Morgunblaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2004 37 verkamannabústöðum í Breiðholt- inu og þangað flutti ég í ágúst 1968, þú seinna það sama haust. Við náð- um strax mjög vel saman þó að við værum ólíkir um flest, þú hávaxinn og ég lágvaxinn, þú mjög til baka en ég yfirleitt að rífa mig. Það voru margir hlutir ræddir á þessum tíma sem við vorum að alast upp í nýju hverfi þar sem allir voru að reyna að fóta sig í baráttunni við þetta nýja ómótaða umhverfi. Þær voru ófáar stundirnar sem við sátum niðri í gangi á Grýtubakkanum og veltum fyrir okkur hinum ýmsu málum, hvort heldur það voru stelpurnar í hverfinu, enski boltinn, hvort við værum að komast í mútur eða jafn- vel trúmál en þú varst alla tíð mjög trúaður. Á þessum árum spiluðum við mikið fótbolta á vellinum sem var útbúinn inni í miðju hverfinu. Við vorum kannski ekki þeir bestu en við náðum vel saman á vellinum og þar sem þú varst ótrúlega spark- viss var ekki ósjaldan að þú komst boltanum á kollinn á mér sem síðan kom honum í markið. Ef að svo vildi til að við lentum ekki í sama liði end- aði leikurinn oft með því að við því sem næst lentum í slagsmálum, en það liðu ekki margar mínútur þar til við vorum orðnir vinir aftur. Það var á þessum fyrstu árum okkar í Breið- holtinu sem þú kynntist henni Helgu sem síðar varð eiginkona þín. Ein- hvern veginn fannst manni það allt- af liggja í loftinu að þið yrðuð hjón, hvers vegna veit ég ekki. Þó svo að við færum ekki sömu leið í framhaldsskóla héldum við vin- skapnum og mér eru minnisstæðar æfingar og leikir með ÍR í fótbolt- anum, ferðir í sumarbústað með ykkur Helgu og Nökkva og heim- sóknir til ykkar í Kópavoginn, Breiðholtið og á Nesið. Eins og oft vill verða minnkaði sambandið hjá okkur á fullorðinsárum. Ég dvaldi langdvölum erlendis við nám og störf og þið Helga fóruð bæði til náms erlendis. Samt sem áður fylgdist ég alltaf með því sem þú varst að sýsla en ég get ekki neitað því að það kom mér mikið á óvart þegar þú stóðst upp í brúðkaupi okkar Jónu fyrir tæpum 9 árum og talaðir til okkar. Þarna stóðst þú hnarreistur og fluttir ræðu. Lokaorð þín í ræðunni voru til Jónu þar sem þú baðst hana að passa upp á að ég týndi ekki stráknum í mér. Ég hef oft hugsað um þessi orð því ég á það stundum til að taka lífið of alvarlega. Mikið var ég ánægður þegar ég frétti af því að þú værir farinn til Danmerkur til að læra bygginga- fræði. Ég vissi alla tíð að þetta var það sem hugur þinn stóð til og laukst þú þessu að sjálfsögðu eins og öðru sem þú ætlaðir þér. Þú varst nýbyrjaður að vinna við fagið þegar þú greinist með þennan illvíga sjúk- dóm sem að lokum sigraði þig. Elsku Gunni, ég vona að þér líði vel núna og ég þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum sam- an, og hver veit nema að einhvern tímann seinna eigum við eftir að hittast og spila fótbolta saman. Elsku Helga, Nökkvi, Steinn Baugur og Helga Sunna, megi góður Guð hjálpa ykkur að takast á við sorgina og söknuðinn. Þinn vinur, Úlfar Steindórsson. Það er dýrmætt og gott að eiga góða vini. Það er nefnilega ekki sjálfgefið að eignast góða vini. Gunnar, góður vinur okkar, hefur kvatt þetta líf eftir snörp og erfið veikindi. Nú vantar einn í vinahópinn. Í hann er komið stórt skarð sem ekki verður fyllt. Eftir nær 30 ára kynni er margs að minnast. Við hjónin erum búin að eiga margar skemmtilegar og ómet- anlegar samverustundir með Helgu og Gunna í gegnum tíðina. Þá báru ýmis mál á góma og fór þá oft ekki á milli mála hve pólitískur Gunni var og hve sterka réttlætiskennd hann hafði. Allt var þetta þó á léttum nót- um enda var hann mikill húmoristi, þó að yfirvegun og rólegt yfirbragð hafi jafnan einkennt allt hans fas. Öll höfðum við reynslu af því að búa tímabundið í Danmörku, þó að því miður hafi það ekki verið á sama tíma. Lífsmáti Dana féll okkur öllum vel og rifjuðum við það oft upp, hve rólegt og afslappað andrúmsloftið þar hefði hentað okkur vel. Þegar við hugsum til baka áttum við okkur á því hversu lítillátur Gunni var. Aldrei stærði hann sig af nokkrum hlut eða flíkaði því sem hann var að gera. Hann var t.d. mjög ritfær og ljóð- rænn. Hann orti hin fegurstu ljóð við ýmis tækifæri. Skipti þá engu hvort ort væri í tilefni sorgar eða gleði. Skáldskapurinn einkenndist af ótrúlegu næmi sem átti svo vel við tilefnið hverju sinni. Í veikindum Gunnars var aðdáun- arvert hversu vel Helga stóð við hlið hans, hjúkraði og hlúði að honum. Kom þá glöggt í ljós hve samband þeirra byggðist á mikilli virðingu og vináttu. Það er óbærilegt þegar eigin- manni og ástríkum föður á besta aldri er kippt í burtu frá fjölskyldu og ástvinum. Elsku Helga, Nökkvi, Ellen, Steini, Sunna og aðrir aðstandend- ur. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Missir ykkar er mikill. Minningin um góðan dreng lifir. Við kveðjum Gunna með söknuði og sorg í hjarta. Jarþrúður og Ásgeir. Allt þetta ár barðist hann Gunnar vinur okkar fyrir lífinu, og nú er hann dáinn. Hvaða huggunarorð geta sefað sorgina sem nú nístir? Baráttan var erfið og því var samstaða fjölskyld- unnar ómetanleg. Orð mega sín lít- ils, þó að þau skipti öllu máli og Gunni hafði gaman af orðum – að ræða málin, þjóðfélagsmál, stjórn- mál, gamanmál og síðast en ekki síst að setja orð á blað – að yrkja. Orðin hugur og hönd koma upp í hugann, en Gunni var frábær smiður og svo eins og margir vita, hagyrðingur þó að hann hefði ekki mjög hátt um það. Hann var reyndar ekki mikið fyrir að trana sér fram. Hann lá þó ekki á skoðunum sínum um málefni líðandi stundar og að rökræða og jafnvel leysa lífsgátuna, það var gaman. Samverustundirnar, sem við minnumst ekki að skugga bæri nokkurn tímann á, áttu að verða fleiri. Við misreiknum of oft tímann. Við sitjum hér döpur með hugann fullan af spurningum en finnum ekki svör. Við erum þess þó fullviss að vel hefur verið tekið á móti okkar kæra vini. Minningarnar um mætan mann munum við ætíð geyma í hugum okkar. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku Helga, Sunna, Steini, Nökkvi og Ellen og öll ykkar fjöl- skylda. Hugur okkar er hjá ykkur nú á þessum erfiðu tímum. Þið hafið sýnt ótrúlegan styrk og megi góður guð gefa að minningarnar um frá- bæran fjölskylduföður lýsi upp myrka sorgardaga. Hildigunnur og Guðlaugur. Elsku Helga, Nökkvi, Steinn Baugur og Helga Sunna. Megi góður guð fylgja ykkur á þessari erfiðu stundu í lífinu. Styrk- urinn er allt um kring, hann er ykk- ar og guð lifir í hjörtum ykkar. Sorgin er sár og sársaukinn þarf sína stund en minningin lifir með okkur alla tíð. Enn og aftur votta ég ykkur mína dýpstu samúð. Lifið í anda ykkar og látið ekkert hefta né takmarka, góð- ur Guð er alltaf með okkur! Kær kveðja, Þórdís Brynjólfsdóttir. Sigurjón Sigurðsson má hiklaust nefna föð- ur nútíma löggæslu á Íslandi. Enginn annar maður hafði jafnmikil áhrif á þróun og viðgang íslenskrar löggæslu á síðustu öld. En það var ekki eingöngu á þeim vettvangi sem Sigurjón markaði djúp spor almenningi til heilla. Sam- fara annasömum störfum við stórt embætti gegndi hann forystuhlut- verki á mörgum öðrum sviðum, svo sem í umferðarmálum, almanna- vörnum og heilbrigðismálum. Öll þessi störf leysti Sigurjón af hendi af einstakri festu og skyldurækni. Það var mikið lán fyrir ungan mann, sem var að hefja sitt lífsstarf, að eiga þess kost að starfa með Sig- urjóni, fyrst hjá umferðarnefnd Reykjavíkur, þá við gildistöku hægri umferðar á Íslandi og síðan við stofnun Umferðarráðs. Á þessum vettvangi var Sigurjón sjálfkjörinn forystumaður, sem naut trúnaðar og trausts. Þótt aldursmunur væri mik- ill kom það aldrei fram í samstarfi. Hann var fyrstur til að hvetja og hrósa ef eitthvað gekk vel, en jafn- framt reiðubúinn að standa við bakið á sínum samstarfsmönnum þegar á móti blés í umdeildum og erfiðum málum. Engan mann þekki ég sem vann sín störf af jafnmikilli ná- kvæmni og skyldurækni. Ætla mætti að maður sem var búinn að gegna starfi sínu jafn lengi og Sigurjón tæki ekki starf sitt jafn alvarlega og væri jafnvel farinn að staðna í störf- um sínum. Því fór fjarri. Sigurjón var ávallt reiðubúinn að skoða nýjar leiðir, taka upp nýjungar, breyta og bæta. Sigurjón gerði að sjálfsögðu kröf- ur til sinna samstarfsmanna, en mestar kröfur gerði hann til sjálfs sín. Sigurjón lagði ríka áherslu á þjón- ustuhlutverk lögreglunnar. Bætt og góð ímynd lögreglustarfsins var hon- um hjartans mál. Hann var fyrstur til að samþykkja mál sem lutu að auknu starfi með börnum og ung- lingum, vildi efla sem best tengsl við ungt fólk. Slík verkefni höfðu jafnan forgang í hans huga. Á vettvangi um- ferðarmála sá hann ný sóknarfæri fyrir löggæsluna til að efla samstarf við ungt fólk. Þótt annir væru hvað mestar hjá lögreglunni á Þorláks- messu og aðfangadag var skrifstofa lögreglustjóra hiklaust lögð undir útdrátt í jólagetraun og frágang hundraða jólavinninga sem ekið var SIGURJÓN SIGURÐSSON ✝ Sigurjón Sig-urðsson fyrrver- andi lögreglustjóri fæddist í Reykjavík 16. ágúst árið 1915. Hann lést á Landa- kotsspítala 6. ágúst síðastliðinn og var jarðsunginn frá Hall- grímskirkju 17. ágúst. heim til vinningshafa á aðfangadag. Enginn var glaðari en sjálfur lögreglustjórinn. Gildistaka hægri um- ferðar á Íslandi árið 1968 var án efa einhver stærsta og veigamesta aðgerð sem fram hefur farið á Íslandi. Margir spáðu illa fyrir breyt- ingunni og töldu að fjöldi fólks myndi slas- ast og jafnvel bíða bana í umferðarslysum. Rík- isstjórnin fól Sigurjóni að hafa með höndum yfirstjórn og samræmingu löggæslu á öllu landinu vegna breytingarinnar og fylgja málum eftir fyrstu vikurn- ar. Allt fór vel fram, H-dagurinn var landsmönnum sannur gleðidagur og umferðarslys hafa aldrei verið