Morgunblaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞÝSKA stjórnin hefur tilkynnt að hún hygg- ist ekki áfrýja dómi Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Karólínu af Mónakó sem féll fyrr í sumar. Forsvarsmenn fjölmiðla í Þýskalandi höfðu hvatt stjórnina til að vísa málinu til yfirdeildar dómstólsins. Mannréttindadómstóllinn taldi í dómi sín- um að ákvæði Mannréttindasáttmálans um friðhelgi einkalífs (8. grein) hefði verið brotið þar sem þýska ríkið hefði ekki gert nóg til að vernda Karólínu Mónakóprinsessu gegn ágangi fjölmiðla. Meginviðmið varðandi mat á því hvort myndbirting væri heimil fælist í því hvort hún geti talist framlag til umræðu sem varðar almenning. Minna máli skipti hvar myndirnar væru teknar. Einstaklingar, jafn- vel þótt frægir væru, ættu ekki að þurfa að sæta því að myndir væru birtar af þeim, án þeirra samþykkis, þótt þeir létu sjá sig á al- mannafæri til dæmis í búðarferð, á bað- strönd, á skíðum eða á veitingastað. Öðru máli myndi gegna ef viðkomandi væru í op- inberum erindagjörðum af einhverju tagi, til dæmis ef þeir kæmu fram sem fulltrúar stofnana eða félagasamtaka eða væru þátt- takendur í fréttnæmum viðburðum. Mann- réttindadómstóllinn reyndist þarna á önd- verðum meiði við þýska stjórnlagadómstólinn sem hafði talið að birting mynda af Karólínu sem teknar voru á almannafæri væri yfirleitt leyfileg. Áhrifamiklir aðilar í fjölmiðlaheiminum höfðu skorað á þýsku ríkisstjórnina að áfrýja dómnum, sem kveðinn var upp af sjö manna deild, til yfirdeildar Mannréttindadómstóls- ins þar sem sitja 17 dómarar. Töldu þeir að frelsi blaðamanna til að afla efnis og flytja fréttir væri of þröngur stakkur skorinn. Fyrrverandi forseti stjórnlagadómstóls Þýskalands hafði jafnframt gagnrýnt Mann- réttindadómstólinn fyrir of þröngan skilning á hlutverki fjölmiðla. Álits stjórnlagadómstólsins leitað Samkvæmt fréttum í þýskum blöðum leit- aði ríkisstjórnin álits stjórnlagadómstólsins í Karlsruhe á því hvort grípa ætti til áfrýjunar. Svar dómstólsins var varfærið; formlega séð væri Mannréttindasáttmáli Evrópu ekki ofar stjórnarskrá Þýskalands og því væri strangt til tek- ið engin þörf á að fá dómn- um hnekkt. Dómsmálaráð- herra Þýskalands, Brigitte Zypries, lét svo ummælt á blaðamannfundi á miðviku- dag þegar ákvörðunin var kunngerð að dómar Mann- réttindadómstólsins væru ekki ofar dómum stjórnlagadómstólsins. Þess vegna væru þýskir dómstólar ekki bundnir af dómnum frá Strassborg þótt þeir þyrftu auð- vitað að taka tillit til hans. Ef nálgun Mann- réttindadómstólsins yrði staðfest í fleiri slík- um málum, sem kæmu til Strassborgar, þá þyrfti hugsanlega að breyta þýsku stjórn- arskránni vegna þjóðréttarskuldbindinga þýska ríkisins. Hún vísaði því einnig á bug að álykta mætti af dómnum að stjórnmálamenn nytu aukinnar verndar gegn óþægilegum afhjúp- unum. Áfram yrði að sjálf- sögðu heimilt að fylgjast grannt með verkum fólks sem gegndi opinberum trúnaðarstörfum. Til dæmis mætti augljóslega birta myndir úr einkalífi stjórnmálamanns sem af- hjúpuðu hræsni í opinber- um málflutningi hans. Þá hallaðist ríkisstjórn- in, að hennar sögn, að því að það væri rétt hjá Mannréttindadómstólnum að veita þyrfti fræga fólkinu aukna vernd. Tók hún sem dæmi myndir sem birtust af Karólínu prinsessu en voru teknar án hennar vitundar á einkabað- strönd og stjórnlagadómstóllinn þýski hafði ekki gert athugasemdir við. Skiptar skoðanir Þýsku blöðin telja sig hafa heimildir fyrir því að ekki hafi allir verið á einu máli í þýsku rík- isstjórninni um hvort una ætti dómnum. Á endanum hafi verið greidd atkvæði þar sem