Morgunblaðið - 21.08.2004, Page 52
MENNING
52 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
TILVISTARPÆLINGAR og tím-
inn, hvenær er eitthvað að gerast og
mannlegt eðli eru allt hlutir sem
Finnur Arnar Arnarsson myndlist-
armaður veltir upp á sýningu sinni í
Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur,
sem var opnuð í gærkvöldi. Það
fyrsta sem við blasir er myndbands-
verk sem sýnir sex stykki hvíta Arne
Jacobsen Sjöu-stóla – auða. En við
nánari eftirgrennslan kemur þó í
ljós að stólarnir hafa ekki alltaf verið
auðir, enda eru stólar af þessu tagi
notaðir daglega í Hafnarhúsinu.
Þegar inn í salinn sjálfan er komið
blasa við tuttugu stykki af þessum
sama stól í miðju salarins. Á veggj-
um eru fleiri myndbandsverk, en
þau eru ekki af stólum, heldur sjáv-
arþorpum úti á landi. Sjórinn gárast
í forgrunninum á tvískiptum mynd-
fletinum og þó að ekkert virðist ann-
að vera að gerast þar, er ef til vill
ekki allt sem sýnist. „Vinstra megin
eru fyrri tíu mínúturnar af tuttugu
mínútna upptökum, hægra megin
eru þær síðari. Þarna sjáum við or-
sök og afleiðingu, eða fortíð og fram-
tíð, sem í raun er allt orðið að ein-
hvers konar fortíð, enda þessar
tuttugu mínútur löngu liðnar,“ segir
Finnur Arnar og heldur áfram:
„Þessi sýning fjallar dálítið um
það þegar okkur finnst ekkert vera
að gerast. Þá er ég ekki að halda því
fram að ekkert gerist í þessum þorp-
um, því það er auðvitað fyrst og
fremst skilgreiningaratriði hvenær
eitthvað er að gerast. Þegar maður
er á Patreksfirði finnst manni
kannski ekkert að gerast og þá lang-
ar mann helst til Reykjavíkur, því
þar er svo margt að gerast. Þegar
maður kemur svo til Reykjavíkur
langar mann mest til New York, því
þar er allt að gerast. Svona getur
maður haldið áfram endalaust, í leit
að einhverju sem er að gerast. En
við þekkjum líka öll fólk sem hefur
fundið lausnina á þessu – að vera
hamingjusamt gerandi það sem það
er að gera og vera ekkert að leita að
neinu öðru.“
Finnur segir sömu pælinguna á
ferðinni í stólamyndbandsverkinu og
þorpamyndbandsverkinu. „Þó að við
sjáum það ekki er fullt að gerast,
fullt af sögu á báðum stöðum. Og við
vitum að allt sem gerist í mannlegu
eðli, ástir, sorgir, upplifanir, gerist í
ríkum mæli á Þingeyri, rétt eins og í
París. Hvenær eitthvað er að gerast
er bara spurning um hugarfar.“
Þetta er fyrsta einkasýning Finns
Arnars í Listasafni Reykjavíkur, en
skemmst er að minnast sýningar
hans í Safni við Laugaveg fyrr á
árinu. Á undanförnum árum hefur
drjúgur hluti af tíma hans farið í
leikmyndagerð, einkum hjá Hafn-
arfjarðarleikhúsinu. „Það kemur al-
veg á hárréttum tíma fyrir mig að fá
tækifæri til að sýna hér. Þetta er
ekki auðvelt rými – maður fyllir
þennan stað ekkert með fermetrum,
það er miklu frekar að maður reyni
að fylla hann af andrúmslofti. Ég
finn að reynslan úr leikhúsinu hefur
nýst mér vel við uppsetninguna á
þessar sýningu, enda er þetta alltaf
spurning um að fá hugmynd og
koma henni frá sér, sem er nokkuð
sem maður lærir vel í leikhúsinu.“
Til stendur að Finnur Arnar sýni í
i8 snemma á næsta ári og segist
hann fagna því mjög að vera kominn
aftur inn í hringiðu myndlistarinnar.
„Leikhúsið fær að sitja á hakanum í
bili. Ég hef verið að vinna á launum
sem atvinnumaður í myndlist að
undanförnu og það er bara rosalega
skemmtilegt. Enda ætlaði ég alltaf
að verða myndlistarmaður þegar ég
yrði stór.“
Í Hafnarhúsinu stendur einnig yf-
ir sýning Katrínar Sigurðardóttur
og Kenjarnar eftir Francisco de
Goya. Allar sýningarnar verða opnar
í dag milli kl. 10 og 23 og verður
ókeypis inn í tilefni Menning-
arnætur.
