Morgunblaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 29
ÚR VESTURHEIMI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2004 29 KRAKKARNIR voru spenntir við komuna til Manitoba í lok júní og spennan var ekki síðri daginn fyrir brottför. „Þetta hefur verið æð- islegt,“ sagði Fanný Rut Meldal Frostadóttir sem var lengst af hjá Brent Johnson og fjölskyldu í Gimli. „Fólk hefur tekið okkur sérstaklega vel og gert allt fyrir okkur.“ Fanný er 20 ára stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri. Hún segir að undanfarin tvö sumur hafi þátttakendur í Snorraverkefninu á Íslandi dvalið hjá fjölskyldunni og þannig hafi hún kynnst verkefninu. „Ég smitaðist og vildi kynnast þessu umhverfi af eigin raun,“ segir hún um þátttöku sína. ,„Skólasystir mín tók þátt í verkefninu í fyrra en ég vissi samt ekki við hverju var að búast nema hvað allir höfðu borið verkefn- inu vel söguna og því átti ég aðeins von á góðu.“ Verkefnið stendur yfir í um sex vikur hverju sinni. Markmiðið er að kynna íslenskum ungmennum sögu íslenskra innflytjenda og ættingja þeirra í Nýja Íslandi með það fyrir augum að viðhalda og efla tengslin milli Íslands og Kanada. „Það sem kom mér mest á óvart hérna er hvað Ísland er mikilvægt í huga fólks af íslenskum ættum,“ seg- ir Fanný. „Íslendingar skipta þetta fólk miklu máli og hafa mikið að segja. Stelpurnar í Snorraverkefninu, sem komu til okkar á Akureyri á ný- liðnum árum, gáfu ákveðna vísbend- ingu um hugarfarið hérna en vin- semdin var allt önnur og meiri en ég átti von á.“ Fanný segir að reynslan í Vestur- heimi eigi eftir að nýtast sér um ókomna framtíð. „Ég á eftir að reyna ýmislegt nýtt og geri ráð fyrir að eiga eftir að ferðast meira í framtíðinni. Ég hef á tilfinningunni að allt nýtt sem ég á eftir að reyna verði gott og frábært, eigi ég eftir að koma aftur til Kanada. Ég fer héðan með mjög góðar minn- ingar og stefni að því að koma aftur.“ Þar til í sumar höfðu aðeins stúlkur tekið þátt í Snorraverkefninu í Vest- urheimi en að þessu sinni voru tveir piltar í hópnum, Magnús Sigurðsson og Geir Konráð Theódórsson. „Þetta hefur verið yndislegt,“ segir Geir sem er frá Borgarnesi. ,„Við höfum farið víða og kynnst mörgu góðu fólki,“ bætir hann við, en Geir bjó hjá Rosa- lind og Einari Vigfusson í Árborg. „Ég vissi ekkert um Kanada áður en ég kom hingað. Tilgangurinn með ferðinni var meðal annars sá að reyna að hitta ættingja, en þetta hefur verið ótrúleg reynsla.“ Geir segist hafa séð auglýsingu um verkefnið í Menntaskólanum á Ak- ureyri og hann hafi ákveðið að sækja um. „Það var svo sannarlega rétt af mér að gera það,“ segir hann. Geir er 18 ára og byrjar í Fjöl- brautaskólanum á Akranesi í haust eftir að hafa verið í tvö ár í MA. „Allir í hópnum eru mjög ánægðir með dvölina og samstarf háskóla á Íslandi og Manitobaháskóla gefur okkur möguleika á að koma aftur. Nýja Ís- land er yndislegur staður.“ Vinsemd- in fyrir vestan Morgunblaðið/Steinþór Geir Konráð Theódórsson með Rosalind og Einari Vigfusson í Árborg. Berry Arnason, Eric Stefanson og Wanda Anderson í framkvæmdastjórn Snorraverkefnisins gáfu þátttakendum bækur áður en þeir fóru aftur til Íslands og hér tekur Fanný Rut Meldal Frostadóttir við gjöf sinni. Átta íslensk ungmenni tóku þátt í Snorraverkefn- inu í Vesturheimi, Snorri West, í sumar. Steinþór Guðbjartsson fylgdist með gangi mála og ræddi við þátttakendur áður en þeir héldu aftur til Íslands á dögunum. SUMARIÐ 1896 héldu nokkrir Ís- lendingar til Manitoba í Kanada. Einn þeirra var Valtýr Guðmundsson, kunnur stjórnmálamaður, sem fór vestur til að heimsækja foreldra sína og systkini. Margir tóku á móti hon- um í Winnipeg. Um svipað leyti var Guðjón Þórðarson frá Akranesi á ferð vestra. Hann var einn á ferð og eng- inn tók á móti honum. Hann þekkti engan og kunni ekki einu sinni málið sem talað var í nýja heiminum. Saga hans þar var heldur aldrei sögð. Snemma talinn af Guðjón Þórðarson var afi systkin- anna Ingu Jónu, Herdísar og Guð- jóns. „Ragnheiður, systir hans og móðir Ríkharðs Jónssonar, sagði okk- ur að Guðjón Þórðarson hafi verið sendur frá Akranesi sumarið 1896 til Ameríku til að létta undir með fjöl- skyldunni,“ segir Inga Jóna. ,,Hann var þá 10 ára og varð 11 ára í desem- ber sama ár. „Áður hafði frændfólk hans flutt vestur um haf og hugmynd- in var sú að senda elsta drenginn og gefa honum tækifæri til að spreyta sig í nýju landi. Hann neitaði að fara og þá var sá næsti sendur, Guðjón afi. Skömmu síðar dreymdi móður hans draum þar sem hún sá Guðjón hverfa fyrir horn á stórum kletti. Hún túlk- aði drauminn á þann veg að hún ætti ekki eftir að sjá Guðjón aftur. Nokkr- um árum síðar fæddist henni annar drengur sem hún skírði líka Guðjón. Hann dó á þriðja ári. Næsta syni sem fæddist var einnig gefið nafnið Guð- jón. Hann drukknaði við Akranes þegar hann var 24 ára.