Morgunblaðið - 21.08.2004, Side 42
UMRÆÐAN
42 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Það fylgir því talsverðábyrgð að rita í dagblöðog koma fram í útvarpi ogsjónvarpi. Þetta á ekki
síst við þegar fjallað er um vinsælt
efni eins og knattspyrnu. Því læra
börnin málið, að það er fyrir þeim
haft segir málshátturinn og einnig:
Það læra börnin sem fyrir þeim er
haft. Umsjónarmanni finnst eðlilegt
að stjórnendur útvarps og sjón-
varps geri þá kröfu til stjórnenda
íþróttaþátta að þeir geti tjáð sig
með þeim hætti sem samræmist
málvenju og sömu kröfu ættu
ábyrgðarmenn íþróttaþátta að gera
til þeirra sem fengnir eru til að
fjalla um íþróttir. Umsjónarmanni
virðist að því miður hafi orðið tals-
verður misbrestur á þessu ef marka
má lýsingar á leikjum í Evr-
ópukeppninni í knattspyrnu.
Í þessum pistlum hefur áður ver-
ið vikið að misnotkun svo kallaðs
dvalarhorfs, orðasambandsins vera
að gera eitthvað. Það mætti æra
óstöðugan að reyna að rekja alla þá
vitleysu sem veltur upp úr knatt-
spyrnufræðingunum okkar af þess-
um toga. Það verður enda ekki
reynt en nokkur dæmi skulu nefnd
(spurningarmerki (?) fyrir framan
dæmin vísar til þess að umsjón-
armaður telur þau brjóta í bág við
málvenju):
?þeir eru ekki að halda boltanum
nógu vel; ?þeir eru að fá góð færi
sem þeir eru ekki að nýta nógu vel;
?þeim er örugglega ekkert að líða
vel þegar aðeins 20 mínútur eru eft-
ir; ?hann er ekki að komast í sitt
hlutverk; ?Vörnin var ekki að gera
sig í leiknum; ?hann er greinilega
ekki að hitta boltann nógu vel; ?þeir
eru að hnippa í hvern annan (‘hver í
annan’) og hrinda hverjum öðrum
(‘hver öðrum’)
Umsjónarmaður veit ekki hvort
knattspyrnumenn tala svona í sinn
hóp enda kemur honum það ekkert
við. Málið horfir hins vegar öðruvísi
við þegar um er að ræða opinberan
vettvang, ríkisfjölmiðlana. Áhrifa-
máttur þeirra er mikill og því verð-
ur að vanda til þess í hvívetna sem
þar er borið fram. Ofnotkun orða-
sambandsins vera að gera e-ð er af-
ar algeng í lýsingum á knattleikjum
hvers konar og nú er svo komið að
áhrifanna er tekið að gæta víða.
Kunningi umsjónarmanns hafði það
nýlega á orði hann hefði staðið sig
að því að nota þessi ósköp eins og
hann orðaði það.
Umsjónarmaður hefur fylgst
með hluta nokkurra þeirra leikja
sem sýndir hafa verið í sjónvarpinu
og því er ekki að neita að honum
blöskrar margt sem einkum við-
mælendur stjórnenda láta sér um
munn fara. Hér skulu nefnd þrjú
dæmi.
Venja er að tala um að markvörð-
ur verji skot eða hafi hendur á
knettinum. Í sjónvarpinu 23. júní
var hins vegar sagt: ?Kahn setur
bara líkamann á bak við boltann. —
Ekki er öll vitleysan eins.
Öðru sinni var sagt: ?Kannski
þjálfaranum takist að blása sínum
mönnum kappi í kinn í leikhléinu.
Venja er að tala um að mönnum
hlaupi kapp í kinn er þeim hitnar í
hamsi (af ákafa) og einnig er al-
gengt að blása mönnum einhverju í
brjóst. Einnig
er alkunna að
það getur verið
nauðsynlegt að
telja kjark í
menn eða
brýna/hvetja þá
til dáða. Það er
hins vegar nýtt
að unnt sé að
?blása mönnum
kappi í kinn.
Þriðja dæmið er svolítið flóknara
en hin. Algengt er að menn fylgi e-u
eftir, t.d. góðum sigri eða marki.
Þar er merkingin auðvitað allt önn-
ur en fylgja á eftir (e-m/e-u) í merk-
ingunni ‘koma á eftir’. Menn geta
t.d. sagt: Maðurinn fór á undan mér
inn í hellinn en ég fylgdi á eftir.
Eins og sjá má vísar orða-
sambandið á eftir til raðar, reyndar
ýmist í tíma eða rúmi. Orða-
sambandið fylgja e-u eftir hefur
hins vegar allt aðra merkingu. Um-
sjónarmaður hefur mörg dæmi um
að þessu tvennu – fylgja e-u eftir og
fylgja á eftir (e-u) – sé ruglað saman
í talmáli.
Orðasambandið brenna (e-u) af
er fengið úr dönsku (brænde af) og
er það notað í tvenns konar merk-
ingu í íslensku: brenna (skoti) af
byssu ‘hleypa skoti af byssu’ og
brenna af (úr vítaspyrnu) ‘skjóta
(knettinum) fram hjá (marki)’ [af-
brennsla]. Fyrri merkingin mun
vera sjaldgæf í nútímamáli en sú
síðari er algeng í máli íþrótta-
manna. Umsjónarmaður hefur veitt
því athygli að nú er orðasambandið
oft notað í merkingunni ‘misnota
vítaspyrnu’. Í dagblaði var t.d. ritað
um leik Englendinga og Frakka:
?Zidane tryggði Frökkum sigurinn
með tveimur mörkum eftir að Beck-
ham hafði brennt af í [svo] víta-
spyrnu (14.6.04) en í greininni kom
fram að franski markvörðurinn
varði vítaspyrnu frá Beckham.
Annað dæmi: ?Beckham brenndi af
tveimur vítum á EM (28.6.04). Um-
sjónarmaður hefur að vísu aldrei
haft nein afskipti af knattspyrnu en
hann telur þó að slík notkun sam-
ræmist ekki málvenju og kann
henni illa.
Í fyrra dæminu hér að ofan var
ritað ?brenna af í vítaspyrnu. Þetta
samræmist ekki eðlilegri mál-
notkun. Menn geta brennt af úr
vítaspyrnu, skorað (mark) úr
þröngri stöðu, skotið (á mark) úr
upplögðu færi; skorað úr auka-
spyrnu eða skotið (á mark) af löngu
færi. Málkenndin segir okkur að í
öllum tilvikum sé um það að ræða
hvaðan skotið er en ekki hvar og því
er oftast notuð forsetningin úr en
stundum af. Ruglingur á notkun
forsetninganna úr og í í hliðstæðum
samböndum er því miður ekki
bundinn við fá dæmi, hans gætir
víða. Umsjónarmaður á bágt með
að átta sig á hvað hér liggur að baki.
Er það kannski keppnin (brenna af
í vítaspyrnukeppni)? Trúlegra er að
slíka málbeitingu megi rekja til of-
vöndunar, þ.e. sumum kann að finn-
ast að orðasambandið eigi að vísa til
kyrrstöðu (staðar), líkt og skjóta í
húsinu eða skjóta á vellinum. Flest-
ir hljóta þó að vera sammála um að
slíkt nær engri átt.
Úr handraðanum
Sögnin skora er skyld sögninni
skera-skar-skárum-skorið. Hún
merkir m.a. ‘marka skoru’ en það
var t.d. gert er lið var skorað ‘talið’,
sbr. einnig skora fyrir e-m ‘marka
skoru á stöng/kefli’ (sem sýnir töl-
una). Sagnarsambandið skora stig
merkir því ‘marka stig; fá stig
markað’ og af sama meiði er sam-
bandið skora mark en sú merking
er vitaskuld einungis kunn úr nú-
tímamáli þar sem knattspyrna er
ung íþróttagrein á Íslandi.
Orðasambandið skora á e-n (í e-ð/
(til e-s)) ‘leggja fast að e-m að gera
e-ð; mana e-n til e-s’ [áskorun] er al-
gengt í fornu máli og einnig orða-
sambandið skora e-n á hólm. Eldri
mynd þess er skora e-m hólm og
vísar hún til þess er e-m var skor-
aður (‘markaður’) vígvöllur (oft var
barist á hólmi/hólma sem þóttu
hentugir til þessa) og hann hvattur
til að mæta á hólminn. Í fyrra tilvik-
inu (skora e-n) er merkingin ‘mana
e-n, hvetja e-n’ en í því síðara (skora
e-m hólm ‘marka e-m hólm-
gönguvöll’) felst vísun til þágu/
óþágu (‘skora e-m hólm’).
Orð í íslensku eru jafnan afar
gagnsæ og oft má ráða í grunn-
merkinguna ef menn gefa sér tíma
til að velta orðunum aðeins fyrir
sér.
jonf@hi.is
ÍSLENSKT MÁL
Jón G. Friðjónsson 34. þáttur
ATLANTSOLÍA ehf. hóf sölu á
bensíni hinn 8. janúar síðastliðinn.
Það voru margir sem fögnuðu
þessu framtaki og
rætt var um að þar
með væri fákeppni
loks hrundið. Fyr-
irfram mátti búast við
að verðsamkeppni
hæfist og að neyt-
endur á öllu höf-
uðborgarsvæðinu
nytu góðs af. En er
það raunin?
7 krónum hærra í
Reykjavík
Þegar þetta er ritað
kostar lítrinn af bens-
íni hjá Atlantsolíu 99,90 krónur á
báðum sölustöðvum fyrirtækisins í
Hafnarfirði og Kópavogi. Þegar
reiknað er meðalverð sama lítra
kostar hann á 8 bensínstöðvum í
Hafnarfirði 100,8 krónur sam-
anborið við 107,9 á 34 bens-
ínstöðvum í Reykjavík. Þannig er 7
krónum dýrara bensínið í Reykja-
vík en í Hafnarfirði og hefur svo
verið í um þrjár vikur.
Kvartað til
samkeppnisyfirvalda
Fyrir liggur að Atlantsolía hefur
kvartað til samkeppnisyfirvalda
vegna verðlagningar samkeppn-
isaðilanna. Þá verðlagningu hefur
Atlantsolía kallað „rándýrs-
verðlækkun“ eða „predatory pric-
ing“. Slík verðlagning gengur út á
að beita mismunandi verðlagningu
í þeim tilgangi að koma höggi á
samkeppnisaðilann. Upphaflega
náði kvörtunin til allra innflutn-
ingsaðila eldsneytis en í júní var
kvörtunin einfölduð. Þannig beinist
hin nýja kvörtun einungis að einu
olíufélagi í stað þriggja. Er það
gert til að einfalda og hraða máls-
meðferð.
Staðbundnar verðlækkanir sam-
keppnisaðila Atlantsolíu hafa haft
áhrif á vöxt félagsins. Samkeppn-
isaðilarnir hafa rökstutt verðlækk-
anirnar sem tímabundnar skærur,
ástand sem varir á tilteknum
markaði og þeir vilji ætíð bjóða
viðskiptavinum sínum
hagstætt verð. Eitt af
markmiðum sam-
keppnislaga er að auð-
velda aðgang nýrra
aðila að markaði. Til
að ná því markmiði
hafa samkeppnisyf-
irvöld ýmis úrræði
enda hagur neytanda
að samkeppni sé virk
og að ekki séu óyf-
irstíganlegar hindr-
anir eða takmarkanir
þar að lútandi. Lög
um samkeppni nr. 25/
1993 samræmast þeim reglum sem
í gildi eru í Evrópu og í Bandaríkj-
unum gilda áþekk lög sem kallast
Sherman Antitrust Act.
Bensínstöðvarlóðir
samkeppnishindrun
Neytendum kemur það kannski
spánskt fyrir sjónir að Atlantsolía
fari fram á að samkeppnisaðilar
láti af sérstakri undirverðlagningu
í næsta nágrenni. Málið er hins
vegar ekki svo einfalt og skiptir sú
samkeppnishindrun, sem byggist á
staðsetningu og aðgengi að bens-
ínstöðvarlóðum, þar mestu. Þar til
Atlantsolía fær aðgengi að fleiri
bensínstöðvarlóðum er hægð-
arleikur fyrir samkeppnisaðila Atl-
antsolíu að lækka einungis elds-
neytisverð í næsta nágrenni en
slíkt gerði einmitt John Davidson
Rockefeller á síðari hluta 19 aldar í
Bandaríkjunum.