Morgunblaðið/ÞÖK
„Þessi sýning fjallar um það þegar okkur finnst ekkert vera að gerast,“
segir Finnur Arnar Arnarsson um nýopnaða sýningu sína í Hafnarhúsi
Listasafns Reykjavíkur.
Er eitthvað
að gerast?
ingamaria@mbl.is
Á AKUREYRARVÖKU í dag verð-
ur opnuð yfirlitssýning á verkum
Boyle-fjölskyldunnar sem býr í
London en þessir stórmerkilegu
listamenn hafa aldrei áður sýnt á Ís-
landi.
Boyle-fjölskyldan samanstendur
af fjórum listamönnum, þeim Mark
Boyle (f. í Glasgow 1934), Joan Hill
(f. í Edinborg 1931) og börnum
þeirra, Sebastian (f. 1962) og
Georgiu (f. 1965). Þau vinna saman
sem ein heild, einn listamaður, að
öllum verkefnum sínum.
Hjónin Mark og Joan gerðu fyrstu
„jarðsneiðina“ (nákvæma eftirmynd
af jarðsvæði) árið 1964. Fjórum ár-
um seinna hófu þau verkefni sem
nefnist Ferð að yfirborði jarðar.
Takmark þeirra var að gera ná-
kvæma eftirmynd af 1.000 hlutum
yfirborðs jarðar, sem væru valdir af
handahófi. Ævintýrið byrjaði með
því að bundið var fyrir augu fólks og
það beðið um að kasta pílum í risa-
stórt heimskort til að velja staðina;
70% af pílunum lentu í sjó, en sú
fyrsta stakkst í Ísland. Í framhald-
inu ferðuðust þau til margra landa,
borga og afskekktra staða, hentu
ramma á loft og af svæðinu, sem
ramminn afmarkaði við lendingu,
gerðu þau ofurraunsæja lágmynd
sem allajafna var nokkrir fermetrar
að stærð. Aðferðin sem þau nota við
nákvæma endursköpun jarðsvæð-
anna – sem eru oft úr óstöðugum
efnum eins og sandi, mold og ís – er
vel varðveitt leyndarmál fjölskyld-
unnar. En hún hefur aldrei komið til
Íslands, áfangastaðar fyrstu píl-
unnar, eða haldið þar sýningu fyrr
en nú. Jarðsvæðin sem við göngum
yfir á hverjum degi, en leiðum yf-
irleitt hjá okkur, eru færð upp í
augnhæð og gerð sýnileg frá al-
gjörlega nýju sjónarhorni. Við horf-
um hugfangin á það sem við tökum
yfirleitt ekkert eftir; þvílík dýrð, því-
lík tilviljun. Eða hvað? Hvert strá,
sandkorn, múrsteinn eða sígar-
ettustubbur endurbirtist ljóslifandi
með þessari afsteypuaðferð.
Á meðan verkin í Ferð að yf-
irborði jarðar kanna hinn stóra heim
sýnir myndaröðin Líkamsverk, ljós-
myndir frá seinni hluta sjöunda ára-
tugarins, örheiminn. Þessar stóru
ljósmyndir, teknar í gegnum raf-
ræna smásjá, eru gríðarlega stækk-
aðar myndir af örsmáum hlutum
húðar og líkama föðurins, Marks
Boyle. Ferðinni er heitið í gagn-
stæðar áttir, til Putalands og Risa-
lands. Vefur hins stóra byggist á því
smáa. Í þessum verkum sjáum við
hversdagslegt umhverfi okkar frá
andstæðum pólum, veröldina og lík-
ama okkar sem eina heild. Eins og
Mark Boyle sagði árið 1966, þá eru í
verkunum fjarlægðar allar vísbend-
ingar um frumleika, stíl, hönnun,
hnyttni, fágun og mikilvægi. Tak-
markið er að búa til eins hlutlæg
verk og mögulegt er. Endursköpun
án meiningar eða réttlætingar.
Nákvæm lýsing
á raunveruleika
Sebastian Boyle segir að þau
systkinin hafi vart verið nema um
5–6 ára þegar þau fóru að vinna með
foreldrum sínum að myndlistinni.
„Hvar sem við áttum heima var
stúdíóið ævinlega á heimili okkar, og
við ekki há í loftinu þegar við vorum
komin með hamar, meitil eða önnur
verkfæri í hönd og byrjuð að vinna.
