Morgunblaðið - 08.07.2004, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2004 39
DRULLA og ekki drulla. Hróars-
kelduhátíðin er tónlistarhátíð og það
er sú eðla list sem bindur allt batt-
eríið saman, fyrst og síðast. Enginn
er verri þótt hann vökni og síst er
hann verri ef hann hefur ráð og rænu
á að umfaðma töfra tónlistarinnar.
Sem nóg var af þessa fjóra daga. Síð-
asta sunnudag var gerð grein fyrir
helstu tónlistaratriðum opn-
unardagsins, sem var fimmtudag-
urinn 1. júlí. Hér fer svo samantekt
yfir þá daga sem eftir lifðu af hátíð-
inni.
Föstudagur
Ég byrjaði á því að bregða mér í
heimstónlistartjaldið (Ballroom) þar
sem alsírska tónlistarkonan Hasna el
Becharia hélt uppi dynjandi dans-
stuði ásamt félögum.
Jesse Sykes er bandarísk söng-
kona og gítarleikari og plægir akur
þunglyndislegrar rokktónlistar. Hún
lék í Pavilion (einskonar nýbylgju-
rokktjald svæðisins ásamt Odeon)
klukkan 17.00. Nokkuð mikið eftir
bókinni og lítt stingandi en það flott-
asta við tónleikana var að það byrjaði
að rigna um leið og hún sló fyrsta
strenginn. Tilviljun?
Á sama tíma voru sænsku tækni-
þungarokkssnillingarnir í
Meshuggah að spila á
Appels-
ínugula sviðinu. Ótrúlega flottir.
Ekki er hægt að segja það sama
um veslings Graham Coxon, fyrrum
Blurliða, sem var einfaldlega „drullu-
lélegur“ í Odeontjaldinu. Á eftir
Jesse steig Færeyingurinn Teitur á
svið. Stemningin góð, tjaldið troðfullt
og færeyskir fánar á lofti. Teitur er á
flugi um þessar mundir.
Slipknot leystu David Bowie af og
voru með kröftug trúðslæti á aðal-
sviðinu. Ágætis skemmtan en Slip-
knot dæmið er engu að síður búið.
Rak svo nefið inn í Arenatjaldið
(næststærsta tjaldið) og þar voru
N*E*R*D algerlega að gera sig og
fjörið allsvakalegt.
Pixies, sem spiluðu á Appels-
ínugula sviðinu, náðu ekki að sann-
færa mig. Þetta er hreinlega slappt
verður að segjast og „við erum að
gera þetta peninganna vegna“-
andinn er yfir þeim öllum. Skítalykt
af málinu og forsendur fyrir þessari
endurkomu vægast sagt hæpnar.
Svei.
Má ég þá frekar biðja um Avril
Lavigne sem stóð sig eins og hetja í
Arena. Smellunum var staflað upp og
ég er að „fíla“ þetta í botn!
Þá má ekki gleyma Ozy, Örnólfi
Thorlacius, sem hélt uppi góðu
„grúvi“ í litlu tjaldi sem kallað er
Lounge. Einhverra hluta vegna
var þetta ekki á
auglýstri dagskrá
en stemningin hjá
þeim tæplega 400 manns
sem þarna voru sam-
ankomnir var einkar góð.
Wire léku í Oden, en þessi frá-
bæra síðpönksveit (sú besta reynd-
ar) var endurreist (enn og aftur) fyrir
fjórum árum síðan og er alveg að
gera sig. Hér eru forsendurnar heið-
arlegri en hjá aurapúkunum í Pixies.
Wire spiluðu nær einungis flunkuný
lög, og það af miklum krafti. Glæsi-
legt hreint út sagt.
Laugardagur
Matthew Herbert Big Band er
kúnstugt fyrirbæri og lét öllum góð-
um látum í hinu rafvæna Metropol-
tjaldi. Á einhvern ótrúlegan hátt
virkar þetta dæmi. Taktdrifin
strengja- og málmblásturssveit sem
helst ætti að koma fyrir í Twin Peaks
þáttunum. Fyrsta flokks skemmtan
og fegurð, frá öðrum heimi nánast.
