Morgunblaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SAUÐSKINNSSKÓR og Nike- íþróttaskór mætast á færibandi fullu af munum frá 20. öldinni, en færibandið er kjarninn í þeim hluta sýningar Þjóðminjasafnsins sem fjallar um 20. öldina. Færibandið liggur í hring og er sett upp eins og færiband fyrir ferðatöskur á flugvöllum, og var sú leið farin til að endurspegla á ein- hvern hátt hraðann sem einkennir 20. öldina, segir Brynhildur Ingv- arsdóttir, sviðsstjóri miðlunarsviðs Þjóðminjasafnsins. Á færibandinu eru 25 litlir flekar og á hverjum þeirra hefur verið komið fyrir nokkrum munum sem tengjast á einhvern hátt, og eru flekarnir í tímaröð frá upphafi ald- arinnar. Skilin eru augljós, þar sem fyrsti flekinn mætir þeim síðasta en þá sést mikill munur á lífsháttum fólksins sem notaði þessa hluti. Brynhildur segir að þó undarlegt megi virðast sé í raun talsvert erfitt að fá hluti frá 20. öldinni sem end- urspegla hana. Vandamálið er ólíkt því vandamáli sem fornleifafræð- ingar standa oftast frammi fyrir, í þessu tilviki er svo mikið úrval af munum að erfitt er að velja úr hvað safnið þarf að eignast og hvað ekki. Leitað að munum í Góða hirðinum Þar sem safnið á enn takmarkað úrval af gripum frá 20. öldinni var talsvert verk fyrir aðstandendur sýningarinnar að finna hluti sem mynduðu ákveðin þemu á hverjum fleka á færibandinu. Brynhildur segir að í upphafi hafi verið sest niður og ákveðin þemu ákveðin. Oft ákvörðuðust þau út frá ákveðnum gripum sem safnið átti, en svo þurfti gjarnan að fara út í bæ og leita að munum sem pössuðu við hvert þema, sér í lagi hvað varðar síðustu 30 árin. Brynhildur segir að ýmsar að- ferðir hafi verið notaðir til að kom- ast yfir réttu munina. Verslunin Góði hirðirinn átti eitthvað af því sem þurfti, og svo þurfti að leita til starfsfélaga, vina og ættingja, til að finna það sem á vantaði. Færibandið í miðjum salnum tengist svo fimm stórum plasma- sjónvörpum á vegg þar sem sýndar verða um 300 ljósmyndir. B ur segir þetta einnig endur hraða 20. aldarinnar, hver aðeins stutta stund á skján en skipt er yfir í næstu. Myndir sýna tíðaran Aldarspegill 20. aldar er horninu við færibandið, þa settur hefur verið upp skjá Þar verður um 700 myndum á tjald, og verður hægt að s hvaða áratug aldarinnar m irnar eru teknar. Þar sem s úrval er af munum frá 20. ö er reynt að nota myndirna gefa safngestum einhverja líf fólks á þessum tíma og s arandann. Hvert ár hefur s myndir, og var reynt að ha ákveðin þemu fyrir hvert á Endurspegla 20. öldin birtist sýningarg Á sýningu Þjóðminjasafnsins, semverður formlega opnuð í dag, verðasýndir nokkrir íslenskir munir semhafa verið varðveittir í danska Þjóð- minjasafninu. Meðal annars verður á sýning- unni biskupsmítur frá Skálholti sem hefur ver- ið á sýningu danska Þjóðminjasafnsins. Lilja Árnadóttir, fagstjóri munasafns Þjóðminja- safnsins, segir mjög fátítt að söfn taki muni úr eigin sýningum til að lána þá. Þetta sýni ein- staka vinsemd sem danska safnið sýni Íslend- ingum. Á 19. öld voru margir munir fluttir frá Ís- landi til Danmerkur, en danska fornleifanefnd- in sendi bréf til presta og fleiri á Íslandi og bað um að merkum munum yrði safnað saman og þeir sendir til Danmerkur. „Þessi söfnun varð án nokkurs vafa til að bjarga mörgum þessara muna frá glötun,“ segir Hrefna Róbertsdóttir, sviðsstjóri rannsókna- og varðveislusviðs. Hún segir að margir þessara muna hafi síðar komið aftur til Íslands. M.a. hafi margir munir komið árið 1930. Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður segir að samstarf við danska þjóðminjasafnið hafi verið Þjóðminjasafni Íslands afar mikil- vægt. Tekist hafi mjög gott samstarf við Dani um forvörslu og uppsetningu sýninga. Danir hafi ennfremur sýnt okkur mikla vinsemd með því að lána fornmuni á sýninguna. Munirnir sem nú koma eru lánaðir til tveggja ára. Allir voru þeir sendir út til Dan- merkur á 19. öld en koma núna í fyrsta skipti aftur til Íslands. Danir lá til Þjóð Safnah opnað í d safnsins veitt Brúðarkóróna H AUÐLINDAGJALD ORÐIÐ AÐ VERULEIKA Í dag verða söguleg tímamót í íslenzkum sjávarútvegi.Auðlindagjald verður að veruleika og kemur til greiðslu í fyrsta sinn. Í fyrstu er um að ræða lágt gjald en þegar fram líða stundir hækkar það nokkuð. Það er þó ekki upp- hæð gjaldsins, sem máli skiptir nú, heldur hitt, að það hef- ur verið lögfest og kemur nú til framkvæmda í fyrsta sinn. Að baki auðlindagjaldi í sjávarútvegi liggur hörð bar- átta, sem stóð á annan áratug. Hugsunin að baki gjaldinu var og er sú, að þar sem fiskimiðin í kringum Ísland eru tal- in sameign þjóðarinnar að lögum sé eðlilegt að þeir, sem nýta þá auðlind, greiði öðrum eigendum nokkurt gjald fyrir afnot af henni. Þetta sjónarmið varð að lokum ofan á í þeim deilum, sem um þetta mál stóðu. Með lögunum, sem voru samþykkt á Alþingi á sínum tíma, var staðfest málamiðlun, sem fólst í því, að auðlinda- gjald var tekið upp, en það var ákvarðað lægra en margir hefðu talið eðlilegt. Höfuðatriði er að það var lögfest og er nú komið til framkvæmda. Þegar reynsla er komin á gjald- ið og áhrif þess á rekstur sjávarútvegsfyrirtækja er hægt að taka upphæð þess til skoðunar. Í ákvörðun um auðlindagjald fólst söguleg ákvörðun, sem á eftir að hafa víðtækari áhrif í okkar samfélagi. Í raun og veru má segja, að sjávarútveginum hafi verið lofað, að hann einn skyldi ekki greiða auðlindagjald, heldur myndu allir þeir, sem hafa afnot af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar, vera í sama báti í þeim efnum. Nú þegar auðlindagjald í sjávarútvegi er orðið að veru- leika er eðlilegt að hefja undirbúning að næsta skrefi. Þá liggur beinast við að skoða auðlindagjald vegna afnota af orku fallvatnanna. Sama má segja um afnot af símarásum, útvarpsrásum og sjónvarpsrásum. Raunar hefur sam- gönguráðuneytið mótað vissa stefnu varðandi rásirnar, stefnu sem felur í sér gjaldtöku, þótt hún hefði mátt vera með öðrum hætti. Aðalatriðið er þó að við sem þjóð tökum smátt og smátt upp þann hátt, að allir þeir, sem nýta auðlindir, sem teljast sameiginleg eign þjóðarinnar allrar, greiði gjald fyrir slík afnot. Í því er fólgin merkileg stefnumörkun, sem líklegt má telja, að aðrar þjóðir taki upp í auknum mæli, þegar fram líða stundir. ENDURREISN ÞJÓÐMINJASAFNS ÍSLANDS Á þeim sex árum sem liðin eru frá því að safnhúsi Þjóð-minjasafnsins á horni Suðurgötu og Hringbrautar var lokað má gera