Morgunblaðið - 21.08.2004, Side 22
MINNSTAÐUR
22 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Enski boltinn
Sérstök umfjöllun um enska
boltann verður alla laugardaga
í vetur í íþróttablaði
Morgunblaðsins.
Skjóttu á úrslitin!
Á vefnum getur þú tekið þátt í getraunaleik
og unnið til verðlauna.
Á finnur þú einnig allt
um enska boltann á einum stað
l staðan
l umferðir
l dagskrá útsendinga
l úrslit
Selfoss | „Það er alveg á hreinu að
ég fæ kraft og innblástur frá sjónum
sem sést á því að það eru farnar að
birtast hafmeyjar í verkunum hjá
mér og fólk sem stendur í fjöru-
borði,“ segir Elínborg Kjart-
ansdóttir listakona á Stokkseyri
sem hefur tekið sér listamanns-
nafnið Ella Rósinkrans til að nota á
listsýningum sínum erlendis en það
sækir hún í eftirnafn úr föðurætt
sinni.
Hún mun frumsýna á Menning-
arnótt sérstæða listmuni, gler-
listakúlur og skúlptúra, sem eru
nýjustu verk hennar og hún er að
undirbúa að fara með á tvær sýn-
ingar í Danmörku í nóvember og
desember og til Ástralíu en þangað
hefur henni verið boðið sem lista-
manni til að hanna skúlptúra fyrir
skrifstofur. Nú eru verk Elínborgar
til sölu í hennar eigin sýningarsal á
Stokkseyri og í galleríinu Focus
Point í Notthingham í Englandi.
Hún segist njóta mikillar vel-
vildar margra aðila og nefnir sér-
staklega Atlantsskip sem munu
flytja verk hennar til Danmerkur á
sýningarnar í Nord Atlantic-húsinu
í Kaupmannahöfn og í jólahúsinu í
Tívolí.
Sýningarsalur var fiskmóttaka
Elínborg er með sýningarsal og
vinnustofu í Lista- og menningar-
húsinu á Stokkseyri en aðstaðan
sem hún nýtir var áður fiskmóttaka
í hraðfrystihúsi Stokkseyrar. Nú er
þarna bjartur og skemmtilegur sýn-
ingarsalur sem enn er í mótun og
fellur vel að umhverfinu. Fram-
undan húsinu er síbreytileg fjaran
sem verkar heillandi á hvern sem
þarna fer um.
„Það var í janúar í fyrra að ég fór
á sýningu hjá Elfari hér í húsinu og
Björn Ingi, eigandi þess, bauð mér
þennan hluta og ég sló til. Þetta hef-
ur fengið ótrúlega góðar viðtökur.
Það koma hingað margir til að skoða
þessa listmuni mína og er yndislegt
að vera hérna og hér kem ég miklu í
verk,“ segir Elínborg sem hefur
verið starfandi listakona í 15 ár og
unnið listaverk í málm og gler.
Hún starfaði í Santiago í Chile í 8
ár og fékkst þá við hönnun á skart-
gripum úr málmi og við að vinna
skúlptúra. Glervinnslu lærði hún í
Chile en fór fyrir alvöru að fást við
að vinna úr því efni þegar hún kom
heim til Íslands fyrir 5 árum. Hún
kveðst vera einfari í listinni og er af-
kastamikil en meðan hún var er-
lendis var hún með umfangsmikla
listmunagerð og sölu.
Hún sýndi verk sín meðal annars í
Birmingham Nec í Englandi þar
sem hún komst í kynni við OASIS-
verslunarkeðjuna. Um tíma seldi
hún listmuni til 30 verslana og var
með 7 manns í vinnu á listmuna-
verkstæði sínu. Síðan söðlaði hún
um og kom heim fyrir 5 árum, vinn-
ur ein og blandar nú saman gleri og
málmum í listsköpun sinni.
Listin er heillandi
„Kúlurnar eru veggverk og geta
verið með eða án ramma. Án ramma
eru þær festar beint á vegg og hægt
að setja í þær lýsingu en þær þurfa
þess ekki með. Kúlurnar eru unnar
með glerbræðslu og ég nota mikið
alls kyns verur í myndunum, bæði í
gleri og málmi. Það má segja að
þessar verur og málmurinn einkenni
þessi verk hjá mér,“ segir Elínborg.
