Morgunblaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 21
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Án hjólahjálma | Nýstofnuð kvennasveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suður- nesjum, Dagbjörg, hefur gert tvær kann- anir á öryggismálum. Í ljós kom við könnun á notkun hjólahjálma sem gerð var síðari hluta ágústmánaðar að til und- antekninga taldist að börn og fullorðnir í Reykjanesbæ notuðu hjálma. Lýsir sveitin sérstökum áhyggjum vegna þessa og hvetur foreldra til að vera góðar fyrirmyndir í þessu efni. Vetrarstarf sveitarinnar er að hefjast. Fyrsta verkefnið er á Ljósanótt þegar sveitin verður með kaffihlaðborð til styrkt- ar Björgunarsveitinni Suðurnesjum. Hlað- borðið verður í Framsóknarhúsinu við Hafnargötu á laugardag kl. 14 til 18.    Umhverfisvottun | Kajakleigan á Stokkseyri hefur fengið umhverfisvottun Beluga fyrir metnaðarfulla og vottunar- hæfa umhverfisstefnu sem miðar að stöð- ugum úrbótum í umhverfismálum. Gunnar Svanur, eigandi Kajakleigunnar, tók við viðurkenningunni úr hendi Úlfars Björns- sonar hjá Beluga. Kajakaleigan er vel að þessari vottun komin, segir í fréttatilkynningu frá Beluga um leið og vakin er athygli á því að leitun sé að umhverfisvænni ferðamáta en kajaka- ferð um eina mestu náttúruperlu Suður- lands, Stokkseyrarfjöru. Með stefnu sinni sýni Kajakaleigan að tekið verður á um- hverfismálum af mikilli festu, með mark- miðatengdum hætti eins og kröfur Beluga gera ráð fyrir. Í tilefni af eins árs af-mæli Listasmiðj-unnar Keramiks og glergallerís í Garði verður afmælismarkaður í gamla frystihúsinu í Kothúsum næstkomandi laugardag, kl. 12 til 18. Þar verður á þriðja tug söluaðila; félög, handverksfólk og fleiri selja vörur svo sem hand- verk, kartöflur og gamla hluti. Kynntar verða fönd- urvörur frá Deko-art, ker- amikmálun og gler- bræðsla. Ingibjörg Sólmundar- dóttir, Loftur Sigvalda- son, Sigurborg Sólmund- ardóttir og Hans Wíum keyptu Listasmiðjuna úr Reykjavík fyrir ári síðan og hafa komið henni fyrir í 500 fermetra húsnæði í Kothúsum í Garði. Fram- leitt er keramik og selt um land allt. Ingibjörg er með glerbræðslu og heldur námskeið. Í tilefni afmæl- isins er veittur 15% af- sláttur af framleiðslunni. Markaður Grindavík | Bláa lónið hf. og Prokaria ehf. hafa gert með sér nýjan samning um frekari rannsóknir á lífríki jarðsjávarins í Bláa lóninu. Grímur Sæmundsen, fram- kvæmdastjóri Bláa lónsins, og Jakob K. Kristjánsson, forstjóri Prokaria, undirrituðu samninginn í Bláa lón- inu – heilsulind. Markmið rannsóknarinnar er að einangra og greina líffræðilega virk, húðvæn efni jarðsjávarins í þeim til- gangi að auka skilning á lækningamætti hans og renna frekari stoðum undir þann þekkingargrunn sem vöruþróun framleiðsla og þjónusta Bláa lónsins byggir á, segir í frétt frá Bláa lóninu. Á síðasta ári vann Prokaria lífríkisrannsókn fyrir Bláa lónið hf . og beitti til þess nýjustu DNA-aðferðum til að greina tegundasamsetningu í umhverfissýnum auk þess sem örverur úr lóninu voru ræktaðar og greindar. Meðal annars var búinn til DNA- og örveru- gagnabanki sem notaðir verða í framhaldsrannsókn- ina. Rannsaka jarðsjóinn Ólympíunefndinmun hafa keypt130 þúsund smokka og dreift frítt fyr- ir Ólympíuleikana. Guð- mundi G. Halldórssyni, hagyrðingi á Húsavík, varð þá svo að orði: Ljóma slær á liðið okkar löngum sem að allt snýst kringum. Hundrað og þrjátíu þúsund smokkar. Þeir ættu að gagnast Íslendingum. Brotthvarf Sivjar varð Guðmundi að yrkisefni: Menn segja um Halldór: „Farvel Frans.