Morgunblaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 14
SKÝRSLA UM VIÐSKIPTAUMHVERFI 14 MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Geir H. Haarde Varpar ljósi á ýmislegt sem betur má fara GEIR H. Haarde, fjármálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins, segir að skýrslan sé mjög vel unnin og ítarleg og varpi ljósi á ýmislegt sem bet- ur megi fara í um- gjörðinni um við- skiptalífið bæði hvað varði löggjöf um þau atriði sem snúi að fyrirtækj- unum beint og varði þau sjálf, en einnig að skipulagi af opinberra hálfu gagnvart sam- keppniseftirliti og þess háttar. „Ég tel að þetta verk hafi tekist mjög vel og þarna liggi þá fyrir til- lögur sem hægt er að vinna upp úr í framhaldinu sem lúta að báðum þessum þáttum,“ sagði Geir. Hann sagði að þar væri um að ræða hlutafélagalöggjöfina fyrst og fremst. Einhver atriði sneru að fjár- málaráðuneytinu í gegnum löggjöf um ársreikninga og endurskoðendur og síðan væri spurningin um skipu- lag samkeppniseftirlits og atriði sem væru því skyld. Eftir kynningu á skýrslunni og viðbrögð við henni væri næst á dagskránni að vinna frumvörp og það væri einkum á verksviði viðskiptaráðherrans. „Ég tel að þessi skýrsla sé mjög góð og í henni eru margar góðar ábendingar um það sem betur má fara, án þess að þar sé um að ræða neinar kollsteypur gagnvart því kerfi sem við höfum búið við,“ sagði Geir. Hann sagði einnig aðspurður að hann yrði ekkert hissa á því þó tæk- ist góð samstaða um þær úrbætur sem lagðar væru til. „Ég held það sé allra manna vilji að búa þannig um hnútana að umgjörðin um atvinnu- lífið sé traust og sterk, að fyrirtækin hafi lagaumgjörð sem hægt er að treysta, þannig að fjárfestar, bæði stórir og smáir, geti búið við öryggi um sinn hag,“ sagði Geir. Hann sagði að það væri mikilvægt að réttur bæði stærri og minni hlut- hafa í atvinnurekstri væri tryggður. „Markmiðið með þessu öllu er auð- vitað það að gera atvinnureksturinn eftirsóknarverðan og ábatasaman í landinu. Það eru náttúrlega allra hagsmunir, bæði eigenda fyrirtækja, starfsmanna og almennings, neyt- enda,“ sagði Geir ennfremur. Össur Skarphéðinsson Gildandi lög nógu öflug ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að lang- merkustu tíðindin í skýrslunni séu að nefnd ríkis- stjórnarinnar leggi ekki til að sett verði lög um hringamyndun. Hún taki þvert á móti undir þau viðhorf sem Sam- fylkingin hafi sett fram að gildandi lög séu nægilega öflug til þess að hægt sé ráðast gegn óæskilegum áhrifum samþjöppunar. „Þetta hlýtur að koma mörgum á óvart sem hafa gert mestan hávaða úr því að auðhringar séu að taka völdin af þingi og þjóð,“ sagði Öss- ur. Hann sagðist vera ánægður með margt í niðurstöðunum, enda sýnd- ist honum eins og sumt félli beinlín- is að þeirri stefnu sem Samfylkingin hefði rekið varðandi samkeppnis- mál. „Þannig er ákaflega merkilegt að nefndin leggur til að tekið sé af skarið um að samkeppnisyfirvöld geti mælt fyrir um að fyrirtækjum skuli skipt upp ef þau verða uppvís að því að misbeita gróflega stöðu sinni á markaði. Þetta er tillaga sem kom fram af hálfu Samfylkingarinn- ar á landsfundi hennar árið 2001 og hlaut hvergi miklar undirtektir á þeim tíma utan Samfylkingarinnar,“ sagði Össur. Hann benti á að einnig væri lagt til að Samkeppnisstofnun fengi mun rýmri heimildir til vettvangsrann- sókna. Þetta væri tillaga sem Sam- fylkingin hefði lagt fram á Alþingi og hefði verið felld af ríkisstjórn- inni. „Sömuleiðis er lagt til að Sam- keppnisstofnun fái mun rýmri fjár- ráð til þess að framfylgja eftir- litshlutverki sínu. Það er sömuleiðis tillaga sem Samfylkingin hefur mörgum sinnum lagt fram á þingi og ríkisstjórnin hefur fellt. Ég segi því: Batnandi mönnum er best að lifa og megi þeir sækjast sem oftast í smiðju Samfylkingarinnar í þess- um efnum.