Morgunblaðið - 21.08.2004, Side 8
FRÉTTIR
8 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
14.00–18.00
Opið hús. Myndlistasýning á verkum eftir Georg
Guðna. Einnig verða til sýnis gamlar ljósmyndir
af Vatnsmýrinni frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur,
að ógleymdu umhverfislistaverkinu
eftir Ólaf Elíasson.
14.00–14.30
Vísindagaldrar: Siggi efnafræðingur sýnir
börnunum skemmtilega „vísindagaldra“.
15.00–15.40
Tónleikar með Eivöru Pálsdóttur og Bill Bourne.
16.00–16.30
Vísindagaldrar: Siggi efnafræðingur sýnir
börnunum skemmtilega „vísindagaldra“.
17.00–18.00
Tónleikar með Eivöru Pálsdóttur og Bill Bourne.
Gyrðir Elíasson les úr ljóðum sínum.
Íslensk erfðagreining býður upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna á
Menningarnótt, í höfuðstöðvum fyrirtækisins að Sturlugötu 8 í Vatnsmýrinni.
Vísindamenn verða á sveimi til að svara spurningum gesta og sýna húsið.
Við höfuðstöðvar Íslenskrar erfðagreiningar eru næg bílastæði og aðeins
um 10 mínútna gangur í Hljómskálagarðinn og miðbæ Reykjavíkur.
Nánari upplýsingar um dagskrána er að finna á www.decode.is.
Íslensk erfðagreining á Menningarnótt
Vatnsmýrin
Þrátt fyrir fullyrðing-ar formanns Fram-sóknarflokksins,
Halldórs Ásgrímssonar, í
Morgunblaðinu í gær, um
að brotthvarf Sivjar Frið-
leifsdóttur úr ríkisstjórn
muni „ekki valda ólgu“ í
flokknum, er ljóst að
ákvörðun þingflokksins um
að Siv víki er umdeild.
Margir flokksmenn eru
óánægðir. Jafnréttisnefnd
Framsóknarflokksins
fundaði í gær vegna máls-
ins, hópur 40 framsóknar-
kvenna ætlar að hittast og
ræða málið í dag (og hafa
boðið Siv og Jónínu Bjart-
marz á fundinn) og á mið-
vikudag er fundur hjá
Landssambandi framsóknar-
kvenna og má gera ráð fyrir að
brotthvarf Sivjar beri á góma þar.
Þá virðist ungt fólk í Framsókn
heldur ekki sátt við þetta útspil
þingflokksins með formanninn í
broddi fylkingar, ef marka má pist-
il formanns Sambands ungra fram-
sóknarmanna á vefsvæði sam-
bandsins þar sem hann veltir því
fyrir sér hvort flokkurinn ætli
virkilega að „byrja veturinn á því
að slá einn öflugasta talsmann
flokksins og framtíðarleiðtoga af“.
Á málþingi sem Landssamband
framsóknarkvenna hélt í maí sl.
var samþykkt, einróma, ályktun
um að sambandið gerði þá kröfu að
konum yrði ekki fækkað í ráð-
herraliði flokksins. Nú hefur komið
í ljós að þingflokkurinn gengur
ekki að þessari kröfu. Blaðaauglýs-
ing 40 kvenna úr Framsóknar-
flokknum, sem birtist á dögunum,
þar sem þingmenn flokksins voru
hvattir til að virða jafnréttislög
flokksins, vakti athygli.
„Við skipan í trúnaðarstöður
innan flokksins sem og við val á
framboðslista hans skal leitast við
að hlutur hvors kyns verði ekki
minni en 40%,“ segir í grein 12.8 í
lögum Framsóknarflokksins. Það
er einkum þessi grein sem rætt
hefur verið um undanfarna daga og
vakið hefur spurningar um kynja-
kvóta í stjórnmálum.
„Kynjakvóti er tæki eða aðferð
sem víða hefur verið stuðst við til
að rétta hlut kvenna gagnvart körl-
um í stjórnmálum, einkum á Norð-
urlöndum,“ segir á Vísindavef Há-
skóla Íslands. Á sama vef, nánar
tiltekið í svari Rósu Erlingsdóttur
stjórnmálafræðings við spurning-
unni „Hvað er kynjakvóti og hver
eru markmið hans?“ greinir frá
röksemdum stjórnmálafræðings-
ins Anne Phillips. Sú telur þau rök
að konur séu fyrirmyndir og að
þær hafi aðra sýn á stjórnmál en
karlar meðal þeirra sem nothæf
eru til stuðnings kynjakvótum.
