Morgunblaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 18
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 18 MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ – kraftur til flín! VI‹ GERUM GOTT BETRA KB ÍBÚ‹ALÁN LÆKKUM Í 4,2% FASTA VEXTI AFTURVIRKIR '( )*+  '!&! ' (  ( % , , -.)/ 012 '%$ &'"!% ) " )  , , 313  452 &'%$ #!% )  ) # , , 6-2 ' #" '! ) $ ) $ , , 73/2 0 8 9 : &'&$ '" (  ( % , ,                   !   ! 1;< = > ?< = > ?  % - % !: ! 1  = : ":$: 6? $: @:$: ": 5  5;  - 4 !  > 4>:  ! )A  )  - % !:$ B #" $      1! ! % !:!CD -   ": -  > : $  E  ?F:  $   ! G HE A!: 9 $ : 6$ 6 : @ !I: E  :: 'JA  )"- )  <::: )% !C )  : )I> )   A  ! GA .: . G:  : K:: : H  D)I$  % $   " &' 1 $ - /G !   @:  ": .I!I  K% G:!C ": )  < <                  D D   D     D D D  D D D   D D  D  ? G: ! % !G  < < D D    D D  D  D D   D  D  D  D D  D D   D D  D   D D   D D D D D D D D D D D D D D # D ,& #  ,& # ,& D D # ,& # D ,& D D # ,& # D,& # D  ,& D # ,& D D # ,& D # D ,& D # D ,& # D ,& # ,& D D # ,& D D D D D D D D D D D D D  < > : .$    6> )                        D D      D    D D    D  D D D  D D  D        D                D      D   D                          D            D        K > LF   1. M 1A:  -  < >         D D   D   D D  D  D D D   D D  D  ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● HAGNAÐUR á rekstri MP Fjárfest- ingarbanka á fyrstu sex mánuðum ársins nam um 420 milljónum króna. Á sama tíma í fyrra nam hagnaðurinn tæp- um sjötíu millj- ónum króna. Eigið fé MP Fjárfesting- arbanka hinn 30. júní nam um 1,3 milljörðum króna samkvæmt efna- hagsreikningi, en var um 850 millj- ónir á sama tíma í fyrra. Eiginfjárhlut- fall bankans er 20%, en var um 29% í fyrra. Í tilkynningu frá bankanum seg- ir að rekstur hans hafi gengið mjög vel á tímabilinu. Umsvif hans í við- skiptum með skuldabréf hafi aukist verulega og gerðist bankinn m.a. að- almiðlari ríkisverðbréfa og hóf að sölutryggja skuldabréf sveitarfélaga. Í júlí gerðist MP Fjárfestingarbanki síðan einn fimm viðskiptavaka með nýja flokka íbúðabréfa. MP Fjárfestingar- banki hagnast um 420 milljónir ● BAUGUR Group hf. er sagður vera að íhuga kaup á bresku kvenfata- verslanakeðjunni Hobbs, að því er kemur fram á fréttavef Bloomberg. Hefur Bloomberg þetta eftir ónefnd- um heimildarmanni hjá Baugi. Hobbs, sem rekur 54 verslanir í Bretlandi og Írlandi, er metin á um 90 milljónir punda, eða um 11,5 milljarða króna. Að því er segir á fréttavef írska blaðsins Irish Examiner eru eigendur keðjunnar Barclays Private Equity, sem á um 80% hlut, og hópur stjórn- enda sem skipta afgangnum á milli sín. Stjórnendurnir og Barclays keyptu Hobbs af stofnendum fyr- irtækisins árið 2002. Baugur sagður hafa áhuga á Hobbs ● ÚRVALSVÍSITALA aðallista Kaup- hallar Íslands hækkaði í gær um 0,22% og endaði í 3.390,24 stigum. Helstu vísitölur í Bandaríkjunum hækkuðu sömuleiðis. Mest hlutabréfaviðskipti í Kaup- höll Íslands voru með bréf KB banka fyrir um 1.587 milljónir króna en alls námu hlutabréfaviðskipti í Kauphöll- inni 3.226 milljónum króna. Alls námu viðskipti í Kauphöllinni 11.889 milljónum. Mesta hækkun gærdagsins var á bréfum bæði Össurar og Atorku en bréf félaganna hækkuðu um 4,5%. Hækkanir á mörkuðum TAP af rekstri fjarskiptafyrirtæk- isins Línu.Net á árinu 2003 nam um 128,9 milljónum króna. Þetta er minna tap en árið áður, en þá nam tapið 157 milljónum króna. Frá stofnun árið 1999 hefur Lína.