Morgunblaðið - 21.08.2004, Síða 49
DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2004 49
MIRALE
Grensásvegi 8
sími: 517 1020
Opið:
mán.- föstud.11-18
laugard. 11-15
Í tilefni af því að MIRALE hefur tekið við Cassina
umboðinu á Íslandi veitum við 15% afslátt
af öllum sérpöntuðum húsgögnum til 31. ágúst.
Afmælisþakkir
Öllum ykkur, sem glödduð mig og sýnduð mér
sóma á áttræðisafmæli mínu 13. ágúst sl., þakka
ég og bið virktar í bráð og lengd.
Guðmundur Benediktsson.
DKNY
DKNY JEANS
IKKS
GERARD DAREL
CUSTO
VENT COUVERT
PAUL & JOE
NICOLE FARHI
SELLER
ÚTSÖLULOK
Í DAG
EINNIG NÝJAR VÖRU KOMNAR
ALLT AÐ 70% AFSLÁTTUR
OPIÐ TIL KL. 18:00
laugavegi 91 s.562 0625
Kannanir sem gerðar hafa verið á Norð-urlöndum sýna að í fyrirtækjum,stofnunum og skólum er hýst mikiðmagn af ólöglegri tónlist, kvikmynd-
um og öðru sambærilegu efni sem sótt hefur ver-
ið á Netinu. Í Danmörku hýsa t.d. 46% skóla og
fyrirtækja ólöglegt efni af þessu tagi. Samtök
myndrétthafa á Íslandi, Samtónn og Framleið-
endafélagið hafa nú gefið út bækling sem heitir
„Höfundaréttur og tölvuöryggismál í fyr-
irtækjum, skólum og stofnunum“, ritið er gefið út
í 3000 eintökum og Morgunblaðið spurði Gunnar
Guðmundsson, lögmann, stjórnarmann og fram-
kvæmdastjóra Samtóns, hvað hér væri á ferð.
„Þessum bæklingi er ætlað að uppfræða
stjórnendur í skólum, fyrirtækjum og stofnunum
um þetta vandamál. Benda viðkomandi á tilvist
ólögmæts efnis og að veirur og tölvuinnbrot geti
valdið hruni tölvukerfa við notkun skráarskipta-
forrita og í það minnsta hægt á allri vinnslu
þeirra með tilheyrandi minni framleiðni. Einnig
er fjallað um lagalega áhættu sem fylgir ólög-
mætri notkun, s.s. skaðabótakröfum og refsivið-
urlögum.“
Er vitað um stærðargráðu þessa hér á landi?
„Það hafa ekki verið gerðar sambærilegar
kannanir hér á landi og erlendis, en miðað við
tölvu- og netnotkun Íslendinga þá má reikna með
að vandamálið sé síst minna en í nágrannalönd-
unum og þar er það umtalsvert.“
Hvað er vitað um þekkingu stjórnenda á
vandamálinu innan eigin veggja?
„Það er áreiðanlega mismunandi hvað menn
vita, en við vitum dæmi þess að stórir ólöglegir
gagnabankar viðgangast í tölvukerfum stórra
fyrirtækja og stofnana án vitundar stjórnenda og
því viljum við uppfræða þá þannig að þeir geti
tekið á vandanum.“
Þið hljótið þá að gera ráð fyrir talsverðum ár-
angri?
„Vissulega. Svona herferðir hafa verið erlendis
og þær hafa skilað miklu.“
Munið þið fylgja þessum bæklingi eftir?
„Það er ætlunin að gera það, við höfum sent
bæklinginn út til 2500 aðila, m.a. allra skóla og
stærri fyrirtækja og munum í kjölfarið fara á
þessa staði, a.m.k. eins marga og við komumst yf-
ir, og fylgja eftir erindinu.“
Hvað ef menn taka ekki við sér og hreinsa til,
geta þeir átt von á lögsókn í kjölfarið?
„Ef mönnum er ljóst að það ríkir þetta ófremd-
arástand í tölvukerfum þeirra og þeir kjósa að
gera ekkert til að stemma stigu við því, þá geta
þeir vissulega átt von á því að þeir verði fyrr eða
síðar látnir svara til saka fyrir það.“
Bæklingur | Tekið á ólöglegum kvikmynda- og tónlistarskrám
Vandamálið er hér til staðar
Gunnar Guðmunds-
son héraðsdóms-
lögmaður varð stúdent
frá Menntaskólanum í
Reykjavík árið 1972 og
lögmaður frá Háskóla
Íslands árið 1977. Hann
varð síðan héraðs-
dómslögmaður frá Há-
skóla Íslands árið 1980.
Hann er lögmaður,
stjórnarmaður og fram-
kvæmdastjóri Samtóns (SFH og STEF) sem
eru sameiginleg samtök rétthafa í tónlist,
enda hefur hann sérhæft sig í höfundarrétt-
armálum.
BSÍ í Kópavogi?
ÉG vil koma á framfæri fyrirspurn til
þess er málið varðar hvað sé málið með
alla vörubílana og rúturnar sem leggja
á planið fyrir utan verslunarmiðstöðina
í Engihjalla.
Þessi ferlíki eru að koma hér með
þvílíkum látum á nóttunni (allt til 3 á
nóttunni) og svo er þessum risum
startað fyrir kl. 6.30 á morgnana og
þanið eins og bílstjórar eigi lífið að
leysa og vélin látin ganga í langan tíma
áður en lagt er af stað!
Ég er búin að hafa samband við lög-
regluna sem lofar að aðgæta málið en
ekkert gerist.
Á ég sem íbúi við Efstahjalla ekki
rétt á mínum svefntíma um nætur sem
og börnin mín? Er ekki nóg að maður
nái ekki að festa svefn fyrr en seint og
um síðir vegna barsins sem er opinn í
húsi verslunarmiðstöðvarinnar langt
fram eftir nóttu, heldur þurfi maður að
búa við þennan hávaða líka?
Ég bara spyr: Er einhver í stjórn
Kópavogsbæjar með svör á reiðum
höndum handa ósáttum íbúa?
Ragnheiður Edda Viðarsdóttir.
Viltu taka Dimmalimm
að þér?
VIÐ leitum að góðu fólki sem vill taka
að sér 10 vikna kettling. Hún er ljúf og
kassavön. Allar upplýsingar veitir Sig-
urjón í síma 844 4212.
Páfagaukur í óskilum
GRÆNN og gulur gári er í óskilum hjá
Orkuveitunni, Bæjarhálsi. Upplýs-
ingar í síma 617 7132.
Páfagaukur í óskilum
LJÓSGRÁ og hvít gárakerling fannst í
Lindarsmára í Kópavogi sl. fimmtu-
dag. Upplýsingar í síma 895 5170.
Kettlingur týndur
í Hafnarfirði
LÍTILL 3ja mánaða kettlingur, læða,
svört með hvítan kraga, týndist frá
Víðivangi 5 í Hafnarfirði sl. þriðjudag.
Þetta var í fyrsta sinn sem hún fór út
og hefur hún ekki ratað aftur heim.
Þeir sem vita um kettlinginn vinsam-
lega hafi samband í síma 698 4876,
565 3467 eða hringi í Kattholt.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. e3 a6 5.
Rc3 b5 6. c5 Bf5 7. Re5 h5 8. Db3 Rg4
9. Rxg4 hxg4 10. a4 Rd7 11. Ra2 Dc8
12. Rb4 Db7 13. Da2 Hc8 14. axb5 axb5
15. Da6 Dxa6 16. Hxa6 Rb8 17. Ha8
Kd7
Fyrir skömmu var haldin lands-
keppni milli Rússa og Kínverja sem
fram fór í Moskvu. Alexey Dreev
(2690) hafði hvítt gegn Hua Ni (2593).
18. e4! Bxe4 19. Bf4 e5 20. Bxe5 Be7
21. Be2! Ke6 22. Hxb8 Hxb8 23. Bxb8
Hxb8 24. Bxg4+ f5 25. Rxc6 Ha8 26.
Bd1 Ha2 27. f3 Bb1 28. Kd2 Bg5+ 29.
Kc3 Bc1 30. Bc2 og svartur gafst upp
enda maður að falla útbyrðis.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Hvítur á leik.
ELÍSABET Jökulsdóttir stendur
fyrir Tilfinningatorgi í kvöld. Torgið
verður staðsett í Víkurkirkjugarði,
sem stundum er nefndur Fóg-
etagarðurinn og er á horni Að-
alstrætis og Kirkjustrætis, og geta
menningarnæt-
urgestir borið til-
finningar sínar á
torg í bók-
staflegum skiln-
ingi – hvort sem
þær eru góðar eða
slæmar. „Það hef-
ur þótt vafanum
undirorpið að
bera tilfinningar
sínar á torg hing-
að til. Menn hafa
átt að gera það bakvið hurð jafnvel, ef
þeir þá gera það yfirleitt,“ segir El-
ísabet, sem segist vona að þarna leys-
ist einhverjar tilfinningar úr læðingi,
sem síðan gætu skilað sér út í sam-
félagið. „Það gæti jafnvel orðið svo að
tilfinningatorg yrði varanlegur hluti
af Reykjavík. Það væri í raun nóg að
eitt torg héti það, og þar þyrfti ekki
að reisa neinar styttur eða neitt.“
Hugmyndin var upphaflega lögð
fram í hugmyndasamkeppni Lands-
bankans, þar sem hún vann til verð-
launa sem fallegasta hugmyndin. El-
ísabet segir það mikið gleðiefni hve
vel hugmyndinni hefur verið tekið
meðal fólks, og hafa margir þjóð-
þekktir einstaklingar boðað þátttöku
sína í Tilfinningatorginu í dag. „Eva
María Jónsdóttir ætlar að ríða á vaðið
um klukkan hálftólf, Þröstur Leó
Gunnarsson ætlar að selja sínar til-
finningar og Helga Braga ætlar að
vera drottning tilfinninganna, meðal
annars.“
Farin verður skrúðganga frá horni
Bankastrætis og Ingólfsstrætis að
Tilfinningatorginu kl. 20 í kvöld, þar
sem 7–14 ára börn og unglingar velja
sér tilfinningu og mála hana á spjald.
„Þetta verður kröfuganga tilfinning-
anna, og er lifandi listaverk eftir Har-
ald Jónsson myndlistarmann. Þetta
er enn eitt dæmið um frjósemina sem
hefur orðið til í kring um þessa hug-
mynd.“
Að sögn Elísabetar eru allir vel-
komnir á Tilfinningatorgið, það sé
alls ekki einungis fyrir þekkta ein-
staklinga með fyrirfram ákveðnar
hugmyndir. „Maður má koma og vera
rosalega einlægur og tala beint út frá
hjartanu, en svo má líka klæða þetta í
einhvern búning og taka þetta allt á
djókinu.“
Tilfinningatorgið verður opið milli
kl. 11 og 23.
Tólf tímar af
tilfinningum
Morgunblaðið/Sverrir
Tilfinningatorg verður sett upp í
Víkurkirkjugarði í dag, þar sem all-
ar tilfinningar eiga rétt á að heyrast.
Elísabet
Jökulsdóttir
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111