Umræðan um kynjakvóta í
stjórnmálum og á öðrum sviðum
þjóðlífs hefur komið upp hérlendis
öðru hverju, helst í samhengi við
skipan í stöður á vegum hins op-
inbera. Tvær raddir eru jafnan
hæstar. Önnur sú sem segir að
kynjakvótar eigi aldrei rétt á sér,
hæfni einstaklings skipti máli en
ekki kyn. Hin sem telur það rétt-
lætanlegt að kyn hafi áhrif á val í
tilteknar stöður því rétta þurfi hlut
kvenna í valdastöðum. Auðvitað
eru þeir svo til sem taka afstöðu
þarna á milli.
Ummæli Dagnýjar umdeild
Í kjölfar auglýsingar framsókn-
arkvenna tók Dagný Jónsdóttir að
sér að ljá rödd sína þeirri skoðun
að kynferði skipti ekki máli. Á pistli
á vef sínum, www.xb.is/dagny segir
hún: „Ég tilheyri þessum hópi
kvenna og karla sem vilja velja ein-
stakling hverju sinni sem hentar
best í það hlutverk sem velja á í.
Það er minn skilningur á nútíma
jafnréttisbaráttu.“
Ummælin hafa fallið í grýttan
jarðveg, innan flokks sem utan.
Í pistli á Hrifla.is, sem er vefur
framsóknarfélaganna í Reykjavík,
segir Kolbrún Ólafsdóttir Dagnýju
hafi beitt þeirri aðferð fyrir þing-
kosningar 2003 að benda á skort á
ungu fólki á þingi. „Hún minntist
ekkert á það að hún væri hæfasti
einstaklingurinn til þess að verma
3ja sætið á framboðslista í Norð-
austurkjördæmi.“
Og þessi sýn Dagnýjar hefur
einnig verið gagnrýnd frá hægri
væng stjórnmálanna, þaðan sem
stuðnings við hana hefði helst verið
að vænta. Í pistli á vef Landssam-
bands sjálfstæðiskvenna segir
Helga Guðrún Jónasdóttir: „Eig-
um við ekki, í stað þess að taka þátt
í svona þvættingi að horfast ein-
faldlega í augu við, að konur gjalda
kynferðisins iðulega, ólíkt körlun-
um.“ Og hún telur það miður að
margir telji það „nútímalegt inn-
legg“ í umræðuna að konur eigi
ekki að komast til áhrifa fyrir það
eitt að vera konur. „Ég veit ekki
um nokkurn sem stutt hefur konu
út á það eitt að hún er kona.“ Þá
bendir hún á að trúi fólk því að
hæfasti einstaklingurinn verði allt-
af ofan á, þá sé erfitt að útskýra af
hverju kynjamunur blasir hvar-
vetna við í þjóðfélaginu. „Skyldi
það vera bara ein af þessum sjálf-
gefnu staðreyndum að karlarnir
hafa alltaf eitthvað til brunns að
bera, en konurnar bara stundum,“
spyr Helga Guðrún.
Hvor röddin sem verður hávær-
ari að lokum innan Framsóknar-
flokksins, sú sem mælir 40% kynja-
kvóta bót eða sú sem leggst gegn
honum, þá er ljóst að málinu er
ekki lokið.
Fréttaskýring | Engin ólga?
Misvinsælir
kynjakvótar
Kynjakvótar í stjórnmálum eru norræn
aðferð til að tryggja framgang kvenna
Ekki virðast allir á eitt sáttir um það
hvort kynferði skipti máli í stjórnmálum.
Ekki allir framsóknarmenn
sammála lögum flokksins
Þegar kynjakvóta í stjórn-
málum ber á góma skiptist fólk
jafnan í tvær fylkingar eftir því
hvort það telur þá eiga rétt á sér
eða alls ekki. Ef marka má yf-
irlýsingar framsóknarkarla og
-kvenna síðustu daga eru bæði
viðhorf gjaldgeng innan flokks-
ins, þrátt fyrir að lög hans kveði
á um að hafa beri 40% kvóta á
hvort kynið til hliðsjónar þegar
valið er í áhrifastöður.
eyrun@mbl.is
Það hefur löngum þótt gulli betra þar sem mikið er skorið að hafa góðan brýnara.
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn