Morgunblaðið - 21.08.2004, Side 11

Morgunblaðið - 21.08.2004, Side 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2004 11 ÚR VERINU SJÓMENN við Reykjanes segjast aldrei hafa séð annað eins af sæ- steinsugu og nú. Er mikið um þennan sjaldgæfa blóðsugufisk við Eldeyjar- boða og á Flóanum að þeirra sögn. Jónbjörn Pálsson fiskifræðingur seg- ist ekki hafa neina skýringu á þessum „faraldri“. Tölulegar upplýsingar til samanburðar skorti en hugsanlegt sé að hlýnun sjávar hafi eitthvað að segja. Sæsteinsugan er blóðsuga og lifir á því að sjúga sig fasta við fiska og sjúga í sig blóðið úr þeim. Jónbjörn segir að hingað til hafi bara fundizt einn og einn fiskur, en þó fáist stund- um fleiri, þegar beinhákarl komi í troll. Þá fylgi oft nokkrar steinsugur með, en svo virðist sem beinhárkarl- inn sé í uppáhaldi hjá þeim. Sæsteins- ugan hrygnir ekki hér við land og seg- ir Jónbjörn erfitt að meta hve langt fiskarnir syndi en þeir geti auðvitað tekið sér „far“ með beinhákörlum og stærri fiskum og farið anzi víða. Kjafturinn skoltalaus Eftirfarandi lýsing á fiskinum og lifnaðarháttum hans er fengin úr bók Gunnar Jónssonar, Íslenskir fiskar: Sæsteinsuga getur orðið allt að ein- um metra að lengd, en algengust er hún 60 til 80 sentimetra löng. Hún er állaga, sívöl og jafnbola að framan, en þynnist aftur eftir. Höfuðið er um einn fimmti hluti lengdarinnar og rennur saman við bolinn. Á enda þess að neðan er kjafturinn, all sérkenni- legur og skoltalaus. Hann er skoru- laga en myndar kringlótta sogskífu þegar hann flest út. Verður þá fjölda smárra, einyddra og raðstæðra horntanna vart. Jónas gat hennar fyrst Heimkynni sæsteinsugunnar eru beggja vegna Atlantshafsins frá Bar- entshafi og Norður-Noregi að norðan og austan suður í Skagerak og Katte- gat og inn í Eystrasalt. Við Færeyjar, í Norðursjó, meðfram ströndum Bretlands og Frakklands til Portú- gals og inn í vestanvert Miðjarðarhaf. Einnig við Vestur-Afríku. Til Íslands koma flækingar alloft. Í Norðvestur- Atlantshafi finnst sæsteinsuga við Suður-Grænland og við strendur Norður-Ameríku er hún frá Sankti Lárensflóa og Nýfundnaland til Flór- ída. Hér við land finnst sæsteinsuga af og til allt í kringum landið, en ekki hrygnir hún hér. Skáldið og náttúru- fræðingurinn Jónas Hallgrímsson getur hennar fyrst hér við land frá Austurlandi, og sennilega er hún einna algengust þar. Engin nytsemi Sæsteinsugan lifir í sjó og finnst hún frá tveggja metra dýpi niður á 1.100 metra. Í sjó leitar hún sér fæðu, en heldur í ósalt vatn til hrygningar, en að lokinni hrygningu drepast fisk- arnir. Hennar hefur aldrei orðið vart í ám hér né vötnum, enda sennilega of kalt fyrir hana. Í sjónum lifir hún á því að sjúga blóð úr fiskum, bæði brjósk- og beinfiskum og hvölum. Kemur þá sogmunnur hennar með beittum tönnum að góðu gagni. Steinsugan gefur frá sér efni sem hindrar storknun blóðs fórnardýr- anna. Meðal fiska sem eru fórnarlömb hennar má nefna síld, lax, makríl, þorskfiska og beinhákarl. Auk blóðs- ins tekur hún hold og roð með. Smá- fiskum sem hún leggst á getur hún riðið að fullu. Nytsemi sæsteinsugu er engin, en á miðöldum var sæsteinsugan étin í Evrópu og þótti lostæti hið mesta. Í Bandaríkjunum sums staðar var hún étin allt fram á miðja nítjándu öld. Óvenju mikið vart við sæsteinsugu Blóðsuga Sæsteinsugan getur orðið allt að metri á lengd en algengast er að hún sé 40 til 60 sentímetrar að