Morgunblaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ YFIR 300 GÍSLAR FÉLLU Á fjórða hundrað líka höfðu fund- ist í gær í skóla bæjarins Beslan í rússneska sjálfstjórnarlýðveldinu Norður-Ossetíu eftir að sérsveit- armenn réðust inn í bygginguna á föstudag til að frelsa um þúsund gísla úr höndum hryðjuverkamanna. Er þetta mannskæðasta gíslataka í sögu Rússlands. Á meðal þeirra sem létu lífið voru 155 börn. Farið var með á sjöunda hundrað á sjúkrahús og meðal þeirra sem særðust voru 283 börn. 26 gíslatöku- menn og tíu sérsveitarmenn féllu í átökum í skólanum. Rússnesk yfirvöld telja að Shamil Basajev, illræmdur tétsenskur stríðsherra, hafi skipulagt gíslatök- una. Hryðjuverkamennirnir hófu undirbúning hennar í júlí þegar þeir földu vopn í kjallara skólans. Netárátta vaxandi vandi Tölvufíkn er vaxandi vandi meðal ungra karlmanna að því er fram kemur í Tímariti Morgunblaðsins í dag. Sálfræðingar sem rætt er við líkja fíkninni, sem einkum tengist fjöldaþátttökuleikjum, við vímuefna- fíkn og segja afleiðingar þær sömu. Landamæralaus raforka Norrænir ráðherrar orkumála stefna að landamæralausum raf- orkumarkaði á Norðurlöndum. Telja ráðherrarnir að betri aðstæður til fjárfestinga auki öryggi dreifing- arkerfis á raforku á Norðurlöndum. Nýtt sjónvarpsfyrirtæki Forstjóri Símans segir hugsanlegt að stofnað verði sérstakt fyrirtæki um útsendingar sjónvarpsefnis um breiðvarpið. Hann segir kaup Sím- ans á rúmum 26% hlut í Skjá einum gerð með það fyrir augum að dreifa efni þess á fjarskiptaneti Símans á stafrænu formi. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Auðlesið efni 48 Fréttaskýring 8 Dagbók 50/52 Sjónspegill 26 Myndasögur 50 Umræðan 30/36 Staður og stund 52 Forystugrein 32 Menning 53/61 Reykjavíkurbréf 32 Af listum 54 Bréf 37 Leikhús 54 Eru þeir að fá ’ann 37 Bíó 58/61 Brids 43 Sjónvarp 62/63 Hugvekja 44 Veður 63 Minningar 44/47 Staksteinar 63 * * * Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablað frá Smith& Norland Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl KVIKMYNDAHÁTÍÐ í Reykjavík var síðast haldin haustið 2001 en eftir það var hún aflögð. Í nóv- ember komandi verður gefinn for- smekkur að nýrri kvikmyndahátíð í Reykjavík að sögn Hrannar Mar- inósdóttur, framkvæmdastjóra hinnar nýju hátíðar. „Stofnað hefur verið félag um starfsemina sem ber heitið Alþjóð- leg kvikmyndahátíð í Reykjavík,“ segir Hrönn. „Hátíðin verður styrkt bæði af ríki og borg og markmiðið er að koma á vandaðri dagskrá sem höfðar til sem flestra kvikmyndaáhugamanna.“ Hrönn segir að hátíðinni verði ætlað að sýna nýlegar myndir sem koma alla jafna ekki til landsins, gera áhrifamiklum kvikmyndaleikstjór- um góð skil, tímabilum í kvik- myndasögunni og margt fleira. Hátíðin er almenn og munu mynd- irnar koma hvaðanæva. Fyrsta stóra hátíðin 2005 Forsmekkurinn í nóvember verður í formi undirbúningshátíðar þar sem m.a. verður haldið mál- þing um gildi kvikmyndahátíða fyrir samfélög með tilliti til fé- lagslegra og efnahagslegra þátta. Fyrsta stóra hátíðin verður svo haldin árið 2005. Kvikmyndahátíð í Reykjavík end- urreist í haust „ÞAÐ hefur ekkert samband verið haft við okk- ur,“ segir Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, um það sem fram kom í tilkynningu frá heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra í fyrradag um að lækka ætti lyfjaverð í smá- sölu. „Samtökin og apótekin hafa algjörlega verið hunsuð í öllu þessu ferli þótt það hafi auðvitað bein áhrif á afkomu þeirra þegar verið er að semja um breytingar á lyfjaverði,“ segir Sigurður. Hann segir að apótekin hafi í gegnum árin reynt að veita öryrkjum, ellilíf- eyrisþegum og öðrum sem nota lyf að staðaldri afslátt, en þau sjái fram á að erfitt verði að halda því áfram. „Lyfjagreiðslunefnd ákveður inn- kaupsverð, smásöluverð og hlut sjúklinga í lyfja- kostnaði þannig að það má segja að öll ráð apó- tekanna séu á hendi hins opinbera. Apótekin hafa ósköp lítið svigrúm til að breyta verði. Það segir sig sjálft að þegar innkaupsverð lækkar þá lækka tekjur apótekanna. Þau þurfa engu að síð- ur að standa undir föstum kostnaði,“ segir Sig- urður. Að sögn hans hafa samtökin, fyrir hönd lyf- sala, þrýst á um að fá aðkomu að