- Net samanlagt tapað 937 milljónum króna fyrir skatta. Önnur fjarskiptafélög Orkuveit- unnar hafa einnig verið rekin með miklu tapi í gegnum tíðina. Þannig er samanlagt tap fyrirtækisins Raf- magnslínu, sem var upphafið að Línu.Neti og stofnað til að selja int- ernetaðgang um rafmagnsinnstung- ur, 20,8 milljónir króna og saman- lagt tap Tetra Ísland 426,7 milljónir. Þegar allt er lagt saman nemur tap þessara fjarskiptafyrirtækja sem Orkuveita Reykjavíkur á að hluta eða öllu leyti, 1.385 milljónum króna, eða 1.811 milljónum króna uppreiknuðum á verðlag dagsins í dag. Tæpra 4 milljarða framlög Sé skoðað hver framlög Orkuveit- unnar hafa verið til fyrirtækjanna í gegnum árin kemur í ljós að þau nema 3.409 milljónum króna eða 3.887 milljónum króna á verðlagi þessa árs. Þar vegur framlag til Línu.Nets þyngst eða sem nemur 2.724 milljónum (þar af námu kaup Orkuveitunnar á ljósleiðarakerfi fé- lagsins 1.750 milljónum króna), framlag til Rafmagnslínu nemur 206,2 milljónum króna og 487,2 milljónir króna hafa runnið til Tetra Íslands, samkvæmt heimildum blaðsins. Eins og sagt var frá í Morgun- blaðinu nýlega mun Lína.Net líklega renna saman við Og Vodafone en fyrir liggur viljayfirlýsing um að Og Vodafone eignist allt hlutafé Orku- veitunnar í Línu.Neti. Fyrir á Og Vodafone 10% í félaginu. Hluthafar í Línu.Neti eru 283, hlutafé er 400 milljónir króna og starfsmenn eru sjö. Lína.Net tapar 130 milljónum      " ! +   ! "          ,  !    +      +  -!(   '   .   /'     $!     01023 0%20 )%4324 )&42% )%423 )31124 526 5  %724  0552% 5 )37428 )3132% )042& )38825 672& )3127  %420       ● HAGNAÐUR af rekstri Íslenskra aðalverktaka hf., ÍAV, á fyrstu sex mánuðum þessa árs, nam 214 millj- ónum króna eftir skatta. Á sama tímabili í fyrra var hagnaðurinn 80 milljónir. Rekstrartekjur samstæðu ÍAV á fyrri helmingi þessa árs námu 4.196 milljónum króna samanborið við 3.837 milljónir á sama tímabili í fyrra. Hagnaður fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir (EBITDA) var 530 milljónir í ár en 273 milljónir í fyrra. Aukinn hagnaður hjá ÍAV FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ Atorka hf. jók hlut sinn í Sæplasti í gær úr rúmum 43% í rúm 50%. Við það myndaðist yfirtökuskylda á hendur Atorku. Atorka keypti í gær liðlega 9,8 milljónir hluta í Sæplasti, eða 6,9% af heildarhlutafé félagsins, á genginu 5,5. Við það var eignarhlutur Atorku kominn í 50,18%. Seljandi var Isla ehf., sem er dótturfélag Afls fjárfest- ingarfélags. Kaupverðið var um 54 milljónir króna en greitt var fyrir hlutabréfin með bréfum í Atorku á genginu 4,6. Í tilkynningu frá Atorku segir að öðrum hluthöfum í Sæplasti verði boðin sömu skiptikjör á næstu vikum og að félagið muni nota eigin bréf við yfirtökuna. Samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti þarf Atorka að leggja fram yfirtökutilboð til ann- arra hluthafa í Sæplasti innan fjög- urra vikna eftir að yfirtakan átti sér stað. Að sögn Styrmis Þórs Bragason- ar, framkvæmdastjóra Atorku, verð- ur óskað eftir afskráningu Sæplasts úr Kauphöll Íslands eftir að hluthöf- um hafa verið boðin skipti á hluta- bréfum þeirra í Sæplasti fyrir hluta- bréf í Atorku. Í framhaldi af tilkynningu Atorku um að félagið hefði eignast rúm 50% í Sæplasti var tilkynnt að Atorka hefði keypt rúm- lega 5 milljónir hluta til viðbótar. Fjöldi hluta Atorku í Sæplasti var þá kominn í liðlega 76 milljónir, eða tæp 54% af heildarhlutafé Sæplasts, við lokun markaða í gær. Sæplast vanmetið Styrmir Þór, sem jafnframt er framkvæmdastjóri Islu, segir að mjög stopul viðskipti hafi verið með hlutabréf Sæplasts. Félagið eigi því illa heima á hlutabréfamarkaði. „Við teljum að félagið sé vanmetið. Ann- ars værum við ekki að fara í yfirtöku á því. Við teljum að við getum búið til aukin verðmæti í Sæplasti fyrir hlut- hafana í gegnum Atorku, og teljum því að þrátt fyrir að við séum að gera góð kaup þá séum við að gera hlut- höfum gott boð með því að þeir fái hlutabréf í Atorku fyrir bréf sín í Sæplasti,“ segir Styrmir Þór. Atorka gerir hluthöfum í Sæplasti yfirtökutilboð Óskað verður eftir afskráningu Sæplasts úr Kauphöll Íslands Á illa heima á markaði Styrmir Þór Bragason segir Sæplast vanmetið. KB banki og Landsbanki fylgdu í gær í fótspor Íslandsbanka og til- kynntu lækkun á verðtryggðum út- láns- og innlánsvöxtum sínum. Lækka verðtryggðir útlánsvextir Landsbankans um 0,45 prósentustig. Verðtryggðir innlánsvextir lækka nokkru minna eða um 0,20 til 0,45 prósentustig, samkvæmt tilkynningu frá bankanum. Verðtryggðir kjör- vextir bankans lækka því úr 5,4% í 4,95%. KB banki hefur sömuleiðis ákveðið að lækka vexti verðtryggðra inn- og útlána um 0,25 til 0,30 prósentustig. Verðtryggðir kjörvextir skulda- bréfalána munu lækka um 0,25% og verða 5,20%. Vextir á innlánsreikn- ingum bankans munu lækka um 0,25% til 0,30%, mismunandi eftir innlánsformun. Báðir bankarnir gefa þá skýringu á vaxtalækkuninni að hún sé tilkomin vegna þróunar á verðtryggðum vöxt- um á fjármálamarkaði að undan- förnu. Hafa áhrif á skammtímavexti Eiríkur Guðnason seðlabanka- stjóri segir aðspurður hvort það skjóti ekki skökku við að bankar lækki verðtryggða vexti sína á sama tíma og Seðlabankinn sé í miðju vaxtahækkunarferli í þeim tilgangi að slá á þenslu, að stýrivextir bank- ans hafi einkum áhrif á skammtíma- skuldbindingar og meira á óverð- tryggð útlán en verðtryggð. „Vextir okkar hafa einkum áhrif á skamm- tímaskuldbindingar, millibankavexti og síðan vexti á markaðnum, eins og á ríkisbréfum og þess háttar,“ segir Ei- ríkur. Hann segir ennfremur að þær vaxtalækkanir sem nú eigi sér stað séu ekki alveg samkvæmt því sem bankinn hefði óskað. „Við vildum gjarnan að okkar breytingar myndu smitast út í hagkerfið yfir vaxtarófið allt til enda,“ segir Eiríkur Guðnason. Vaxtalækkanir ekki að skapi Seðlabanka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.