Morgunblaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 13
Í SKÝRSLU nefndar viðskiptaráð- herra er fjallað sérstaklega um yf- irtökur fyrirtækja og þær reglur sem um þær gilda. Segir þar að árið 2003 hafi 14 félög verið afskráð úr Kauphöll Íslands í kjölfar yfirtöku, samanborið við fimm félög árið 2002 og eitt félag árið þar áður. Yfirtökum hefur því fjölgað, auk þess sem markaðsvirði yfirtekinna félaga hef- ur hækkað. Í skýrslunni segir að áætlað markaðsvirði þeirra 14 félaga sem afskráð voru í fyrra hafi verið rúmir 90 milljarðar króna, markaðs- virði þeirra fimm sem afskráð voru árið 2002 hafi verið um 24 milljarðar og félagið sem afskráð var árið 2001 hafi verið metið á um fimm milljarða króna. Tryggja þarf jafna meðferð hluthafa Í skýrslunni kemur fram að þrátt fyrir að yfirtökum hafi fjölgað mjög undanfarin ár, hafi litlar breytingar verið gerðar á lögum þar um, og að það hafi sætt nokkurri gagnrýni. Núgildandi ákvæði, sem finna megi í lögum um verðbréfaviðskipti frá árinu 2003, þyki að mörgu leyti tak- mörkuð og ekki í samræmi við það sem gerist í öðrum löndum. Telur nefndin að styrkja þurfi lagaum- hverfi varðandi yfirtökur og tryggja enn jafna meðferð hluthafa í yfirtök- um og aukna minnihlutavernd. Segir til að mynda í skýrslunni að í núgildandi lögum sé ekki, svo full- nægjandi sé, tekið á tengslum milli aðila, t.d. að slík tengsl geti haft áhrif á yfirtökuskyldu, eða það lágmarks- verð sem skylt sé að bjóða í yfirtöku- tilboði. „Því virðist sem auðvelt sé að komast hjá ákvæðum um yfirtöku- skyldu og lágmarksverð með því að skrá hluti á mismunandi aðila,“ segir í skýrslunni. Því sé nauðsynlegt að setja reglur varðandi tengsl milli hluthafa til að koma megi í veg fyrir að tveir eða fleiri hluthafar geti haft með sér samráð um að stjórna félagi, eða að samstarfsaðilar geti skotið sér undan yfirtökuskyldu eða skil- yrðum um lágmarksverð með því að skrá hluti á mismunandi aðila. Því leggur nefndin til að kveðið verði á um það í lögum að yfirtökuskylda geti myndast vegna samstarfs milli aðila, þannig að samstarf skuli talið vera á milli aðila hafi þeir gert með sér samkomulag um að einn eða fleiri saman nái yfirráðum í félagi, eða um að koma í veg fyrir að tilboð nái fram að ganga, hvort sem sam- komulagið sé skriflegt, munnlegt eða með öðrum hætti. 40% mörkin endurskoðuð Segir í skýrslunni að slík laga- breyting hefði í för með sér miklar breytingar og að æskilegt sé að áhrif þeirra verði metin áður en gerðar verði breytingar á því hlutfalli sem yfirtökuskylda myndist við, en það hlutfall er nú 40%. Hins vegar leggur nefndin til að mörkin verði endurskoðuð þegar reynsla sé komin á það hvaða áhrif hinar nýju reglur hafi haft. Til samræmis við áðurnefndar til- lögur leggur nefndin einnig til að við ákvörðun yfirtökuverðs þurfi einnig að taka tillit til hæsta verðs sem samstarfsaðilar tilboðsgjafa hafa greitt síðustu sex mánuði áður en til- boðsskylda myndaðist. Nú gilda þær reglur að aðeins þarf að líta til þess verðs sem tilboðsgjafi sjálfur greiddi. Auknar kröfur um upplýsingagjöf Þá segir nefndin að engin ákvæði séu í núgildandi lögum um skyldur stjórnar í því félagi sem tilboð tekur til, hvorki um að stjórn skuli gefa álit sitt á tilboði, né heldur varðandi tak- markanir á þeim aðgerðum sem stjórn getur gripið til í því skyni að reyna að verjast yfirtöku. Því er lagt til að stjórn félags sem tilboð tekur til verði óheimilt að taka ákvarðanir sem geti haft áhrif á tilboð nema með fyrirfram samþykki hluthafafundar. Þá er það lagt til að gerð verði sú krafa til stjórnar að hún semji og geri opinbera greinargerð þar sem fram kemur álit hennar á tilboði og áhrifum þess á hagsmuni félags, störf stjórnenda og starfsmanna, sem og staðsetningu höfuðstöðva fé- lags. Auk þessa er lagt til að auknar kröfur verði gerðar um upplýsinga- gjöf tilboðsgjafa, m.a. um samstarfs- aðila, fjármögnun og hvernig tilboðs- verð var ákvarðað. Vilja