meirihlutinn réði. Í þessu sambandi hefur verið minnt á að kanslarinn, Gerhard Schröd- er, hafi sjálfur varið einkalíf sitt af harðfylgi. Hann hafi til dæmis nýlega komið í veg fyrir að fjölmiðlar birtu myndir af þriggja ára gamalli telpu sem kanslarinn og kona hans hafa nýverið ættleitt frá Rússlandi. Það sé því kannski engin furða að hann sé persónu- lega fylgjandi aukinni réttarvernd gegn fjöl- miðlum. Talsmaður ríkisstjórnarinnar vísaði því hins vegar opinberlega á bug að reynsla tiltekinna aðila í ríkisstjórninni, sem hefðu verið sérstaklega í sviðsljósinu, hefði haft nokkur áhrif á niðurstöðuna. Dómur MDE í máli Karólínu af Mónakó Þýska stjórnin ætlar ekki að áfrýja Reuters Lögfræðingur Karólínu prinsessu, í málaferlunum fyrir mannréttindadómstól Evrópu, með stækk- aða útgáfu af mynd er birtist af skjólstæðing hans í einu þýsku blaðanna. Lög og réttur eftir Pál Þórhallsson Höfundur starfar sem lögfræðingur hjá Evrópu- ráðinu. Skoðanir sem birtast í pistlinum eru alfarið á ábyrgð höfundar og endurspegla ekki nauðsynlega viðhorf Evrópuráðsins. Vinsamlegast sendið ábend- ingar um efni til pall.thorhallsson@free.fr. ’ Við höfum verið í forystu, margir hafaslegist í lið með okkur, og Bandaríkin og veröldin öll eru öruggari.‘George W. Bush Bandaríkjaforseti í ræðu sinni á flokksþingi repúblikana á fimmtudagskvöld, er hann tók við útnefningu sem forsetaframbjóðandi flokks- ins. ’ Þetta er það rúllugjald sem þarf aðgreiða fyrir að vera skráður á bandarísk- um markaði og leiðinlegri hlutinn af bandarískri fyrirtækjamenningu.‘Kári Stefánsson , forstjóri deCODE genetics, um hóp- málsókn sem boðuð hefur verið í Bandaríkjunum vegna verðlækkunar á hlutabréfum í félaginu. ’ Það hefur stundum verið sagt að súþjóð sem gleymi uppruna sínum hætti að vera til. Í ljósi þess er það ábyrgðarhluti okkar sem nú lifum að skila dýrmætum menningararfinum óbrengluðum til kom- andi kynslóða.‘Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra við opnun Þjóðminjasafnsins sl. mið- vikudag, eftir gagngerar endurbætur sem staðið hafa yfir frá árinu 1997. ’ Björgunin var engu lík.‘Kristian Maple , 17 ára Kanadamaður sem komst lífs af þegar skútan Silver sökk út af Faxaflóa á mánudag. Föðurbróðir hans, Thomas Evensen, fórst með skút- unni, en þeir voru á siglingu frá Kanada til Noregs. ’ Leikreglurnar þurfa að vera skýrar ogsanngjarnar. Ég legg áherslu á að mark- aðurinn er til fyrir almenning en ekki fyr- ir forstjórana og fyrirtækin.‘Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra, er hún kynnti álit nefndar um stefnumótun íslensks við- skiptalífs á þriðjudag. Hún kvaðst myndu leggja fram frumvörp byggð á áliti nefndarinnar á allra næstu vik- um. ’ Þetta stríð er frábrugðið öðrum stríð-um. Við munum kannski aldrei setjast að samningaborði, en þið skulið ekki velkj- ast í neinum vafa um það að við höfum yf- irhöndina og við munum sigra.‘George W. Bush Bandaríkjaforseti hét því á fundi með fyrrverandi hermönnum á þriðjudag að Banda- ríkjamenn myndu vinna stríðið gegn hryðjuverkaógn- inni, en daginn áður hafði hann látið falla ummæli þess efnis að hefðbundinn sigur í þeim átökum væri óhugsandi. ’ Þið hafið rangt fyrir ykkur ef þið teljiðdráp á leiðtogum okkar eyðileggja bar- áttuanda meðal okkar.‘Úr yfirlýsingu frá Hamas , samtökum herskárra Pal- estínumanna, sem lýstu ábyrgð á tveimur sprengju- tilræðum sem urðu 16 manns að bana í Ísrael á þriðju- dag. Í yfirlýsingunni sagði að árásirnar væru hefnd fyrir dráp á tveimur leiðtogum samtakanna fyrr á árinu, þeim Sheikh Ahmed Yassin og Abdelaziz Rant- issi. ’ Ásakanirnar á hendur mér eru ófyr-irleitnar lygar og svívirðileg skrumskæl- ing á mannkynssögunni.