Morgunblaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 34
FRÉTTIR 34 MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ VEFUR Morgunblaðsins, mbl.is, verður opn- aður í dag með nýju sniði sem færa á not- endum meiri upplýsingar og möguleika en áð- ur, og með aðgengilegri hætti. Vefurinn hefur verið forritaður algerlega upp á nýtt og er nú hraðvirkari og liðlegri í notkun. Útlit vefjarins hefur að sama skapi tekið nokkrum breyt- ingum. Ekki er þó um neina byltingu að ræða og ættu notendur mbl.is að eiga auðvelt með að venjast nýrri uppsetningu. Ein helsta breytingin er sú að vefurinn fær fasta breidd í stað þess að breikka eða mjókka eftir skjáupplausn. Megininnihald síðunnar miðast við 800x600 díla skjá, en heildar- viðmiðið er 1024x768 dílar. Í samræmi við óskir fjölmargra lesenda er nú unnt að stækka letrið á síðunni með því að smella á hnappa sem eru efst í vinstra horninu á öllum vefjunum. Breytt efnisskipan á forsíðu Á forsíðu mbl.is blasa helstu fréttir við um leið og komið er inn á síðuna, en þar fyrir neð- an eru fréttaflokkarnir betur afmarkaðir en áður og fréttir birtar undir borða með nafni og lit viðkomandi vefjar. Sem fyrr er hægt að smella á alla vefi í borða efst á síðunni, en þar er nú einnig boðið upp á fleiri möguleika, meðal annars að senda efni til birtingar á vefnum eða í blaðinu. Tenging við Gagnasafn Morgunblaðsins er aukin, þannig að með efni úr Morgunblaðinu sem birtist á fréttavef mbl.is koma upp tíu áhugaverðar greinar úr Gagnasafninu um hliðstætt efni. Eru þær sýndar fyrir neðan fréttina þegar hún er skoðuð. Lesendur geta nú stillt veðurupplýsingar eftir eigin þörfum. Hver notandi getur valið sex borgir og birtast þá sjálfkrafa upplýsingar um veðrið þar á forsíðunni, auk þess sem unnt er að fá upplýsingar um veður í þrjátíu borg- um víðsvegar um heim sem fyrr. Þá er hægt að nálgast uppskriftir að fljót- legum réttum í hægri dálki á forsíðunni. Nýj- ar uppskriftir birtast tvisvar í viku í samvinnu við Nóatún. Stjörnuspá og atburði í Stað og stund er einnig unnt að nálgast í hægri dálk- inum. Forsíðan á prentútgáfu Morgunblaðsins er nú aðgengileg í vinstri dálki á forsíðu vefj- arins og innan tíðan kemst á enn frekari teng- ing við blað dagsins. Auk borða með hnöppum fyrir alla vefina er nú að finna ýmsar upplýs- ingar neðst á forsíðunni, meðal annars um áskriftir og netföng. Viðskiptaupplýsingar í samstarfi við KB banka Á Viðskiptavefnum eru nú birtar mun viða- meiri upplýsingar en áður um hvert fyrirtæki í Kauphöllinni, og er það gert í samstarfi við KB banka. Þá er hægt að skoða viðskipti inn- an dagsins. Önnur gögn sem unnt verður að skoða í samvinnu við KB banka eru kröfur og líftími skuldabréfa, gengisvísitala íslensku krónunnar og norrænar vísitölur. Nýr liður er í vinstri dálki undir titlinum Dagbók, þar sem birtar eru upplýsingar frá degi til dags um atburði tengda viðskiptalíf- inu. Í hægri dálk er kominn handhægur mynt- breytir, sem gerir notendum kleift að reikna út fjárhæðir í tíu myntum á fljótlegan hátt. Á Íþróttavefnum eru fréttir og upplýsingar aðgengilegri en áður var. Deildarfréttir eru birtar í hægri dálki og hægt er að sjá allar upplýsingar strax, svo sem um stöðu, síðustu og næstu leiki. Einnig er nú að finna viðameiri upplýsingar í Dagbók í vinstri dálki. Unnt að skrá atburði Á vefnum Fólkið er sem fyrr að finna frétt- ir um kvikmyndir, tónlist og fleira, auk til- kynninga um ýmsa atburði í dálkinum Staður og stund. En nú geta notendur jafnframt sjálfir skráð inn viðburði í Stað og stund og tengt myndir við, svipað og verið hefur á Smáauglýsingavefnum. Starfsmenn Morg- unblaðsins fara yfir allar skráningar og heim- ila birtingu efnis. Þá er hægt að leita í Stað og stund með ýmsum hætti. Í miðjudálki vefjarins eru birtar upplýs- ingar um tónlist og kvikmyndir. Þar má sjá stjörnugjöf við nafn myndar, disks