“ Hann bætti því við að ýmislegt væri óljóst í skýrslunni enn hvað útfærslu varðaði. Til dæm- is væri lagt til að verðlagsftirlit og neytendamál ýmiss konar yrðu flutt frá Samkeppnisstofnun, en ekki væri alveg ljóst hvar ætti að koma þeim fyrir. Þetta gæti samt sem áð- ur verið mjög til bóta ef ríkisstjórn- in bæri enn gæfu til að skoða frekar ýmsar hugmyndir sem komið hefðu fram í þessum efnum, meðal annars frá Samfylkingunni, um að þessi mál eigi að vera í höndum Neyt- endasamtakanna eins og sums stað- ar annars staðar. Össur sagði að stóra hættan í þessu máli af sjónarhóli Samfylk- ingarinnar fælist í breytingum sem lagðar væru til á stjórn samkeppn- ismála. Steingrímur Sigfússon Engar af- dráttarlausar tillögur STEINGRÍMUR Sigfússon, formað- ur Vinstri grænna, sagðist ekki hafa haft tækifæri til að kynna sér skýrsl- una náið þar sem hann væri stadd- ur erlendis, en það litla sem hann hefði heyrt af henni benti til að þetta væri heldur linkulegt og að í skýrslunni væru engar afdrátttar- lausar tillögur um neinar beinar að- gerðir. Steingrímur sagði ennfremur að nefndin hefði verið einhvers konar friðþægingarhópur sem settur hefði verið á fót af ríkisstjórninni vegna þess að það hefði verið mikill þrýst- ingur á að eitthvað væri gert í þessum efnum og mikill óróleiki í samfélaginu yfir samþjöppun í viðskiptalífinu. „Þetta var náttúrlega ekki þver- pólitískt eða þverfaglegt á neinn hátt heldur svona hefðbundinn ríkis- stjórnarstarfshópur í anda þeirra stjórnarhátta sem hafa tíðkast á þeim bæ og maður var kannski ekkert bjartsýnn á það fyrirfram að það kæmi mikið úr úr því.“ Hann sagði að nefndarskipunin hefði þó verið ákveðinn vottur um að þarna væri kannski eitthvað á ferð- inni sem ástæða væri til að athuga, en því miður virtust engar afgerandi til- lögur eða niðurstöður hafa orðið. Hann sagði líka að kannski skiptu gjörðir meira máli í þessum efnum, hvaða merki kæmu frá stefnu og starfi stjórnvalda á sama tíma. „Og ég get nú ekki séð til dæmis að hug- myndir um að einkavæða Landssím- ann og selja hann í heilu lagi einum aðila séu til marks um að þessi rík- isstjórn hafi eitthvað lært.“ Steingrímur minnti einnig á að hann hefði flutt tillögu um að heildar- úttekt á stjórnunar- og eigna- tengslum í íslensku viðskiptalífi yrði uppfærð og endurnýjuð. Tvær slíkar skýrslur hefðu verið gerðar áður og sér fyndist alveg kominn tími til að endurtaka það, þar sem hraðar og miklar breytingar hefðu orðið. Hann benti á að það væri verið að færa hvert svið viðskipta á fætur öðru yfir í einkavædda fákeppni eða einka- vædda einokun. Guðjón Arnar Kristjánsson Allrar athygli vert GUÐJÓN Arnar Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins, sagði að sér hefði ekki gefist tækifæri til að kynna sér skýrsluna nema rétt til að líta yfir frétta- tilkynningu vegna útkomu hennar, en af henni að dæma væru þær áætlan- ir sem þar birtust allrar athygli verðar. Guðjón sagði að það væri ekkert nema gott um það að segja að þessi mál væu skoð- uð vandlega. Þegar fyrirtæki með mikla fjármuni væru annars vegar væru lífeyrissjóðirnir þar einnig undir og það væri spurning hvort setja þyrfti þeim eftirlit með svip- uðum hætti og fyrirtækjunum. Að vísu væru lífeyrissjóðirnir undir eft- irliti Fjármálaeftirlitsins en það væru bankarnir líka. Guðjón bætti því við að ef menn væru að skoða þetta umhverfi al- mennt, þ.e.a.s. atvinnufyrirtækin, verslunina, bankana, fjárfestingar- fyrirtæki og lífeyrissjóðina, þá væri einnig spurning hvað varðaði annars konar félög sem væru sterk eigna- lega séð og væru að nota fjármuni. „Maður gæti látið sér detta í hug, þótt maður viti svo sem ekki um það, að einhver stéttarfélög eigi mikla sjóði og hvort slík lög og reglur sem hér er verið að ýja að eigi þá jafn- framt að ná til annarra félaga en fé- laga sem eru beinlínis í atvinnu- rekstri, að því gefnu að eignir þeirra séu komnar yfir eitthvert hámark.