Morgunblaðið - 21.08.2004, Qupperneq 18
OPIN HÚS SUNNUDAGINN 22. ÁGÚST Í BLÁSKÓGABYGGÐ
ÍBÚÐARHÚS TIL SÖLU
Bjarkarbraut 20, Reykholti, Biskupstungum
Um er að ræða 100,6 fm einbýlishús, byggt
úr timbri árið 2001. Eignin telur m.a. þrjú
herbergi, stofu og eldhús. Verð 11,8 m.
Freydís sýnir húsið frá kl. 15:00-17:00
Hrísholt 11, „Hvesta“, Laugarvatni
Um er að ræða 129,9 fm einbýlishús, byggt
úr timbri árið 1991. Eignin telur m.a. þrjú
svefnherbergi, stóra stofu og eldhús.
Verð 12,6 m.
Lilja Dóra sýnir húsið frá kl. 16:00-18:00
ÍBÚÐARHÚSIN VERÐA EINUNGIS TIL SÝNIS Á MORGUN, SUNNUDAG
Dalbraut 6, Laugarvatni
Áhaldahús Laugarvatns. Um er að ræða ca 283 fm holsteinshús sem er
byggt 1938. Lóðin er 1.800 fm. Til greina kemur að selja lóðina eina sér til
byggingaraðila sem hefur áform um nýtingu á lóðinni sem fellur að gild-
andi skipulagi. Valdimar sýnir húsið milli kl. 16:00 og 18:00.
Fjöldi annarra eigna á öllu Suðurlandi!
Miðholt 5, Reykholti, Biskupstungum
Um er að ræða 117,1 fm einbýlishús, byggt
úr timbri árið 1974. Eignin telur m.a. þrjú
herbergi, stofu, hol og eldhús. Verð 11,1 m.
Þórunn sýnir húsið frá kl. 15:00-17:00
Allar nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna
Suðurlandi í síma 480 2900 eða á www.log.is
Sigurður Sigurjónsson hrl. og Ólafur Björnson hrl.
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Árborg | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100.
Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti
Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján
Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is,
sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115.
Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Skemmtiferðaskip í Grundarfjarðarhöfn
eru tiltölulega nýtt fyrirbrigði hér. Komum
þeirra hefur þó farið fjölgandi eftir að Stóra-
bryggja, eins og Grundfirðingar kalla brygg-
una en hjá Vita- og hafnamálastjórn er nefnd
Norðurgarður, var lengd um 100 metra fyrir
tveim árum. Í fyrra voru skipin 6 en í ár
verða þau 13. Tvö þau síðustu leggjast að
bryggju hvort sínum megin við þessa helgi.
Fyrir Grundfirðingum er það því tiltölulega
nýleg sjón að sjá ferðalanga af margvíslegu
þjóðerni á rölti um bæinn.
Þorpsgangan eða Village walking heitir
fyrirbærið sem þær stöllur Johanna og Shel-
agh hafa boðið ferðamönnum upp á nokkur
undanfarin ár. Það þurfti nefnilega konur frá
Suður-Afríku til þess að átta sig á því að hér í
Grundarfirði væri ýmislegt markvert að sjá
enda hefur alltaf verið sagt að glöggt sé
gestsaugað. Þessar ágætu konur sjá nú um
að skipuleggja móttöku skemmtiferðaskip-
anna frá komu til brottfarar og þó obbi
ferðalanganna fari í fyrirfram ákveðnar
rútuferðir um Snæfellsnes er alltaf þó nokk-
ur fjöldi sem verður eftir. Þeim stöllum hef-
ur tekist að fá heimamenn til þess að taka
brosandi þátt í móttöku ferðalanganna og
konur í upphlut og tónlistarfólk taka á móti
skipunum og kveðja með viðhöfn.
Það er fleira sem telst til nýjunga í Grund-
arfirði. Um þessar mundir stendur yfir
bygging Fjölbrautaskóla Snæfellinga í
Grundarfirði og senn líður að því að rúmlega
100 nemendur af öllu Snæfellsnesi setjist þar
á skólabekk. Iðnaðarmenn eru á þönum
þessa dagana við að gera þennan stóra
draum að veruleika. Það er ýmislegt sem er
nýtt á Íslandi við þennan skóla. Til að byrja
með er þetta í fyrsta sinn sem framhalds-
skóli er hannaður út frá hugmyndum um
hvernig skólastarf eigi að fara fram í hús-
næðinu. Erlendur ráðgjafi stjórnaði hug-
myndafræðilegri vinnu hjá hópi fólks þar
sem nemendur, kennarar, foreldrar, bæj-
arstjórnarmenn, ráðuneytismenn og fleiri
fagaðilar lögðu hugmyndir sínar í púkk til að
móta skólastarf. Arkitektarnir tóku síðan við
og hönnuðu húsnæði utan um það. Þegar
nemendur mæta svo til leiks nk. föstudag
verður nógu mikið tilbúið til þess að hægt sé
að byrja en húsnæðið verður væntanlega
fullbúið um áramótin.
Úr
bæjarlífinu
GRUNDARFJÖRÐUR
EFTIR GUNNAR KRISTJÁNSSON
FRÉTTARITARA
ÚtgerðarfyrirtækiðEskja hf. styrktinýlega tvo lög-
regluþjóna úr Fjarða-
byggð, þá Steinar Gunn-
arsson og Þórhall
Árnason, til að sækja
námskeið í rannsóknum
fíkniefnamála.
Námskeiðið er haldið er
í lögregluskólanum Instit-
ute of Police Technology
and Management of
North Florida í Banda-
ríkjunum.
