Morgunblaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2004 43 Nú er hún elsku amma Halla látin og við systkinin eigum öll mjög góð- ar minningar um hana. Það var allt- af gott að koma til ömmu og afa á Snorrabrautina, þau voru alltaf í leiðinni og var það griðastaður okk- ar þegar við áttum leið um. Alltaf var hægt að labba inn til þeirra og fá kaffi, kókómjólk, vínarbrauð og gott spjall um daginn og veginn, enda var þar mjög gott andrúmsloft og okkur leið mjög vel hjá þeim. Við gistum margar nætur á Snorrabrautinni og það var gaman að taka spil við afa og spjalla við ömmu. Hún var alltaf spjallgóð og vildi allt fyrir okkur gera, gaukaði að okkur pening í tíma og ótíma og það var ekki tekið í mál að afþakka neitt sem hún rétti fram. Hún kunni vel á okkur krakkana og kunni fullt af máltækjum sem hún notaði óspart eins og sá vægir sem vitið hefur meira sem hún notaði oft á Sólveigu þegar Helgi var að skap- rauna henni. Þegar hún kom til okk- ar á Blönduós kom hún alltaf fær- andi hendi með fullt af skrifblokkum í allskonar stærðum og liti handa okkur til að dunda með. Hún amma var alla tíð mjög iðju- söm og var alltaf að. Þegar hún heimsótti okkur var hún ómetanlega hjálpsöm, gekk í öll verk á heimilinu og kláraði þau. Hún var mjög tón- elsk manneskja, hafði yfirleitt kveikt á útvarpinu og raulaði þá með öllum dægurlögunum. Amma tjáði sig al- mennt ekki um tilfinningar sínar með orðum en gegnum athafnir hennar gátum við alltaf lesið hvað henni þótti vænt um okkur. Við eig- um eftir að sakna hennar ömmu mikið. Sólveig, Helgi, Hrafn og Hjalti Sigvaldabörn.                               SAVA vörubílahjólbarðar. Tilboð 12 R 22.5 Orjak MS kr. 24.016 + vsk. Gildir meðan birgðir endast. Kaldasel ehf., Dalvegi 16b, 201 Kópavogur. S. 544 4333 og 820 1070. Misty-skór, Laugavegi 178, s. 551 2070. Snókerborð 12 feta snókerborð með auka- búnaði til sölu. Upplýsingar í síma 535 4040. Nýtt timbur til sölu í takmörkuðu magni. Úrvals byggingartimbur frá Svíþjóð, flestar algengustu stærðir, allt að 40% afsl. Ath. takm. magn. Er staðsett á Sel- fossi. Uppl. í s. 896 3456 og 894 6759. Álnabær, sími 588 5900. Ömmustangir eftir máli. Sumarsandalar Tilboð 1 par 1.290 - 2 pör 2.000. Stærðir 35-41, margir litir. Nýir litir í barnastærðum. Póstsendum. Skarthúsið, Laugavegi 12, sími 562 2466. Poncho - margar gerðir og litir Ný töskusending. Póstsendum. Skarthúsið, Laugavegi 12, sími 562 2466. Láttu þér líða vel. Verð kr. 5.685. Misty-skór, Laugavegi 178, s. 551 2070. Barnaponcho komin - margar gerðir og litir. Verð kr. 1.990. Póstsendum. Skarthúsið, Laugavegi 12, sími 562 2466. Frábær gæsaveiði. Frábærir kornakrar á einni af bestu veiði- jörðum landsins, 90 mín. akstur frá Rvík. Gisting, leiðsögn og gervigæsir. Uppl. www.armot.is eða veidi@armot.is og í síma 897 5005. VW Golf árg. '98, ek. 59 þús. km. Silfurgrár, 5 d., 5 g., 1,6 l, ABS, vökva- og veltistýri, CD/mp3- spilari. Mjög vel með farinn. Að- eins bein sala. Ásett verð 980 þús. Ólafur, s. 663 5120. Til sölu Nissan Primera slx árg. '92, ek. 125 þús., sjálfsk., samlæs- ing, rafm. í rúðum, aukadekk, nýsk. Góður bíll. Verð 230 þús. Uppl. í síma 669 1195. Tilbúinn hvert sem er. Nissan Patrol GR árgerð 1999. 44" dekk og mikið af aukabúnaði. Ekinn 66.000 km. Uppl. í síma 862-6461. GEYMUM TJALDVAGNA, BÍLA, FELLIHÝSI O.FL. UPPHITAÐ OG LOFTRÆST. FYRRI VIÐSKIPTAV. STAÐFEST- IÐ VETRARDVÖL. TEK Á MÓTI EFTIR SAMKOMULAGI. GEYMSLUR ÁSGEIRS EIRÍKS- SONAR, KLETTUM. UPPL. Í SÍMA 897 1731 Sérhæfum okkur með varahluti í jeppa og Subaru Tangarhöfða 2 S 587 5058, 587 8061 894 8818                   Stíflulosun og röramyndun Ásgeirs sf. Skolphreinsun Losa stíflur úr salernum, vöskum, baðkörum og niðurföllum. Röramyndavél til að staðsetja skemmdir í lögnum. s. 892 7260 og 567 0530, f. 587 6030 FJARLÆGJUM STÍFLUR VALUR HELGASON ehf. Sími 896 1100 - 568 8806 Röramyndavél til að skoða og staðsetja skemmdir í frárennslislögnum DÆLUBÍLL úr vöskum, wc-lagnir, baðkerum, niðurföllum, þak- og drenlögnum Elsku pabbi, mig skortir orð, það órétt- læti að taka ykkur mömmu frá okkur með svo stuttu millibili. Við höfum alltaf verið svo mikið saman fjölskyld- an og notið leiðsagnar ykkar, ást- úðar og umhyggju, missir okkar er því mikill. En nú ert þú kominn til elsku mömmu sem þú saknaðir svo mikið. Minning ykkar lifir. Elsku pabbi, ég sakna þín. Þín dóttir Hulda. Það er ekki auðvelt að lýsa því hvernig manni líður, það er varla hægt að trúa því að þú, elsku pabbi og afi, sért líka farinn, en við vitum að þú saknaðir mömmu og ömmu svo rosalega mikið. Þið voruð sem eitt og eins og sagt er í ljóðinu sem sungið var til hennar frá þér „ég trúi því á andartaki aftur verð hjá þér“ og nú fáið þið að vera saman aftur. Það er varla hægt að hugsa það HÖRÐUR SIGURVINSSON ✝ Hörður Sigur-vinsson fæddist í Reykjavík 6. október 1936. Hann lést á Krít fimmtudaginn 19. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Garðakirkju 2. september. til enda hvernig við komumst af án ykkar en við verðum að minnast tímans sem við áttum með ykkur. Ég talaði við þig í síðasta sinn mánudag- inn 16. ágúst, þegar þú hringdir frá Krít til þess að spá og spek- úlera hvað þú gætir keypt handa barna- börnunum til þess að gefa þeim þegar þú kæmir heim, þar var þér rétt lýst, fyrst og fremst að hugsa um að gleðja aðra. Þú varst og ert besti pabbi og afi í heimi. Hver á nú að velja fiskinn eins og þú varst snillingur í? Hvergi annars staðar en hjá afa og ömmu fengum við besta fisk í heimi. Það verður sárt að geta ekki skroppið í Safamýrina. Jónatan Victor fékk að vera með afa sínum meðan leikskólinn hans var lokaður og áttu þeir góðan tíma saman, fóru meira að segja í kaffi í Garðahverfið til þess að hitta „krakkana“ eins og þú sagðir sjálfur og þú varst svo stoltur að hafa afa- drenginn með þér. Mig skortir orð til þess að lýsa því hversu mikið ég og börnin mín eigum eftir að sakna ykkar. Elsku pabbi og afi, hvíl í friði. Við elskum þig hringinn í kring- um heiminn og aftur til baka. Veistu að ég á lítinn dreng sem labbar langt í burtu og rekur margar kýr. Hann er alveg eins og pabbi forðum, elskar land og sjó og menn og dýr. (Jóhannes úr Kötlum.) Þín Anna Sess., Tanja Halla, Nat- alía Anna og Jónatan Victor. Elsku afi, þetta gerðist allt svo skjótt að maður hefur varla haft tíma til að átta sig á því hvað gerð- ist. Þú varst búinn að vera svo spenntur að komast aðeins til út- landa til þess að slaka á og vera með ástvinum, en brátt dró ský fyrir sólu, afi minn, og þú hófst þitt flug í faðm ömmu Höllu þar sem við vit- um að þér líður best. Þú varst alltaf sá sem hægt var að reiða sig á í öllu og vissir þú að margra mati allt. Ef barnabörnin lentu í vandræðum með viðgerðir á alls kyns hlutum þá var fyrsta sam- talið alltaf til afa og var hann ekki lengi að redda málunum Stundirnar sem við áttum öll saman í blíðu og stríðu munu alltaf lifa í hjörtum okkar. Öll matarboðin sem voru haldin hafa haldið okkar fjölskyldu vel saman. Manni leið alltaf vel eftir að hafa komið til ömmu og afa í mat og varð það í raun orðið siður. Það vantaði eitthvað í vikuna ef fjöl- skyldan hittist ekki í Safamýrinni. Jólin voru uppáhaldstími okkar allra og var alltaf notalegt að njóta þeirra með ykkur, hlýjan og góð- mennskan í kringum ykkur kom manni alltaf í svo gott jólaskap. Að fara með afa að veiða var allt- af mikið ævintýri, smitaði hann útfrá sér með gleðinni sem hann hafði við veiðar og þótti okkur barnabörnunum mjög gaman að því. Þó að veiðin væri kannski ekki mikil var alltaf farið heim með bros á vör eftir að hafa neytt góðs nestis sem sérbúið var af afa og ömmu. Svo þegar amma veiktist varstu svo sterkur bæði fyrir hana og fyrir okkur öll. Þú varst alltaf eins og klettur og hughreystir okkur öll. Við erum ótrúlega þakklát fyrir að hafa fengið að njóta félagskapar þíns, ástar og umhyggju. Það var svo erfitt að fá ekki að kveðja þig. Við söknum þín, elsku afi, og mun minning þín ávallt lifa hjá okkur. Hörður Jens og Lena Rut. Það er erfitt að tjá tilfinningar sínar á þessari stundu, og það verð- ur ennþá skrítnara þegar frá líður því enn er maður ekki búinn að átta sig á því að þið séuð bæði farin. Við hlökkuðum svo til að fara til Krítar og eyða þar tíma saman. Hjörvar sagði alltaf að það yrði svo gaman að fara til Krítar með afa, því að hann væri svo skemmtilegur. Þannig varst þú í huga okkar, alltaf svo góður og í góðu skapi og gaman að vera með þér. Þú varst ekki sam- ur eftir að mamma og amma fór og við tókum eftir því. Við vitum að þið eruð núna saman eins og þið voruð alltaf. Elsku pabbi og afi, það var ynd- islegt að eyða síðustu stundunum með þér. Það verður ekki fyllt það skarð sem þú skilur eftir þig. Minn- ing þín mun ávallt lifa í hugum okk- ar. Óli og Hjörvar Þór.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.