“ Hann sagði að verið væri að skoða þessi mál heildstætt og þyrfti að líta á það miðað við hvaða völd menn hefðu með fjármunum, áhrifum og eignum. Það þyrfti að skoða þessi mál frá öllum hliðum. Áhugavert væri að kynna sér skýrsluna betur og síðar kæmi til kasta þingsins. Ari Edwald ARI Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir margt jákvætt við skýrslu viðskiptaráð- herra og sumt í samræmi við það sem samtökin hafi talað fyrir á undanförnum ár- um, til dæmis að skipta upp Sam- keppnisstofnun sem gefi stofnun- inni færi á að ein- beita sér að sam- keppniseftirliti. Of snemmt sé hins vegar að fullyrða um áhrif skýrslunnar á starfsemi fyrirtækja, enda hafi hún ekki verið rædd á vettvangi samtakanna. „Við áttum því miður enga aðild að þess- ari nefnd og gagnrýndum þá hönn- un viðskiptaráðherra á nefndar- starfinu á sínum tíma, þar sem þetta hét stefnumótun á starfsum- hverfi íslensks viðskiptalífs.“ Eðli- legt hefði verið að SA kæmi að þeirri vinnu. „Það sem er jákvætt við þessa framsetningu er að það er gert ráð fyrir því að þessi skýrsla fari í um- ræðu og menn fái tækifæri til þess að ræða um hana og hafa skoðun á efninu áður en frekar verði unnið úr því. Ég geri ráð fyrir að við gerum það.“ Ari setur ákveðinn fyrirvara við tillögur um samkeppnislöggjöf og um heimild til að mæla fyrir um skipulagsbreytingar, eða brjóta upp fyrirtæki. „Það er auðvitað atriði sem við höfum ekki talið vera þörf fyrir og hljótum að hafa ákveðinn fyrirvara á. Þetta er mjög afdrifa- ríkt úrræði og vandmeðfarið en af skýrslunni má dæma að meirihluti nefndarmanna hugsi þetta sem ákvæði sem sé beitt með mjög þröngum skilyrðum. Þ.e.a.s. að það sé verið að bregðast við viðvarandi brotum á samkeppnislögum sem ekki hafi tekist að koma í veg fyrir með öðrum hætti.“ Um stjórnarhætti fyrirtækja í skýrslunni segir Ari að samtökin hafi verið í hópi þeirra sem hafi talið samspil leiðbeinandi reglna í við- skiptalífinu og lagareglna heppileg- asta fyrirkomulagið í þeim efnum. Of snemmt að fullyrða um áhrifin Hreinn Loftsson Í heildina tek- ið hófstillt og skynsamleg HREINN Loftsson, stjórnarformað- ur Baugs, segir skýrslu nefndar viðskiptaráðherra í heildina tekið hófstillta og skyn- samlega. Athygl- isverð sé sú niður- staða nefndar- innar að ekki sé þörf á sérstökum hringamyndunar- lögum, ekki síst í ljósi þeirrar um- ræðu sem hafi verið í þjóðfélaginu, einkum af hálfu stjórnmálamanna. „Ég get tekið undir mjög margt í skýrslunni. Ég tel til dæmis að um- fjöllun í sambandi við hlutverk stjórnarformanna í hlutafélögum sé í samræmi við það sem ég hef talið og er sammála. Að stjórnarformenn séu ekki í framkvæmdastjórn, og stýri ekki daglegum málum fyrirtækis.“ Sama eigi við um minnihlutavernd og að minnihluti í fyrirtæki geti farið fram á sérstakar rannsóknir. Einnig þætti eins og að ákvarðanir um kjör og kauprétti fari fyrir hluthafafundi og að upplýsingagjöf verði almennt efld í félögum og lífeyrissjóðir og verðbréfasjóðir geri eigendum sínum grein fyrir hvernig þeir fari með at- kvæðisrétt í félögum sem þeir hafa fjárfest í. Hreinn segir að rökræða megi hvort auka eigi möguleika Sam- keppnisstofnunar til að breyta skipu- lagi fyrirtækja. Í því efni telji hann þó að menn verði að gæta meðalhófs og ganga ekki lengra en tíðkast í sam- keppnislöndunum og taka hæfilegt mið af smæð markaðarins hér á landi. Annars sé hætta á að samkeppnisum- hverfi stærri fyrirtækja verði skert. Hreinn telur að tillögur nefndar- innar hafi ekki nein veigamikil áhrif á starfsemi fyrirtækja sem tengd eru Baugi eins og þær komi fyrir núna, enda sé ekki verið að grípa inn í með sértækum aðgerðum heldur setja ramma utan um starfsemi fyrir- tækja. Sigurður Einarsson Menn verða að gæta hófs SIGURÐUR Einarsson, stjórnarfor- maður KB banka, segir að sér virðist skýrsla nefndar viðskiptaráðherra við fyrstu sýn hlutlaus enda skyldu menn forð- ast að ana út í miklar breytingar á íslensku við- skiptaumhverfi að óathuguðu máli. „Mín skoðun er sú að það við- skiptaumhverfi sem við búum við á Íslandi sé býsna gott, það lagaum- hverfi sem við búum við sé býsna gott og þær eftirlitsstofnanir sem við bú- um við standi sig býsna vel.