Morgunblaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 51
DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2004 51
ÞÝSKUNÁMSKEIÐ
GOETHE ZENTRUM
www.goethe.is
551 6061
Tilboð óskast í þetta sögufræga hús.
Eignin verður til sýnis sunnudaginn 5.september – frá kl. 13.00 – 15.00
Húsið þarfnast talsverðra utanhúsviðgerða.
Nánari upplýsingar veita söluaðilar: Sjá einnig á www.hus.is
Hefðarsetur við Tjörnina í Reykjavík
533-3344 545-0555 575-5800 570-4500 568-2444 5758585
Námskeið á
haustönn hefjast
27. og 29. september
BRIDSSKÓLINN
Byrjendanámskeið:
Hefst 27. september og stendur yfir
í 10 mánudagskvöld frá kl. 20—23.
Allir geta lært að spila brids, en það tekur svolítinn tíma að
komast af stað. Á byrjendanámskeiði Bridsskólans er ekki
gert ráð fyrir neinni kunnáttu og ekki er nauðsynlegt að
hafa með sér spilafélaga. Það er fólk á öllum aldri og af
báðum kynjum sem sækir skólann. Láttu slag standa.
Framhaldsnámskeið:
Hefst 29. september og stendur yfir
í 10 miðvikudagskvöld frá kl. 20—23.
Standard-sagnakerfið verður skoðað í smáatriðum, en auk
þess verður mikil áhersla lögð á varnarsamstarfið og spila-
mennsku sagnhafa. Kjörið fyrir þá sem vilja tileinka sér nú-
tímalegar aðferðir og taka stórstígum framförum. Ekki er
nauðsynlegt að koma með makker.
Kennari á báðum námskeiðum er Guðmundur Páll Arnarson,
Nánari upplýsingar og innritun í síma 564 4247
milli kl. 13 og 18 virka daga.
Námskeiðin eru haldin í húsnæði Bridssambands Íslands,
Síðumúla 37 í Reykjavík.
Kór - kór - kvennakór!
Kyrjurnar eru lítill og skemmtilegur kvennakór sem
getur bætt við sig nýjum kórfélögum.
Stjórnandi kórsins er Sigurbjörg Hvanndal Magnúsdóttir
og sér hún einnig um raddþjálfun.
Láttu nú drauminn rætast - það verður tekið vel á móti þér.
Allar upplýsingar veita Sigurbjörg, sími 865 5503,
Sigríður, sími 865 7853.
Getum bætt við góðum
söngröddum
Áhugasamir hafi samband við Björgvin
í síma 861 1255 eða Kára í síma 892 2506.
Skagfirska söngsveitin í Reykjavík
Kjördæmisráð
Sjálfstæðisflokksins
í Norðvesturkjördæmi
Aðalfundur kjördæmisráðsins verður haldinn laugar-
daginn 25. september í Íþróttamiðstöðinni að Jaðars-
bökkum, Akranesi.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál. Pallborðsumræður.
Formenn félaga eða fulltrúar þeirra komi með
kjörbréf fulltrúa sinna til fundarins.
F.h. stjórnarinnar,
Ágúst Þór Bragason.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 kl. 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Þekkir þú fólkið?
FÓLKIÐ á þessum myndum er lík-
lega ættað úr Dalasýslu eða Snæ-
fellsnesi, e.t.v. er það af Ormsætt.
Þeir sem kunna að þekkja fólkið á
myndunum eru beðnir um að hafa
samband við Björgu Gunnarsdóttur
í síma 557 4302.
Hver er hönnuðurinn?
ÉG HEF fylgst spennt með opnum
Þjóðminjasafnsins sem er glæsilegt
eftir breytingarnar. Í fjölmiðla-
viðtölum hef ég heyrt yfirmann
safnsins hrósa starfsfólkinu og iðn-
aðarmönnum en ég hef aldrei heyrt
hana nefna aðal hönnuð hússins.
Hver er það?
Ein forvitin.
Silfurarmband týndist
LÍTIÐ silfurarmband samsett úr
laufum týndist í miðborg Reykjavík-
ur sl. fimmtudag. Skilvís finnandi
hafi samband í síma 552 8916 eða
843 9644.
Eyrnalokkur í óskilum
GYLLTUR eyrnarlokkur með rauð-
um steini fannst nýlega á Snorra-
brautinni. Upplýsingar í síma
557 5953.
Lítil kisa týndist
FIMM mánaða læða týndist frá
Skeiðarvogi fyrir rúmri viku síðan.
Hún er svört, örlítið loðin, með hvít
hár aftan á lærum og neðan á skotti.
Til hennar sást í Dugguvogi. Hún er
innikisa og ólarlaus. Þeir sem gætu
gefið upplýsingar um kisuna eru
beðnir að hafa samband við Katrínu
í síma 534 3707.