“ Inga Jóna segir að afi sinn hafi siglt til New York þar sem frændi hans hafi átt að taka á móti honum. ,,Þegar hann kom til New York var enginn frændi á hafnarbakkanum. Guðjón sá að hann varð að bjarga sér á eigin spýtur og ákvað að slást í för með fólki sem var á leið til Winnipeg.“ Fjölskyldan veit lítið um dvöl Guð- jóns í Kanada. Hann sendi aldrei bréf til Íslands og enginn sagði frá honum. ,,Það eina sem við vitum er að hann bjó norðarlega á vesturbakka Winni- pegvatns. Við vitum að hann komst tiltölulega fljótt að í vinnumennsku hjá ekkju sem rak eigið býli. Hann bjó hjá henni töluvert lengi og þar lærði hann ýmislegt af innfæddum, meðal annars að veiða fisk í gegnum ís á vatninu og að veiða ýmsar dýrateg- undir í skóginum. Við vitum lítið meira nema það að hann sagði frá því, að við komuna hafi hann einsett sér að afla sér fjár til að geta keypt farmiða til Íslands. Það tók hann 12 ár og 1908 bankaði hann á útidyrnar á Vegamót- um á Akranesi og sagði við lang- ömmu: „Ég er kominn aftur heim.““ Meðfæddur einbeittur vilji Inga Jóna segir að Ragnheiður, systir Guðjóns, hafi fyrst og fremst munað eftir því hvernig hann var klæddur við komuna. „Hún talaði mikið um það að skósíð skinnkápa hans hafi vakið athygli. Hún var saumuð úr úlfaskinni og slík flík hafði ekki sést áður á Skaganum.“ Guðjón gerðist fiskimaður eftir komuna en varð bráðkvaddur við mó- gröft 1941, tæplega 56 ára að aldri. ,,Hann ræddi aldrei um dvölina í Kan- ada, hélt þeirri sögu fyrir sig og fór með hana í gröfina. En við systkinin ólumst upp við þessa sögu og okkur fannst hún ekki aðeins sérstök heldur mjög sterkur vitnisburður um þennan einbeitta vilja sem hann var greini- lega fæddur með. Hann ræktaði hann með sér við þessar erfiðu aðstæður og það hefur alltaf verið í okkur ákveðin löngun til að vita meira en það hefur verið erfitt að afla upplýsinga. Afi Guðjón var mjög harður og duglegur fiskimaður og kenndi sonum sínum ungum að veiða. Foreldrar okkur fóru að Winnipegvatni þegar þeir voru á ferð hérna vestra fyrir um 15 árum og það var föður mínum mjög mikils virði að sjá með eigin augum landið þar sem faðir hans hafði lært að fiska og draga fram lífið.“ Þetta var önnur heimsókn Geirs og Ingu Jónu til Manitoba en þau komu líka í stutta heimsókn í febrúar 2001. Inga Jóna segir að þessar heimsóknir hafi verið sér ákaflega dýrmætar vegna tengslanna. ,,Í bæði skiptin hef ég sett mig í spor afa og annarra sem komu hingað fyrir aldamótin 1900. „Það er augljóst að þetta fólk þurfti að hafa mikið fyrir því að halda lífi vegna áður ókunnugra aðstæðna. Það var mjög mikið frost þegar við kom- um hingað í febrúar 2001 og ég man alltaf þegar við stóðum á Víðinesi sunnan við Gimli og horfðum út á ísi- lagt vatnið. Fólk sagði að það væri leiðinlegt fyrir mig að koma að vetri til vegna fegurðarinnar á sumrin en ég svaraði því til að mér fyndist ein- mitt gott að koma fyrst að vetri til því ég hefði fengið söguna svo sterkt í mig að landið hefði heilsað fólkinu okkar á sínum tíma með miklum kulda. Það var svo kalt og svo miklir erfiðleikar sem mættu þessu fólki að það varð að gera allt sem það gat til þess að lifa af við þessar aðstæður. Þessar aðstæður efldu Guðjón afa og við höfum notið góðs af því.“ Morgunblaðið/Steinþór Systurnar Herdís og Inga Jóna Þórðardætur hittu Sharon Jonasson í Nýja Íslandi en afi hennar fór frá Íslandi um svipað leyti og afi þeirra. Inga Jóna Þórðardóttir og Geir H. Haarde fjár- málaráðherra heimsóttu Íslendingabyggðir í Bandaríkjunum og Kanada. Ferðin var sérstaklega mikilvæg fyrir Ingu Jónu og systur hennar, Her- dísi, sem var með í för ásamt eiginmanni sínum Jó- hannesi Ólafssyni, því í og með voru þær að reyna að fá botn í ákveðna sögu. Steinþór Guðbjartsson hlustaði af athygli á frásögn Ingu Jónu. Týndur í tólf ár steg@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.