endurskoðun á lyfjalögum en það hafi gengið erfiðlega. Meðal tillagna sem smásalar vilja koma á framfæri við yfirvöld er endurskoðun á ákvæðum um starfs- skilyrði apóteka. Til dæmis sé það bundið í lög hérlendis að á hverjum tíma skuli vera tveir lyfjafræðingar á vakt í apóteki, en Sigurður bendir á að í Danmörku sé talið nægjanlegt að einn lyfjafræðingur og einn lyfjatæknir afgreiði lyfseðilsskyld lyf út úr apótekum. Slíkar reglur gætu lækkað fastan kostnað lyfsala. Hann segir vel hafa verið tekið í sumar af til- lögum lyfsala en ekkert gerst ennþá. „Við von- um að í þeim viðræðum sem ráðherra boðar nú fáum við að taka þátt.“ Sigurður segir síður en svo standa á lyfsölum að ganga til viðræðna við heilbrigðisyfirvöld um lyfjaverð. „Það hefur frekar verið á hinn veginn, að ekki hefur verið hlustað á apótekin. Við höf- um sífellt verið að knýja á um að fá að koma að ákvörðunum og viljað hafa samráð við ráðuneyt- ið um breytingar. En við höfum þurft að hamra mikið á til að fá áheyrn.“ Klárt að lyfjaverð í smásölu lækkar Sigurður segir ljóst að lyfjaverð í smásölu muni lækka í kjölfar lækkunar á innkaupaverði. „Það er alveg klárt að lyfjaverð í smásölu lækk- ar því innkaupsverð lækkar og það er ekki heim- ilt að hækka álagningu.“ Ekki sé þar með sagt að hlutur sjúklinga lækki. „Ríkið hefur verið að draga úr sinni þátt- töku í lyfjaverði og þess vegna hefur hlutur sjúklinga verið að hækka. Það er fyrst og fremst ríkið sem er að spara en ekki sjúklingarnir.“ Lyfsalar leggja, að sögn Sigurðar, á það mikla áherslu að fá að koma sínum sjónarmiðum á framfæri við heilbrigðisyfirvöld sem fyrst. „Við hjá Samtökum verslunar og þjónustu vitum af reynslunni að ef við komumst ekki að vinnunni snemma í ferlinu þá komum við ekki að athuga- semdum þegar málið er komið til þingnefnda. Það er nánast tímasóun að leita til þingnefnda því þar fæst engu breytt,“ segir Sigurður. SJÖ dómarar Hæstaréttar fóru sl. föstudag í vettvangs- ferð um hin umdeildu svæði í gamla Biskupstungna- hreppi vegna málaferla ríkisins gegn landeigendum í Bláskógabyggð í þjóðlendumálinu svokallaða. Landeig- endur unnu málið fyrir óbyggðanefnd og í Héraðsdómi Suðurlands en ríkið áfrýjaði til Hæstaréttar. „Þetta var mikil og góð för,“ sagði Ólafur Björnsson, lögmaður landeigenda, sem fylgdi dómurunum ásamt bændum og fulltrúa ríkislögmanns, Einari Karli Hall- varðssyni, undir leiðsögn Arnórs Karlssonar, fyrrver- andi bónda í Arnarholti. Lagði hópurinn af stað rétt eftir klukkan átta um morguninn og lauk ferðinni ekki fyrr en um klukkan 19. „Vettvangsferð felst í því að Hæstiréttur kynnir sér þann vettvang sem málið fjallar um; kynnir sér staðhætti og málsaðilar kynna kröfulínur,“ sagði Ólafur. Hópurinn hefði áttað sig á staðháttum og örnefnum á þessu svæði í fylgd heimamanna. Ferðin hefði verið gagnleg til að átta sig betur á kortum sem lægju frammi í málinu. „Veðrið var alveg ljómandi. Það var smáskúraveður en alltaf þegar við stoppuðum þar tók upp. Við vorum bara í björtu og fögru veðri,“ sagði Ólafur Björnsson. Morgunblaðið/Kári Jónsson Hæstiréttur í vettvangsferð LÖGREGLAN í Kópavogi lagði hald á nær fjögur hundruð grömm af fíkniefnum við húsleit í Kópavogi á föstudagskvöld. Að mestu leyti var um að ræða kannabisefni, ásamt lítilræði af amfetamíni og e-töflum, skv. upplýsingum frá lög- reglunni. Karl og kona á þrítugsaldri voru handtekin í tengslum við málið. Við yfirheyrslu játaði karlmaðurinn að eiga efnin og að hafa ætlað þau til sölu. Málið telst upplýst, að sögn lögreglu, og báðum hefur verið sleppt. Að sögn lögreglu hlýtur málið „venjubundna afgreiðslu“, eins og það er orðað, og líklegt að gefin verði út ákæra á hendur mann- inum. Fíkniefni fundust við húsleit í Kópavogi KARLMAÐURINN sem grunaður er um að hafa kveikt í sex bílum í Hafnarfirði í vikunni hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. september nk. Tjón vegna eldsins nemur millj- ónum króna. Engin slys urðu á fólki. Maðurinn er 21 árs og hefur áður komið við sögu lögreglu. Karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri SVÞ, gagnrýnir stjórnvöld vegna lyfjamála Algjörlega hunsuð í þessu ferli Sigurður Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.