Þýska snúllutæknósveitin Lali
Puna, sem gefur út hjá Morr Music,
lék þá í Pavilion og komst, skulum við
segja, þokkalega frá sínu. Á Appels-
ínugula sviðinu var manni svo skotið
15 ára aftur í tímann þar sem dauða-
rokksveitin Morbid Angel fór ham-
förum. Ekkert nýtt en ekki slæmt
heldur.
Sá svo snillinginn Jamie Lidell
fara á kostum í Metropol, fyrir tómu
tjaldi. Þessi stórkostlegi tónlist-
armaður er að blanda saman „grúv“-
kenndri en þó vel sýrðri raftónlist
saman við sálartónlist (hann syngur
eins og hvítur Marvin Gaye) með fá-
ránlega flottum árangri. Skrifið nafn-
ið hjá ykkur!
Þar á eftir var það Iggy and The
Stooges. Þvílíkir hundar! Og Iggy
ber að ofan – nei takk! En rokkið var
þarna engu að síður. Síðar um kvöld-
ið spilaði ein mest umtalaða nýnrokk-
sveit samtímans, The Shins frá Nýju
Mexíkó. Og þeir ollu ekki von-
brigðum. Dásamlega melódískt
„indí“ – eins gott og það getur orðið.
Morrissey stóð svo sína plikt með
miklum glans í Arena. Þrjú Smiths-
lög sem fengu að fljóta með í settinu,
„There Is A Light That Never Goes
Out“, „Shakespeare’s Sister“ og
„The Headmaster’s Ritual“ hafa ef-
laust tendrað bál í hjörtum margra.
Sunnudagur
Það fyrsta sem maður varð var við
þennan daginn var ræða og söngur
frá Michael Franti, fyrrum liðsmanni
úr Beatnigs og Disposaple Heroes of
HipHoprisy en nú kom hann fram
ásamt sveit sinni Spearhead. Franti
er ofurpólitískur („Svartur Bono“
eins og Óli Palli frá Rokklandi sagði
við mig) en dálítið klisjukenndur um
leið. Þetta er fín lína.
The Von Bondies voru í Odeon
(söngvarinn var kýldur af Jack White
á dögunum eins og frægt er) og rokk-
uðu þétt. Frumleikinn þó óþægilega
fjarri. Pönkfönksveitin !!! frá New
York sló í gegn á sama stað, dans-
tónlist fyrir nýbylgjukrakka, eins-
konar uppfærð útgáfa af Stone Roses
– í mjög svo ákveðnum skilningi.
Franz Ferdinand („Leaving
Here“, „Matinee“) spiluðu í Arena.
Frábær hljómsveit og frábær lög en
ekki sérstaklega sterk á sviði – a.m.k.
ekki í þetta skipti.
Vogatangaklíkan (Wu-Tang Clan)
sté svo á svið á Appelsínugula sviðinu
og skilaði sínu vel – merkilegt nokk.
Áhorfendur voru vel „Wu“-aðir á því
og fánaveifandi Wu-limir í góðu stuði.
Hróarskelda 2004 | Þar sem tónlistargyðjan hafði veðurguðinn
Í díki tónlistarinnar
Morgunblaðið/Árni Torfason
Á meðan mamma og pabbi fóru á tónleika gátu börnin drullumallað, horft
á allt skrítna fólkið hegða sér svona undarlega eða bara látið sér leiðast.
Hringurinn eini. Armbandið. Lyk-
illinn. Vegabréf Hróarskeldu.
www.roskilde-festival.dk
arnart@mbl.is
Þrátt fyrir allt sigraði tónlistargyðjan veðurguðinn á Hróars-
kelduhátíðinni. Arnar Eggert Thoroddsen greinir frá.
!
"
#
$
$%& '
()
!!!
" $
%"
&
$
$
'
(
)
$
' #
*
,-
.
)
*
+
)
,
-
.
/
*0
1
2
3
*+
**
*-
*3
*2
*1
*,
*.
!
*
+
-
*
+
+
1
2
+
,
,
,
1
3
1
-
*1
*-
*0
/
! 456 (!!78 79:!5 457;!
%78
( 4!
456 (!!78 79:!5 457;!
%78
( 4!
456 (!!7;!
%79:!5 4578 78
( 4!7<(
:457=
7 45
:457=
9:!5 45
:457=
:457=
9:!5 45
458 78
( 4!