‘Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseti Júgóslavíu, er hann kom á ný fyrir Stríðsglæpadómstólinn í Haag til að svara til saka fyrir þjóðarmorð, mannúðarglæpi og stríðsglæpi í stríðinu í fyrrum Júgóslavíu. Rétt- arhöldunum hafði verið frestað vegna bágrar heilsu Milosevic, sem ver sig sjálfur. ’ Þið hafið unnið.‘Jacques Rogge , forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, hrósaði Grikkjum fyrir vel unnin störf er hann sleit Ólympíuleikunum í Aþenu sl. sunnudag. ’ Blessuð kýrin er móðir okkar allra.‘Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sagði í ávarpi á kúasýningunni Kýr 2004 um síðustu helgi að kýrin hefði haldið lífinu í þjóðinni á árum áður. Ummæli vikunnar Reuters George W. Bush Bandaríkjaforseti geispar skömmu fyrir ávarp sitt á flokksþingi repúblikana á fimmtudagskvöld. LENGI hafa verið í gildi í Þýska- landi reglur sem verja fólk gegn því að myndir af því séu birtar í leyfisleysi. Er talað um rétt til eig- in myndar í þessu sambandi. Er gott að hafa þetta í huga þegar dómurinn í máli Karólínu prinsessu af Mónakó og umræður um hann eru skoðuð enda fer því fjarri að jafn skýrar reglur gildi á Íslandi. Þýska þingið samþykkti ennfremur síðasta vor breytingar á hegning- arlögum landsins sem renna frek- ari stoðum undir friðhelgi einkalífs hvað varðar myndbirtingar. Samkvæmt þýsku höfundalög- unum er óheimilt að birta mynd af einstaklingi án samþykkis hans. Að teknu tilliti til réttmætra hags- muna viðkomandi einstaklings á þetta þó ekki við ef myndin er framlag til samtímasögu, ef ein- staklingurinn er ekki aðalatriði myndarinnar, ef myndin sýnir hóp- fundi, kröfugöngur eða álíka við- burði þar sem einstaklingurinn var þátttakandi, eða ef birtingin er í þágu löggæslu. Í dómaframkvæmd hafa svo þróast nánari viðmið um það hvað telst réttmætt framlag til sam- tímasögu. Sumir einstaklingar eru svo þekktir í samtímanum, t.d. stjórnmálaleiðtogar, vísindamenn, íþróttahetjur, leikarar og sumt að- alsfólk, að yfirleitt þegar þeir sjást á almannafæri myndi samkvæmt þýskum rétti teljast réttlætanlegt að taka af þeim myndir og birta. Aðrir eru tilfallandi þátttakendur í viðburðum samtímans og eiga eft- ir nokkurn tíma rétt á að lifa sínu lífi án þess að þurfa að sæta því að myndir birtist af þeim í fjöl- miðlum. Til þess að slá enn frekari skjaldborg um persónuhelgi hvers manns, ákvað þýska þingið að auka nýju ákvæði við hegning- arlögin síðasta vor. Skjaldborg um tiltekna þætti úr einkalífi Í nýja ákvæðinu, 201. gr. a þýsku hegningarlaganna, er lagt bann við því að taka í heimildarleysi myndir af öðrum einstaklingi í íbúðar- húsnæði eða annars staðar þar sem hann nýtur sérstaks skjóls gagnvart sjónum annarra enda sýni þær mjög persónuleg atriði úr einkalífi viðkomandi. Sömuleiðis er óheimilt að færa sér slíkar myndir í nyt eða veita óviðkom- andi aðgang að þeim. Ákvæði þessu er ætlað að vernda fólk gegn því að óviðkomandi sjái af því myndir við aðstæður sem það myndi að öllu jöfnu vilja halda fyr- ir sig og sína nánustu, hvort sem það eru veikindi, kynlífsathafnir eða einfaldlega háttsemi sem ein- ungis er höfð í frammi gagnvart þeim sem menn treysta og þekkja. Er augljóst, til dæmis vegna tækniþróunar, að æ erfiðara verð- ur að verjast leynilegri myndatöku og dreifingu slíkra mynda sam- anber umræður á Íslandi ekki alls fyrir löngu um myndir sem höfðu verið teknar í samkvæmum ung- menna og dreift með tölvupósti eða á Netinu. Hertar reglur um myndatökur í leyfisleysi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.