Rockefeller
John D. Rockefeller fæddist árið
1839 í New York-ríki. Tvítugur að
aldri stofnsetti hann fyrirtæki í
Cleveland sem höndlaði með hey,
fræ og hafra. Áhugi hans beindist
þó fljótt að vinnslu og sölu á olíu og
24 ára kom hann á fót olíu-
hreinsistöð sem var upphafið að
Standard Oil Trust. Vöxtur Rocke-
fellers var gríðarlegur og eftir
þrjátíu ára tímabil nam auður sam-
steypunnar milljörðum dollara.
Lykillinn að árangri Rockefellers
var um margt umdeildur og óvíst
að slíkur vöxtur gæti átt sér stað
með sama hætti í nútímaþjóðfélagi.
Aðferðir Rockefellers
Þannig notaði Rockefeller nokkrar
meginleiðir í viðskiptum sínum á
olíumarkaðnum. 1. Beitti und-
irboðum. 2. Keypti upp efnivið til
olíutunnugerðar. 3. Gerði leynilega
afsláttarsamninga við lestarfélög.
4. Keypti á laun fyrirtæki keppi-
nautanna og fékk innherjaupplýs-
ingar um fyrirhuguð tilboð þeirra
til viðskiptavina. 5. Réð illskeytta
útsendara sem heimsóttu þá sem
ekki fóru að leikreglum.
80% markaðshlutdeild
Auk fyrrgreindra aðferða og í kjöl-
far efnahagslægðar hafði Standard
Oil náð til sín um 80% allrar þeirr-
ar olíu sem hreinsuð var í Banda-
ríkjunum um aldamótin 1900. Upp
frá því gat fyrirtækið jafnframt
ráðið verði sem nú varð stöðugt og
hátt.
Óvild almennings
Uppgangur veldis Rockefellers
varð fljótt umtalaður og ekki leið á
löngu þar til samsteypa hans átti
fátt sameiginlegt með almenningi.
Óvild almennings óx bæði vegna
aukins atvinnuleysis og hækkandi
verðlags. Sömuleiðis áttu tilburðir
Standard Oil lítt upp á pallborðið í
dagblöðum.
Yfirvöld vanmáttug
Þrátt fyrir mikla umfjöllun fjöl-
miðla um einokunartilburði Stand-
ard Oil og óbeit almennings á að-
ferðum samsteypunnar miðaði
hægt í átt að frjálsri samkeppni.
Yfirvöld reyndu hvað þau gátu til
að draga fulltrúa samsteypunnar
fyrir dómstóla en ítök og fjármagn
komu lengi vel í veg fyrir það.
Í kjölfar mikilla mótmæla fóru
hjólin að snúast í þá átt að innleiða
fyrstu samkeppnislögin í Banda-
ríkjunum. Lögin voru nefnd
Sherman Antitrust Act en þau
heimiluðu yfirvöldum að leysa upp
samsteypur eins og Standard Oil,
lögsækja stjórnendur, beita fjár-
sektum sem og fangavist. Fór svo
að lokum að Standard Oil var skipt
upp í minni einingar og tilburðir til
einokunar fjöruðu út að lokum.
Brot á samkeppnislögum
Þessi upprifjun á sögu Rockefell-
ers er áminning um mikilvægi heil-
brigðrar samkeppni án við-
skiptahamla og misnotkunar á
markaðsráðandi stöðu. Í dag
greiða Reykvíkingar 7 krónum
meira fyrir lítrann af bensíni en
Hafnfirðingar. Ástæðan er að nýtt
fyrirtæki er að skjóta rótum og
býður sín bestu verð. Atlantsolía
hræðist hins vegar ekki samkeppn-
ina en vilji samkeppnisaðilar lækka
verð þá eiga þeir að gera það á öllu
höfuðborgarsvæðinu, annað er brot
á samkeppnislögum.
Lítil saga um samkeppni!
Hugi Hreiðarsson skrifar
um samkeppnismál ’Í dag greiða Reykvík-ingar 7 krónum meira
fyrir lítrann af bensíni
en Hafnfirðingar. ‘
Hugi Hreiðarsson
Höfundur er markaðsstjóri
Atlantsolíu ehf.
Það mætti æra
óstöðugan að
reyna að rekja
alla þá vitleysu
sem veltur upp
úr knattspyrnu-
fræðingunum
okkar af þess-
um toga
www.thjodmenning.is