Morgunblaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 24
DAGLEGT LÍF 24 MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Skólatölvurnar eru komnar í Odda Tölvukaupalán Íslandsbanka Verð 5.595 kr. á mánuði með tölvukaupaláni Íslandsbanka. M.v. 35 mánaða lán, meðalgreiðsla. Fartölvutaska fylgir að auki með tölvukaupalánum Íslandsbanka. HP Compaq nx9105 15” Verð: 159.900 MP3 geisla- spilari fylgir Verslun Odda • Höfðabakka 3 • Sími: 515 5105 • www.oddi.is SKÓLAR & NÁMSKEIÐ Slökkt hefur verið á vatns-úðurum í grænmetis- ogávaxtadeildum sumra mat- vöruverslana í Svíþjóð. Ástæðan er sú að talið er að baktería sem getur valdið lungnabólgu hafi borist með vatnsúðanum og hafa tvö dauðsföll verið rakin a.m.k. óbeint til smitsins í verslun í Umeå og annars smits í Lidköping, en um var að ræða eldra fólk sem þó er talið að hafi verið veikt fyrir. Samtök matvöruverslana í Sví- þjóð hafa nú mælt með að slökkt verði á vatnsúðurum í öllum mat- vöruverslunum þar til samræmdar reglur um umhirðu og hreinlæti á slíkum kerfum liggja fyrir. Í sam- tökunum eru stórar matvöruversl- anakeðjur eins og Ica og Coop og 3.000 af 5.000 matvöruverslunum landsins eiga aðild að samtökunum. Reyndar eru fæstar þessara 3.000 verslana með vatnsúðara, að því er m.a. kemur fram í Göteborgsposten (GP). Bakterían sem um ræðir er af teg- undinni legionella og berst hún venjulega með smáum vatnsdropum eða úða, loftræstikerfum eða jafnvel í heitum pottum og getur valdið fjöldasýkingu. Hægt er að með- höndla lungnabólguna sem af getur hlotist með sýklalyfjum en aldraðir og þeir sem eru veikir fyrir geta átt í erfiðleikum með að sigrast á sýking- unni. Í GP kemur einnig fram að fólk smitist ekki við að borða ávexti og grænmeti sem eru rakir eftir vatnsúða í verslununum, heldur geti fólk smitast við að anda að sér vatnsúðanum. Í Svíþjóð var varað við að nota vatnsúða í grænmetis- og ávaxtaborðum af þessum sökum fyr- ir nokkrum árum þar sem gögn frá Bandaríkjunum höfðu sýnt hættu á því að smit gæti borist þessa leið. Verslanir sinntu ekki viðvörunum Aftonbladet bendir á að matvöru- verslanir hafi ekki farið eftir viðvör- ununum og þvert á móti hafi úðurum fjölgað í matvöruverslunum. Miðstöð smitsjúkdómavarna í Sví- þjóð rannsakar nú málið og kemur til greina að banna notkun vatns- úðara í matvöruverslunum. Ekki eru allir á eitt sáttir um slíkt bann, sum- ir telja að umræddar matvöru- verslanir eigi að taka ábyrgð og bæta hreinlæti. Aðrir telja sjálfsagt að banna notkun úðaranna vegna áhættunnar. Í Aftonbladet kemur fram að markmiðið með notkun vatnsúðara er að grænmetið og ávextirnir verði girnilegri á að líta. Einnig dragi grænmetið og ávext- irnir í sig raka, verði því þyngri og þar af leiðandi dýrari. Vatnsúðinn hafi því enga kosti fyrir neytendur og venjuleg kæling geri meira gagn. Í GP er haft eftir yfirmanni hjá Ica verslanakeðjunni að Ica hafi mælt gegn því að verslanir undir þeirra merkjum settu upp vatnsúðara síð- ustu þrjú ár. „Þeir gera ekkert gagn og hafa áhættu í för með sér. Það besta fyrir neytendur er hröð velta á ávöxtum og grænmeti,“ segir Mats Ovegård.  NEYTENDUR | Svíar íhuga að banna notkun vatnsúðara í matvöruverslunum Smituðust af lungnabólgu Morgunblaðið/Ásdís Vatnsúðinn: Venjuleg kæling gerir meira gagn segir í Aftonbladet. Þeim fjölgar stöðugt hér á landisem stunda golfíþróttina ogeitt af því sem gerir þá íþrótt svo skemmtilega er að það er alltaf hægt að bæta sig, fínpússa tæknina og æfa sveifluna. En þó að áríðandi sé að æfa líkamlega tilburði í golfinu skiptir ekki síður miklu máli að þjálfa hugann til að ná betri árangri. Svo fullyrðir Hörður Þorgilsson sálfræð- ingur sem hefur búið til aðgengilegt efni um kerfisbundna þjálfun hugans fyrir þá sem spila golf og hentar það bæði byrjendum og fyrir þá sem eru lengra komnir. Efni þetta kallar Hörður Betri líð- an – betra golf, og er það í formi