Skólinn býður upp á
margs konar námskeið í
löggæslustörfum þar sem
farið er yfir þau atriði sem
upp geta komið við rann-
sókn erfiðra mála.
Eskja segir á heimasíðu
sinni, www.eskja.is, að
fyrirtækið telji mikilvægt
að styðja við slíkt for-
varnastarf, enda séu fíkni-
efni stöðugt vaxandi
vandamál í þjóðfélaginu.
Eskja styrkir
lögregluþjóna
Dagný Dögg Sveins-dóttir, þriggjaára, og tíkin Kata
voru í boltaleik í Grasa-
garðinum í Reykjavík
fyrr í vikunni. Mikil að-
sókn hefur verið í Grasa-
garðinn að undanförnu
og mikið um að fjöl-
skyldufólk mæti og njóti
góða veðursins. Garð-
urinn varð 43 ára á mið-
vikudaginn og um næstu
helgi verður uppskeruhá-
tíð í garðinum, þar sem
teknar verða upp krydd-
jurtir, grænmeti og ber
og fólki sagt frá því
hvernig best er að rækta
þessar plöntur og nota til
matargerðar. Margir
hafa lagt leið sína á kaffi-
húsið í Grasagarðinum í
sumar og allar plöntur í
garðinum hafa verið í
miklum blóma.
Morgunblaðið/Eggert
Brugðið á leik
Landsmót hagyrð-inga verður hald-ið í kvöld í Félags-
heimilinu Hvoli
Hvolsvelli. Heiðursgestur
verður Snorri Jónsson í
Vestmannaeyjum og flyt-
ur hann ræðu kvöldsins.
Hagyrðingar af Suður-
landi kynna sín héruð, Ið-
unnarfélagar kveða,
mótsgestir flytja vísur,
fjöldasöngur og dans við
harmóníkuleik Aðalsteins
Ísfjörð.
Auðvitað eru allir
vísnavinir velkomnir. Vil-
hjálmur Hjálmarsson frá
Brekku orti á síðasta
landsmóti:
Hata skaltu helvíte
og halda þig frá satane,
að þeim gamla gjöra spé
guðs svo hafnir í ríke.
Best mun reynast
bindinde
á brennivíne og tóbake,
en berðu þig eftir björginne
sem best þú mátt hjá
kvenfólke.
Landsmót
í kvöld
pebl@mbl.is
Reykir | Sædís Lind Másdóttir,
8 ára, fékk um daginn að halda á
einu af graskerjunum sem vaxið
hafa í Garðyrkjuskólanum á
Reykjum í Ölfusi í sumar. Faðir
Sædísar, Már Guðmundsson, er
starfsmaður Garðyrkjuskólans
og hefur hann sér til gamans
ræktað nokkur grasker í einu af
gróðurhúsum skólans í sumar.
Árangurinn hefur ekki látið á
sér standa, því fjölmörg stór og
falleg grasker hafa orðið til eftir
sáningu í vor.
Grasker er margbreytilegur
hópur af einærum tegundum
sem mynda stór og sérkennileg
aldin. Aldinin eru misstór, vega
allt frá 500 g upp í 30 kg og eru í
mörgum litum, t.d. græn,
rjómagul, gul, appelsínugul,
rauð og blágræn. Aldin eru
borðuð soðin, annaðhvort strax
eftir tínslu eða eftir geymslu.
Glæsilegt grasker
Blómarós
SAMNINGUR hefur verið gerður við
Gámaþjónustu Austurlands um dýpkun
innsiglingarinnar í Hornarfjarðarós. Verk-
ið var boðið út í sumar, en ekki bárust til-
boð og var í kjölfarið leitað beint til aðila.
Grafa á níu metra djúpa og 70 metra breiða
rennu í hrygg sem myndast hefur á grynn-
ingunum utan við ósinn, um 300 metra utan
og austan Hvanneyjar.
Dælingar hefjast fljótlega, en áætlað er
að ljúka verkinu í septemberlok. Þá er nú
unnið að niðursetningu stálþils við Kross-
eyjarbryggju.
Innsiglingin
í Hornafjarð-
arós dýpkuð
HAFNARFJARÐARBÆR og Hópbílar
hf. undirrituðu fyrr í mánuðinum samning
um akstur fatlaðra í Hafnarfirði en bærinn
hafði óskað eftir tilboðum í verkið. Hópbíl-
ar áttu lægsta tilboðið í verkið en sjö aðilar
sendu inn tilboð. Vegna verkefnisins hafa
Hópbílar keypt þrjá nýja bíla sem hefur
verið breytt með öryggi fatlaðra farþega í
huga.
Hópbílar hf.
sjá um akstur
fatlaðra
♦♦♦
BÆKLINGI með tillögum að deiliskipu-
lagi og breytingu á aðalskipulagi Seltjarn-
arness hefur verið dreift í öll hús í bænum
til kynningar. Bæklingurinn er veglegur,
um þrjátíu blaðsíður, og er tillögunum þar
lýst í máli og myndum auk þess sem geisla-
diskur fylgir með þar sem sjá má mynd-
band og kyrrmyndir af hinu nýja skipulagi.
Tillögurnar má einnig finna á heimasíðu
bæjarins og geta íbúar skilað athugasemd-
um við tillöguna fyrir 3. september nk. Í
formála bæklingsins segir að útgáfunni sé
ætlað að gera íbúum Seltjarnarness sem
auðveldast fyrir að kynna sér og taka af-
stöðu til skipulagstillagnanna.
Skipulagstillögum
dreift í öll hús