Morgunblaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 23
MINNSTAÐUR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 2004 23 LANDIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Hofsós | „Farkennslan svaraði fyrst kalli tímans um almennt barna- skólahald,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra í ávarpi þegar minnisvarði um þann þátt grunnmenntunar barna á Ís- landi sem nefndist farkennsla var af- hjúpaður. Minnisvarðinn er áletrað- ur steinn sem stendur við gamla skólahús Óslandshlíðinga í Skaga- firði, Hlíðarhúsið. Átthagafélag Óslandshlíðar, en formaður þess er Ari Sigurðsson, stóð fyrir framkvæmdinni. Þorgerður Katrín sagði í ávarpi sínu frá upphafi farskólanna og sagði að farkennslan hefði fyrst svarað kalli tímans um almennt barnaskólahald og tiltölulega jöfn tækifæri íslenskra barna til grunn- menntunar. „Blómaskeið þessarar kennslu fellur vel saman við sögu farkennslunnar hér í Óslandshlíð þar sem hún hófst árið 1903 og stóð eftir því sem best er vitað hvað lengst hér á landi eða allt til ársins 1967. Menntamálaráðuneytinu er það ánægja að hafa fengið tækifæri til að leggja framtaki Átthagafélags Óslandshlíðar lið. Því framtaki sem felst í gerð minnisvarða um far- kennsluna sem óvíða er minnst að verðleikum, en á sér hér nú óbrot- gjarnan stein í blóma og friðsæld þess lands sem hún spratt úr – og þar sem hún að lokum hneig.“ Að loknu ávarpi fékk ráðherra frú Gerði Sigurðardóttur, kennara frá Sleitustöðum, sem er einn af elstu núlifandi kennurum landsins, til þess að afhjúpa með sér stuðla- bergsdranginn, sem er áletraður og með myndum frá gamla farskól- anum í Hlíðarhúsinu. Að afhjúpun lokinni ávarpaði Skúli Skúlason rektor Hólaskóla gesti og ræddi um gildi þess að eiga aðgang að menntun, sérstaklega á þeim tíma sem samgöngur voru í lágmarki, hvar sem var á landinu. Minnisvarði um farskólana afhjúpaður við Hlíðarhúsið í Óslandshlíð Morgunblaðið/Björn Björnsson Afhjúpun: Gerður Sigurðardóttir kennari aðstoðaði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra við að afhjúpa minnisvarðann. Farkennslan svaraði kalli tímans Seltjarnarnes | Í tilefni 30 ára kaup- staðarafmælis Seltjarnarnesbæjar var bæjarbúum boðið á uppsetningu Leiklistarfélags bæjarins á Sauma- stofunni eftir Kjartan Ragnarsson. Verkinu er leikstýrt af Bjarna Ingvarssyni og var frumsýnt síðast liðið vor við góðar undirtektir og að sögn talsmanna leiklistarfélagsins komust færri að en vildu. Seltjarnarnesbær bauð upp á þrjár sýningar og var uppselt á þær allar og stemningin góð. Gestaleikarar í sýningunni eru ekki alls óþekktir í samfélagi Sel- tirninga en þar eru á ferðinni bæj- arstjórinn, Jónmundur Guðmarsson og sóknarpresturinn, Sigurður Grét- ar Helgason. Þykja þeir standa sig ágætlega í hlutverkum sínum en þeir ku leika einstaklinga sem eru talsvert ólíkir þeim sjálfum. Fleiri sýningar á Saumastofunni eru áformaðar með haustinu. Ljósmynd/Óskar J. Sandholt Félagar í Leiklistarfélagi Seltjarnarness voru að vonum ánægðir bæði með leikritið og góðar viðtökur bæjarbúa. Seltirningum boðið á leikritið Saumastofuna Ljósmynd/Óskar J. Sandholt Ekki hætta samt í dagvinnunni: Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri brá undir sig betri fætinum og þótti standa sig með prýði í hlutverki sínu. Eyrarbakki | Verið er að endurreisa Eggjaskúrinn svokallaða á Eyrar- bakka. Þar verður eggja- og fugla- safn til sýnis ásamt öðrum nátt- úrugripum Byggðasafns Árnesinga. Þar verður einnig aðstaða til að kynna fuglafriðlandið. Peter Nielsen, verslunarstjóri hjá Lefolii á Eyrarbakka í lok 19. aldar og fram á þá tuttugustu, var mikill náttúruunnandi. Hann var víða þekktur meðal fræðimanna fyrir vís- indalegar veðurathuganir og rit- gerðir um dýrafræði, einkum um ís- lenska fugla og lífshætti þeirra. Til þess að geta sinnt rannsóknum sínum, þar sem hann gat blásið úr eggjum og stoppað upp fugla ásamt geymslu náttúrugripa sinna, lét hann reisa lítið hús á lóð Hússins (kaupmannshússins) og var það í daglegu tali kallað Eggjaskúrinn. Verið er endurbyggja þetta hús á grunni þess gamla. Náttúrugripasafn sitt gaf Nielsen Barnaskólanum á Eyrarbakka þeg- ar hann lét af störfum og er það að mestu varðveitt ennþá. Morgunblaðið/Óskar Magnússon Í smíðum: Egg og fuglar verða til sýnis í nýja Eggjaskúrnum. Nýr Eggjaskúr á gömlum grunni ÁLFKONUHVARF - 203 KÓPAVOGI - VIÐ ELLIÐAVATN - MEÐ SÉRINNGANGI 4RA HÆÐA LYFTUHÚS - GLÆSILEGAR ÍBÚÐIR MEÐ BÍLSKÝLI Vorum að fá í sölu íbúðir í lyftuhúsi með sérinngangi við Álfkonuhvarfi í Kópavogi. Íbúðirnar afhend- ast fullbúnar án gólfefna með glæsilegum innréttingum frá HTH og AEG-raftækjum. Val er um innrétt- ingar, hurðir og flísar. Stæði í bílageymslu fylgir öllum íbúðum, innangegnt er í bílageymslu úr húsinu. Húsið afhendist fullbúið að utan og lóð frágengin - FRÁBÆRT ÚTSÝNI YFIR ELLIÐAVATN, BLÁFJÖLLIN OG HEIÐMÖRK - STUTT Í LEIKSKÓLA OG SKÓLA • Verð á 3ja herbergja 96 fm. íbúðum með bílskýli er frá 16,6 m. • Verð á 4ra herbergja 128,5 fm. íbúðum með bílskýli er frá 19,9 m.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.