þriggja geisladiska og leiðbeininga- bæklings. Að ná stjórn á eigin líðan Hörður hefur lengi verið öðrum þræði að vinna með íþróttamönnum og þá hefur hann notað sálfræðilegar aðferðir til að þeir nái að nýta getu sína betur. „Golf er mjög huglæg íþrótt og glíma golfarans er fyrst og fremst við sjálfan sig. Ef fólk ætlar að ná árangri skiptir miklu máli að því líði vel á þeim tímabilum sem það er að spila eða keppa. Þá er ég að tala um ár- angurslíðan eða það sem ég kalla stundum YES-líðan, þegar allt gengur upp. Y stendur þá fyrir yfirvegun, E stendur fyrir einbeit- ingu og S fyrir sjálfs- öryggi. Ef þetta þrennt er til staðar, þá nær fólk betri árangri og nýtir betur þá getu sem það hefur. Þetta efni sem ég er að bjóða upp á er sem sagt til að hjálpa fólki að ná stjórn á þessu þrennu: Yfirvegun, einbeitingu og sjálfsöryggi,“ segir Hörður og ítrekar að fólk geti stjórnað því svo ótrúlega mikið hvernig því líður. „Allir íþrótta- menn nota hugann með einum eða öðrum hætti til að ná betri árangri, sumum er það nokkuð eðlislægt en aðrir nota það markvisst.“ Slökun, sjónmyndir og sjálfstal Hörður segir að þjálfun hugans í íþróttum hafi hingað til ekki verið sinnt nægilega mikið og ein ástæðan sé kannski sú að fólk viti ekki hvernig það eigi að bera sig að og eins eigi sumir erfitt með að trúa því að þetta virki. „Leiðbeiningarnar hafa heldur ekki verið til, svo ég vona að þetta efni sem ég hef sett saman verði kærkomið fyrir golfara.“ Við samningu efnisins studdist Hörður við aðferðir úr sálfræðinni sem ganga út á að beita markvisst sjónmyndum og sjálfstali. „Þetta eru viðurkenndar aðferðir í sálfræðinni og sýnt hefur verið fram á ótvírætt notagildi þeirra með fjölmörg- um rann- sóknum. Fólk hegð- ar sér nefnilega alltaf að ein- hverju leyti í samræmi við þá mynd sem það hefur af því hvað það getur og ætlar sér.“ Að sjá höggið fyrir sér Efnið á diskunum skiptist í þrjá hluta. Í fyrsta hlutanum er kylf- ingnum kennd slökun og á grunni þeirrar slökunar fer frekari þjálfun fram. Í öðrum hlutanum er honum leiðbeint hvernig hann á að nota sjón- myndir og sjálfstal til að hafa áhrif á líðan sína. „Þetta tvennt skiptir miklu máli og frægir kylfingar eins og Jack Nicklaus hafa til dæmis sagt að stór hluti af því að ná góðu höggi sé að sjá höggið fyrir sér áður en slegið er. Þetta á við um svo margar aðrar greinar og við höfum oft séð hvernig hástökkvarar tala við sjálfa sig rétt fyrir stökk.“ Þriðji og síðasti hluti efnisins er hugsaður sem undirbúningur fyrir keppni eða mót og Hörður leggur áherslu á að hver hluti byggist á þeim sem á undan kemur og ekki sé hægt að „stytta sér leið“ og fara beint í þriðja hlutann. Virkar ef gert er af alvöru Hugarþjálfun Harðar saman- stendur af 14 þjálfunarþáttum og tek- ur hver þáttur u.þ.b. 10 mínútur og ít- arlegar leiðbeiningar segja til um hvenær og hvernig kylfingar tileinka sér þjálfunina. „Eftir tvo til þrjá mán- uði ætti fólk að vera búið að tileinka sér þetta nokkuð vel, þannig að þetta verði nánast eðlislægt. Þetta er þjálf- un sem menn eiga að tileinka sér utan keppnistímabils og að því leyti er vet- urinn tilvalinn fyrir golfara til að æfa sig í að ná betri stjórn á líðan sinni og undirbúa næsta keppnistímabil. En um þetta gildir það sama og um margt annað, árangurinn ræðst af því hversu alvarlega menn taka þetta. Þetta er ekki „hókus pókus“ sem ger- ist án þess að fólk leggi rækt við það,“ segir Hörður að lokum en hann er á leið í búðir með jólagjöf golfarans í ár.  GOLF | Hugarþjálfun fyrir kylfinga sem vilja bæta sig Glímt við sjálfan sig Allar nánari uplýsingar er hægt að fá hjá Herði með því að senda hon- um tölvupóst: bardastadir.h@simnet.is khk@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart Hörður Þorgilsson sálfræðingur: Betri líðan – betra golf. Yfirvegun, einbeiting og sjálfs- öryggi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.