456 (!!79:!5 45
:457=
456 (!!78
( 4!
9:!5 45
9:!5 45
:45
456 (!!
:45
456 (!!
9:!5 45
Forsætisráð-herra
Kambódíu bauð í
vikunni leikkon-
unni Angelinu
Jolie kambód-
ískan ríkisborg-
ararétt í við-
urkenningarskyni
fyrir störf hennar
í þágu náttúruverndar í þessu fátæka
ríki. Jolie, sem kom í óvænta tveggja
daga heimsókn til Kambódíu í gær,
segist munu þiggja ríkisborgararétt-
inn verði henni boðinn hann. Hún
tjáði sig ekkert um bandarískan
ríkisborgararétt sinn. Í Kambódíu er
þarlendum ríkisborgurum heimilt að
vera einnig með ríkisborgararétt í
öðru landi.
Jolie, sem ættleiddi son sinn
Maddox frá Kambódíu fyrir tveimur
árum, segir að Hun Sen forsætisráð-
herra hafi boðið sér ríkisborgara-
réttinn á fundi þeirra tveggja í dag.
Jolie, 29 ára, hefur veitt samtökum
í Kambódíu sem beita sér fyrir sam-
félagsþróun 1,5 milljónir Bandaríkja-
dala, eða 108,3 milljónir króna, til
verkefnis er miðast að umhverfis-
vernd í afskekktum hlutum landsins í
norðvestri.
Verkefnið miðast að verndun um
60.000 hektara skóglendis í Samlaut
og Pailin, en svæðin voru áður yfir-
ráðasvæði hinna grimmu Rauðu
khmera sem stýrðu Kambódíu á ár-
unum 1975–79.
Bandaríski leikarinn Paul New-man hefur aldrei losnað við
kappakstursdelluna og um helgina
mætti hann til leiks í götubílaralli
sem fram fór í Lime Rock-garði í
Lakeville í Connecticut. Sýndi hann
góða takta þótt á 80. aldursári sé en
komst ekki alla leið í mark vegna bil-
unar í gírkassa.
Newman var meðal þriggja
fremstu í rallinu þegar gírkassinn
gaf sig í Corvettunni hans, en hún
bar númerið 79 og var því ætlað að
minna á aldur
leikarans. Voru
þá aðeins eftir um
15 mínútur af
kappakstrinum.
Stjarna Butch
Cassidy-myndar-
innar komst lítt
eftir það en varð á
endanum í 15.
sæti af 19 þátttakendum. „Ég naut
kappakstursins allt þar til gírkassinn
fór að gefa sig en eftir það var bíllinn
reikull,“ sagði Newman.
Þar sem Chevrolet-bíll Newmans
komst fyrst í gegnum skoðun fyrir
keppnina fékk hann að hefja kapp-
aksturinn á ráspól. „Ég er að verða
of gamall fyrir þetta, ef ég bara væri
orðinn 75 ára aftur hefði ég verið
talsvert fljótari,“ sagði kvikmynda-
stjarnan fræga sem gert hefur sér
það til dundurs að keppa öðru hverju
í kappakstri.
Newman hefur um dagana keppt í
nokkrum af helstu sportbílamótum
Bandaríkjanna, meðal annars í sólar-
hringskappakstrinum árlega í Day-
tona á Flórída.
Fólk folk@mbl.is
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
Sýnd kl. 6 og 8.
www.laugarasbio.is
ÞEGAR
KRAFTAVERK
VERÐUR AÐ
MARTRÖÐ
ER EKKI AFTUR
SNÚIÐ
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15.
SV Mbl
Nýr og betriHverfisgötu 551 9000
www .regnboginn.is
SV Mbl
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.40.Sýnd kl. 6, 8 og 10. B. i. 16 ára.
SKEMMTILEGASTA
GAMANMYND SUMARSINS!
Jenna fékk ósk sína uppfyllta...
og er allt í einu þrítug!
Frábær mynd fyrir fólk á öllum aldri.
Missið ekki af
svölustu mynd
sumarsins!
Frábær hasarmynd
með ofurtöffaranum
The Rock
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
ÓHT Rás 2
ETERNAL
SUNSHINE
Forsa la ha f in – Frumsýnd 9. jú l í