ráð fyrir að myndast hafi nokkuð stór hluti skólabarna í landinu sem hafa ekki hugmynd um það hvað þessi bygging stendur fyrir. Það er bagalegt. Í hálfan fimmta áratug var safnhúsið ekki aðeins tákn- mynd fyrir sjálfstæði þjóðarinnar, sögu hennar og menn- ingu, heldur var það einnig tenging við fortíðina á mjög sérstæðan hátt. Flestir sem komu í húsið geta staðfest þetta. Andrúmið í safninu var þrungið djúpri alvöru og virðingu fyrir hinum fornu minjum og sögunni sem það geymdi. Það var einhver dimmuþögn í húsinu sem var eins og komin lengst aftur úr öldum og minnti fólk á mikilvægt hlutverk þess að halda utan um horfinn tíma, minningar þjóðar. Klassískur og tignarlegur svipur byggingarinnar, sem Sigurður Guðmundsson teiknaði í samstarfi við Eirík Einarsson, ýtti svo undir hátíðlega stemningu safnhúss- ins. Í dag verður safnhúsið opnað að nýju, breytt og að hluta endurbyggt. Ný grunnsýning hefur verið sett upp í hús- inu, auk þess sem nýjar sérsýningar verða opnaðar, þeirra á meðal ljósmyndasýning í nýjum ljósmyndasal safnsins. Grunnsýningin er sett fram á nýstárlegan hátt með aðstoð margmiðlunartækni og er hún talin marka þáttaskil í ís- lenskri safnasögu og sýningargerð. Gera má ráð fyrir að annað andrúm sé í safnhúsinu nú en var. Það fyrsta sem gestir verða ef til vill varir við þeg- ar inn er komið er að birta er mun meiri en áður og það virðist víðara til veggja. Margmiðlunartækni og sérhann- aðar og hánútímalegar innréttingarnar setja líka hinar fornu minjar í annað samhengi, ekki síður forvitnilegt. Í Lesbók síðastliðinn laugardag birti Guja Dögg Hauks- dóttir grein um safnhúsið þar sem segir: „Það er afar ánægjulegt að sjá hvernig arkitektarnir á Hornsteinum nálgast upprunalega byggingu Sigurðar Guðmundssonar af virðingu og auðmýkt í stað þess að umturna öllu með lát- um. Þeirri þyngd sem einkennir upphaflegu bygginguna er haldið áfram á rólegan hátt og er það sannfærandi and- rúm fyrir dýrmætan fjársjóð okkar Íslendinga. Salirnir sem standa nú stórir og opnir fyrir dagsbirtu eru kannski táknrænir fyrir breytta stöðu þjóðar frá því sem var; bjartsýnt, opið og léttlynt þjóðfélag.“ Raunar hefur verið talað um endurreisn Þjóðminjasafns Íslands enda hefur ekki aðeins verið unnið að endurbótum á safnhúsinu heldur hefur starfsemin öll verið endurmót- uð, eins og kom fram í viðtali við Margréti Hallgríms- dóttur þjóðminjavörð í Lesbók á laugardag. Það er geysi- lega mikilvægt að starfsemi stofnunar á borð við Þjóðminjasafn Íslands sé í sífelldri endurskoðun. Aðeins þannig getur safnið verið virkur þátttakandi í umræðu um grundvallarþætti starfsemi sinnar, þjóðarhugtakið, minj- arnar og söguna sem það fjallar um og miðlun þeirra til al- mennings. Ljóst má vera að Þjóðminjasafnið er á þessum tímamótum að skila mikilvægum niðurstöðum um alla þessa þætti eftir langa og stranga vinnutörn. Það verður afar áhugavert að fylgjast með framhaldinu. GOTT, EN EKKI NÓG Tillögur nefndar Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar-og viðskiptaráðherra, um breytingar á lögum ogreglum um viðskiptalífið eru í öllum meginatriðum góðar og til mikilla bóta. Það hefur t.d. lengi legið í augum uppi að Samkeppnisstofnun væri