Morgunblaðið - 21.08.2004, Page 57

Morgunblaðið - 21.08.2004, Page 57
MAÐUR gæti beðið um betra veður er önnur plata South River Band, sjö manna sveitar sem allir tengjast á einn eða annan hátt svæðinu hjá Kleifum í Ólafs- firði. Þar rennur jafnframt Syðri- Gunnólfsá sem sveitin er kennd við. Sveitin er skipuð þeim Grét- ari Inga Grétarssyni, Gunnari Reyni Þorsteinssyni, Helga Þór Ingasyni, Kormáki Bragasyni, Ólafi Sigurðs- syni, Ólafi Þórðarsyni og Þorvarði Davíð Ólafssyni. Platan kom út fyrr í sumar og var á dögunum valin plata vikunnar á Rás 2. Ólafur Þórðarson sagði í sam- tali við Morgunblaðið það vera mik- inn heiður fyrir hljómsveitina að eiga plötu vikunnar að þessu sinni. „Jú, þetta er vissulega mikill heið- ur og mjög gaman að þessu,“ segir Ólafur. Hann segir sveitina hafa verið býsna iðna við spilamennsku að und- anförnu. „Við skruppum norður í land og héldum þar nokkra tónleika. Einnig lékum við á Draugasetrinu og svo á Laugaveginum síðastliðinn laug- ardag,“ segir Ólafur og bætir við að þeir félagar séu í stöðugri æfingu og stökkvi til spilamennsku þegar eitt- hvað kemur upp. Flest lög og textar á plötunni eru frumsamin af liðsmönnum sveit- arinnar og segir Ólafur lagasmíðina fara fram í mesta bróðerni. „Þó að við spilum talsvert af lög- um frá austantjaldslöndunum og víð- ar reynum við að skapa þessar plöt- ur að mestu leyti sjálfir,“ segir hann. „Menn koma með laga- eða texta- bút á æfingar og við vinnum restina oft í sameiningu. Stundum koma menn þó með fullbúin lög og stund- um með ekki nema hugmynd að lagi.“ Ólafur segir megináherslu liðs- manna sveitarinnar vera að skemmta sér saman við spila- mennsku. Svo er ekki verra ef þeir nái að skemmta öðrum í leiðinni. „Við erum svona band sem getum spilað hvar sem er og viljum helst ekki vera mikið í rafmagnsgræjum. Okkur finnst gaman að spila í þrengri hóp þar sem tónlistin getur hljómað án hátalara,“ segir Ólafur. Talið berst að meintum tengslum liðsmanna við Ólafsfjörðinn og er Ólafur spurður hvort einfaldega sé eitthvað í vatninu þar um slóðir sem gæti orsakað þessa miklu spilagleði. „Ég veit það ekki. Þetta er bara það sem gerist á ýmsum stöðum úti um landið. Fólk er að föndra við söng og hljóðfæraslátt og svo er bara spurningin hverjir nenna að setjast niður og æfa sig,“ svarar hann. Ólafur segist finna fyrir fjölgandi hópi fastra áhorfenda sveitarinnar. Tónlist | Önnur plata South River Band er plata vikunnar á Rás 2 Gleðin í tónlistinni Maður gæti beðið um betra veður fæst í símasölu í síma 511-4501. www.southriverband.com/ adal.html birta@mbl.is „Í fyrstu voru frænkur okkar eins konar grúppíur og fylgdu okkur eftir en nú er þessu farið að fjölga,“ segir hann. „Þetta er bara fyrir alla þá sem hafa gaman af léttri tónlist sem er full af gleði. Það er alltaf þannig í tónlistinni, ef þú ert í fínu formi og glaður og ánægður þá skilar það sér.“ South River Band leika í Borg- arnesi næstkomandi föstudag og á laugardaginn leika þeir að öllum lík- indum í húsi KB banka í Austur- stræti. „Ef ekki þá förum við bara með hljóðfærin okkar á Laugaveginn og leikum þar,“ sagði Ólafur að lokum. Stórfjölskyldan músíkalska. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2004 57 FÉLAGSSKAPURINN Baggalútur er nú með bók í bígerð. Meðlimir Baggalúts starfa undir dulnefnum og hylja andlit sín en hafa vakið at- hygli undanfarin ár fyrir kerskn- islega kímnigáfu sína sem hægt er að upplifa bæði í útvarpspistlum á Rás 2 og svo í gegnum heimasíðu Baggalúts (www.baggalutur.is). Nú er Baggalútsbók á döfinni sem Al- menna bókafélagið mun gefa út. Ber hún titillinn Undur Íslands og er eins konar fræðibók um Ísland og einatt er þar fróðleikur sem hefur verið hulinn landsmönnum. Að sögn Núma Fanndal, talsmans Baggalúts, er stefnt að útgáfu um þessi jól. „Bókin er í beinu framhaldi af því sem við höfum verið að sýsla við í út- varpinu og svo á vefnum. Þetta er ýmislegur fróðleikur sem við teljum að eigi erindi við almenning. Þetta er viðleitni af okkar hálfu til að miðla sannleikanum áfram.“ Númi segir það vissulega hafa komið þeim félögum í opna skjöldu að fleiri en þeir sjálfir hafi gaman af því sem þeir eru að gera. „En það er að sjálfsögðu gott og blessað. Svo virðist sem það hafi ver- ið eitthvert gap fyrir svona kímni- gáfu. Þetta veitir okkur þá tækifæri til að koma hugðarefnum okkar á framfæri.“ Bókin mun fara vel í hendi að sögn Núma, hún verður hæfilega löng og þannig uppsett að fólk geti gripið niður í hana hvar sem er. Þá verður hún skreytt teikningum og ljós- myndum. Baggalútur mun taka forskot á sæluna í dag klukkan 16 með uppá- komu í Súfistanum, Laugavegi, í tengslum við Menningarnótt. Tefla þeir þá fram fræðimanni sem mun flytja fyrirlestur, byggðan á bókinni. Bækur | Baggalútur með bók Morgunblaðið/Þorkell Hluti Baggalúts: Myglar, Kaktuz, Númi Fannsker og Enter. Spesa og Herbert vantar. Undur Íslands www.baggalutur.is  Kvikmyndir.com  Ó.H.T Rás2  DV ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8 og 10.30 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl tal. 45.000 gestir Frá leikstjóra „The Sixth Sense“, „Unbreakable“ og „Signs“ kemur kvikmyndaupplifun ársins. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.30 Ísl. tal. Sýnd kl. 10.10 enskt tal. KRINGLAN kl. 5.50, 8, og 10.20 KRINGLAN Sýnd kl. 12, 1.50, 3.40, 5.50, 8, 9.05, 10.20 og 11.30 KRINGLAN kl. 12, 2, 4, 5.45 og 7.30. Ísl tal. AKUREYRI Sýnd kl. 6, 8 og 10. 47.000 gestir EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP KL. 2, 5.30, 8 OG 10.30. Walt Disney hefur hér framleitt algjöra teiknimynda grínsprengju. Húmorinn er svo glerfínn að bæði krakkarnir og fullorðna fólkið eiga eftir að skemmta sér konunglega. Walt Disney hefur hér framleitt algjöra teiknimynda grínsprengju. Húmorinn er svo glerfínn að bæði krakkarnir og fullorðna fólkið eiga eftir að skemmta sér konunglega. MEÐ ÍSLENSKU TALI MEÐ ÍSLENSKU TALI Ofurskutlan Halle Berry er mætt klórandi og kvæsandi sem Catwoman sem berst við skúrkinn Laurel sem leikin er af Sharon Stone. l ll l i i i i l l i i Ofurskutlan Halle Berry er mætt klórandi og kvæsandi sem Catwoman sem berst við skúrkinn Laurel sem leikin er af Sharon Stone. l ll l i i i i l l i i ÁLFABAKKI nd kl. 2, 4 og 6. Ísl tal. kl. 2, 3.40 og 8 Enskt tal. KRINGLAN kl. 12, 2,10 og 4. Ísl tal. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8 og 10.30 AKUREYRI Sýnd kl. 10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.10 KEFLAVÍK Sýnd kl. 6, 8 og 10 SÝNIÐ ALDREI SLÆMA LITINN ÞVÍ ÞAÐ VEKUR ATHYGLI ÞEIRRA. S.K., Skonrokk  G.E. Ísland í bítið/Stöð 2  Kvikmyndir.com „Þetta er mynd sem fékk mig til að hugsa“ SS Fréttablaðið AR M, ATH ! Auk asý ning kl. 9.05 og 11.3 0

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.