Morgunblaðið - 21.08.2004, Síða 55
með eitthvað splunkunýtt. Ég veit
hann fær sendar kynningarplötur til
dæmis frá breskum óháðum út-
gáfum,“ segir Árni en önnur góð
blogg eru til dæmis Mystical Beast
og Music (for robots).
Warner spilar með
Grein í New York Times í vikunni
fjallaði einmitt um að plötufyrirtækið
Warner hefði sent bloggurum tónlist
með rokksveitinni Secret Machines
með ósk um birtingu. Árni segir að
þetta beri því vitni að stóru útgáfu-
fyrirtækin séu farin að taka eftir tón-
listarbloggurunum.
Árni segir að bloggið hans geti
virkað vel samhliða útvarpsþættinum
og hann ætlar að halda áfram. „En ég
hugsa samt að ég mundi leggja meiri
vinnu í bloggið ef ég hætti með þátt-
inn, bara til að koma þessu frá mér
en þetta er hvatning til að fylgjast vel
með tónlist, bæði þátturinn og blogg-
ið,“ segir Árni sem líkt og aðrir
bloggarar leggur metnað í að koma
einhverju nýju að á síðunni sinni.
Hann segir aðspurður að ástæðan
fyrir því að fólk sé að blogga með
þessum hætti, sé vissulega ástin á
tónlistinni. „Þetta snýst líka um bar-
áttuna gegn kerfinu, það er allavega
ástæðan fyrir að Kanarnir eru í
þessu. Þeir geta ekki hlustað á tón-
listina annars staðar,“ segir hann og
bætir við að sumir bloggarar séu
plötusnúðar og kynni sjálfan sig inn á
milli.
Einskær áhugi á tónlist virðist þó
vera helsti drifkrafturinn og stendur
eitthvað á þessa leið á Music (for ro-
bots): „Við elskum tónlist og styðjum
vel gerða tónlist og viljum styðja við
listamennina með því að kaupa verk
þeirra (og birtum bara það sem við
eigum). Á þessari síðu viljum við að-
eins deila góðri tónlist með öðrum …
Við hvetjum alla til að kaupa þessa
tónlist og mæta á tónleika með lista-
mönnunum.“
ingarun@mbl.is
syrdurrjomi.blogspot.com
music.for-robots.com
newflux.blogspot.com
mysticalbeast.blogspot.com
mp3blogs.org
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2004 55
Ef þú ert árrisul(l) þá erunokkrir tímar í það að mið-bær Reykjavíkur breytist í
eitt allsherjar gallerí með þátttöku
hundraða borgarbúa, hvort sem
eru sprenglærðir listamenn eða
fólk eins og
ég og þú.
Þessi við-
burður
heitir
Menning-
arnótt og hefur verið haldinn hér í
höfuðborginni síðastliðin átta ár.
Ef þú ákvaðst hins vegar að sofa
út mæli ég eindregið með því að þú
drífir þig niðreftir núna og hendir
þér af fullum krafti í menning-
arneysluna.
Ég verð að segja að mér finnstþessi menningarnótt algjör
snilld. Það er, bókstaflega, allt að
gerast þennan dag og maður finnur
það í loftinu. Það eru einhver gleði-
og sköpunarmólekúl sem dynja
þægilega á manni þegar maður
stikar um stræti og torg miðbæj-
arins.
Því að þennan dag er eins og
mörkin þurrkist út á milli þeirra
sem eru listamenn (eða a.m.k. telja
sig vera það) og þeirra sem eru það
ekki (en vita kannski ekki að þeir
eru listamenn). Skápalistamenn fá
hreinlega ekki betra tækifæri til að
tjalda því til sem þeir búa yfir, í al-
gleymi taumlausrar list- og menn-
ingariðkunar sem er að finna að því
er virðist á hverju horni og í hverju
skoti einmitt þennan dag. Þetta er
sannkölluð listahátíð.