eða tónlist- arviðburðar og tenging er við gagnrýni sem birst hefur í Morgunblaðinu, með þeim hætti að þegar smellt er á nafn myndar eða disks birtist síðasta línan í gagnrýninni. Unnt er að skoða gagnrýnina í heild sinni með áskrift eða kaupum á stökum greinum. Bættir leitarmöguleikar Á Fasteignavefnum eru helstu breyting- arnar þær að nú er boðið upp á ítarleit, þar sem hægt er að leita með fleiri skilyrðum en áður. Notendur sem koma inn á vefinn geta þó byrjað á því að nota einfalda leit. Eignir sem búið er að skoða eru merktar sérstaklega og unnt er að sjá staðsetningu eigna á loftmyndum. Þegar stök eign er skoð- uð birtast um hana viðameiri upplýsingar en áður, til dæmis um hversu oft sé búið að skoða hana. Fá má nákvæmar upplýsingar um fast- eignir fá Fasteignamati ríkisins með því að slá inn heimilisfang í dálkinum Fasteignin mín. Ýmsar grafupplýsingar og markaðsfréttir eru einnig birtar í samstarfi við Fasteignamat rík- isins. Einnig má minna á Draumaeignina, sem notið hefur mikilla vinsælda, en með því að skrá upplýsingar um æskilega staðsetningu, stærð o.s.frv. geta notendur fengið sendar upplýsingar um eignir sem svara þeim skil- yrðum um leið og þær koma inn á vefinn. Atvinnuvefurinn er með svipuðu sniði og verið hefur, en um miðjan mánuðinn verður hægt að bóka atvinnuauglýsingar beint á Net- inu. Þær munu birtast í blaði og á vefnum. Í Gagnasafninu hefur útliti á leitarsíðum verið breytt til þæginda fyrir notendur og jafn- framt er leit í Myndasafni nú auðveldari en áður. Ný ásýnd á mbl.is SAMÞYKKT var á félagsfundi Veiði- félags Norðurár í fyrrakvöld að taka tilboði sem stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur hafði lagt á borð stjórn- ar nokkru áður og var svar SVFR við því að Veiðifélag Norðurár hafði boð- að útboð árinnar nú í sumar. SVFR verður með Norðurá til árs- ins 2010 samkvæmt nýja samkomu- laginu. Leiguverð sem hefði orðið 52 milljónir 2005, síðasta sumri SVFR, fer í 58,5 milljónir 2006 sem er fyrsta ár hins nýja samnings. Bjarni Ómar Ragnarsson formað- ur SVFR sagðist himinlifandi að samningar væru í höfn og nú væri góður vinnufriður framundan. Góður meirihluti vildi taka tilboði SVFR, eða 22 á móti 10, en 4 sátu hjá. Bjarni sagði einnig að samningurinn væri á „svipuðum nótum“ og nýlegir samn- ingar sem gerðir hefðu verið milli landeigenda við Grímsá og Þverá/ Kjarrá annars vegar og leigutaka þeirra áa hins vegar. Bjarni bætti við að fyrirsjáanlegar væru hækkanir á veiðileyfum í Norðurá í framtíðinni líkt og í framangreindum ám, en í hönd færi mikil vinna þar sem leitað yrði leiða til að draga úr hækkunum sem frekast væri kostur. Mýrarkvísl springur út Mýrarkvísl náði að fara í á fjórða hundrað laxa um helgina og þar er góð veiði flesta daga. Áin hefur ekki náð að rjúfa 300 laxa múrinn síðan sumarið 1992. Þetta kemur fram á vefsíðu Fossa, félagsskapar sem leig- ir ána. Þar kemur fram að enn gangi nýr lax í ána og veiði sé jöfn og góð á öllum svæðum. Fimm merktir laxar hafa veiðst í sumar, laxar sem veiðst hafa og verið merktir í Laxá í Aðaldal fyrr um sumarið, en Mýrarkvísl rennur í Laxá við Heiðarenda, þar sem áin fellur út í Mýrarvatn hjá Laxamýri. Í fyrra veiddist einn slíkur fiskur í ánni og sumarið áður a.m.k. fjórir. Veiðitalan í Víðidalsá misritaðist í Morgunblaðinu á dögunum er hún var sögð komin yfir 1.400 laxa. Ragn- ar Gunnlaugsson á Bakka sagði það hafa verið 200 löxum of há tala, hins vegar væri áin að „potast í 1.300 laxa“ nú. Eigi að síður frábær heildartala. Ragnar sagði ennfremur að afar góð veiði hefði verið á silungasvæði árinn- ar í sumar, nýverið hefðu þrír félagar sem deildu tveimur stöngum fengið þar 3 laxa og 107 bleikjur sem flestar voru 1 til 3 pund, en þær stærstu 4 pund. SVFR með Norðurá til 2010 Morgunblaðið/Golli Norðurá opnuð 1. júní sl. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.