Morgunblaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 33
HESTAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 2004 33 MEISTARAMÓT Andvara verður haldið um helgina og eftir því sem næst verður komist mun það vera síðasta hestamót ársins. Að vanda verður mikið lagt í þetta mót, boðið upp á vegleg verðlaun og möguleiki að kaupa sér sæti í úrslitum gæð- ingakeppninnar. Frjálslega verður farið með gild- andi reglur í gæðingakeppninni þar sem riðið verður á beinni braut að venju, feti og stökki sleppt og gott ef ekki verður leyfilegt að ríða með písk. Þá verður í úrslitum gefnar ein- kunnir eftir hverja gangtegund eins og tíðkaðist áður í gæðingakeppn- inni. Meðal dómara verður norskur dómari, Bent Rune Skjulevold. Skemmtidagskrá verður í reiðhöll félagsins á laugardagskvöldið og hefst hún að loknu ljósaskeiði. Lág- markstími til þátttöku í skeiðinu er 9 sek. og verður þeim sem ekki hafa náð þessum tíma gefinn kostur á að tryggja sér hann á föstudagskvöldið. Hestakostur hefur ávallt verið mjög góður á þessum mótum og virðist stefna í að svo verði einnig nú. Loka- hnykkurinn á Kjóavöll- um HÆTTULEGA slysagildru er að finna á fjölfarinni reiðleið í Andalæk í Biskupstungum þar sem ný brú var byggð yfir lækinn fyrir nokkrum árum. Hestamenn sóttu þá eftir því að gamla brúin fengi að vera áfram við lýði og yrði þá notuð fyrir umferð ríðandi manna. Ekki var tekið undir þessar ósk- ir hestamanna af hálfu Vegaerðarinnar og brúin rifin en ekki þó öll því eft- ir situr stór steypustöpull í miðjum læknum og út úr honum stendur fjöldi steypujárnsteina, um fjörutíu til fimmtíu sentimetra langra. Einnig er að finna steypujárnsbúta við annan bakkann. Þá er aðkoman að vaðinu mjög brött og kröpp sem eykur enn á hættuna af steypujárninu. Þykir mildi að ekki hafi orðið slys þarna því reiðleið þessi er mjög fjölfarin og meðal þeirra sem fara þarna um eru stórir hópar frá hestaleigum. Sérstaklega gæti verið varasamt að fara þarna um eftir að skyggja tekur. Margir hesta- menn velja að sneiða hjá þessu torleiði og fara yfir nýju brúna sem að sjálf- sögðu er ætluð umferð bíla en ekki hesta. Morgunblaðið/Vakri Slysagildra við Andalæk í Tungum                                              !  "          #  !     !   "     !  $  !"    "           !      !         !   %      &          ! !      $  "     #'         (           ) *+  ,     #%           (     -              ( !       "   $  '                           "          '    &               (    !               ( '          "    .  /           0"          " -      ! !         1     "    2     3 (  4     5    -  3   !      6  #     $  6   !$ 5       " !  1   # .  /     $ $$          6 -    #"                 &!   7   8 !      7   92     * $   :;   < $   :;     = $   :;          !   !-        

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.