styrkja laga- umhverfi um yfirtökur SKÝRSLA UM VIÐSKIPTAUMHVERFI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 2004 13 NEFND viðskiptaráðherra um stefnumótun íslensks viðskiptaumhverfis segir afar þýð- ingarmikið að samræmi sé í mælingum á af- komu og efnahag fyrirtækja. Kemur þetta m.a. fram í kafla skýrslu nefndarinnar sem fjallar um ársreikninga fyrirtækja og endur- skoðendur. Segir þar m.a. að talsvert mis- ræmi hafi orðið, hér á landi, í þessum mæl- ingum fyrir fyrirtæki á markaði á síðustu árum. „Það er ekki til þess fallið að auka trúverðugleika fyrirtækja á markaði að þau beiti aðferðum sem leiða til ólíkrar niður- stöðu,“ segir í skýrslunni. „Skýringin á því að fyrirtæki hafa kosið að beita öðrum að- ferðum en kveðið er á um í lögum er vænt- anlega sú að þau telji að ákvæði þeirra séu úrelt miðað við reglur sem hafa á síðustu ár- um verið settar á erlendum vettvangi, eink- um á vegum alþjóðlegu nefndarinnar. Það er réttmæt athugasemd og því er brýnt að lög og reglur á þessu sviði séu settar tíman- lega.“ Nefndin fjallar einnig um það í umrædd- um kafla að nú þegar liggi fyrir að fjár- magnsmarkaðurinn á Íslandi verði að fara eftir hinum alþjóðlegu reglum um ársreikn- inga og endurskoðendur, á næstu árum. „Þýðingarmikið er að nefnd sérfræðinga komi þessum reglum í íslenskan búning sem og því að endurskoða lög um ársreikninga til að samhæfa þau alþjóðlegum reglum. Þeir sérfræðingar ættu að vera úr röðum sam- taka fjármálastofnana og fyrirtækja en einn- ig ættu þar að koma að verki fulltrúar stétt- ar endurskoðenda, ásamt með fulltrúum hins opinbera.“ Eftirlit verði öflugt Nefndin minnir á að skv. nýlegri sam- þykkt Evrópusambandsins beri íslenskum stjórnvöldum skylda til þess að breyta lög- um þannig að frá og með árinu 2005 skuli farið eftir alþjóðlegum reikningsskilareglum við gerð samstæðureikningsskila fyrir fyr- irtæki sem skráð eru í kauphöll. Frumvarp þessa efnis hafi þegar verið lagt fram á Al- þingi til kynningar. Nefndin segir í þessu sambandi að það sé þýðingarmikið, með hliðsjón af því misræmi sem hafi verið í íslenskum reikningsskilum, að öflugt eftirlit verði með beitingu hinna al- þjóðlegu staðla. „Einnig skiptir máli til þess að forðast skörun verkefna að Fjármálaeft- irlitið, Kauphöllin og Ársreikningaskrá hafi með sér góða samvinnu um framkvæmd eft- irlitsins.“ Nefndin fjallar einnig um hlutverk stjórn- armanna fyrirtækja, í þessum kafla sínum um ársreikninga og endurskoðendur. „Það er hlutverk stjórna fyrirtækja að fylgjast með því að bókhald sé jafn skipulega unnið og þörf er á í hverju tilviki,“ segir m.a. í skýrslunni. Það sé því m.a. nauðsynlegt að einhverjir stjórnarmenn búi yfir bókhalds- og fjármálaþekkingu til þess að leggja fram spurningar um reksturinn og efnahag líð- andi stundar. „Það er krafa sem hefur nú verið gerð erlendis t.d. í Bandaríkjunum, þar sem gert er ráð fyrir að fulltrúar stjórn- ar í endurskoðunarnefnd séu sérfræðingar í reikningshaldi og fjármálum.“ Segir nefndin að ástæða sé til þess að stjórnir íslenskra fyrirtækja taki það til athugunar hvort þær séu nægilega vel upplýstar í þessum efnum til að sinna hlutverki sínu. Skýrar reglur um endurskoðun Að lokum segir nefndin mikilvægt að skýrar reglur séu til um það hvernig endur- skoðun skuli fara fram, en lög um endur- skoðendur frá árinu 1997 hafi aðeins að geyma almenn ákvæði um störf endurskoð- enda. „Þess vegna er afar þýðingarmikið, að mati nefndarinnar, og það verður raunar að gerast á næstu árum, að reglum Alþjóða- samtaka endurskoðenda (IFAC) um fram- kvæmd endurskoðunar verði komið á ís- lensku og geti því fengið formlega stöðu. Félag endurskoðenda á Íslandi (FLE) hefur nú þegar komið nokkrum þessara reglna á íslensku en langt er í land og brýnt að því verki ljúki sem fyrst.