankadeildinni í sumar. Þeir lenda líka í happdrættispotti
með 100 glæsilegum vinningum.
Miðar eru afhentir í útibúum bankans!
560 6000 | landsbanki.is Banki allra landsmanna
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
L†
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
L
BI
2
51
84
0
7/
04
Nokkrir veruleikaþættir erusýndir um þessar mundir áíslenskum sjónvarps-
stöðvum. Dæmi eru The Restaur-
ant á Skjá einum sem fjallar um
rekstur veitingastaðar í New York,
The Joe Schmoe Show á Popptíví
sem fjallar um náunga í útslátt-
arkeppni um peningaverðlaun og
My Big Fat Obnoxious Fiance á
Stöð 2 sem fjallar um par sem á að
sannfæra foreldra sína um að þau
vilji giftast. Í seinni tíð hefur til-
koma nýrra
slíkra þátta
aukist mjög og
um leið hefur
flóra þeirra
stækkað jafnt
og þétt. Ekki einungis hafa verk-
efnin sem þátttakendur eru að fást
við orðið fleiri, eins og dæmin hér
að ofan sýna, heldur er tilkomin ný
kynslóð slíkra veruleikaþátta, þar
sem markvisst er logið að þátttak-
endum, þeir sitja alls ekki allir við
sama borð og ekki er allt sem sýn-
ist.
Dæmi um það er The Joe SchmoShow, þar sem Joe greyið er
blekktur til að halda að hann sé
einn af keppendum um pen-
ingaverðlaun og málið sé að reyna
að lifa af í hópnum sem þarna er
samankominn. Í raun og veru eru
allir hinir „þátttakendurnir“ leik-
arar, sem eru gefnar fyrirfram
skrifaðar rullur. Slíkar blekkingar
eru líka fyrir hendi í My Big Fat
Obnoxious Fiance, þar sem kærast-
inn er ekki í liði með kærustunni,
heldur fyrirfram skrifaður gegn
henni.
Sitt sýnist hverjum um þessa
nýju kynslóð veruleikaþátta. Marg-
ir fyllast sterkri réttlætiskennd
fyrir hönd þess sem blekktur er og
finnast þættirnir afar ósann-
gjarnir. En sennilega er þessi
brella nauðsynleg viðbót, það er
ekkert gaman lengur að sjá hver er
vinsælastur í alvörunni heldur sjá
„raunveruleg“ viðbrögð. Eða eru
þau það ekki?
Þessir nýju þættir leiða hugann
óhjákvæmilega að spurningunni
um hvort þessir veruleikaþættir
hafi hreinlega ekki alltaf verið
skrifaðir fyrirfram og hversu mikil
nýjung það sé að einhverjir sem
taka þátt þekki plottið í raun og
veru og viti útkomuna fyrirfram.
Það hefur raunar alltaf verið mín
kenning að veruleikaþættir væru
að miklu leyti skrifaðir fyrirfram
og „fótósjoppaðir“, því hvernig
öðruvísi er hægt að útskýra margt
af þessu bulli sem þarna fer fram?
Hvernig stendur á því að konurnar
í Survivor virðast alltaf rakaðar
undir höndunum þegar þær áttu að
hafa hoppað úr báti og synt í land á
eyðieyju fyrir tveimur vikum?
Hvers vegna kjósa einhverjir að
ræða og þar með koma upp um
plottin sín, vitandi að myndavélin
er ofan í nefinu á þeim? Af hverju
er myndatökumaðurinn einmitt
staddur heima hjá þjóninum þegar
hann fær hið óvænta símtal?