“ Hann bendir á varðandi þá skoðun nefndarinnar að ekki sé æskilegt að stjórnarformenn séu í reynd hluti af framkvæmdastjórn félags, að nefndin bendi sjálf á að óháðir stjórnarmenn þekki ekki alltaf fyrirtæki og rekstr- arumhverfi þess jafnvel og fram- kvæmdastjórar, og hafi því ef að lík- um lætur minna en ella fram að færa við mótun stefnu fyrirtækis. Þetta svari í reynd spurningunni af hverju samsetning stjórnar KB banka sé með þeim hætti sem hún er. „Ég tel reyndar öfugmæli að það sé auðveld- ara fyrir mann sem er annars staðar í fullu starfi að hafa eftirlit með störf- um fyrirtækis og stjórnendum þess heldur en mann sem hefur víðtæka þekkingu og gerir lítið annað. Mér finnst jafnframt að menn megi ekki tapa sér í þessu efni. Það er vissulega hlutverk stjórnar að hafa eftirlit með störfum fyrirtækisins, en meginverk- efni stjórnar er jafnframt að hámarka arðsemi viðkomandi fyrirtækis. Menn verða því að gæta hófs í þessu sambandi.“ Af öðru efni sem fram kemur í skýrslunni segist Sigurður ekki sjá að það sé til bóta að skipta um Sam- keppnisstofnun eins og lagt sé til. Að öðru leyti hafi hann ekki haft tíma til að kynna sér efni skýrslunnar til hlít- ar. Þór Sigfússon Atriði um stjórnarhætti orka tvímælis ÞÓR Sigfússon, framkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands, telur atriði í skýrslu nefndar viðskiptaráðherra orka tvímælis, t.d. er varða stjórnarhætti fyrirtækja, þar sem sé að sumu leyti gengið lengra en þekkist í flestum sam- keppnislandanna. „Sérstaklega finnst mér varðandi starfandi stjórnarformann – ef það er vilji að skoða þau mál að stjórnarformaður hafi ekki eftirlit með sjálfum sér, að það sé mun hyggilegra að láta það gerast á markaðnum. Þannig að fyr- irtækin þurfi hugsanlega að upplýsa um verksvið stjórnarformanns og kynna það á markaði og að um leið séu settar leiðbeiningar um hvað sé verksvið stjórnarformanns og fyrir- tæki framfylgi þeim leiðbeiningum eða útskýri af hverju þau gera það ekki.“ Hyggilegra sé að styrkja leiðbein- ingar sem ráðið átti þátt í gefa út um stjórnarhætti fyrirtækja í stað þess að koma á fót flókinni lagasetningu. „Við viljum fyrst ná málefnalegri umræðu og skoðanaskiptum um þessar hugmyndir og við munum, í ljósi þess að við höfum ekki tekið þátt í þessari vinnu að neinu marki, vænta þess að við fáum í umræðunni á Alþingi að taka þátt í eðlilegum skoðanaskiptum.“ Sjónarmið Verslunarráðs verða kynnt nánar í næstu viku. „ÉG HEF ákveðnar efasemdir um hvort heppilegt sé að leggja bann við því að stjórnarformenn gegni öðrum störfum fyrir við- komandi félög,“ segir Þórður Friðjónsson, framkvæmda- stjóri Kauphallar Íslands. Þórður segir sjaldgæft að slíkar reglur séu bundnar í lög í löndunum í kringum okkur og ekki ástæða til að þrengja að íslenskum fyrirtækjum hvað það varðar. „Þetta fyrirkomulag hefur hentað útrásarfyrirtækjum mjög vel og mér finnst það umhugsunarefni hvort hafa eigi áhrif á það með lagabreyt- ingum,“ segir Þórður. Hann segir hins vegar að eðlilegt sé að skýr verkaskipting sé á milli stjórnarformanns og forstjóra, „en það á að fara varlega í lagasetningu sem þessa og á að fara vel yfir hugs- anlegar afleiðingar áður en ákvörð- un er tekin um slíkt“. Þórður Friðjónsson Hentar vel útrásarfyrir- tækjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.