færri en í kjölfar breytingarinnar. Í þess- ari miklu aðgerð komu vel í ljós mannkostir Sigurjóns og hversu hæfur og mikill stjórnandi hann var. Í kjölfar hægri umferðar var gerð breyting á umferðarlögum og um- ferðarráð sett á stofn. Nýr kafli hófst í samstarfi okkar Sigurjóns. Sjálf- sagt þótti að skipa Sigurjón sem fyrsta formann ráðsins, en eðlilega þótti það umdeild ráðstöfun að ráða tuttugu og fjögurra ára gamlan strák sem framkvæmdastjóra ríkis- stofnunar. Sem fyrr var það Sigur- jón sem var minn trausti bakhjarl. „Mundu það, Pétur minn, að það er ekki aldurinn sem skiptir máli, held- ur hvað þú gerir,“ var það fyrsta sem hann sagði við mig, þegar gengið hafði verið frá ráðningunni. Sam- starf okkar að stofnun og uppbygg- ingu umferðarráðs var skemmtileg- ur og eftirminnilegur tími. Í alþjóðlegu samstarfi nutum við þess hversu vel þekktur og mikillar virð- ingar Sigurjón naut meðal sam- starfsmanna erlendis. Sigurjón þurfti oft að taka stórar og erfiðar ákvarðanir í sínu starfi, stundum í hita leiksins og á ör- skammri stundu, þegar mikið lá við. Aldrei bar hann sig illa vegna þessa. Mér finnst sem yfirskriftin yfir líf hans og farsæl störf hafi verið öðru fremur tvö orð: Trúnaður og traust. Á kveðjustund ylja góðar minn- ingar og þakklæti fyrir umburðar- lyndi og hvatningu. Ég votta frú Sig- ríði og fjölskyldu samúð mína. Góður drengur, er þjónaði Reykvíkingum og landsmönnum með miklum sóma, er kvaddur hinstu kveðju. Pétur Sveinbjarnarson. Nafn Sigurjóns Sigurðssonar ber hátt þegar litið er til umferðarsögu okkar Íslendinga. Þegar Umferðar- ráð var stofnað árið 1969, í beinu framhaldi af markvissu fræðslustarfi þegar breytt var yfir í hægri umferð árið 1968, lá beint við að leita til Sig- urjóns um að taka að sér for- mennsku í hinu nýja ráði. Var það mikið gæfuspor. Þekking hans á málaflokknum var yfirgripsmikil og mikilvægt fyrir þennan samráðs- vettvang umferðarmála að þar stæði í stafni maður sem naut virðingar og álits. Sigurjón hafði þá m.a. verið formaður umferðarlaganefndar frá árinu 1955 og verið formaður um- ferðarnefndar Reykjavíkur um ára- bil. Fyrsti fundur okkar Sigurjóns er mér minnisstæður. Árið var 1978 og ég hafði sótt um starf framkvæmda- stjóra Umferðarráðs, sem losnaði þegar ötull framkvæmdastjóri þess, Pétur Sveinbjarnarson ákvað að snúa sér að öðrum verkefnum. Eins og eðlilegt er þurfti ungur maður og umsækjandi þessa ábyrgðarstarfs að ræða við þá sem réðu ferðinni, m.a. framkvæmdanefnd ráðsins og formanninn Sigurjón lögreglustjóra. Ég hafði aldrei hitt þennan höfðingja fyrr og gekk á fund hans fullur lotn- ingar og virðingar. En ekki þarf að orðlengja að Sigurjóni tókst á ör- skammri stundu að gera fund okkar afslappaðan og þægilegan og löngun mín til þess að vinna að umferðar- málefnum hafði enn aukist. Eru mér enn í fersku minni ákveðin orð sem hann sagði við mig á þessari stundu, sem ég gerði mér ekki þá fulla grein fyrir en rættust síðar. Hornsteinn langvarandi vináttu okkar Sigurjóns hafði verið lagður. Sú vinátta hélt áfram eftir að hann ákvað að hætta formennsku í Umferðarráði árið 1983. Honum var áfram annt um starfsemi ráðsins og lét það óspart í ljósi í hvert skipti sem við hittumst. Hvatningarorð