“ Samræmi sé í mælingum á af- komu og efnahag fyrirtækja Nefnd viðskiptaráðherra leggur til ýmsar breyt- ingar varðandi endurskoðun og reikningsskil Morgunblaðið/Sverrir Eftirlit Nefndin segir eftirlit Kauphallar- innar og fleiri aðila með beitingu alþjóðlegra reikningsskilastaðla mikilvægt. ÞÓRDÍS J. Sigurð- ardóttir, sem sat í nefnd um íslenskt við- skiptaumhverfi, fellst ekki á þær tillögur sem nefndin gerir og varða heimildir samkeppn- isyfirvalda til afskipta af skipulagi fyrirtækja annars vegar og hins vegar að ekki skuli vera starfandi stjórn- arformenn í hluta- félögum. Í séráliti segist Þór- dís ekki geta tekið undir það sjónarmið nefndarinnar að Evr- ópusambandið hafi rétt á að fara inn í einstök ríki og krefjast skipulags- breytinga hjá fyrirtækjum sem starfa einungis á heimamarkaði. Heimild ESB og ESA, eftirlitsstofn- ununar EFTA, varði einungis brot er hafa áhrif á Evrópska efnahags- svæðinu. Reglugerð ráðsins lúti þannig að yfirþjóðlegum valdheim- ildum. „Í ofangreindu nefndaráliti er sett fram það sjónarmið að í kjölfar þessa sé eðlilegt að veita innlendum samkeppnisyfirvöldum heimild til að krefjast úrræða til skipulagsbreyt- inga gagnvart íslenskum fyr- irtækjum sem gerast brotleg við ís- lensk samkeppnislög. Með skipulagsbreytingu á nefndin m.a. við að unnt verði að krefjast þess að fyrirtæki sé skipt upp í tvö eða fleiri fyrirtæki,“ segir Þórdís. „Með hlið- sjón af eðli valdheimilda fram- kvæmdastjórnar ESB, og síðar ESA, gengur tillaga nefndarinnar í þessum efnum lengra en reglugerð ráðsins gerir ráð fyrir.“ Íslensk fyrirtæki myndu lúta strangara eft- irliti en sambærileg fyrirtæki í öðr- um Evrópulöndum. Þórdís segir mik- ilvægt að viðskiptaum- hverfi hér á landi sé samkeppnishæft við það sem þekkist í ná- grannalöndunum. Sam- keppnislöggjöf sem geri ráð fyrir svo víð- tækum og íþyngjandi afskiptum stjórnvalda, sem tillaga nefnd- arinnar beri með sér, sé til þess fallin að draga úr trú atvinnulífs á að svo sé. Í kjölfarið sé hætt við því að stór fyrirtæki sjái þann kost vænstan að flytja starfsemi sína frá landinu. Í séráliti Þórdísar um starfandi stjórnarformenn segir að mikilvægt sé að meirihluti hluthafa félags hafi frelsi til að fela stjórnarformanni þau störf sem hluthafar hafa trú á að sé þeim og félaginu fyrir bestu og ekki verði séð hvernig hægt sé að taka þann rétt af hluthöfum. „Því er ekki hægt að taka undir það sjón- armið að stjórnarformanni verði ekki heimilt að vera starfandi ef það er það sem hluthafar félagsins kjósa,“ segir í séráliti Þórdísar. Þar segir jafnframt að rétt sé að benda á að reynslan hér á landi af starfandi stjórnarformönnum hafi verið góð og að þau félög sem valið hafi þessa leið hafi náð eftirtekt- arverðum árangri, ekki hvað síst í sókn sinni á erlenda markaði. Þá bendir Þórdís á að í leiðbeiningum um góða stjórnarhætti, sem atvinnu- lífið hafi náð sátt um, sé þetta ákvæði ekki að finna. Mikilvægt sé að láta reyna á þær leiðbeiningar áð- ur en gengið sé lengra í lagasetningu af þessu tagi. Þórdís J. Sigurðardóttir skilar séráliti Andvíg afskipt- um af skipulagi fyrirtækja Þórdís J. Sigurðardóttir Vill ekki lög gegn starfandi stjórnarformönnum VERÐI tillögur meirihluta nefndarinnar um bann við svokölluðum starfandi stjórnarformönnum að veru- leika og settar í lög snertir það að minnsta kosti sex stór íslensk fyrirtæki. Samkvæmt upplýsingum frá Kauphöll Íslands falla stjórnarformenn fjögurra fyrirtækja á aðallista Kaup- hallarinnar ótvírætt undir skilgreininguna um starf- andi stjórnarformenn. Þeir stjórnarformenn sem hugsanleg lagasetning tæki til væru þeir Róbert Guðfinnsson hjá Þormóði ramma-Sæbergi, Ágúst Guðmundsson hjá Bakkavör, Sigurður Einarsson hjá KB banka og Frosti Bergsson hjá Opnum kerfum. Auk þessara fjögurra manna má nefna Kára Stef- ánsson, sem er starfandi stjórnarformaður hjá de- CODE Genetics, og Ólaf Ólafsson, stjórnarformann hjá Samskipum. Jafnframt er einhver fjöldi óskráðra hlutafélaga sem svo er ástatt um. Starfandi stjórnarformenn í ýmsum fyrirtækjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.