Heimilistíminn - 04.07.1974, Blaðsíða 28
Saltfiskur í formi
Saltfiskur er mikið borðaður I Miðjarðar-
hafslöndum, en allt of litið hér heima.
Afvatnið hann ef þarf. Það venjulegasta
er að sjóða saltfisk, en hægt er aö
matreiöa hann á ótal vegu. Hér er góð
tillaga, vel þess virði að reyna hana.
Um 1 kiló saitfiskur,
1 stór laukur (saxaður)
safi úr hvitlauskgeira,
1 dós kræklingur, (450 gr)
1/2 dl. söxuð steinselja
1 dl rjómi
Blandið saman lauk, hvitlauk, kræklingi
og steinselju. Þurrkið fiskinn, hreinsið
roðiö af og skerið hann i u.þ.b. 3 sm
breiðar sneiðar. Leggið svolitið af
maukinu á hverja sneið og rúllið upp.
Setjið rúllurnar I eldfast fat og jafnið
afgagnum af maukinu yfir. Hellið siðan
rjómanum yfir allt saman. Setjið álpappir
yfir fatið og látið réttinn bakast i hálftima
i 225 stiga heitum ofni. Berið fram með
soönum hrisgrjónum eða kartöflum og
góðu hrásalati.
Steikt lúða
Stundum getur verið erfitt að fá fallegan
lit á lúðu, þegar hún er steikt, en með þvi
að stinga stykkjunum andartak niður I
sjóöandi vatn og steikja þau svo, tekst það
yfirleitt.
4 sneiöar lúða (600 gr.)
5 dl vatn
1 1/2 tesk. salt
1 lftill laukur
Sósa úr: 2 dl.
fiskkrafti, 1 msk hveiti,
25 gr. smjöri og 2 eggjarauðum.
Sltrónubátar og kapers.
Setjiö saltið og laukinn niðursneiddan I
vatn og látið suðuna koma upp. Leggið
lúöusneiðarnar á fiskspaða og dýfið þeim
niður I vatnið andartak, þar til þær verða
hvitar. Leggið þær á fat ög látið vatnið
renna af. Sjóðið saman fiskkraftinn,
þangað til 2 dl. eru eftir. Blandið hveitið
með svolitlu vatni og setjið i kraftinn og
látiö sósuna sjóöa. Hrærið smjörið og
þeyttar eggjarauðurnar i, en látið sósuna
ekki sjóða eftir það. Haldið henni heitri.
Steikið fisksneiðarnar i smjörliki, umb. 3
min. á hvorri hlið eftir þykkt, en ekki of
lengi, þá þornar fiskurinn gjarna. Leggið
siöan á fat og hellið sósunni yfir. Skreytið
með sitrónubátum og kapers. Beriö fram
með soðnum kartöflum og baunum.
28