Við systkinin fórum aldrei í mynd-
listarskóla; ég lærði heimspeki í há-
skóla, en hef þó ekki starfað við ann-
að en myndlistina. Við höfum alltaf
unnið saman í þessu. Við erum
þekktust fyrir jarðarmyndir okkar,
sem eru eins konar landslagsmyndir
unnar með trefjagleri. Við höfum
verið gagnrýnd fyrir list okkar bæði
af þeim sem aðhyllast gömlu hefðina
í myndlist, þeim sem finnst ekkert
vera landslag nema olía á striga, en
líka af þeim sem telja sig avant
garde, sem segja að við gerum ekk-
ert annað en að búa til eitthvað sem
lítur út eins og raunveruleikinn. En
þetta finnst okkur góður staður að
vera á – einhvers staðar á milli þess-
ara tveggja póla.
Sebastian Boyle segir jarð-
armyndirnar verða meðal þeirra
verka fjölskyldunnar sem sýnd
verða á Akureyri. „Þessar myndir
líta út fyrir að vera stykki úr jörð-
inni, sem við höfum grafið upp og
fryst, og í rauninni eru þetta raun-
verulegir staðir. Verkin okkar tengj-
ast mörgu öðru því sem hefur verið
að gerast í myndlist síðustu 30–40
árin, til dæmis jarðarlist. Markmið
okkar með þessum myndum er að
gera eins góða nákvæma lýsingu á
jörðinni og okkur er unnt.“
Jörðin fyrir augum okkar
Boyle-fjölskyldan
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Sveiflukóngurinn
Geirmundur Valtýsson
á Kringlukránni í kvöld
MIÐASALAN er opin á fame.is,
á þjónustuborði Smáralindar
og í síma 528 8008
JÓNSI
SVEPPI
Fös. 03, sept. kl. 19.30
Fim. 09, sept. kl. 19.30
Lau. 04, sept. kl. 18.00
SÍÐUSTU SÝNINGAR:Í I :
Hefðbundin starfsemi Vetrargarðs Smáralindar fer nú brátt að hefjast
og því kveður SUMARSMELLURINN FAME í September.
Síðustu sýningar á söngleikinn “sem hefur skemmt þúsundum
Íslendinga konunglega í allt sumar” Eru eftirfarandi:
Fös. 10, sept. kl. 19.30
Sun. 05, sept. kl. 19:30
Lau. 11, sept. kl. 19.30
MIÐASALA 552 3000
Miðasalan er opin frá kl. 10-18
SELJAVEGI 2 • 101 REYKJAVÍK
BEINT FRÁ SVÖRTU NEW YORK
SÖNGSKEMMTUNIN
HARLEM SOPHISTICATE
Aukasýning
Fimmtud. 26. ágúst kl. 20.00
ALLRA SÍÐASTA SÝNING
Munið miðasöluna
á netinu
RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare
í samstarfi við VESTURPORT
Su 22/8 kl 20 - UPPSELT
Mi 25/8 kl 20 - AUKASÝNING
F 26/8 kl 20 - UPPSELT
Fö 27/8 kl 20, Lau 28/8 kl 20, Su 29/8 kl 20,
Mi 1/9 kl 20, Fi 2/9 kl 20,
Fö 3/9 kl 20 - UPPSELT
Takmarkaður sýningafjöldi
DÝRÐLEGT FJÖLDASJÁLFSMORÐ
e. Arto Paasilina í samstarfi við LANDSLEIK
Su 22/8 kl 20
Síðasta sýning - Miðaverð kr. 1.000
Miðasala: 568 8000
Miðasalan er opin frá kl 10-18,
og framað sýningu sýningardaga.
www.borgarleikhus.is midasala@borgarleikhus.is
Stóra svið Nýja svið og Litla svið
LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren
Su 5/9 kl 14
Su 12/9 kl 14
Su 19/9 kl 14
Su 26/9 kl 14
CHICAGO e. Kender, Ebb og Foss
Lau 18/9 kl 20
Lau 25/9 kl 20
Lau 2/10 kl 20
Lau 9/10 kl 20
ATH ! ATRIÐ I Í SÝNINGUNNI
ERU EKKI FYRIR V IÐKVÆMA
ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA
Fös . 27 .08 20 .00 NOKKUR SÆTI
Lau . 28.08 20 .00 ÖRFÁ SÆTI
Lau . 04.09 20 .00 LAUS SÆTI
M iðnætursýning á menningarnótt
Lau . 21.08 24.00 NOKKUR SÆTI
5. sýning: sun. 22. ágúst kl. 20.00
6. sýning: fim. 26. ágúst kl. 20.00
Allra síðasta sýn. lau. 28. ágúst kl. 20.00
Athugið! Aðeins þessar sýningar