Þó að Stiklur gætu talist fyrstiíslenski veruleikasjónvarps-
þátturinn, hlýtur aðalþátturinn í ís-
lenska geiranum um þessar mundir
að vera Brúðkaupsþátturinn Já!
sem gengur núna fjórða sumarið í
röð. Sá þáttur rennir stoðum undir
kenninguna um að margir þessara
þátta séu skrifaðir fyrirfram, því
hann er það augljóslega ekki. Ef
metnaðarfullir handritshöfundar
skrifuðu þann þátt, myndi ekki
nánast hver einasta manneskja sem
beðin er að gefa brúðhjónunum
gott ráð minna þau á að fara aldrei
ósátt að sofa, með fullri virðingu
fyrir því heillaráði. Og það er ein-
mitt þetta „ekta“ við þættina sem
er virðingarvert, þó umræðuefnin
séu stundum alveg steikt.
Þá vekur athygli hversu lítinn
áhuga Ríkissjónvarpið hefur sýnt
veruleikaþáttum, bæði aðkeyptum
og heimatilbúnum. Því þegar öllu
er á botninn hvolft, eru slíkir þætt-
ir afar vinsælir og atvinnuskap-
andi. Sérstaklega fyrir handrits-
höfunda, leikara og leikstjóra ef
kenning mín reynist rétt – að þetta
sé allt skrifað fyrirfram rétt eins
og annað sjónvarpsefni.
Nýr veruleiki
í sjónvarpi?
’Af hverju er mynda-tökumaðurinn einmitt
staddur heima hjá þjón-
inum þegar hann fær
hið óvænta símtal?‘
AF LISTUM
Inga María
Leifsdóttir
ingamaria@mbl.is
FÓTÓGRAMM nefnist það þegar
hlutur er lagður á myndnæman flöt
eins og ljósmyndapappír í myrkra-
herbergi, sem síðan er lýstur í smá-
stund. Engin myndavél kemur við
sögu en þegar pappírinn kemst í
snertingu við framköllunarvökvann
birtist mynd af hlutnum á papp-
írnum. Aðferðin er frá upphafi
nítjándu aldar þegar frumkvöðlar
ljósmyndunar, Talbot og Daguerre,
gerðu tilraunir til að „mynda“ hluti
á ljósnæmum fleti. Lengi vel var
orðið photogram notað á sama hátt
og photograph og það er ekki fyrr
en á 20. öld að farið er að greina
þarna á milli.
Við gerð mynda af þessu tagi
verður óhjákvæmilega til samspil
tilviljunar og ætlunar og útkoman
er að nokkru leyti ófyrirsjáanleg
eins og Sigríður Bachmann segir á
blöðungi sínum með sýningunni
sem nú stendur yfir hjá Sævari
Karli þar sem hún sýnir allnokkurn
fjölda þessara fótógramma. Myndir
hennar búa yfir ákveðinni fegurð
sem verður til þegar hlutir birtast í
nýju ljósi, eru næstum óþekkj-
anlegir. Það er eins og að sjá allt í
einu í myrkri, sjá nýjan heim birt-
ast. Manni verður hugsað til ljós-
mynda af árum fólks og Kirlian
ljósmynda af orkusviði lífvera og líf-
rænna hluta t.d. laufblaða, eða rönt-
genmynda, mynda sem sýna okkur
það sem annars er hulið sjónum
okkar. Fótógrömm Sigríðar eru
misáhugaverð en þau best heppn-
uðu búa yfir jafnvægi í myndbygg-
ingu og samræmi í litum og form-
um. Hér er um skemmtilegan leik
að ræða og þó að myndirnar séu ef
til vill ekki sérlega persónulegar
eða frumlegar eru þær heillandi og
fallegar, líkt og svipmyndir úr hul-
iðsheimum.
Hversdagslegir hlutir í nýju ljósi á
sýningu Sigríðar Bachmann.
MYNDLIST
Gallerí Sævars Karls
Til 22. júlí. Galleríið er opið á
verslunartíma.