lengd. Ljósmynd/Reynir Sveinsson Blóðsuga Kjafturinn er all sér- kennilegur og skoltalaus. Hann er skorulaga en myndar kringlótta sogskífu þegar hann flest út. Sýgur sig fasta á aðra fiska og nær- ist á blóði þeirra Ná ekki hrefnu- kvótanum LJÓST er, að norskum hrefnuveiðimönnum tekst ekki að veiða upp í kvótann, sem þeim var úthlutað í vor. Alls hafa veiðst 543 dýr á vertíð- inni, sem lýkur 31. ágúst, en leyft var að veiða 670 dýr. Hrefnuveiðimennirnir hættu hins vegar veiðunum fyrir nokkrum vikum þar sem ljóst var að ekki tækist að selja kjötið af dýrunum. Að sögn Rune Frøvik, fram- kvæmdastjóra Norðurskauts- samtakanna, tókst að veiða upp í kvótana á nokkrum strandsvæðum en ekki á svæð- inu við Jan Mayen. Sagði Frø- vik að stofnunin, sem stýrir sölu hvalaafurðanna, hafi bannað hrefnuveiðimönnunum að fara til veiða við Jan Mayen þar sem kjötbirgðirnar væru orðnar nægar. Norsk stjórnvöld sögðust nýlega stefna að því að auka hrefnuveiðikvótann í allt að 745 dýr á næsta ári. Leyft var að veiða 25 hrefn- ur hér við land í vísindaskyni í sumar og tók mánuð að veiða upp í þann kvóta. VEÐUR fer kólnandi, það rökkvar fyrr á kvöldin og það styttist í haustið. Það líður sem sagt að lok- um stangaveiðivertíðarinnar 2004 og mynd er að komast á gang mála. Í það heila virðast göngur smálaxa hafa verið mjög góðar, en slæm skil- yrði hafa snarlækkað veiðitölur í ýmsum sterkum ám sem munu alls ekki ná veiði sem gefur vísbend- ingar um fiskgengdina. Má þar nefna t.d. árnar í Borgarfirðinum og jafnvel Dölunum, en þó er ekki út- séð um þær enn, því enn gæti rignt og þar er veitt talsvert fram í næsta mánuð. En nú er tími Rangánna og Vopnafjarðaránna og norðanlands gengur líka prýðilega. Samkvæmt upplýsingum frá Landssambandi veiðifélaga veiddust eigi færri en 443 laxar í Eystri- Rangá vikuna 11.–18. ágúst og var hún þá komin í 1.553 laxa. Og í efsta sætið. Ytri-Rangá er líka á mjög góðu róli og gaf 220 laxa sömu viku og fór í 1.300 laxa og þriðja sætið. Blanda er nú í öðru sæti með 1.441 lax og þrátt fyrir að vera komin á yfirfall frá Blönduvirkjun voru 116 laxar færðir til bókar í ánni um- rædda viku. Vopni sterkur … Það gengur mjög vel í Vopna- fjarðaránum þessa dagana, þá viku sem nefnd var hér að ofan, 11.–18. ágúst veiddust 208 laxar í bæði Hofsá og Selá, Hofsá komst þar með í 981 lax og Selá í 910. Enn er drjúgur veiðitími eftir í ánum, mikill lax og ljóst að þær fara vel yfir fjög- urra stafa töluna. … og fyrir norðan líka Eins og fram hefur komið hafa húnvetnsku árnar tekið vel við sér í sumar eftir nokkur þrælmögur sumur. Ef við höldum okkur við um- rædda viku, þá veiddust í henni 137 laxar í Víðidalsá sem þar með fór í 1.041 lax, og 119 laxar í Miðfjarðará, sem þar með fór í 1.127 laxa. Báðar eru vatnslitlar eftir þurrka og hlý- indi, en til gamans má geta þess að allt síðasta sumar veiddust 588 lax- ar í Víðidalsá og 577 í Miðfjarðará. Enn er drjúgur veiðitími eftir. Þá er vert að geta Hrútafjarðarár, sem gaf 164 laxa í fyrra, en hefur nú gef- ið yfir 350 laxa. Vikuna 11.–18. ágúst veiddust 60 laxar í ánni, sem gæti virst lítið, en þetta er aðeins þriggja stanga á og er því upp á nærri þrjá laxa á stangardag við erfið skilyrði, sem er frábær út- koma, auk þess sem drjúgt veiðist í ánni af stórri sjóbleikju í bland. Síðsumarsárnar að blómstra Morgunblaðið/Einar Falur Það er viðstöðulaus veiði í báðum Rangánum þessa dagana, hér er Þórður Sigurðsson að landa laxi á Rangárflúðum í Ytri Rangá. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Jón Þorsteinn Jónsson með fjóra úr Víðidalnum. fræði. Um níutíu nemendur hefja nú nám á meistarastigi við háskólann en alls er reiknað með að nemendur skól- ans verði um 1.400 í þremur deildum HR á grunn- og meistarastigi. HÁSKÓLINN í Reykjavík var settur í sjöunda sinn við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu á fimmtudag. Fluttu þar ávörp Ragnhildur Ágústs- dóttir, formaður Visku, félags stúd- enta HR, dr. Þorlákur Karlsson, nýr forseti viðskiptadeildar, og Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor skólans. Í ræðu rektors kom fram að heild- arfjöldi umsókna í ár hafi verið 824, en um 440 nýnemar hefja nám við Há- skólann í Reykjavík í haust. Þar af eru 57% karlar og 43% konur. Flestir nýnemar hefja nám í viðskiptadeild eða 267 nemendur, 88 munu hefja nám í lagadeild og um 90 í tölvunar- HR settur í sjöunda sinn Morgunblaðið/Jim Smart SKÓLAR landsins eru nú óðum að hefja störf og streyma nemendur af öllum skólastigum nú aftur inn um dyr menntunar og bókalesturs. Menntaskólinn við Hamrahlíð og Iðnskólinn í Reykjavík voru allir settir í fyrradag og hefst kennsla samkvæmt stundaskrám á mánu- dag. Nú er vel farið að lifna yfir skiptibókamörkuðunum og streyma nemendur þangað í stórum hópum. Þórunn Inga Sigurð- ardóttir, verslunarstjóri í Penn- anum-Eymundssyni við Austur- stræti, segir að verslunin hafi farið rólega af stað í ár, en hafi verið að þyngjast alla vikuna. „Menn telja að góða veðrið hafi haft mikið að segja, fólk var ekki farið að hugsa að það væri komið haust,“ segir Þórunn og bætir við að nú sé fólk þó komið í skólagírinn og tilbúið undir átök komandi vetrar. Unga fólkið kveður sumarið Morgunblaðið/Jim Smart „VENJULEG viðbrögð við at- hugasemdum eins og þarna komu fram er að setja upp jarðskjálfta- mæli á viðkomandi hús, síðan eru þá ákveðin mörk sem ekki má fara út fyrir,“ segir Sigurður I. Skarp- héðinsson, gatnamálastjóri, en hann segist ekki vita hvort það hafi þegar verið gert við Eskihlíð 6 í Reykjavík. Íbúar þar hafa kvart- að undan skjálftum og titrings vegna sprenginga og framkvæmda við færslu Hringbrautar. Hann segir að með jarðskjálftamælum sé hægt að sjá hversu mikill skjálft- inn hafi verið og þar með sýnt íbú- um fram á að hann hafi verið hættulaus gagnvart mannvirkjum, en óþægilegur vissulega. Sigurður segir að málið verði tekið fyrir á næsta verkfundi, þ.e. fundi ver- taka og verkkaupa. „Þá er fjallað um hvort að okkar mati sé nauð- synlegt að setja mæla á húsið, hvort þessu sé lokið eða yfirhöfuð hvort grípa eigi til einhverra ráð- stafana.“ Hann segist vel skilja að íbúum Eskihlíðar 6 þyki þetta verulega óþægilegt, en almenna reglan sé sú að það sé verktakinn sem beri ábyrgð á sínum sprengingum. Verktakar skoði hús, sem séu ná- lægt framkvæmdasvæðum, en það sé þeirra hagur auk tryggingar- félags vertakans og húseigenda að sjá til þess að komið verði í veg fyrir tjón á mannvirkjum. Karl Helgi Jónsson, verkstjóri hjá verktakanum Háfelli, sagði í gær í Morgunblaðinu að allar sprengingar væru langt undir leyfilegum mörkum og að ítarlegar mælingar á sprengistyrk hefðu verið gerðar fyrir framkvæmdir. Skjálftar vegna gatnaframkvæmda í Eskihlíð í Reykjavík Málið tekið fyrir á næsta verkfundi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.