“ Af fégrægði íhaldsins stjórnast lætur. Drottinn efast um dómgreind hans en dæmir Siv ríflegar miskabætur. Gunnar Birgisson sagði að hann myndi ekki fara út úr þinghúsinu fyrr en af skattalækkunum yrði. Guðmundur setti þá sam- an þessa vísu: Skattalækkana virtist von. Vesalingarnir skulfu af hlátri. Þegar bograði Gunnar Birgisson inn í borðsal þingsins með tunnu af slátri. Ólympíu- smokkar frett@mbl.is Sandgerði | Dagskrá Sandgerð- isdaga sem fram fóru um helgina raskaðist nokkuð vegna veðurs. Sandgerðisbær hafði þessa helgi til afnota stórt iðn- aðarhúsnæði, Tikk-húsið, og tókst að flytja þangað mörg at- riði sem annars hefði rignt niður og var húsið vel sótt. Veður batnaði á laugardag þegar leið á kvöldið og var aðsókn á kvöld- skemmtunina góð. Gekk sam- komuhaldið því í heildina vel, að sögn Reynis Sveinssonar sem tók þátt í undirbúningi. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Skemmtu sér í vélsmiðjunni Sandgerðisdagar BRUGGHÚSIÐ í Skagafirði ehf. hefur í hyggju að hefja bruggun og sölu á bjór og annarri drykkjarvöru bæði fyrir íslenskan markað og til útflutnings. Er ætlunin að vinna malt úr skagfirsku byggi til bjór- gerðar. Félagið er á meðal nýskráðra hlutafélaga eins og fram kemur í Lögbirt- ingablaðinu frá sl. fimmtudegi. Hlutafé félagsins er ein milljón króna og að því standa þrettán aðilar að því er segir í fréttatilkynningu sem birtist á vefsíðunni www.skagafjordur.com sem Vilhjálmur Baldursson, stjórnarformaður félagsins, skrifar undir. Þar segir Vilhjálmur að hug- myndin hafi kviknað í janúar á þessu ári og verið kynnt fyrir áhugasömum, sem hafi litist vel á hana. Einni milljón króna hafi verið safnað til frekari undirbúnings að rekstri brugghúss í Skagafirði. Hann segir hugmyndina byggjast á svo- kölluðum micro-brugghúsum sem ætlað er að svara kalli markaðarins eftir meiri fjöl- breytileika sem stærri brugghús ná ekki að svara. „Of snemmt er að segja til um hvort af þessu verkefni verður. Verkefnið er vit- anlega áhugavert en enn á eftir að ræða og meta niðurstöður athugana,“ segir Vil- hjálmur. Unnið að undirbúningi brugghúss REKSTUR Sjúkrahússins og heilsugæslu- stöðvarinnar á Akranesi (SHA) var já- kvæður fyrstu sex mánuði ársins, sam- kvæmt uppgjöri. Afgangurinn samsvarar 2,4% af heildartekjum stofnunarinnar. Þetta kemur fram í frétt frá SHA. Sér- tekjur SHA hækka um 6,6% á milli ára sem stafar fyrst og fremst af aukinni útseldri þjónustu til annarra heilbrigðisstofnana. Launagjöld samkvæmt uppgjörinu hækka um 2,3% á milli tímabila sem er í samræmi við áætlun. Aðrir útgjaldaliðir eru innan þeirra marka sem sett voru við gerð ár- sáætlunar nema hvað lækninga- og hjúkr- unarvörukostnaður hækkar nokkuð um- fram það sem gert hafði verið ráð fyrir. Orsakir þess eru beinlínis raktar til auk- innar starfsemi og fleiri aðgerða, einkum liðskiptaaðgerða en þeim fjölgar um 50% á milli ára þetta tímabil. Afgangur af rekstri SHA ♦♦♦ Ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Costa del Sol 8.september Nú getur þú notið skemmtilegasta tíma ársins á þessum vinsælasta áfangastað Íslendinga í sólinni og búið við frábæran aðbúnað. Þú bókar núna, og tryggir þér síðustu sætin, og 4 dögum fyrir brottför hringjum við í þig og tilkynnum þér hvar þú býrð. Og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 19.990 Flugsæti m.v. 2 fyrir 1. Netverð. Verð kr. 29.995 M.v. hjón með 2 börn, 2 – 11 ára. Flug, gisting, skattar, 7 nætur, 8.sept. Netverð Verð kr. 39.990 M.v. 2 í herbergi/studio, 8.sept. 7 nætur. Netverð. Munið Mastercard ferðaávísunina Stökktu til Costa del Sol 8. sept. frá kr. 19.990 Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800 Val um 1 eða 2 vikur. Bændur til Nýja-Sjálands | Lands- samband kúabænda er að skipuleggja kynnisferð til Nýja-Sjálands í vetur. Þegar hafa tuttugu bændur sýnt áhuga á að fara og stefnir í að þrjátíu manna hópur fari. Hugmyndin er að skipuleggja tíu til tólf daga ferð og heimsækja mjólkur- og sauð- fjárbændur og fyrirtæki tengd landbúnaði, að því er fram kemur á vef LK, naut.is. Systursamtök LK í Danmörku eru einnig að skipuleggja svipaða ferð til Nýja-Sjá- lands á sama tíma og er verið að athuga möguleikana á að slá hópunum saman.    Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.