FORM OG LITIR, FÓTÓGRÖMM, SIGRÍÐUR
BACHMANN EGILSDÓTTIR
Ragna Sigurðardóttir
DJASSHÁTÍÐIN Jazz undir fjöll-
um hefst á morgun í Skógum undir
Eyjafjöllum. „Hátíðin verður sett á
föstudagskvöldið klukkan átta með
pompi og pragt, en þar verður flutt-
ur tónlistargjörningur okkar Jóels
Pálssonar. Þórður Tómasson fyrrum
safnstjóri Byggðasafnsins í Skógum
mun flytja setningarræðu og Krist-
jana Stefánsdóttir og Andrea Gylfa-
dóttir munu syngja pínulítið,“ segir
Sigurður Flosason, saxófónleikari
og skipuleggjandi tónlistaratriða há-
tíðarinnar, í samtali við Morgun-
blaðið.
Tónleikar kvöldsins hefjast svo kl.
21 í stóru tónleikatjaldi sem sett
verður upp við Hótel Skóga. „Það er
ráðgert að þeir tónleikar standi til
miðnættis og svo verður leikurinn
endurtekinn á laugardagskvöld.
Hins vegar verða eftirmiðdagstón-
leikar á hátíðinni bæði á laugardag
og sunnudag milli klukkan þrjú og
fimm sem haldnir verða í samgöngu-
safni Byggðasafnsins á staðnum.
Laugardagstónleikarnir eru helg-
aðir minningu Viðars heitins Al-
freðssonar trompetleikara, sem var
um langt skeið einn helsti djass-
trompetleikari okkar Íslendinga.
Hann var ættaður frá Skógum og
sum af hljóðfærum hans eru varð-
veitt á byggðasafninu þar. Það er
aldrei að vita nema að það verði spil-
að á einhver af hljóðfærum hans,“
segir Sigurður. Trompetleikarinn í
hópnum, Snorri Sigurðarson, sem er
nýlega útskrifaður frá Hollandi,
verður í forgrunni á þessum tón-
leikum, þar sem leikin verður tónlist
sem tengist Viðari.
Þátttakendur á djasshátíðinni eru
Andrea Gylfadóttir, Kristjana Stef-
ánsdóttir, Jóel Pálsson, Þórir Bald-
ursson, Snorri Sigurðarson, Gunnar
Hrafnsson, Erik Quick, Pétur Grét-
arsson og Guðmundur Pétursson,
auk Sigurðar. „Á hátíðinni verða
bæði nokkur undirbúin prógrömm
þar sem ákveðnir hlutar af hópnum
spila saman, en svo verður líka sturt-
að í pottinn, hrært í og athugað hvað
gerist. Hátíðin verður því meðvitað
hæfilega mikið undirbúin,“ segir
Sigurður sem útilokar ekki að allir
þátttakendur í hátíðinni komi á ein-
hverjum tímapunkti saman og spili.
Aðgangur að öllum tónleikum há-
tíðarinnar er ókeypis.
Tónlist | Djassinn dunar í Skógum undir Eyjafjöllum
Morgunblaðið/Jim Smart
Djassararnir sem taka þátt í djasstónlistarhátíðinni Jazz undir fjöllum.
Meðvitað hæfilega undirbúið
TÓNSKÓLI þjóðkirkjunnar stend-
ur fyrir námskeiði fyrir barna-
kórastjóra í Skálholti 16.–18.
ágúst nk.
Aðalkennari í kórstjórn verður
Hákon Leifsson en hann kynnir
einnig nám í kórstjórn við Tón-
skóla þjóðkirkjunnar. Aðrir
kennarar eru Gunnar Ben, sem
kemur með hugmyndir að útsetn-
ingum „litlu laganna“ og Ólöf
María Ingólfsdóttir, sem kennir ís-
lensku þjóðlögin á nýjan máta.
Bjarney Ingibjörg stýrir um-
ræðum og æfingum að raddþjálfun
barna.
Þá verður „málþing“ um stöðu
barnakóra í kirkjunni og kjör kór-
stjóra á Íslandi í dag.
Skráning er hjá Gróu Hreins-
dóttur í síma 699 1886, ton-
sel@operamail.com og hjá Bjarn-
eyju Ingibjörgu Gunnlaugsdóttur í
síma 693 3238, big@simnet.is.
Námskeið fyrir barnakórstjóra