Hún sagði gaman að segja frá því að
fyrstu kúlurnar hefði ungt par feng-
ið og stúlkan hefði verið ófrísk.
„Kannski má segja að þetta séu frjó-
semiskúlur,“ sagði Elínborg bros-
andi. Kúlurnar verða frumsýndar á
Menningarnótt í Reykjavík að Aust-
urstræti 8. Hún sagði verkin á
Menningarnótt verða til sölu með
uppboðssniði þannig að almenn-
ingur gæti ákveðið verðmætið. „Ég
hlakka til að fylgjast með hvernig
það kemur út,“ sagði Elínborg.
„Verurnar í verkunum hafa alltaf
fylgt mér í gegnum öll mín verk.
Þetta eru fagnandi og ástfangnar
verur sem taka á móti lífinu með
ljósi og ást. Ætli þetta séu ekki ein-
hverjar góðar árur eða vernd-
arverur sem fylgja mér. Þær fara
vel með mig og þetta er visst tján-
ingarform hjá mér. Það er heillandi
að vinna við listina og setja mýktina
sem fylgir þessum verum inn í þessi
hörðu efni, glerið og málminn. Svo
er Fjöruborðið hér við hliðina og
maður er hér í nálægð við fleiri
listamenn og svo margt annað sem
styður við starfsemina og gefur afl.
Mér líður mjög vel hérna,“ segir
listakonan Ella Rósinkrans á
Stokkseyri.
Elínborg Kjartansdóttir, listakona á Stokkseyri
Ég fæ kraft og innblástur
frá fjörunni og sjónum
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Ella Rósinkrans listakona með eitt kúlulistaverka sinna í sýningarsalnum á
Stokkseyri. Á gólfinu eru fleiri verk sem bíða flutnings á Menningarnótt og
á sýninguna í Kaupmannahöfn í nóvember og desember.
Hveragerði | „Grænni skógar I“ er
yfirskrift á skógræktarnámi á veg-
um Garðyrkjuskólans á Reykjum í
Ölfusi, sem ætlað er öllum fróð-
leiksfúsum skógarbændum á Suð-
urlandi, sem vilja ná hámarks-
árangri í skógrækt.
Námið samanstendur af sautján
námskeiðum þar sem þrettán eru
skyldunámskeið og a.m.k. tvö val-
námskeið. Fyrstu námskeiðin verða
kennd nú í haust og þau síðustu
vorið 2007.
Fyrsti hópur Grænni skóga á
Suðurlandi útskrifaðist frá skól-
anum í vor eftir skemmtilegt nám
og hópur skógarbænda á Norður-
landi lýkur náminu 2005.
Þá er 26 manna hópur hjá Hér-
aðsskógum og Austurlandsskógum
að hefja þetta nám í haust. Hvert
námskeið er í tvo daga í senn og þá
yfirleitt frá kl. 16 til 19 á föstudegi
og frá kl. 10 til 17 á laugardegi.
Reynt verður að koma við verklegri
kennslu og vettvangsferðum eins
og passar hverju sinni. Flest nám-
skeiðin verða haldin í Garðyrkju-
skólanum, önnur víðsvegar um Suð-
urland. Garðyrkjuskólinn sér um
framkvæmd námsins en þeir aðilar
sem koma að náminu auk skólans
eru Skógrækt ríkisins, Land-
græðsla ríkisins, Suðurlandsskógar
og Félag skógarbænda á Suður-
landi. Þeir sem ljúka 80% af nám-
skeiðunum 12 fá námið metið til
eininga hjá Garðyrkjuskólanum.
Hægt er að nálgast allar frekari
upplýsingar um námið á heimasíðu
skólans.
Grænni skógar
í Garðyrkjuskólanum
TENGLAR
..............................................
www.reykir.is
Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir
Útskriftarhópur Grænni skóga á Suðurlandi, sem lauk sínu námi í vor frá
skólanum, ásamt skólameistara og endurmenntunarstjóra skólans.
ÁRBORGARSVÆÐIÐ