Viðburðirnir eru það margir og
það ólíkir reyndar að manni finnst
næstum eins og manni beri skylda
til að leggja hönd á plóg. Og þeir
eru margir sem hlýða því kalli og
það er það sem gerir upplifunina
svona sérstaka. Hin rómantíska og
furðu lífseiga hugmynd um að allir
Íslendingar séu skáld verður nán-
ast að veruleika þennan dag.
En hina gullvægu setningu,gakktu hægt um gleðinnar
dyr, þarf sérstaklega að heiðra í
dag og þá sérstaklega í kvöld. Síð-
asta menningarnótt, eins vel og hún
gekk nú framan af, endaði að sjálf-
sögðu með ósköpum því að svo virð-
ist sem Íslendingar og áfengi eigi
sjaldnast leið saman (og það er að-
allega vegna þess að við þurfum að
standa í röðum í ríkisreknum
áfengisútsölum og verðum svo æst
þegar við komum höndum yfir
„fjársjóðinn“ að við sturtum því öllu
niður í einu. Hvenær mun siðmennt-
uðum drykkjuháttum, eins og tíðk-
ast t.d. á meginlandi Evrópu, skola
hingað?). Reynum að forðast fanga-
klefana í þetta skiptið og umfaðma
lífsins list á sama hátt og aðrar list-
greinar þennan hátíðisdag/nótt. Já,
og gleðilega Menningarnótt!
AF LISTUM
Arnar Eggert
Thoroddsen
arnart@mbl.is
100.000 manna
listagallerí
’ Þennan dag ereins og mörkin
þurrkist út á milli
þeirra sem eru lista-
menn (eða a.m.k.
telja sig vera það) og
þeirra sem eru það
ekki (en vita kannski
ekki að þeir eru
listamenn). ‘
www .regnboginn.is
Hverfisgötu 551 9000 Nýr og betri
Yfir 40 þúsund
gestir
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12 ára.
Mjáumst
í bíó!
Sýnd kl. 4 og 6. ísl tal.
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Enskt tal.
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.
Myrkraöflin eru með okkur!
Mögnuð ævintýra-spennumynd!
Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 14 ára.
T
o p
p
myndin
á íslandi
Uppáhalds köttur allrar
fjölskyldunnar er kominn í bíó!
Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30.Sýnd kl. 6, 8 og 10.
Sýnd kl. 2, 4 og 6. ísl tal
Uppáhalds köttur allrar
fjölskyldunnar er kominn í bíó!
Sýnd kl. 2 og 4. m/ísl.tali.
Mjáumst
í bíó!
www.laugarasbio.is
T
o p
p
myndin
á íslandi
Sjáið frábæra gamanmynd
um frægasta, latasta og
feitasta
kött í heimi!
Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16 ára.
Umtalaðasta mynd ársins sem vann Gullpálmann í Cannes.
Myndin sem allir verða að sjá til að geta
verið með í umræðunni.
Ó.H.T Rás2 S.K., Skonrokk
„Drepfyndin“
Ó.Ö.H. DV
„Myndir á borð við
þessar segja meira en
þúsund orð.“
HJ. MBL
Í Stepford er eitthvað undarlegt á seyði
Frábær gamanmynd með toppleikurum
Kr. 500
„ ...mynd þar sem
áhorfendur skella
ærlega upp úr og
jafnvel hneggja af
hlátri.“
Kvikmyndir.com
S.K., Skonrokk
CHRISTOPHER
WALKEN
BETTE
MIDLER
FATHE
HILL
CLENN
CLOSE
NICOLE
KINDMAN
MATTHEW
BRODERICK
Þetta var ekki hennar heimur..
en dansinn sameinaði þau!
Sjóðheit og seiðandi skemmtun!
Jazz og myndlist
Veri› velkomin á vinnustofu
Péturs Gauts, á horni Njálsgötu
og Snorrabrautar. Opi› er frá
kl.17:00 - 22:00.
Um Kl.20:00 mun jazz-dívan
Kristjana Stefánsdóttir og tríó
hennar leika af fingrum fram.
A› sjálfsög›u ver›a n‡ verk
eftir gestgjafann á veggjunum.
Allir velkomnir.
Menningarnótt 2004
Opi› hús á vinnustofu Péturs Gauts