Páfagaukur týndist
GULUR gári týndist í Fellahverfi í
Breiðholti sl. sunnudag. Þeir sem
vita um fuglinn eru beðnir að hafa
samband í síma 557 1688.
Stærðfræðimálstofa verður haldin íSmáraskóla dagana 10. til 11. sept-ember næstkomandi, en þar verður m.a.fjallað um leiðir í stærðfræðikennslu.
Einn af gestafyrirlesurum málstofunnar er Bob
Baratta-Lorton, forseti Center for Innovation
and Education í Kalíforníu. Bob hefur lengi
starfað við kennsluráðgjöf, en sú aðferð sem
hann beinir sjónum að felst í stærðfræðikennslu
sem byggist á skilningi frekar en minni og utan-
aðlærdómi.
Hvert er gildi stærðfræði fyrir fólk úti í lífinu?
„Stærðfræðin er alls staðar. Við notum hana
þegar við skjótum á þann tíma þegar við ættum
að leggja af stað á stefnumót eða fara með börn-
in í íþróttaskólann. Stærðfræðin er í því þegar
við tvöföldum uppskriftir, borgum reikningana,
athugum hverju bíllinn eyðir á hundraðið, sníð-
um kjóla. Stærðfræðin er í öllum íþróttum, úti-
legum, leikjum og líka í vistfræðinni, umhverf-
inu. Stærðfræði gefur okkur þekkingu. Hún er í
öllu sem við sjáum og gerum.“
Hvert er takmark kennsluaðferðar þinnar?
„Markmið okkar er að láta stærðfræðina sem
við kennum verða stærðfræðina í lífi nemenda
okkar. Þegar við vorum í grunnskóla lærðum við
reikning og hann var kallaður stærðfræði, en
stærðfræðin er svo miklu meira. Reikningur er
bara reikningur, en stærðfræðin er hugarfar,
leið til að leysa alls kyns vandamál, útvíkka
skilning á heiminum. Við biðjum nemendur um
að samþykkja hið óþekkta sem tækifæri til að
kanna, uppgötva og skapa.
Á meðan skólastærðfræðin hefðbundna beinir
sjónum að tölum einblínir alvöru stærðfræði á
leitina að mynstrum sem hjálpa okkur að koma
reglu á ringulreiðina í lífinu. Stærðfræðikennsla
á ekki að snúast um formúlur og útreikninga,
heldur leitina að þessum mynstrum og innbyrðis
tengslum þeirra.“
Hvað er það sem fæst með þessari aðferð?
„Námskeiðið sem ég held hjálpar þátttak-
endum að upplifa sjálfir þau verkefni sem þeir
vinna með nemendum sínum þegar þeir koma
aftur í skólastofurnar. Verkefnunum er ætlað að
hjálpa bæði kennurum og nemendum að skilja
stærðfræði. Hefðbundna leiðin til að kenna
stærðfræði er að kynna til sögunnar heilan hell-
ing af reglum og aðferðum til að leggja á minnið.
Þeim nemendum sem eiga auðvelt með utanbók-
arlærdóm reynist þetta létt og þeim gengur vel í
stærðfræði. Nemendum sem eru ekki eins sterk-
ir á því sviði gengur hins vegar verr og enda oft
á því að þola ekki stærðfræði. Þegar kennt er
með skilning að markmiði geta allir nemendur
lært og enginn missir trú á getu sinni.“
Stærðfræði | Stærðfræðinámskeið í Smáraskóla 10.–11. september
Kennt með skilning að leiðarljósi
Bob Baratta Lorton
er fæddur og uppalinn í
Kalíforníuríki í Banda-
ríkjunum. Hann lauk
BS-gráðu í hagfræði við
Stanford-háskóla og
mastersgráðu í
kennslufræði frá Uni-
versity of California at
Berkeley.
Baratta Lorton er for-
seti og einn af stofn-
endum nýsköpunar- og menntamiðstöðv-
arinnar The Center for Innovation in
Education, sem stofnsett var árið 1975, en
miðstöðin hefur frá upphafi þjálfað nærri
300.000 kennara í kennslu stærðfræði með
skilning að leiðarljósi.
MENNINGAR- og menntasamtök
Íslands og Japans standa fyrir ráð-
stefnu um stöðu kynjanna og sjáv-
arútveg á Íslandi og í Japan. Fyr-
irlesarar eru bæði íslenskir og
japanskir. Ráðstefnan verður hald-
in í Norræna húsinu kl. 9–12, mánu-
daginn 6., miðvikudaginn 8. og
fimmtudaginn 9. september.
Staða kynjanna
og sjávarútvegur