fjársvelt, undirmönnuð og á kafi í verkefnum, sem tekið hafa tíma frá raunveru- legu eftirliti með samþjöppun og samkeppnishömlum á hinum ýmsu mörkuðum. Á þessum vanda taka tillögur nefndarinnar og vonandi er að í framhaldinu verði gerðar lagabreytingar, sem auka skilvirkni samkeppnisyfirvalda til mikilla muna. Nefndin gerir ennfremur tillögu um að samkeppnisyfirvöld fái heimild, að vissum skilyrðum upp- fylltum, til að krefjast breytinga á skipulagi fyrirtækis en ekki aðeins á hegðun þess. Í því getur m.a. falizt að fyrir- tæki verði skipt upp í tvö eða fleiri smærri fyrirtæki, eins og gerzt hefur í ýmsum tilvikum erlendis og uppskipting fjarskiptafyrirtækisins AT&T í Bandaríkjunum er líklega þekktasta dæmið um. Tillögur nefndarinnar um stjórnarhætti fyrirtækja eru jafnframt til bóta, enda flestar byggðar á reynslu annarra ríkja, sem sett hafa strangari reglur um þessi efni eftir að alvarleg hneykslismál hafa komið upp í fyrirtækjum, sem rýrt hafa mjög traust viðskiptalífsins. Sumar þessara tillagna hafa verið lengi til umræðu, t.d. þær að hluthafafundir samþykki kjör stjórnenda og að stjórnarformaður sé ekki jafnframt hluti af framkvæmda- stjórn fyrirtækis. Í ljósi reynslunnar bæði hér og erlendis virðist sjálfsagt að lögfesta þessar breytingar og raunar vandséð hvernig það á t.d. að hefta skilvirkni fyrirtækja í útrás að meina þeim að hafa starfandi stjórnarformann – sama árangri hlýtur að mega ná með t.d. verkaskiptingu á milli tveggja eða fleiri framkvæmdastjóra. Hlutverk stjórnarformanns á að vera að hafa eftirlit með fram- kvæmdastjórninni fyrir hönd hluthafa og því sinnir hann ekki sem hluti af henni. Hvað stjórnarhætti fyrirtækja varðar, skiptir máli að íslenzkt athafnalíf búi við svipaðan lagaramma og tíðkast í helztu samkeppnislöndunum; að erlendir fjárfestar geti t.d. gert ráð fyrir að aðhald sé hér nægilegt. Í því ljósi er ekkert undarlegt við að stjórnvöld vilji lögfesta reglur, sem þegar gilda víða erlendis, fremur en að bíða eftir því að atvinnulífið sjálft komi sér saman um reglur. Það, sem vantar svo augljóslega í skýrslu nefndar við- skiptaráðherra, eru beinar tillögur um hvernig ná megi tökum á þeirri þróun í átt til sívaxandi samþjöppunar eign- arhalds og valda í íslenzku atvinnulífi, sem átt hefur sér stað undanfarna áratugi. Svo ágætar, sem tillögur nefnd- arinnar eru, munu þær ekki koma í veg fyrir að hér verði t.d. aðeins tveir stórir viðskiptabankar eftir einhver miss- eri. Þær munu ekki hindra að sama fyrirtækið geti náð undirtökunum í nánast öllum greinum smásölumarkaðar, fjármála- og ferðaþjónustu og fjölmiðlum að auki. Þær munu ekki hindra að ein af stóru viðskiptasamsteypunum eignist Landssímann og öðlist þar með algera yfirburða- stöðu á fjarskiptamarkaðnum. Er það þetta, sem almenn- ingur á Íslandi vill? Er það þetta, sem kjörnir fulltrúar al- mennings vilja? Það er auðvitað ekki þeirra ágætu manna og kvenna, sem skipuðu nefnd viðskiptaráðherra, að ákveða hvernig þessum málum skuli háttað. Það er í verkahring Alþingis að setja löggjöf, sem tekur á þeirri meinsemd, sem sívax- andi samþjöppun í viðskiptalífinu er í þjóðfélagi okkar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.