hans og ánægja yfir því sem honum fannst vel gert hvöttu okkur sem unnum að umferð- armálefnum til þess að leggja okkur enn betur fram í þágu málstaðarins. Á hátíðlegum stundum, svo sem á umferðarþingum, var það okkur mikils virði að Sigurjón gaf sér tíma til þess að vera með okkur. Sýndi það glöggt góðan hug hans til þess sem verið var að vinna hverju sinni á þessum vettvangi. En vináttan einskorðaðist ekki við okkur Sigurjón. Strax við fyrstu kynni þeirra Sigríðar og Þurýjar konu minnar tókst með okkur öllum einstaklega hlýtt og gott samband sem aldrei bar skugga á. Við Þurý nutum þess að ferðast með þeim heiðurshjónum víða um lönd og fá að njóta leiðsagnar þeirra og þekking- ar. Þegar við Sigurjón sátum á fund- um og ráðstefnum var það Þurý m.a. dýrmætt að eiga Sigríði að, enda áhugamál þeirra svipuð. Fyrir allar þessar góðu ferðir erum við afar þakklát. Við þökkum þeim hjónum einnig fyrir að vekja athygli okkar á hve dýrmætt það er fyrir hjón að eiga sameiginlegar góðar minningar frá hinum ýmsu stöðum í veröldinni. Fyrir hönd Umferðarráðs og fyrr- verandi starfsfólks þess þakka ég Sigurjóni Sigurðssyni fyrir gott samstarf og gefandi forystu. Lands- menn allir þakka honum giftudrjúg störf í þágu umferðarmálefna. Kæra Sigríður og fjölskyldan ykkar stóra. Samhryggð okkar er með ykkur öll- um. Blessuð sé minning míns góða vinar. Óli H. Þórðarson. Nú þegar þú kæra og góða leiksystir og vinkona mín hefir lok- ið þinni lífsgöngu eftir farsæla og sérstaklega litríka æfi, langar mig til að minnast þín nokkrum orðum og þakka þér fyrir allt gott og ÞÓRUNN KRISTRÚN ELÍASDÓTTIR ✝ Þórunn KristrúnElíasdóttir fædd- ist í Stóru-Breiðuvík í Helgustaðahreppi í S-Múlasýslu 3. októ- ber 1915. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsa- vík 10. júlí síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Húsavíkurkirkju 19. júlí. gaman á liðnum árum. Það var stuttur spölur á milli heimila okkar á Eskifirði og þess vegna lágu spor- in svo oft okkar á milli. Við vorum sam- an í skóla og ekki spillti það fyrir. En svo fluttir þú í burtu en samt hélst tryggð- in við og aldrei var svo ekið um Þingeyj- arsýslu að ekki væri komið við á Húsavík og þegar ég svo flutt- ist til Stykkishólms, voru bréfin og jólakveðjurnar sem aldrei brugðust og ég var einmitt fyrir skömmu búin að fá þetta ljómandi bréf frá þér, þegar ég frétti um brottför þína til annarra heimkynna og nú er lífsstarfi þínu lokið hér á jörð og annað tekur við – að vorum við bæði viss um. Þeg- ar ég nú sendi þér mínar innileg- ustu kveðju og minnist alls þess sem okkur fór á milli, bæði á Eski- firði og svo allar heimsóknirnar. Við fundum alltaf svo vel hversu æskustöðvarnar áttu mikil ítök í okkur, og bernskuleikirnir, í sak- leysi æskunnar eru bjartir í hug- anum og félagarnir okkar sem tóku þátt í þeim, verður þakklætið hærra á metunum. Já kæra vina mín, þú hefir lokið hér löngu og viðburðaríku ævi- starfi og það er mikill ljómi yfir vegferðinni. Ég bið þann sem öllu ræður að vaka yfir þér og blessa og um leið þakka ég fyrir allt sem þú varst mér og mínum frá upphafi kynna til dánardægurs. Þinn vinur og leikfélagi Árni Helgason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.